Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 9
unum, bæði á d að það sé a góða tækni- með ljós- ð gera lítið úr l geta verið i er það vit- andi heldur ð þú hefur á École Montpellier ár- nale Supér- kklandi. Loka- Kárahnjúka- ée-listasafns- undanförn- ast reGener- tion var að líkleg til þess r. Pétri var sem taka hópsins hefur pans, Banda- ljósmyndum -útgáfunni ár- fnið hefur Pét- eríeigendur og í sem höfðu eration og þar st Camara ði góðu sam- fi aldrei ni þá ákvað ég þetta gallerí og r næstkom- m við gallerí- a frá samn- a selur og r var opnuð í g á verkum umbreytingu svæðinu. „Síð- ustu tvö árin hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig ég geti fjallað um það hvernig verið er að breyta borgarlandslaginu. Það hefur átt sér stað gífurleg uppbygging í borginni en að sama skapi lítil umræða um það hvaða áhrif þessi uppbygging hefur á náttúruna á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmyndirnar sem ég sýni í Turpentine fjalla allar um þessa um- hverfingu, það er að segja um það hvernig náttúr- unni er breytt í umhverfi.“ Í Umhverfingu vinnur Pétur áfram með þá hug- mynd sem hefur verið undirliggjandi í Kárahnjúka- verkefninu. Nýju myndirnar einkennast þó enn frek- ar af leik með form og liti en þær eldri. „Ég hef verið undir miklum áhrifum frá Wassily Kandinsky að undanförnu og langaði að ná fram meiri abstraksjón og óróleika. Draga fram fegurðina sem býr í óreið- unni. Ólíkt Kárahnjúkamyndunum sem allar eru teknar í „hlutlausri birtu, þ.e.a.s. þegar sólin er á bakvið þykka skýjahulu, þá eru ljósmyndirnar í Um- hverfingu myndaðar í sólskini síðla dags. Á stöku mynd má jafnvel sjá blóðrauðan himin. „Hér er ég að vinna með hugmyndina um það hvernig við erum al- in upp til að horfa á landslag. Það er þessi íslenska sólarlagshefð sem mótar hugmyndir okkar um fal- legt landslag. Mig langaði að stilla þessu upp og sýna skurði, rör, pípur, og almennt rask mannsins á nátt- úrunni í blóðrauðu sólarlagi. Þannig er rómantíkinni teflt gegn raunveruleikanum.“ Hugmyndafræði getur verið hamlandi Pétur segist gjarnan sækja sér innblástur og hug- myndir í verk heimspekinga, rithöfunda og skálda. Aðflutt landslag dregur þannig nafn sitt af sam- nefndu ljóði eftir Svein Yngva Egilsson og hugtakið Umhverfing er dregið af samnefndri bók Páls Skúla- sonar um náttúruna og umgengni mannsins við hana. „Ég sæki mér hugmyndir víða en varast engu að síður að sökkva mér ofan í einstakar heimspeki- eða fræðikenningar. Ég les bara nóg til að geta nýtt mér það. Þrátt fyrir að kenningar geti verið mjög mikill áhrifavaldur fyrir listamenn og þá geta þær einnig verið heftandi á listræna sköpun. Heimspeki og kenningar geta verið listamönnum nauðsynlegar og jafnvel skilið á milli listrænnar sköpunar og skreytilistar – en engu að síður þarf að varast að listamenn fari ekki að líta á listina sem myndskreyt- ingu við kenningar fræðimanna.“ Pétur segist hafa persónulega reynslu af því hvernig kenningar geti í raun virkað heftandi. „Um tíma vann ég mjög mikið með portrett og sökkti mér þá ofan í kenningar franska heimspekingsins Emmanuel Levinas. Það endaði með því að ég hætti að geta tekið portrett- myndir. Hugmyndafræðin setti of miklar hömlur á mig.“ Pétur segist þó ekki vera búinn að segja skilið við portrettið. „Ég á eftir að fara aftur í portrettið, það er ekki spurning. Ég er bara að leita leiða til að vinna portrettið á nýjan hátt. Ég hef ekki enn fundið réttu leiðina, þar er að segja þá leið sem er rétt fyrir mig.“ Samhljómur í óreiðunni Pétur hefur ýmislegt á prjónunum á næstunni. Auk þeirra sýninga sem þegar hafa verið upptaldar í Reykjavík og á Spáni stendur yfir sýning með verk- um hans í Suður-Frakklandi og í febrúar næstkom- andi tekur hann þátt í samsýningu í Brussel. Að- spurður segir hann að það gangi ágætlega upp að vera búsettur á Íslandi en halda tengslum við list- heiminn erlendis. „Í gegnum tíðina hefur verið svolít- ið erfitt fyrir ljósmyndara sem vilja vinna með ljós- myndina sem listgrein að starfa á Íslandi. Það er eins og fólk átti sig ekki alveg á möguleikum ljósmynd- arinnar. Það skortir mjög gagnrýna umræðu um ljósmyndir, og auðvitað kennslu. Samanborið við það sem gengur og gerist í bæði Evrópu og Bandaríkj- unum er myndrænt uppeldi mjög takmarkað á Ís- landi. Það vantar einnig tilfinnanlega að boðið sé upp á nám í ljósmyndun á háskólastigi. Ég held að það myndi breyta miklu.“ Pétur segist þó finna fyrir mikl- um áhuga á ljósmyndun. „Ég held að þetta sé allt á réttri leið. Það virðist vera mikil vakning í gangi. Hann bætir því við að sú vakning eigi sér þó ekki stað í gegnum netsamfélagið. „Ég er mjög gagnrýninn á þá umræðu sem þrífst á Netinu þar sem áhugaljós- myndarar keppast við að sýna eigin myndir og hrósa hver öðrum, jafnvel þó að það hafi litlar forsendur til að setja sig í dómarasæti. Þar vantar alveg gagnrýna umræðu.“ Við ræðum einnig um möguleika ljósmyndara á að koma list sinni á framfæri hér á landi á listasöfnum og í galleríum. Pétur telur að það sé í raun ekki erfitt fyrir ljósmyndara að fá að sýna. „Það virðist vera mikil vakning í gangi í listheiminum. Myndlistarmenn eru farnir að sýna ljósmyndinni meiri áhuga og ég er ekki frá því að verk Ólafs Elíassonar hafi haft þar töluvert að segja, að minnsta kosti hér á landi.“ Hann bætir því við að það sem gerir ljósmyndurum helst erfitt fyrir hér á landi sé sjóðakerfið. „Það er mjög dýrt að setja upp ljósmyndasýningu og hefur verið lít- ill skilningur á því, en kannski er það að breytast. Kannski er fólk að átta sig á því hvað þetta kostar.“ Pétur bætir því við að að þessu leyti sé mun auðveld- ara að starfa sem ljósmyndari í Frakklandi. „Þar er meiri skilningur, fleiri sjóðir og hærri upphæðir.“ Það er þó fyrst og fremst hin skapandi umræða um ljós- myndir sem hann segist sakna. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess fyrir íslenska ljósmyndara að taka þátt í samstarfsverkefnum erlendis og láta til sín taka í alþjóðlegri umræðu um ljósmyndir. Það er á stefnu- skránni hjá honum sjálfum að fara til norðvesturhér- aða Rússlands og vinna þar um tíma. Árið 2003 dvaldi Pétur í listamannaíbúð í Pétursborg og vann þá að verkefni sem gekk út á að mynda hús. „Ég hef ekki enn náð tökum á því en hef komist nær markmiðinu,“ segir hann og sýnir mér ljósmyndir af byggingum, sem sumar eru teknar í Rússlandi en aðrar hér á Ís- landi. Í þeim greini ég það sem áður hefur verið fjallað um, samspil manns og náttúru, en nú í nýju ljósi. Fullkominn samhljómur í fullkominni óreiðu lita og forma. Þangað erum við komin. ag Morgunblaðið/Kristinn Höfundur er menningarfræðingur. Ljósmynd/Pétur Thomsen Aðflutt landslag Þessi mynd er hluti af verkefninu Aðflutt landslag. m eitthvað sem skiptir máli, og í besta falli fá fólk til að spyrja sig gagnrýninna spurninga.“ Ljósmynd/Pétur Thomsen Umhverfing Mynd á sýningunni Umhverfing. Ljósmynd/Pétur Thomsen Umhverfing Mynd á sýningunni Umhverfing. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 9 Orðabrellur Einstök bók með bráðsnjöllum þrautum sem fá okkur til þess að gefa íslenskri tungu betri gaum en ella, spá og spekúlera í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmynda- flugi og kímni við lausn þeirra. holar@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.