Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 13 sammála um að maðurinn væri líkt og stokkinn alskapaður beint út úr sögu eftir Kafka. Þá stóðst ég ekki mátið, sneri við, lyfti myndavél- inni yfir höfuð viðskiptavina við afgreiðslu- borðið og smellti af. Karlinn brást ókvæða við, gaf frá sér hastarlegt hljóð og ég sá ekki betur en hann ætlaði að snarast fram fyrir borðið. Ósjálfrátt tók ég á sprett út úr húsinu, hálf- fertugur háskólakennari orðinn líkt og pott- ormur sem býst við að sér verði harðlega refsað fyrir fremur sakleysislegan óknytt. Þar með var hið kafkaíska augnablik fullkomnað, augnablik umskiptanna, þegar maður verður eitthvað ann- að – en þessi annarleiki er þó hluti af manni sjálfum, valdalaus annarleiki andspænis valdi sem er enn annarlegra. Þetta var auðvitað líka kómískt og minnir á að kímnin á sinn sess í verkum Kafka, þótt hún sé flókin og gráskotin. Þessa vordaga 1990, þegar við þýðendur vor- um í Prag, var Václav Havel, leikskáld, fyrrum andófsmaður og nýr forseti Tékkóslóvakíu, staddur í Jerúsalem að taka á móti heiðursdokt- orsnafnbót við hebreska háskólann þar í borg. Hann fjallaði um Kafka í ræðunni er hann flutti af þessu tilefni. Hann kvaðst ekki vera áhuga- samur um að lesa það sem aðrir hefðu skrifað um Kafka og fyrir því væru ákveðnar ástæður: „Mér finnst oft sem ég sé sá eini sem raunveru- lega skilur Kafka og að það sé ekki hlutverk annarra manna að greiða götu mína að ritum hans.“ Havel segist ennfremur finna til þeirrar óljósu kenndar að þurfa ekki „að lesa og end- urlesa allt sem Kafka skrifaði, því að ég veit nú þegar hvað þar er um að ræða. Satt að segja leynist innra með mér sú sannfæring að ef Kafka væri ekki til og ég væri betri rithöfundur en ég er, þá hefði ég getað skrifað verk hans sjálfur.“3 Á þennan skondna og lifandi hátt held- ur Havel áfram að ræða um samkennd sína með Kafka, m.a. um sektarkenndina, tilfinningu fyr- ir smæð og óverðugleika, og vitundina um hverfulleika allrar upphefðar, enda er sem í henni búi yfirvofandi refsing. Sennilega skýrir viðhorf Havels að hluta hina endingargóðu tilhöfðun Kafka, ástæðu þess að hann talar svo kröftuglega til okkar enn. Í skrif- um sínum hefur hann skapað stað sem rúmar marga lesendur og þó hvern á sinn skapandi hátt. Oft hefur líka verið rætt og ritað um „spá- mannsgáfu“ Kafka; að hann hafi í verkum sín- um séð fyrir tilvistarkreppu mannsins á tímum ógnarstjórna og styrjaldar í Evrópu og víðar. Víst er í öllu falli að hann náði þvílíku taki á nú- tímanum – einsemd, angist, þrám og frelsi mannsins í nútímanum – að það hefur dugað býsna vel fram á þennan dag. Andlit Kafka og dýrið Þetta væru mín síðustu orð ef grein þessi væri eingöngu um bókmenntalega stöðu Kafka. En vægi höfundar í samtímanum grundvallast (því miður) ekki eingöngu á bókmenntagildi verka hans. Ég beindi í upphafi athygli að nafni höf- undarins. Kafka hafði mjög tvíbenta afstöðu til nafns síns og einkum þótti honum stafurinn K óþægilegur og jafnvel ógeðfelldur. Það þýðir þó ekki að hann forðist stafinn, öðru nær, hann gerir hann að nafni tveggja mikilvægra persóna sinna (að því gefnu að um tvær aðskildar per- sónur sé að ræða). Og stundum lagði Kafka sér- staka áherslu á upphafsstafinn K þegar hann skrifaði nafn sitt, setti á hann hlykk eða sveiflaði honum með nokkrum tilþrifum; maður ímyndar sér að hann hafi grett sig þegar hann gerði þetta. Sitthvað bendir til að afstaða Kafka til eigin líkama hafi verið af svipuðum toga og beri á sama hátt vitni um tvíbenta sjálfsmynd. Hann fyrirvarð sig fyrir háan og grannan líkama sinn en hann var líka á vissan hátt spjátrungur sem sprangaði um borgina til að sjá og vera séður, rétt eins og samtímamenn hans Joyce og Lax- ness og jafnvel Þórbergur. Og það er þessi lík- ami – og alveg sérstaklega andlit hans – sem hefur ásamt nafninu mótað ímynd hans í menn- ingar-, markaðs- og fjölmiðlaheimi okkar. Sé nafnið eins konar vörumerki er andlitið íkon hans í okkar sjónrænu veröld; og hann beinir til okkar augum sem virðast á einhvern furðulegan hátt vera í senn blíðleg og afhjúpandi. En líklega er blekking að ætla sér að ráða í þetta augnaráð. Er Kafka raunverulega í sjón- máli þegar við horfum á hann? Textar Kafka búa iðulega yfir gríðarlega sterkum „sjón- rænum“ þáttum; hann lýsir innbyrðis afstöðu persóna (manna/dýra) og umhverfisins, hreyf- ingum og sjónarhorni, með þvílíkri nákvæmni að það er líkt og sjónin sé byggð inn í og runnin saman við tungumálið. Hann hefur vafalaust orðið fyrir umtalsverðum áhrifum frá leiksýn- ingum (einkum jiddísku ferðaleikhúsi sem hann heillaðist af) sem og frá hinum nýja miðli, kvik- myndinni, sem varð til á þroskaárum hans. En það þýðir ekki að einleikið sé að færa hinn sjón- ræna málheim hans „aftur“ yfir í sjónlistirnar. Hvernig lítur Gregor Samsa í Umskiptunum raunverulega út, þessi farandsali sem breytist í rúmi sínu í „skelfilegt skorkvikindi“? Þegar teiknuð var kápa á fyrstu útgáfu nóvellunnar í bókarformi, setti Kafka fram eindregna ósk um að ekki mætti sýna dýrið. „Ekki má teikna skor- dýrið sjálft. Það má ekki einu sinni sýna það úr fjarska.“4 Ástæðan er sú að í tungumálinu getur Kafka fjallað um persónuna á mörkunum (á mótum manns og skordýrs, en fleiri mörk koma líka við sögu) og þessi mörk eru virk og öflug vegna þess að þau eru ekki í sjónmáli; við verðum að skilja þau og „sjá“ þau án þess að sjá þau berum augum. Í þessu felst áskorun fyrir okkur sem lifum á ofur-sjónrænum tímum, og ekki síst fyr- ir þá sem ráðast í að túlka verk hans með leik- rænum hætti.  1 Hér styðst ég við umræðu mína í grein sem ég birti í And- vara 2005 og nefnist „Rithöfundar í útlöndum. James Joyce á Íslandi“. 2 Kafka: „Bréf til Oskars Pollak“, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Bjartur og frú Emilía (sérrit um Franz Kafka), 10. hefti, 1993, bls. 86. 3 Václav Havel: „On Kafka“, ensk þýð. e. Paul Wilson, The New York Review of Books, 27. sept. 1990, bls. 19. Havels flutti ræðu sína 26. apríl 1990. 4 Bréf Kafka til forlags Kurt Wolff, 25. okt. 1915. Tilvitnun sótt til Peter Beicken: Franz Kafka. Die Verwandlung, Stutt- gart: Philipp Reclam 2001, bls. 68. Umskiptin Kápumynd á fyrstu bókarútgáfu Die Verwandlung frá 1916. Hver er maðurinn? Gregor? Faðir hans? Kafka? »Kafka hafði mjög tvíbenta afstöðu til nafns síns og einkum þótti honum stafurinn K óþægilegur og jafnvel ógeðfelldur. Það þýðir þó ekki að hann forðist stafinn, öðru nær, hann gerir hann að nafni tveggja mikilvægra persóna sinna (að því gefnu að um tvær aðskildar persónur sé að ræða). Og stundum lagði Kafka sérstaka áherslu á upphafsstafinn K þegar hann skrifaði nafn sitt, setti á hann hlykk eða sveiflaði honum með nokkrum tilþrifum; maður ímyndar sér að hann hafi grett sig þegar hann gerði þetta. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.