Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sigruns@lhi.is H vítir og svartir fletir, rauðir deplar og þegar betur er að gáð, einn gulur líka. Frosið vatn á svörtu bergi. Tíminn hefur stöðvast stundarkorn. Úr þessu samspili efnis og tíma verður til ljósmynd. Svart bergið þrengir sér í gegnum hvítan snjó. Hvítt hrím sest á svart berg. Óreglubundið munstur en hvergi skugga að sjá. Gul grafan er áþreifanlegt ummerki um manninn sem stendur frammi fyrir ógnvekjandi hlutföllum náttúr- unnar. Hvernig ætlar hann að fara að því að breyta þeirri ógnarmiklu náttúru sem gnæfir yfir hann eftir sínu eigin höfði? Umhverfa henni? Íslenskt samtímalandslag Pétur Thomsen hefur vakið verðskuldaða athygli, ekki síst erlendis, fyrir ljósmyndir sem fjalla um þá tilfinningu sem kemur yfir þann sem fylgist með því hvernig manneskjan leitast við að umbreyta nátt- úrunni, sem er svo miklu stærri en hann sjálfur, eftir eigin höfði. Sambland af ægifegurð og ógn eða því sem þýski heimspekingurinn Kant kallaði hið háleita – das Erhabene á þýsku, the sublime á ensku – er það sem er undirliggjandi í verkum Péturs. „Ég er að vinna mjög markvisst með þessa ógnvekjandi feg- urð sem birtist í baráttu mannsins við náttúruna.“ Flestar mynda Péturs sem fjalla um samspil manns og náttúru eru teknar á Kárahnjúkum. „Mér finnst mjög áhugavert að skoða þá ægifegurð sem þarna birtist og það hvernig þessi fegurð kemur dálítið aft- an að manni þegar um er að ræða atburði sem eru kannski siðferðislega rangir,“ segir Pétur þegar ég hitti hann á vinnustofu hans í Reykjavík og við flett- um í gegnum ljósmyndir hans af Kárahnjúkavirkjun. Haustið 2003 fór Pétur fyrst að Kárahnjúkum í því skyni að taka myndir af virkjanaframkvæmdunum. „Ég bjóst við örtröð, hélt að ég þyrfti að berjast fyrir plássi fyrir þrífótinn minn, en það virðast fáir ljós- myndarar hafa haft áhuga á að mynda þennan atburð af nokkru viti. Spessi myndaði reyndar verkamenn- ina sjálfa.“ Pétur segir að vissulega hefði verið forvitnilegt að fjalla um líf fólksins á Kárahnjúkum en það hefði þá verið allt annað verkefni. „Ég ákvað að einblína á framkvæmdirnar sjálfar, á landslagið, til þess að missa ekki tökin á verkefninu. Það er mjög mikilvægt að missa ekki tökin á hugmyndinni sem liggur að baki og vinna út frá henni. Þetta gerist ekki bara þannig að ég gangi um og ýti á taka. Þetta er töluvert meira mál. Pétur samdi við Landsvirkjun um aðgang að svæðinu og hefur á síðustu fjórum árum farið á Kárahnjúka að jafnaði þrisvar til fjórum sinn- um á ári til að mynda. Næsta ferð er fyrirhuguð í október næstkomandi. „Svæðið hefur breyst mjög mikið á þessum tíma, segir Pétur. „Landslagið sem ég er að mynda er í stöðugri breytingu. Þetta er í raun tímabundið landslag.“ Afraksturinn af vinnu Péturs á Kárahnjúkum er ljósmyndaserían Aðflutt landslag. Þrátt fyrir að verkinu sé enn ólokið hefur Pétur sýnt ljósmyndir úr seríunni bæði hér heima og erlendis, m.a. í Þjóðminjasafni Íslands og á Listasafni Akureyrar. Þá hefur hann verið með einkasýningar í Frakklandi, Rússlandi, Sýrlandi og Sviss á undan- förnum fjórum árum. Sýningarnar byggjast í flestum tilfellum á ljósmyndunum frá Kárahnjúkum. „Ég hef fengið mjög sterk viðbrögð við þessum myndum,“ segir Pétur og bætir við: „En umræðan hér heima hefur dálítið viljað takmarkast við viðfangsefnið, þ.e.a.s. Kárahnjúka. Það eina sem fólk vill fá að vita er hvort ég er með eða á móti virkjanaframkvæmdun- um. Þannig getur pólitíkin spillt fyrir, komið í veg fyr- ir að fólk horfi á myndirnar sjálfar. Þar sem ég hef sýnt erlendis hefur umfjöllunin verið miklu almenn- ari, snúist um þá ægifegurð sem ég er að fjalla um og samband manns og náttúru.“ Pétur bætir því við að hann hafi hug á að draga úr tengingunni við Kára- hnjúka með því að mynda virkjanaframkvæmdir og umhverfingu mannsins á náttúrunni víðar um land. „Þetta fjallar um miklu meira en bara Kárahnjúka. Þetta fjallar um það landslag sem við erum að búa okkur til í dag; hið íslenska samtímalandslag.“ Engin ljósmynd er hlutlaus Hvort sem einblínt er á Kárahnjúka eða umbreyt- ingu mannsins á náttúrunni í víðu samhengi er erfitt að halda öðru fram en að verk Péturs séu pólitísk. En hversu mikilvægt er fyrir hann að taka þátt í sam- félagsumræðunni með list sinni? „Ég er svakalega pólitískur,“ svarar hann og bætir við: „Mér finnst að myndir eigi að hafa einhvern tilgang annan en að vera bara til skrauts. Tilgangurinn með ljósmyndun- inni er að takast á við eitthvað, fjalla um eitthvað sem skiptir máli, og í besta falli fá fólk til að spyrja sig gagnrýninna spurninga. Markmiðið með Kára- hnjúkaseríunni var til dæmis ekki að hneyksla, eins og sumir hafa viljað halda fram, heldur að vekja spurningar sem áður höfðu ekki komið upp í um- ræðunni. Landslagið sem ég er að mynda er fallegt en þessi fegurð sem birtist í samspili manns og nátt- úru stríðir gegn siðferðisvitund manns. Það er mikil áskorun að horfast í augu við hið fagra sem birtist í eyðileggingunni, ekki síst þegar miðillinn sem unnið með er ljósmynd, fyrirbæri sem staðfestir að veru- leikinn hafi raunverulega litið nákvæmlega svona út út frá því sjónarhorni sem hann var skoðaður og á því augnabliki þegar hann var fangaður.“ Pétur við- urkennir að tengingin við raunveruleikann sé mik- ilvægur þáttur í ljósmyndun hans. Það er eitt af því sem gerir ljósmyndina áhugaverða og helst í hendur við trú fólks á sannleiksgildi ljósmyndarinnar. Pétur segist þó ekki trúa á hlutleysi ljósmyndarinnar. „Engin ljósmynd er hlutlaus – og það er alls ekki slæmt. Ljósmynd er heimild um það hvernig ljós- myndarinn beitir myndavélinni til að ná fram ákveðnum áhrifum, hvernig hann tjáir sína persónu- bundnu sýn á raunveruleikann. Ég leik mér mjög meðvitað með sjónarhornið í list minni. Verkin mín eru öll mjög huglæg og eru fyrst og fremst heimild um það hvernig ég sé hlutina og tjái mig um það sem ég sé. Landslagsmyndirnar mínar endurspegla þetta. Ég hef alltaf skilgreint landslag sem sjónarhorn sem er tengt menningarlegu uppeldi og táknkerfi menn- ingarinnar. Í ljósmyndunum er ég að búa til landslag og færa það áhorfendum.“ Pétur segist vinna mikið í ljósmyndu tökustað og í allri eftirvinnslu. „Ég held mikill kostur fyrir ljósmyndara að hafa kunnáttu. Myndlistarmenn sem vinna m myndina sem miðil hafa stundum viljað tæknikunnáttunni og telja hana jafnvel heftandi fyrir sköpunina. Að mínu mati leysa. Góð tæknikunnátta er ekki hefta gerir það fyrst og fremst að verkum að betri stjórn á því sem þú vilt ná fram.“ reGeneration Pétur lauk BTS-gráðu í ljósmyndun frá Supérieure des Métiers Artistiques í M ið 2001 og MFA-gráðu frá École Nation ieure de la Photographie í Arles í Frak verkefni Péturs, sem var upphafið að K seríunni, vakti áhuga stjórnenda Elysé ins í Lausanne í Sviss en safnið hefur á um árum staðið fyrir verkefni sem kall ation. Yfirlýst markmið með reGenerat velja saman ljósmyndaverk sem væru l að lifa enn í vitund fólks eftir tuttugu ár boðið að vera einn af 50 ljósmyndurum þátt í verkefninu. Sýning með verkum h ferðast víða um heim, m.a. til Kína, Jap ríkjanna og Spánar og vegleg bók með hópsins kom út hjá Thames & Hudson- ið 2005. Í gegnum reGeneration verkef ur myndað góð sambönd við bæði galle aðra listamenn. „Það voru mörg gallerí samband við mig í tengslum við reGene á meðal var eigandi gallerís sem nefnis obscura og er í Madríd á Spáni. Ég náð bandi við hann og þrátt fyrir að það haf hvarflað að mér að fara í gallerí á Spán að slá til. Ég hef selt dálítið í gegnum þ verð með einkasýningu þar í nóvember andi.“ Pétur hefur einnig átt í viðræðum eiganda í Tókýó og á von á því að ganga ingum við hann á næstunni. Hér heima sýnir Pétur í Gallery Turpentine og þar gær, föstudaginn 28. september, sýning hans undir yfirskriftinni Umhverfing. Með Umhverfingu tekst Pétur á við mannsins á landslaginu á höfuðborgars Tímabundið landsla Pétur Thomsen hefur vakið athygli fyrir ljósmyndir sem fjalla um þá tilfinningu sem kemur yfir þann sem fylgist með því hvernig manneskjan leitast við að umbreyta náttúrunni, sem er svo miklu stærri en hann sjálfur, eftir eigin höfði. Flestar þessara mynda eru teknar á Kárahnjúkasvæðinu en í gær opnaði Pétur sýningu í Gallerí Turpentine, Um- hverfingu, sem fjallar um umbreytingu mannsins á landslaginu á höfuðborgarsvæðinu. Pétur Thomsen „Ég er svakalega pólitískur. Mér finnst að myndir eigi að hafa einhvern tilgang annan en að vera bara til skrauts. Tilgangurinn með ljósmynduninni er að takast á við eitthvað, fjalla um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.