Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þór Martinsson thormart@gmail.com Þ að var einkennileg tilviljun ör- laganna sem réð því að Miche- langelo Antonioni lést í síðasta mánuði, sama dag og annar meistara listrænna kvik- mynda, Ingmar Bergman. Þeir félagar gerðu, sinn í hvoru lagi, alvöru kvik- myndir um líf og dauða og allt þar á milli. Sköpunartími beggja hefst fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöld og blómaskeið þeirra er sjöundi áratugurinn, það tímabil þegar yfir kvikmyndahús í Evrópu og á austurströnd Bandaríkjanna streymdu reglulega listaverk frá Bergman og Antonioni, auk annarra snillinga á borð við Yasujiro Ozu frá Japan, Robert Bresson frá Frakklandi og Carl- Theodor Dreyer frá Danmörku (svo þeir helstu séu nefndir). Þessi gullöld nær fram á áttunda áratuginn og verður tímabil mjög áhugaverðra kvikmyndaverka, eins konar al- vörugefin tilraun með kvikmyndaformið sem ef til vill var dæmd til að mistakast og lýkur strax á næsta áratug, nánar til tekið árið 1982. Bergman og Antonioni voru ólíkir en áttu það sameiginlegt að vera persónulegir og skapandi listamenn. Bergman kemur úr leikhúsinu og ákveðinni hefð nítjándu aldar, undir miklum áhrifum leikskálda á borð við August Strindberg og Henrik Ibsen. Myndir hans eru drifnar áfram af stórkostlegum leikurum, þær eru þrungnar alvöru og oft fullar af tilgerðarlega taugaveikluðum dauðapælingum. Besta dæmið um það er Sjöunda innsiglið frá 1957, mynd um mar- traðir og dauða. Meistaraverk Bergmans er hins vegar Persona frá árinu 1966. Skömmu áður hafði hann lent í alvarlegum veikindum og í framhaldinu verða myndir hans mann- eskjulegri og áhugaverðari fyrir vikið. Næstu árin skapar hann ómótstæðilegar kvikmyndir og sjónvarpsþætti, annars vegar um hjónabandið og síðar Fanny og Alexand- er, auk stórfenglegrar útfærslu á Töfra- flautu Mozart. Michelangelo Antonioni var hins vegar hreinn og beinn kvikmyndargerðarmaður og byltingarmaður á því sviði. Antonioni er einn þeirra sem taka starf sitt fyrir áhorf- endur alvarlega og myndir hans hafa til- hneigingu til að breyta þeim sem berja þær augum. Á yfirborðinu eru þær nákvæmar, kaldlyndar og tilgangslausar. En undir niðri leynast miklar ástríður og viðkvæmni. Þær fjalla um ófullkomið fólk, týnt í yfirþyrm- andi borgum og stórfenglegu landslagi. Þær fjalla um samspil tækni og anda og merk- ingu þess að vera til staðar eða vera týndur – þess að leita og flýja. Myndir Antonioni virðast ekkert hafa látið á sjá með tímanum. Þvert á móti eru þær nútímalegri en flest það sem gert er í dag. Feril Antonionis er hægt að greina í þrjú tímabil. Mótunarárin þar sem hann spilar tennis, vinnur í banka, skrifar kvikmynda- dóma í tímarit og safnar saman peningum til að gera heimildarmyndir og fullgera kvik- myndir sem nú virðast margar týndar. Á þessum árum, um og eftir seinni heimsstyrj- öld, kemur fram mjög mikilvæg kvikmynda- hreyfing á Ítalíu með svokölluðu nýraunsæi snillingsins Roberto Rossellini. Upp úr henni og næstu ár er kvikmyndagerð á Ítal- íu mjög fjörug, með áberandi og skraut- legum kvikmyndahöfundum á borð við Fell- ini og Passolini. Næsta tímabil Antonionis hefst árið 1960 með myndinni L’Avventura. Hún þótti mjög byltingarkennd og olli gífurlegum deilum á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem gestir púuðu fyrst og gengu svo út – aðrir risu þó til varnar og bentu á að hér væri um tíma- mótaverk að ræða. Antonioni hlaut verðlaun gagnrýnenda og varð heimsfrægur og gerir þrjár gullfallegar kvikmyndir í framhaldi hennar næstu fjögur árin: La Notte með stórstjörnunum Jeanne Moreau og Marcello Mastrantino, L’Eclisse með Monicu Vitti úr L’Avventura og Frakkanum Alain Delon og loks Il Deserto Rosso, ásamt Vitti en nú með Bretanum Richard Harris. Upp úr því skrifar hann undir þriggja mynda samning við framleiðandann Carlo Ponti hjá Metro-Goldwyn-Mayer. Hann fer fyrst til London og gerir Blow-Up árið 1966. Sú mynd varð óvænt gífurlega vinsæl hjá rísandi hreyfingu hippa. Í Bandaríkjunum þremur árum síðar gerir hann myndina Za- briskie Point sem var gjörsamlega slátrað, bæði af almenningi og gagnrýnendum. Og að lokum kom meistaraverkið The Passenger árið 1975 með Jack Nicholson sem nýlega hefur endurútgefið hana persónulega. Antonioni lendir í kjölfarið í erfiðleikum með að búa til myndir, bæði vegna þess að áhorfendum að svo listrænum verkum virð- ist af einhverjum ástæðum fara fækkandi, auk þess sem hann fær hjartaáfall sem hann lamast af öðrum megin.Þrátt fyrir það gefur hann út með þrautseigju nokkrar fleiri kvik- myndir til viðbótar, minni kvikmyndir en þó áhugaverðar. Þær þrjár myndir sem verða sýndar frá og með næstu viku eru sennilega þær áhugaverðustu. Ekki aðeins sem sjálfstæð verk heldur einnig fyrir þá menningu sem þær standa fyrir: Þegar til var kjarni manna sem tók kvikmyndir alvarlega og ræddi þær á kaffihúsum. Þegar espresso-bollinn hafði merkingu um vitsmunalegan kraft og alvöru. Þær eru dæmi um kvikmyndaverk sem breyta viðhorfum áhorfandans, fylgja honum út í lífið þar sem hann getur aftur deilt inn- taki þeirra með öðrum. L’Avventura eða Ævintýrið er sennilega besti inngangurinn í hugarheim Antonionis. Myndin leysist reglulega upp í undarlegar áttir. Anna, en hún virðist vera aðalsögu- hetja myndarinnar í upphafi, hverfur hrein- lega eftir tuttugu og sjö mínútur og kemur ekkert við sögu aftur með beinum hætti. Myndin hefst á því að Anna fer með vinkonu sinni og vinahóp ásamt kærasta í siglingu á Suður-Ítalíu. Á líflausri klettaeyju hverfur hún á óútskýrðan hátt, líkt og höfundur myndarinnar hafi ákveðið að beina mynda- vélinni annað. Sú sem tekur við hlutverkinu og reynir að lifa lífi Önnu er Claudia leikin af Monicu Vitti og myndin fjallar eftir það um dauðadæmt ástarsamband hennar við kærasta vinkonunnar. Ævintýrið er róm- antísk saga um vanmáttugar, stjórnlausar og yfirborðskenndar manneskjur í hlut- verkum þar sem þær eru ófærar um að vera til staðar en eru þess í stað á sífelldri hreyf- ingu, eirðarlausar og ófullnægðar, ófærar um að tjá sig án þess að skapa misskilning og glata merkingu sinni. Kvikmyndagagnrýnandinn David Thom- son segir verk Antonionis mælikvarða á feg- urð framtíðarinnar – svo lengi sem í framtíð- inni séu til augu sem kunna að sjá. Myndir Antonionis eru fyrir þá sem horfa þegar flestum öðrum er farið að leiðast. Þeirra sem ekki aðeins horfa, heldur verða vitni að því sem er að gerast. Það er hið mikilvæga verkefni sem bíður þeirra sem mæta í bíó suður í Hafnarfirði næstu þrjár vikurnar – að vera á staðnum og verða vitni að Anton- ioni. L’Avventura „Ævintýrið er rómantísk saga um vanmáttugar, stjórnlausar og yfirborðskenndar manneskjur í hlutverkum þar sem þær eru ófærar um að vera til staðar en eru þess í stað á sí- felldri hreyfingu, eirðarlausar og ófullnægðar, ófærar um að tjá sig án þess að skapa misskilning og glata merkingu sinni.“ Kvikmyndir og dauði Þrjá næstu þriðjudaga og laugardaga verða sýndar í Hafnarfjarðarbíói þrjár kvikmyndir til minningar um meistara Michelangelo, L’Avventura (1960), La Notte (1961) og L’Eclisse (1962). Saman eru þessar kvik- myndir eins konar heilög þrenning listrænn- ar kvikmyndagerðar Michaelangelos og eru til sýnis í Hafnarfirði öllum þeim sem vilja upplifa hvers konar kvikmyndaverk menn voru færir um að framleiða hér áður fyrr. Höfundur er áhugamaður um kvikmyndir og námsmaður. »Michelangelo Antonioni var hins vegar hreinn og beinn kvikmyndargerðarmaður og byltingarmaður á því sviði. Antonioni er einn þeirra sem taka starf sitt fyrir áhorfendur alvarlega og myndir hans hafa tilhneigingu til að breyta þeim sem berja þær augum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.