Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 29. 9. 2007 81. árg. lesbók KÖLTFYRIRBÆRIÐ KAFKA HAMSKIPTIN VORU FRUMSÝND Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Í VIKUNNI OG AF ÞVÍ TILEFNI LEITUM VIÐ UPPI VOFU KAFKA >> 12 Ný tegund af tónlist, ólík því sem á undan hefur farið, sannkallað tímamótaverk » 7 Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýskalands og þar sló hún í gegn á hvíta tjald- inu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers – en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor holar@simnet.is Reuters Al Gore hefur skrifað ádeilurit um Bandaríki Bush, The Assault on Reason. Jón Baldvin Hannibalsson segir afdráttarlausa skoðun sína á viðfangsefni bókarinnar og bókinni sjálfri. »4 Hljómsveitin Múm hefur verið til í tæp tíu ár..Hún hefur nú sent frá sér fjórðu plötuna.Nafn plötunnar er undarlegt: Go go smearthe poison ivy. En tónlistin er undursam- leg. Þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út var sagt að hún spilaði „óskilgreinanlega raftónlist“. Allir voru hins vegar sammála um að þar væri á ferð afbragðs frumraun. Á næstu tveimur plötum bættist meiri söng- ur við einfaldar og brothættar laglínur sem einkennt höfðu þá fyrstu. Gagnrýnendur voru jafn ánægðir. Á nýja diskinum hefur þróunin haldið áfram, tónheimur Múm er einhvern veginn fyllri, laglínan sterkari, dans- takturinn ákveðnari, söngurinn þroskaðri og hljóm- sveitin notar meira hefðbundin hljóðfæri. Það sem gerir tónlist Múm áhugaverða er þó eftir sem áður mjög áheyrilegar lagasmíðar. Þeim hefur verið lýst sem rómantískum, krúttlegum, draum- kenndum og þetta á sennilega allt saman við enn þá að einhverju leyti en á þessari plötu kvikna líka marmel- aðieldar og froskar springa, og fólk dansar á bak við augnlokin og það dansar rhubarbidoo og sektarstein- um er kastað. Í þessari tónlist er ekki beinlínis sól, það er stundum dumbungur og stundum ýrir úr lofti. Þeir sem kunna við sig í fárviðri ættu að leita annað. Allir hinir nái sér í eintak. Marmelaðieldar MENNINGARVITINN Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.