Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 4
Reuters Al Gore fyrrverandi varaforseti „Hann segir fullum fetum, að þorri þingmanna sé svo upptekinn við að afla fjár hjá útgerð- araðilum sínum, að þeir hafi ekki tíma aflögu til mikils annars, eða að þeir séu ófrjálsir að skoðunum sínum.“ Eftir Jón Baldvin Hannibalsson E f Al Gore, þáverandi varaforseti og fram- bjóðandi í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum árið 2000, hefði unnið kosning- arnar, eins og öll rök stóðu til, hefði hann ekki þurft að skrifa þessa bók. Al Gore hafði verið einn áhrifamesti varaforseti í sögu þess vandræðalega embættis, (a.m.k. fram að tíð Cheneys, núverandi varafor- seta, sem flestir álíta meiri þungavigtarmann en meintan hús- bónda í Hvíta húsinu). Bill Clinton naut almennra vinsælda sem forseti og hefði auðveldlega fengið umboð kjósenda þriðja kjör- tímabilið í röð, væri það leyfilegt samkvæmt stjórnarskránni. Clinton og Gore höfðu skilað góðu búi. Það var uppgangur í efna- hagslífinu, sem var drifinn áfram af tæknibyltingu, sem jók fram- leiðni og samkeppnishæfni bandarískra fyrirtækja og dró um leið úr atvinnuleysi. Viðvarandi fjárlagahalla hafði verið snúið upp í fimm trilljón dala tekjujöfnuð. Það blés því byrlega fyrir Al Gore. Keppinautur hans af hálfu repúblikana, fráfarandi ríkisstjóri í Texas, hafði af litlu að státa. Hann hafði verið drykkfelldur dek- urdrengur og mislukkaður bisnessmaður, sem hafði sloppið frá gjaldþroti fyrir atbeina föður síns og vina hans. En hann hafði frelsast fyrir náð Jesú og snúið til betri vegar. En þessi fákunn- andi og reynslulausi einfeldningur frá Texas, sem hafði komið einu sinni til útlanda (til Mexíkó), virtist lítið erindi eiga í hend- urnar á Al Gore. Gore var þrautreyndur stjórnmálamaður eftir langa setu í fulltrúadeildinni og Senatinu, auk þess sem hann hafði bakað skæðari keppinauta en Bush í frægum sjónvarps- einvígum, þeirra á meðal menn eins og Senator Bradley og Ross Perot. Samt tókst Gore að klúðra kosningabaráttunni við viðvanging- inn Bush. Honum var svo mikið í mun að afneita vináttu sinni við Bill Clinton til þess að hann yrði aldrei vændur um vafasamt sið- ferði, (munið þið eftir Moniku Lewinski?), að hann lét meira að segja undir höfuð leggjast að verja pólitíska arfleifð þeirra fóst- bræðra. Kjósendur fengu því engan botn í það fyrir hvað þessi Al Gore stóð og fengu þar að auki hálfpartinn samúð með hinum málhalta Bush sem virtist vera meinlaus miðlungsblók – rétt eins og þorri kjósenda. Versti forseti í manna minnum Að vísu fékk Gore fleiri atkvæði meðal kjósenda, sem nam hálfri milljón eða svo. En úrslitin réðust meðal kjörmanna í Flórídaríki, þar sem bróðir Bush var ríkisstjóri. Framkvæmd kosninganna var öll í skötulíki. Að lokum úrskurðaði meirihluti Hæstaréttar, þar sem dómarar, skipaðir af föður Bush, réðu úrslitum, að hætt skyldi að telja atkvæðin og tilnefndu þar með W. Bush sem for- seta. Ef þetta hefði gerst í Suður-Ameríkuríki hefði þetta verið kallað valdarán. En þar sem þarna átti í hlut sjálfskipað for- ysturíki lýðræðis í heiminum var þetta látið gott heita. Al Gore ber því þunga ábyrgð, ekki einasta frammi fyrir sögu Bandaríkjanna, heldur frammi fyrir jarðarbúum öllum, á afleið- ingum klúðursins, sem birst hafa í skelfilegum afleiðingum af stjórnarháttum Bush og félaga. Sagnfræðingar í Bandaríkjunum deila nú ákaft innbyrðis um hvort það sé ekki hafið yfir allan vafa að George W. Bush sé versti forseti sem setið hefur í Hvíta hús- inu í sögu Bandaríkjanna. Það er reyndar söguskoðun, sem eng- um þeirra hefur tekist að afsanna enn, sem komið er. Ábyrgð Al Gores á þessum ósköpum hlýtur því að hvíla þungt á herðum hans. Átta árum síðar lítur hann í spegil sögunnar og kemst að þeirri niðurstöðu, að „Bandaríkjamenn þekki varla lengur sitt eigið land“. Sjálft lýðræðið er í hættu, segir hann. Líkt og í Róm forð- um hefur lýðveldið breyst í heimsveldi þar sem forsetinn hefur tekið sér allt að því alræðisvald sem yfirmaður heraflans í ríki sem hefur lýst yfir stöðugu styrjaldarástandi; þar sem horn- steinn stjórnskipunarinnar, þrískipting ríkisvaldsins, er nú orð- inn aðeins að nafninu til og þar sem stjórnarskrárvarin mann- réttindi eru ekki lengur virt. Menn eru handteknir og haldið í fangelsi án dóms og laga og bandaríski herinn stundar pyntingar á stríðsföngum. Hryðjuverkamennirnir – óvinir ríkisins – hafa greinilega haft meiri áhrif en ætla mátti í upphafi. Það er eins og Bandaríkjamenn viti varla lengur hvaðan á þá stendur veðrið: „Við höfum þingið – Congress. Við höfum sjálf- stætt dómsvald. Við höfum þrískiptingu ríkisvaldsins. Við höfum réttarríkið. Við höfum málfrelsi. Við höfum frjálsa fjölmiðla. Hef- ur allt þetta brugðist okkur?“ – spyr höfundurinn í forundran. Og hann svarar sér sjálfur: Já – sjálft lýðræðið er í hættu. Sem yf- irmaður heraflans hefur forsetinn sölsað undir sig meiri völd í nafni þjóðaröryggis en stjórnarskráin heimilar. Forsetinn er orð- inn hafinn yfir lögin. Þingið er orðið að þýlyndri afgreiðslu- stofnun. Það er búið að fylla dómstólana af pólitískum málaliðum. Lýst eftir stjórnarandstöðu En hvar er stjórnarandstaðan og hinir frjálsu fjölmiðlar? Eftir ellefta september tókst ríkisstjórninni að þagga niður í hvoru tveggja. Hver þorir að sitja uppi með stimpil landráðamannsins á sama tíma og bestu synir fósturjarðarinnar heyja tvísýnt stríð í nafni hins góða gegn hinu illa? Þjóðin er umsetin óvinum hið ytra (terroristar) og hið innra (stjórnarandstaðan). „Ef þið viljið, að Al Gore gegn amer Al Gore hefur skrifað ádeilurit um Bandaríkin, The Assault on Reason, þar sem hann lítur í spegil sögunnar og kemst að þeirri niðurstöðu að „Bandaríkjamenn þekki varla lengur sitt eigið land“. Sjálft lýðræðið er í hættu, segir hann. Fyrrver- andi sendiherra Íslands í Washington les bókina og segir skoðun sína: „Það er satt að segja fátt um fína drætti, þegar kemur að tillögugerð um lausnir á kreppu hins bandaríska lýðræðis.“ 4 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.