Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Svo virðist sem síðasta hugsjóna-vígið hvað tónlist varðar sé fall- ið. Sonic Youth, neðanjarðarhljóm- sveitin með stóru N-i, er að fara að selja safnplötu í gegnum Starbucks snemma á næsta ári. Jú, jú, þið lásuð rétt, Starbucks. Hætt er við því að kaffisötrandi anorakkar á Mokka og öðrum skyldum 101-rottum svelgist allverulega á við þessar fréttir, ekki er nóg með að kaffihús hins illa sé að uppræta öll Mokka-kaffihús heims- ins heldur ætlar tákngervingur list- rænna heilinda í neðanjarðartónlist að leggjast á Mammonsaltari þess af fúsum og frjálsum vilja! Um er að ræða safnplötu þar sem frægt fólk velur sín uppáhaldslög, og eru Chloe Sevigny, Dave Eggers, Michelle Williams meðal þeirra sem það gera. Platan mun kallast Hits are for Squares en þar verður einnig að finna spánýtt lag sem var hljóð- ritað sérstaklega fyrir plötuna. „Starbucks er ekki eins mikill djöfull og Universal,“ var stutt og laggott svar Kim Gordon, söngvara og bassaleikara sveitarinnar, þegar hún var spurð hvað þetta ætti að þýða en útgáfufyrirtæki Sonic Youth, Geffen, er í eigu Universal og umrædd safnplata verður gefin út í samvinnu Starbucks og Universal (og nota bene; fyrir nálægt því tutt- ugu árum samdi Sonic Youth við Enigma, sem þá heyrði undir Capitol og E.M.I., um að gefa út plötu sína, Daydream Nation, í Bandaríkjunum. Stuttu eftir það samdi sveitin við Geffen þar sem hún er enn. Þannig að ef Sonic Youth er að „selja út“ þá gerði hún það fyrir löngu síðan). Thurston Moore, gítarleikari og söngvari, svaraði gagnrýninni á stó- ískan hátt. „Mér fannst þetta ekki „verra“ en að gefa út tónlist á vegum Univer- sal,“ segir hann í spjalli við Bill- board. „Bæði eru þetta stórfyrirtæki sem hafa tengsl við ýmislegt sem sumu fólki hugnast ekki. Og þetta fólk myndi seint tengja okkur við Starbucks, það er svo sem skiljan- legt. En ég fíla súrrealismann í kringum þetta. Og á vissan hátt hef- ur Sonic Youth alltaf verið opið fyrir meginstraumnum. Sonic Youth er líka orðið að vörumerki. Margir kannast við nafnið en hafa aldrei heyrt tónlistina. Þannig að mér fannst hreinlega sniðugt að þetta fólk gæti kannað málið á einfaldan hátt, um leið og það pantar sér kaffi og kleinu.“    Það hljómarskringilega, en Ray gamli Davies, Kinks- leiðtogi og hik- laust einn hæfi- leikaríkasti dæg- urlagasmiður sem fram hefur komið, á bara að baki eina sóló- plötu. Og hún kom út í fyrra (Other People’s Lives). Og áður en ná- kvæmnislúðarnir fara í spólandi gang þá eru frátaldar plöturnar Re- turn to Waterloo frá 1985 (kvik- myndatónlist sem var einnig að finna á Kinks-plötunni Word of Mouth) og The Storyteller frá 1998 (tónleika- plata að mestu). Davies er greinilega í stuði um þessar mundir því að ný plata mun líta dagsins ljós í lok október. Nefn- ist hún Working Man’s Café og verð- ur tólf laga. Hún var tekin upp í byrj- un þessa árs í Nashville og lagatitlar eru m.a. „Vietnam Cowboys“, „Voodoo Walk“ og „Where Is The Real World?“. TÓNLIST Sonic Youth Ray Davies Eftir Svan Má Snorrason sms@utopia.is Frumburður bresku hljómsveitarinnarRoxy Music leit dagsins ljós árið 1972.Var skífan samnefnd hljómsveitinni,sem stofnuð var árið 1970. Á þessum upphafsárum skipuðu hljómsveitina þeir Bryan Ferry, sem söng og spilaði á píanó, Graham Simp- son bassaleikari, Andrew Mackay, sem lék á óbó og saxófón, Brian Eno, sem fór fingrum um hljómborð auk ýmissar annarrar tilraunakenndr- ar hljóðsköpunar, Paul Thompson trommuleikari og Phil Manzanera sem lék á gítar. Frá byrjun var Roxy Music oftlega kennd við svonefnt „art rock“ eða listarokk á okkar ylhýra, enda komu upprunalegu meðlimir hljómsveit- arinnar allir úr listaskólum. Með tímanum um- breyttist hljómsveitin smám saman í hefðbundn- ari hljómsveit og poppáhrifa tók að gæta, vinsældir jukust sem og sala hljómplatna. Skífan sem hér er til umfjöllunar, Roxy Music, náði litlum sem engum almennum vinsældum. Eitt lag af henni, Virginia Plain, var þó gefið út á smáskífu og komst í fjórða sæti breska vinsælda- listans. Annars var salan lítil. Óhætt er að segja að skífa þessi sé týndur fjár- sjóður, ef svo mætti að orði komast. Tónlistin sem á henni ómar er ótrúlega hugmyndarík, fram- úrstefnuleg, tilraunakennd, kraftmikil og frábær- lega flutt; sjálfstraustið geislar af hljómsveit- armönnum og hér er mörgu blandað saman í stórkostlegan kokkteil sem framkallar frábæra vímu, skilur eftir sig unaðslegt eftirbragð en ná- kvæmlega enga þynnku. Hljóðfæraleikurinn er þéttur og spennandi, útsetningar stundum flókn- ar en alltaf athyglisverðar. Þó er það, eins og svo oft áður þar sem Bryan Ferry kemur við sögu, að hann stelur senunni. Hann er með magnaða rödd og hann getur og ger- ir svo margt með henni eins og komið hefur í ljós á síðustu 35 árum. Á þessari skífu nýtur hann sín sérstaklega – hann er óþekktur, ekki undir pressu og það heyrist. Frjálsræðið skilar sér vel og rödd hans hljómar töffaralega á tilraunakenndan, áreynslulausan og tilgerðarlausan hátt, þótt hún sé uppfull af töffarastælum – það er hreint út sagt yndislegt að hlusta. Ferry fer alveg að mörkum tilgerðarinnar og töffaramennskunnar, en aldrei yfir þau. Lagasmíðar skífunnar eru frábærar og þær á Ferry allar. Oft hefur þáttur Brians Eno verið uppi á borð- um þegar upphafsár Roxy Music hefur borið á góma, og hann oft mærður mikið. Eno, sem yf- irgaf sveitina einni skífu eftir þessa (sú hét For Your Pleasure og kom út árið 1973), var hvorki aðalmaðurinn, aðalhugmyndasmiðurinn né drif- krafturinn í einni stórkostlegustu hljómsveit allra tíma, Roxy Music. Ó nei, þótt Eno verði alltaf minnst sem tónlistarmanns í hæsta gæðaflokki, þá er það Bryan Ferry sem á mest af heiðrinum skilið á þessum gjöfulu upphafsárum og það sýnir og sannar þessi skífa, Roxy Music. Hún er ekkert annað en meistaraverk sem á skilda miklu meiri umfjöllun og spilun en raun hefur verið. Lesendur góðir, ef þið viljið heyra hug- myndaríka rokktónlist í hæsta gæðaflokki þá skuluð þið verða ykkur úti um þessa skífu – Roxy Music. Ég ábyrgist að þeir munu segja satt. P.s.: Snemma árs 1970 fór Bryan Ferry í prufu hjá hinni goðsagnakenndu bresku rokkhljómsveit King Crimson. Þrátt fyrir að heillast af rödd Ferry og hæfileikum hans þótti meðlimum sveit- arinnar röddin ekki passa við það sem þeir höfðu í huga. Þeir sögðu því nei við starfsumsókninni, en líka já. Þeir vildu að hæfileikar Ferry fengju að njóta sín og að hann og félagar hans, sem stuttu síðar urðu Roxy Music, kæmust á útgáfusamning. Og þegar maður fær meðmæli frá King Crimson fær maður samning. Það hefði verið forvitnilegt að heyra hvernig King Crimson hefði hljómað með Bryan Ferry innanborðs, en ég hefði ekki fyrir nokkra muni viljað missa af því sköp- unarverki er leit dagsins ljós á fyrstu skífu Roxy Music. Meistaraverkið Roxy Music POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com G óðvinur föður míns heldur því stað- fastlega fram að það hafi engin al- mennileg tónlist litið dagsins ljós frá því á áttunda áratugnum. Ég er vitaskuld ósammála, og er viss um að fyrsti áratugur 21. aldarinnar sé önnur gullöldin í rokksögunni (enda er ég á svip- uðum aldri og fyrrnefndur vinur föður míns var um miðjan áttunda áratuginn). Viðkvæðið hjá fólki eins og okkur er yfirleitt að annaðhvort sé tónlistin ekki nógu ólík því sem var – þ.e. að það hafi ekkert gerst, ný tónlist sé ekkert nema útþynnt endur- vinnsla á áratugagömlum hugmyndum – eða þá að tónlistin sé of ólík því sem þekktist, þ.e. „ekki tón- list" eða ofar okkar skilningi. Endurvinnsla Sænskur tónlistarmaður (og, að sjálfsögðu, Ís- landsvinur) að nafni Jens Lekman hefur gert frá- bæra plötu, plötu sem er við grófa hlustun ekkert mjög merkileg, ekkert ólík dægurtónlist síðastlið- inna þrjátíu ára. Það þarf hins vegar engan rokk- sögufræðing eða snilling til að heyra að þetta er einstök plata – að einhverju leyti ný tegund af tón- list, ólík því sem á undan hefur farið, sannkallað tímamótaverk. Þetta eru stór orð, en Night Falls Over Korte- dala á þau skilin. Lekman fer lengra með þann póstmóderníska bræðing sem hann hefur gælt við á síðustu skífum sínum, en hér gengur einhvern- veginn allt upp. Lekman er að semja popptónlist í ætt við ýmsa herbergispoppara síðastliðinna fimm- tán ára; Magnetic Fields, Belle og Sebastian o.fl., en í stað nostalgíunnar sem er ríkjandi í verkum þessara listamanna nýtir Jens Lekman sér nýjustu tækni og nýjustu strauma í tónklippilist. Hljóð- smalinn er alveg jafnmikilvægur og gítarinn í lög- um þessa sænska sjarmörs. Kunnuglegt og framandi Endurvinnslan er því áþreifanlegri en í fortíðarþrá Belle og Sebastian, svo dæmi sé tekið, en þetta er skapandi endurvinnsla sem hefur hingað til ekki átt upp á pallborðið í indípoppi, en verið lykilþáttur í hipphoppi og ýmiskonar tilraunatónlist. Night Falls Over Kortedala hljómar fyrir vikið nokkuð ólíkt því sem gengur og gerist í tónlist af þessu tagi. Þannig vísar skífan langt út fyrir sjálfa sig, í alls kyns tónlistarstefnur og tímabil og verður fyrir vik- ið nútímaleg og tímalaus á sama tíma. Sinfónískt popp Scott Walker kemur upp í hugann í upphafs- laginu „And I Remember Every Kiss" og í „Kanske ar jag kar i dig" sænga sótsvört sálartónlist og krúttlegar melódíur. Lekman skautar í gegnum tónlistarsöguna og býr út hljóðheim sem er í senn kunnuglegur og framandi. Óborganlegir textar Þá er eftir að minnast á texta Lekmans sem eru oft óborganlegir. Besta lag ársins, „A Postcard to Nina," er til að mynda stórskemmtileg frásögn af heimsókn Lekmans til Berlínar þar sem hann lend- ir í því að þykjast vera kærasti lesbískrar vinkonu sinnar í óundirbúnu matarboði hjá föður hennar – sem vill svo til að er sérlegur aðdáandi verka Lek- mans. Enn lætur póstmódernisminn á sér kræla. Þetta er einskonar Buffalo 66 á fimm mínútum, með rími og öllu. Night Falls Over Kortedala (Kortedala er bær í Svíþjóð, á Stór-Gautaborgarsvæðinu) er í raun og veru bara önnur plata Lekmans, en hún fylgir í kjölfarið á When I Said I Wanted to Be Your Dog frá 2004. Lekman vakti þó fyrst verulega athygli með smáskífu- og þröngskífusafninu Oh You’re so Silent Jens sem kom út 2005. Night Over Korte- dala er komin út í Svíþjóð og kemur út á heimsvísu von bráðar. Sænsk endurvinnsla Það þarf hins vegar engan rokksögufræðing eða snilling til að heyra að Night Falls Over Korte- dala eftir sænska tónlistarmanninn Jens Lekman er einstök plata – að einhverju leyti ný tegund af tónlist, ólík því sem á undan hefur farið, sann- kallað tímamótaverk. Jens Lekman „Lekman fer lengra með þann póstmóderníska bræðing sem hann hefur gælt við á síð- ustu skífum sínum, en hér gengur einhvernveginn allt upp,“ segir í greininni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.