Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 11 Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ljóðaforlagið Deus gaf nýverið útljóðabók Þórs Stefánssonar, Hlaupár, sem inniheldur 366 hækur, jafnmargar dögunum í hlaupári, og er bókinni skipt í fjóra kafla eftir árstíðunum. Hlaupár er sjö- unda ljóðabók Þórs en auk þeirra hefur hann sent frá sér sjö bækur með þýdd- um ljóðum. Fyrir ekki svo löngu sendi hann frá sér sýnisbækur íslenskra skálda á frönsku og Quebec-skálda á ís- lensku. Útlit bókarinnar er hannað af Sig- urði Þóri og myndskreytingar eru sömuleiðis eftir hann en þetta er í þriðja skipti sem þeir vinna saman að ljóðabók. Yrkisefnið er margvíslegt í Hlaup- ári en þarna er að finna ýmsar hug- leiðingar um hvunndaginn og sömu- leiðis er tilfinningaflóra manneskj- unnar rannsökuð. Ástin er að sjálf- sögðu í stóru hlutverki en þarna er einnig ort um hatrið. Nýja ljóðabókin er að miklu leyti ort í Frakklandi en Þór hefur gegnt stöðu sendikennara við háskólann í Lyon síðastliðin þrjú ár.    Ljóðaunnendur ættu jafnframtveita annarri nýútkominni ljóðabók eftirtekt en sú heitir hinu einfalda og fallega nafni Blóm, með undirtitilinn The Shadowline – Klæðnaður fyrir miðnætti. Ljóðin eru eftir Bjarna Bernharðsson en hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Upp og ofan, árið 1975, sem þá þótti furðuþroskuð á ungæðislegan hátt. Síðan þá hefur hann sent frá sér fjölmargar ljóðabækur þar sem skáldið fer víða með lesendur sína, meðal annars í sálardjúp og draumaheima og ber þar á talsverðri þjóðfélagsgagnrýni. Blóm er gefin út af Ego-útgáfunni í Reykjavík.    Einstaklega forvitnileg er bókinStærð Veraldar sem Salka for- lag gaf út fyrir skemmstu en mark- mið hennar er að gera grein fyrir því hvernig fólk markaði sér heims- mynd í fornöld. Höfundur er myndlistarmað- urinn Pétur Hall- dórsson og bygg- ir hann verkið á kenningum fræðimannsins Einars Pálssonar um hvernig töl- fræði og tákn voru notuð til að reikna út staðsetningu heimsmynd- ar menningarsamfélaga. Þar var miðað við gang himintungla, höfuð- áttir og hlutföll mannslíkamans.    Í bókinni Akademísk helgisiða-fræði er farið í saumana á virkni háskólasamfélagsins en um er að ræða einsögurannsókn, sem er skrif- uð eins og spennusaga, eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Bókin skoðar hvernig stofnanir, forsvarsmenn og fræðimenn sem eru hluti af Háskóla Íslands ráða ráðum sínum þegar ut- anaðkomandi aðilar knýja þar dyra. Sigurður Gylfi Magnússon er doktor í sagnfræði frá Carnegie Mellon- háskólanum í Bandaríkjunum og starfar sem háskólakennari og sjálf- stætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Akademísk helgisiðafræði er gefin út af Miðstöð einsögurannsókna í ReykjavíkurAkademíu og er númer sjö í bókaflokknum „Nafnlaus ritröð Miðstöðvar einsögurannsókna“. BÆKUR Þór Stefánsson Bjarni Bernharður Pétur Halldórsson Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is NÝAFSTAÐIN Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur farið alveg öfugt ofan í suma. Viðar Hreinsson, forsvarsmaður Nýhilhópsins, kallaði hana „reaksjónera kaupstefnu“ í Lesbók fyrir tveimur vikum og hefur nú fært rök fyrir þeim dómi í grein á vefritinu Kistunni. Þar segir Við- ar að hátíðin megi muna fífil sinn fegurri. Hátíð- irnar 2003 og 2005 hafi prýtt margir heims- þekktir skáldsagnahöfundar og minna þekktir menn sem þó voru á hátindi ferils þegar þeir sóttu landið heim. Nú hafi hins vegar verið gerð- ar stefnubreytingar á vali gestanna. „Þær breyt- ingar fólust annars vegar í mjög íhaldssömum pólitískum áherslum og hins vegar í listrænu metnaðarleysi,“ segir Viðar. Sú íhaldssama pólitík sem Viðar talar um birt- ist í málflutningi sómalísku baráttukonunnar Ayan Hirsi Ali og kínverska rithöfundarins Jungs Chang en báðar hafa þær nýlega gefið út bækur sem hafa vakið heimsathygli. Hirsi Ali hefur ritað bækur þar sem hún segir meðal ann- ars uppeldissögu sína í múslímsku ríki. Hún er afar gagnrýnin á íslam og segist hafa fundið frelsi á Vesturlöndum sem hún hafi aldrei kynnst í hinum múslímska heimi. Svo virðist sem Viðar líti þannig á að með málflutningi sín- um sé það fyrst og fremst markmið Hirsi Ali að réttlæta Íraksstríðið og stuðning Bandaríkjanna við Ísraelsríki en Viðar hefur verið virkur í bar- áttunni fyrir málstað Palestínumanna hérlendis undanfarin ár. Hann telur að Bókmenntahátíðin hafi farið „illilega útaf sporinu með því að bjóða hingað Hirsi Ali, sem fer fram af hroka, yfirlæti og fjandsemi, auk þess sem hún dylur ekki fylgi- spekt sína við þau íhaldsöfl í okkar samfélagi sem réttlæta stríð og ofsóknir gegn múslimum innanlands jafnt sem í Írak og Palestínu“. Viðar skammar Egil Helgason sjónvarpsmann fyrir að hafa fjallað um Hirsi Ali á jákvæðum nótum og kallað hana „hugrökkustu konu á Vesturlöndum“. Egill svarar fullum hálsi í pistli á Eyjunni.is: „Hvort erum við að tala um hátíð sem snýst um áhugaverðar bækur og höfunda eða hópefli hjá Palestínufélaginu?“ Jung Chang og eiginmann hennar Jon Halli- day kallar Viðar höfunda „níðrits um Maó Ze- dong“ en þau eru höfundar bókarinnar Maó: Sagan sem aldrei var sögð sem hefur nýlega komið út í íslenskri þýðingu eins og bók Hirsi Ali. Hann telur bók Chang og Halliday vera ein- hvers konar friðþægingu fyrir Vesturlönd og segir: „Það skyldi þá aldrei vera að fyrir þá sem græða nú sem mest á viðskiptum við Kína sé það heppileg friðþæging að djöflast sem mest á minningunni um Maó formann, en sjá um leið í gegnum fingur sér með annað sem aflaga fer í gúlaginu í austri?“ Egill svarar einnig árásum Viðars á Chang og bendir á að hún sé „einn harðasti gagnrýnandi núverandi stjórnarfars í Kína – jafnvel þótt hún hafi eytt mörgum árum í að skrifa um ævi Maós?“ Viðar skýtur yfir markið í gagnrýni sinni á Hirsi Ali og Chang. Það var mikill fengur í komu þeirra. Þær voru framúrskarandi og áhugaverð- ar á allan hátt. Það hlýtur að vera hlutverk Bók- menntahátíðar að flytja hingað höfunda eins og þær. Og höfundar á Bókmenntahátíð hljóta að hafa hinar ýmsu pólitísku skoðanir. J.M. Coet- zee, sem Viðar var mjög ánægður með að hafa fengið á hátíðina, lýsti einnig sterkum pólitísk- um skoðunum, sumum umdeildum. Það sem var gagnrýnivert við þessa hátíð – og þar erum við Viðar sammála – var að ekki skyldu koma fleiri höfundar sem virkilega kvað að. Að því leyti stóðst þessi hátíð ekki samanburð við síðustu tvær hátíðir. Roddy Doyle er til dæmis enginn stórhöfundur þótt skipuleggjendur hátíðarinnar hafi trommað hann upp sem slíkan. Það má hins vegar ekki gleyma því að áhersla hátíðarinnar að þessu sinni var ekki síst á unga höfunda sem hafa vakið athygli upp á síðkastið og valið á þeim tókst vel. Þar lá listrænn metnaður hátíð- arinnar kannski fyrst og fremst. Daniel Kehl- mann er mjög áhugaverður höfundur og einnig landi hans Robert Löhr. Hið sama má segja um Sasa Stanisic. Kirsten Hammann, Yasmin Crowther og Marina Lewycka eru líka skáld- konur sem við eigum eftir að heyra meira af. Bækur eftir alla þessa sex höfunda hafa komið út í íslenskri þýðingu, sumar á meðan á hátíðinni stóð. Að telja það hátíðinni til vansa er stór- undarlegt. Yfir markið » Það má hins vegar ekki gleyma því að áhersla hátíð- arinnar að þessu sinni var ekki síst á unga höfunda sem hafa vakið athygli upp á síðkastið og valið á þeim tókst vel. ERINDI Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is V iku eftir að ég tala við Marinu Le- wycka í anddyri hótels í miðbæ Reykjavíkur er ég í rútu á leiðinni til Bosníu og maðurinn í næsta sæti er að lesa Two Caravans, sem á íslensku hefur verið nefnd Tveir húsvagnar. Áður hafði ég séð króatíska þýðingu frumraunar hennar í glugga bókabúðar í Split. Svona er að vera metsöluhöfundur, hugsa ég með mér. Það hefði máski verið meira viðeigandi að fullvinna viðtalið í Úkraínu en það er hins vegar helst þar sem Lewycka hefur verið gagnrýnd. „Úkraína er ungt lýðveldi og þeir taka sjálfa sig oft ansi alvarlega á alþjóðavettvangi – og þetta er sannarlega ekki alvarleg bók.“ Umrædd bók er Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku, þótt bókin sé sannarlega ekki á úkra- ínsku og fjalli afskaplega takmarkað um traktora – svo lítið raunar að einn af fyrstu dómunum sem birtust á vefsvæði Amazon-bókabúðarinnar (sem lengi flokkaði bókina undir landbúnaðarsagn- fræði) hljóðaði upp á aðeins eina stjörnu og inni- hélt varnaðarorðin: „Varúð! Þessi bók er alls ekki um traktora og höfundurinn ætti að skammast sín.“ „Sem ég og gerði,“ fullyrðir Lewycka kímin en hún hefur ólíkt meira gaman af því að rifja upp neikvæðu dómana heldur en þá jákvæðu þótt þeir síðarnefndu hafi verið mun fleiri, neikvæðu dóm- arnir eiga það nefnilega til að vera mun fyndnari. „Við erum ekki allir brjóstgóðar ljóskur sem vilj- um giftast eldri mönnum til þess að erfa þá,“ nefn- ir hún sem dæmi um þá gagnrýni sem úkraínskir lesendur hafi haft uppi um bókina. Hún gengst þó fúslega við því að nota oft staðalmyndir en leggur áherslu á að hún geri það til þess að snúa út úr þeim. En sagan hefur líka sitt sannleikskorn, faðir Lewycku eignaðist líka unga ástkonu á gamals aldri og hún var líka frá gamla föðurlandinu, Úkraínu. Ævintýrið um Úkraínu Það land hafði Lewycka þó aldrei heimsótt þegar hún skrifaði bókina. „Úkraína var mér eins og draumur, ævintýrið sem foreldrar mínir sögðu mér sem barn,“ en sjálf var hún fædd í Þýskalandi og flutti svo barnung með úkraínskum foreldrum sínum til Englands. Og þeim var vel tekið í fyrstu, Sovétmenn höfðu fært miklar fórnir í heimsstyrj- öldinni og Bretar töldu sig því standa í þakkar- skuld við þá. En það breyttist fljótt og fyrr en varði hófst kalda stríðið og annaðhvort var hún uppnefnd út af gamla óvininum, Þýskalandi þar sem hún fæddist, eða hinum nýja í austri sem hún rak ættir sínar til. „Mér var strítt og mér var lítið um það gefið að vera innflytjandi – enda faldi ég það vel,“ segir Lewycka með breskum hreim þar sem hvergi má greina slavneskan uppruna. En það hefur breyst og núna er hún stolt af upprun- anum og segir þetta dýrmætan brunn fyrir sög- urnar sínar. En þessar sögur voru lengstum dýrt tómstundagaman. „Ég átti fjölmargar ókláraðar skáldsögur og tvær náði ég að klára. En ég fékk 36 hafnanir,“ segir Lewycka og aðalástæðan var raunar sú að hún hafði engin sambönd og í Bretlandi eru inn- send handrit oftast dæmd til að liggja í óreiðu- kenndri, ólesinni hrúgu hjá forlögunum nema stöku sinn- um þegar einhver lærling- urinn er settur í að lesa nokk- ur þeirra. En hún kenndi hins vegar í háskóla og ákvað einn daginn þegar hún var alveg að gefast upp á skrifunum að prófa að taka námskeið í skapandi skrifum – sem ger- breytti lífi hennar. „Það var þó ekki aðallega námskeiðið sjálft – heldur sú staðreynd að prófdómarinn var einnig umboðsmaður rithöfunda – og hann las fyrsta uppkast af traktorabókinni og bauðst til þess að taka mig að sér sem kúnna.“ Í kjölfarið fylgdi frægðin og önnur bók, Tveir hús- vagnar. Þar er innflytjenda- hópurinn orðinn fjölbreyttari og Lewycka tekur þar á sjálfri alþjóðavæðingunni með pólskum og asískum inn- flytjendum. Bókin sjálf var raunar skrítinn innflytjandi í Bandaríkjunum því þar þurfti að breyta nafninu í Straw- berry Fields. „Í Bandaríkj- unum er „caravan“ eitthvað sem þú finnur í eyðimörkinni. Þar eru húsvagnar kallaðir „trailers“ en við ákváðum að Two Trailers myndi ekki virka – og þau eru jú að vinna á jarðaberjaakri.“ Henni er umhugað um muninn á inn- flytjendum nú og þá – en seg- ir einkenni þeirra að þeir komi nær ávallt af tveimur ástæðum: stríði eða atvinnu- leit. „En ef foreldrar mínir hefðu ekki flutt á sínum tíma þá er ekki ólíklegt að ég hefði verið hluti af þessari seinni bylgju austur- evrópskra innflytjenda og ég velti því fyrir mér hvernig líf mitt væri þá.“ Hún telur að aðrir séu líka forvitnir. „Við lifum í alþjóðasamfélagi og við erum umkringd innflytjendum, en þeir eru okkur ókunnugir og fólk vill fá að lesa sögur sem veita því innsýn í þessa menningu.“ Og þriðja bókin er þegar í smíðum. „Hún er enn án titils en hún fjallar um gamla konu sem býr í húsi með sjö köttum, en er einnig myrk sýn á átökin í Mið-Austurlöndum – og gamansaga um leið.“ Enda er tíminn naumur. „Ég sé þessa ungu höfunda og þeir hafa 40-50 ár til þess að skrifa meistaraverkið á meðan ég hef kannski ekki nema tíu ár og ég legg því hart að mér.“ Alþjóðavæðing og dráttarvélar Marina Lewycka var farin að nálgast sextugt þegar hún fékk sína fyrstu skáldsögu útgefna; Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku. Fá- einum árum síðar er hún orðin metsölubók, önn- ur bók, Tveir húsvagnar, er komin út og sú þriðja langt á veg komin. En þetta var erfið fæðing. Marina Lewycka „Ég sé þessa ungu höfunda og þeir hafa 40-50 ár til þess að skrifa meistaraverkið á meðan ég hef kannski ekki nema tíu ár og ég legg því hart að mér.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.