Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Norska leikkonan Liv Ullmannhefur tekið að sér sitt fyrsta hlutverk í norskri kvikmynd í 38 ár. Hún hefur ekki leikið í heimalandi sínu síðan árið 1969, í kvikmyndinni Ann-Magritt. Ástæðuna fyrir því hve langt er síðan hún hefur starfaði í heima- landinu sagði Ullmann einfalda: „Þetta er fyrsta hlutverkið sem mér er boðið í Noregi síðan 1969.“ Myndin nýja nefnist In a Mirror, In a Riddle og er byggð á skáldsögu eftir Jostein Gaarder. Síðasta hlutverk Ullmann á hvíta tjaldinu var í sjónvarpsmynd Ing- mars Bergman, Saraband. Bergman leikstýrði Ullmann í alls níu myndum. Og hann gerði meira en það því þau eiga einnig dóttur saman, Linn Ullmann. Liv er nú stödd á Spáni þar sem hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalist- arinnar á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian.    KvikmyndagerðarmaðurinnMartin Scorsese hefur skrifað undir samning um að gera mynd um Bítilinn fyrrverandi George Harrison, sam- kvæmt vefsíðu BBC. Ekkja Harr- isons, Oliva, ætl- ar að aðstoða við gerð mynd- arinnar sem verður heimild- armynd auk þess sem Paul McCartney og Ringo Starr ætla að koma að gerð myndarinnar. Auk þess að fjalla um tíma Harr- isons í Bítlunum kemur myndin einnig til með að segja frá sólóferli hans sem og kvikmyndaverkefnum, en auk þess að fara með smávægi- legt hlutverk í Monty Python myndinni Life of Brian var hann einn framleiðenda myndarinnar. Árið 1999 var Harrison stunginn af innbrotsþjófi á heimili sínu. Hann lést úr lungnakrabbameini árið 2001, aðeins 58 ára að aldri. Scorsese hefur áður gert heimild- armyndir um tónlistarmenn, meðal annars Bob Dylan og Rolling Ston- es.    Clint Eastwood virðist veraóstöðvandi í leikstjórastólnum. Hann hefur nú tekið að sér að leik- stýra myndinni The Human Fac- tor sem byggð er á samnefndri bók John Carlin. Sagan segir frá því hvernig heimsmeist- aramótið í rúgbí í Suður-Afríku ár- ið 1995 varð til þess að bæta ímynd fólks á landinu í kjölfar þess að aðskilnaðarstefnan var lögð þar niður. Suður-Afríkubúum hafði fram til þessa, frá árinu 1980, verið meinuð þátttaka á mótinu vegna að- skilnaðarstefnunnar. Morgan Freeman hefur tekið að sér hlutverk Nelsons Mandela, for- seta landsins, í myndinni og Matt Damon kemur til með að leika þjálf- ara suður-afríska landsliðsins. KVIKMYNDIR Liv Ullman Martin Scorsese Clint Eastwood Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Eftir fráfall þeirra Bergman og Anton-ioni 30. júlí síðastliðinn leyfði ég mérað fullyrða að ófáir kynnu að rekjadauða kvikmyndalistarinnar til þessa sama dags – og kannski þurfti nú engan speking til. Það kemur mér þó á óvart hversu snemma við erum farin að sjá dæmi þessa. Í októberhefti breska kvikmyndatímaritsins Sight & Sound er að finna ekki aðeins greinar um leikstjórana tvo heldur einnig grein um endalok kvikmyndalist- arinnar, eða „great cinema“ líkt og það er orðað á frummálinu. Höfundurinn Peter Matthews segir að dauði Bergman og Antonioni með svo skömmu millibili hafi sannfært hjátrúarfulla kvikmyndaunnendur „um að héðan í frá verði ekki gerð fleiri meistarastykki – einstök verk er lýsi upp fínustu blæbrigði í sál skapara síns. Það er ekkert annað! Og þetta er inntakið í grein- inni, þótt Matthews sé sér fullmeðvitandi um að dauði kvikmyndalistarinnar sé gamall söngur og þekki vel til bestu leikstjóra samtímans. Rit- stjórn Sight & Sound hefur ekki þótt annað fært en að taka fram að mótsvar muni birtast í næsta hefti. Hér á landi erum við heldur ekki í útfar- arskapi enda stendur yfir tíu daga veisla Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Glápum nú sem brjáluð, vegum og metum yfir bolla eða kollu, fellum svo dóma um lífsmark kvikmyndalistarinnar að hátíð lokinni. Þá getum við líka syrgt Antonioni og Bergman sem gert er hátt undir höfði á haustdagskrá Kvikmyndasafns Íslands. Enda er það svo að ummerki kvikmyndahátíð- arinnar er líka að finna víða í tímaritinu og raun- ar á forsíðu þess í formi leikarans Sam Riley sem fer með aðalhlutverkið í hátíðarmyndinni Control sem segir sögu Ian Curtis, söngvara hljómsveitarinnar Joy Division. Um er að ræða fyrstu mynd Hollendingsins Anton Corbijn, sem er þó vel þekktur fyrir myndbönd risa á borð við Depeche Mode, U2, Nick Cave and the Bad Seeds og Metallica. (Áhugasömum er bent á afar vandaða DVD-útgáfu Palm Pictures á mynd- böndum Corbijn). Hann hóf þó ferilinn sem ljós- myndari og myndaði fyrir tónlistarritið NME Joy Division og gerði myndband við lag þeirra „Atmosphere“ (sem einmitt má finna á umrædd- um disk), og ævi Curtis því kannski viðeigandi efniviður í þessa frumraun Corbijn þó langt sé um liðið. Control hefur fengið ægigóðar viðtökur allt frá því að hún var frumsýnd í Cannes í maí en áhugasamir Íslendingar geta nú barið hana augum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni i Reykjavík þar sem hún keppir til verðlauna í flokknum vitranir. Í tímaritinu er einnig velt upp þeirri spurn- ingu hvort einhverja bestu kvikmyndagerð sam- tímans sé að finna í Austur-Evrópu og einkum Rúmeníu. Er þar kastljósinu beint sérstaklega að 12:08 Búkarest og 4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar, en sú fyrrnefnda var sýnd á hátíðinni í fyrra en sú síðarefnda hlaut aðalverðlaunin á Cannes í ár og er lokamynd hátíðarinnar í Reykjavík. Ekki má heldur gleyma því að á há- tíðinni í fyrra var það bosníska myndin Grbavica sem bar sigur úr býtum. Í keppnisflokknum í ár eru hvorki fleiri né færri en þrjár ungverskar myndir: Ferð Isku, Gildran, og Gleðilegt nýtt líf. Þá sækir hátíðina heim Tékkinn David Ondricek með þrjár mynda sinna í farteskinu. Hvað er að gerast í austur evrópskri kvikmyndagerð? Er um að ræða rúmenska nýbylgju? Er kvikmynda- listin öll? Svörin er að finna í bíó og hvergi ann- ars staðar. Er kvikmyndalistin öll? SJÓNRHORN » Glápum nú sem brjáluð, vegum og metum yfir bolla eða kollu, fellum svo dóma um lífsmark kvikmyndalist- arinnar að hátíð lokinni. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is K anadíski leikstjórinn David Cro- nenberg og hinn danskættaði sómaleikari Viggo Mortensen skráðu nöfn sín í sögu glæpat- rylla fyrir tveimur árum með A History of Violence, einni minn- isstæðustu kvikmyndaupplifuninni það árið. Hún boðaði firnasterka endurkomu Cronenbergs í heimi aðgengilegra kvikmyndaverka eftir tveggja áratuga tilraunastarfsemi sem skilaði umdeildum árangri. Dead Ringers (’88), Naked Lunch (’91) og Spider (’02), eru hver annarri meistaralegri ferðalög um illkvikmyndanlega skuggasali sálar- innar, og á milli þeirra duttu inn máttminni furðuverk (Crash, eXistanZ, M Butterfly), þó forvitnileg séu. Þar á undan gerði Cronenberg m.a. The Dead Zonee (’83), og The Fly (’86), sem báðar geisluðu af ósvikinni sögumennsku um vandrataða stigu. Á þær slóðir mætti Cronenberg með Sögu af ofbeldi, sem stendur sannarlega undir nafni, en ofurgrimmt efnið heldur áhorfandanum yst á stólbrúninni, nagandi á sér neglurnar frá fyrsta augnabliki til þess síðasta. Leikstjórnin er gríp- andi og leikaravalið og leikurinn einstaklega þéttur og myndin sópaði að sér verðlaunum og tilnefningum um allan heim. Aðdáendur Cronenbergs, sem fjölgaði til muna fyrir bragðið, þurfa ekki að bíða lengur eftir meira af svo góðu. Um næstu helgi hefur Eas- tern Promises göngu sína hérlendis. Nýja mynd- in þeirra Cronenbergs og Mortensens var frum- sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum, þar sem hún hampaði verðlaunum sem besta mynd ársins. Síðustu tvær helgar hef- ur Eastern Promises numið land vítt og breitt, og hvarvetna fengið afbragðsdóma. Cronenberg heldur sig enn á ný við spennu- hlaðið umhverfi ofbeldis og glæpa, og fer miklum sögum af atriði sem sjónarvottar telja eitt það hrikalegasta sem sést hefur á tjaldinu. Þar berst Mortensen í hnífaslag upp á líf og dauða við þrjóta tvo í þröngu rými á blóðhálu gufubaðs- stofugólfi, án þess að íklæðast einni einustu spjör – til að auka á raunsæi atriðisins, sem tók tvo daga að kvikmynda og stendur í 4 mínútur af 100 mínútna löngum sýningartímanum. Að þessu sinni er sögusviðið austan Atlantsála, þar sem leikstjórinn rýnir í ógreinileg mörkin á milli mýktar og grimmdar, manngæsku og mann- vonsku, í lífi þriggja Lundúnabúa: Nikolai (Mor- tensen), ökuþórs og „reddara“ rússnesku mafí- unnar; ljósmóðurinnar Önnu (Naomi Watts), sem berst fyrir því að munaðarlaust barn sameinist rússneskættaðri fjölskyldu hennar; og glæpafor- ingjans Semyons (Armin Mueller-Stahl), sem fel- ur kynlífsþrælasölu sína og annað ógeðfellt lifi- brauð á bak við grímu vammlauss afa og veitingamanns. Sem fyrr segir valdi leikstjórinn Mortensen með sér að nýju, ástæðan var góð aðsókn og frá- bærar viðtökur gagnrýnenda við Sögu af ofbeldi. Það var því á brattan að sækja fyrir félagana. Áhættan hefur borgað sig, báðir eru bornir lofi, Mortensen sagður sýna frísklega túlkun og hafa góð tök á framburði og látbragði. Farið er að ræða um Óskarsverðlaunin og í því samhengi er tímasetningin útsmogin: Myndir sem eru frum- sýndar í miðjum september eru almennt fremur rislágar, Eastern Promises fær því að njóta „þjófstartsins“ í samkeppni við ábúðarmeiri keppinauta, sem flestir stinga upp kollinum frá miðjum október. Þrátt fyrir raunsæislegan hnífabardagann og óyndislegt efnið er Eastern Promises spáð meiri velgengni en Sögu af ofbeldi. Atriðin þar sem blóðþorsti ræður ríkjum eru aðeins þrjú, en leikstjórinn leggur í þau líf og sál. Cronenberg hefur látið hafa eftir sér að hann nálgist líkamann á til- vistarlegan hátt og taki hann fullkomlega alvarlega – með því að filma holdið í nekt sinni komist hann næst kjarna persón- unnar. „Dönsk“ viðfelldni Mortensens jók gæði Sögu af ofbeldi, gerði persónu leigumorð- ingjans sem fékk nóg af drápunum það geðþekka að hann eignaðist samúð áhorf- andans. Mortensen kom ekki vel niður eftir vinsældir Hringadróttinsþrennunnar (sem gerði þrátt fyrir allt lítið fyrir flesta leikarana), eftir Cronenberg-tvennuna heldur hann vonandi betur á spöðunum og forðast Hidalgo-gryfjurnar: innihalds- rýrar glansmyndir. Hann er aðeins annar leikarinn á 30 ára leikstjóraferli Cronen- bergs til að fara í tvígang með aðal- hlutverk í myndum hans (Jeremy Irons er hinn, hann lék tvíburana í Dead Ringers og Rene Gallimard í M. Butterfly). Mortensen leggur gjarnan á sig ómælda rannsóknarvinnu og undirbúning til að komast inn fyrir skrápinn á persón- unum sem hann túlkar á tjaldinu. Til að skilja betur glæpamanninn sem gerist löghlýðinn borgari í smábæ í Sögu af of- beldi tók hann sér á hendur langt ferðalag um Mið-Vesturríkin. Eastern Promises krafðist meiri fyrirhafnar, því Mortensen lagði land undir fót og hélt einn síns liðs til Moskvu, St. Pétursborgar og Úral- fjallahéraðanna í Síberíu. Hann eyddi mörgum vikum í ferðalagið, keyrði um sveitir og borgir án þess að hafa túlk með sér. Mortensen er góður tungumálamaður og talar reiprennandi dönsku og spænsku utan enskunnar, og kann hrafl í einum fjórum málum til viðbótar. Þá las hann sér til um fangelsismenninguna þar eystra og mikilvægi húðflúrs í glæpasamfélaginu. Hann lagði sig eftir síberískum framburði Nikolais og lærði setningar á rússnesku, úkraínsku og ensku. Í myndinni ber hann hálsmen gert úr bræddum plastkveikjurum, unnið af fanga í Síberíu. Til að lifa sig enn frekar inn í manngerðina hengdi leik- arinn upp íkona á veggi hjólhýsisins sem hann bjó í á meðan á tökum stóð. Öll undirbúningsvinna Mortensens varð und- irstaða hlutverksins og knúði fram breytingar á handritinu og hjálpaði Cronenberg við leikstjórn- ina. Leikarinn er Cronenberg þakklátur fyrir að gefa sér svigrúm til að móta Nikolai og koma persónunni í óvæntar kringumstæður. Hvort frelsið og raunveruleikaleitin duga til stór- vinsælda á eftir að koma í ljós, en verðlaun eru þegar farin að berast þeim félögum í hendur. Cronenberg og Mortensen skjóta aftur í mark Cronenberg „Þrátt fyrir raunsæislegan hnífabardagann og óyndislegt efnið er Eastern Promises spáð meiri vel- gengni en Sögu af ofbeldi.“ GLÆNÝ kvikmynd Davids Cronenbergs verður tekin til sýninga hér á landi í lok október. Mynd- in heitir Eastern Promises og var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum þar sem hún hampaði verðlaunum sem besta mynd ársins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.