Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Kosmas Vídos E ftir því sem ég eldist og eftir því sem ég ferðast víðar, þeim mun minna man ég, þegar ég sný aftur til Aþenu, til Grikklands. Er ekki eitt- hvað að mér, læknir góður? Jafnvel þó svo sé, held ég að ef ekki byggi hér fólk, sem mér þykir vænt um, og ef ekki væru fyrir hendi nokkrir staðir á eynni Tínos sem halda áfram að tala til sálarinnar (þeir hafa ekki enn verið uppgötvaðir af spekúlöntum), þá hefði ég vísast gleymt að snúa aftur úr ein- hverri ferðinni. Hugsanlegt er að ég hefði ílenst einhvers staðar handan landamæranna þar sem ég gæti eytt árunum sem ég á ólifað við notalegri og vinalegri lífshrynjandi. Þetta er eitthvað í ætt við draumfarir. Í reynd sneri ég ævinlega aftur. Til dæmis úr ferðalagi sem var allt öðruvísi en öll önnur. Ferðlagi inn í kuldann sem samt fyllti mig hlýju. Ég man eftir öryggisfulltrúanum á flugvellinum Elef- þeríos Venízelos [í Aþenu] sem steinhissa horfði á mig nálgast eftirlitshliðið með hnaus- þykka ullarpeysu á handleggnum, þar sem hitastigið fyrir utan flugstöðina var kringum 40 gráður á Celsius, og hún spurði: „Heyrðu góði, hvert ert þú að fara með svona flík?“ Við vorum að fara til Íslands, vorum loksins að láta rætast hugmynd sem árum saman hafði legið falin einhvers staðar aftarlega í heilabúinu. Aftast í heilabúinu, týnd innanum hugmyndir um önnur ferðalög sem voru svo fjarstæð og skrýtin, að þau töldust til villtustu drauma og yrðu aldrei að veruleika. Þarna var sem sagt draumur sem rættist og lifnaði fyrir augum mér. Að mig langar til að skrifa um hann núna er vegna þess að ég vil endurvekja og endurlifa allt sem ég sá „Lost in Iceland“ (Týndur á Íslandi) – svo gripið sé til eins text- anna sem ég sá prentaða á margvíslega boli og seldir voru túristum í Reykjavík. Samt var það svo að þrátt fyrir fyrstu hug- hrif fannst okkur við aldrei vera týnd dagana tíu sem við ókum um þetta afskekkta evr- ópska land svo fjarri meginlandi Evrópu. Hvort heldur voru hinir vinsamlegu og hjálp- fúsu Íslendingar eða hinir frábæru gististaðir eða land sem var fullt af „furðum“, allt lagðist á eitt um að feykja burt (góðu heilli!) frá fyrsta degi dvalarinnar öllum kvíða sem við höfðum burðast með heiman frá Grikklandi: kannski væru lífskjör í íslenskum sveitum erf- ið, kannski væri veðurfar þessa eylands lengst í norðri á hjara veraldar til þess fallið að valda okkur vandræðum, kannski væru eld- fjallasvæðin þreytandi og leiðigjörn, og allt þetta ásamt ýmsu fleiru gæti ekki réttlætt svo dýra ferð (hún var rándýr) … Ekkert af öllu þessu átti við. Og lífskjörin eru frábærlega góð og auðveld, og loftslagið (fyrir utan næð- inginn sem búast mátti við) var meira en hressandi og endurnærandi (tærasta loft sem ég hef kynnst um ævina), og landið bauð upp á þvílíkan fjölda fallegra og margbreytilegra staða að draumurinn sem lifnaði fyrir augum okkar breyttist ekki í martröð, heldur leiddi okkur fyrir sjónir eitthvað sem var ennþá feg- urra en við höfðum gert okkur vonir um. Augu mín litu margt sem var áhugavert (að ekki sé sagt einstætt): fast land myndað af hraunkviku og ísi, þaðan sem renna ár með heitu (og einnig köldu) vatni, mikilfenglega fossa, eldgíga sem breyst hafa í stöðuvötn, jökla sem skríða til hafs, sjávarstrendur með svörtum sandi og bláa ísjaka sem líða hjá, hundruð svana sem njóta hvíldar á öldum stöðuvatna, eyðimerkur með rauðum sandi, eyðimerkur með svörtum sandi, uppsprettur sem með háttföstu millibili þeyta upp sjóð- heitu innihaldi sínu í álitlegar hæðir … Og ekki má gleyma sólinni sem með erf- iðismunum segir skilið við himininn og teygir daginn á langinn, svo ekki verða eftir nema tvær stundir handa nóttinni. Auk þess stundaði ég böð í náttúrlegum uppsprettum og heitum laugum, einsog allir Íslendingar gera, sannreyndi furðu sleginn hversu endurnærandi er að dýfa sér í þessar undarlegu túrkislitu heilsulindir. Það eina sem mér vannst ekki tími til að gera var að sigla út á opið haf með sérstaklega útbúnu skipi til að skoða hvali. Sannleikurinn er reyndar sá að ég var ekki fyllilega sáttur við hugmyndina … Ekki kom ég mér heldur til að fara á bak hinum sérstöku íslensku hestum (sagt er að þeir séu hestar víkinganna) af ein- skærri hræðslu. Hvernig er það gert? Ég er ekki fæddur hestamaður. Ég lét sem sagt heimamönnum eftir að sinna þessum heillandi skepnum, hvölunum og hestunum, og lét mér nægja munað 4X4 sem fór létt með að ösla eftir malbiki og malarvegum. Mörgum mal- arvegum. Ef einungis hefðu orðið eftir úr þessu ferða- lagi minningar um staði og staðhætti, þá hefðu þær kannski ekki skilað sér á papp- írinn. Það var mannfólkið sem hafði dýpst og varanlegust áhrif á mig. Kjáninn ég fór til Ís- lands í vændum þess að hitta fyrir ómann- blendna sveitamenn, hrjúfa fiskimenn, inn- hverfar, fámálar, broslausar sálir. En ég fann samfélag sem tekur fram öllum evrópskum samfélögum sem ég hef heimsótt. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að Íslendingar séu menntaðasta (og einhver elskulegasta) þjóð á Vesturlöndum sem ég hef haft kynni af hing- að til. Bros, rósemi, vinsemd, óaðfinnanleg framkoma, yfirgengileg kurteisi. Í stuttu máli: Í nýlegri ferð minni, fyrir utan kennslustundir í hegðun gagnvart náttúrlegu umhverfi (það er ótrúlegt hversu mjög Íslendingar virða og vernda náttúruna í landi sínu, hagnýta hana í þágu ferðamannaiðnaðarins og virkja jafn- framt orkuna sem býr í hverum landsins), fékk ég líka fræðslu um menningu. Og í enn þyngri þönkum sneri ég aftur til hinnar skipulagslausu, ógestrisnu og hrjúfu Aþenu. Reyndar hafði ég orðið fyrir öðru áfalli. Eftir dvölina á Íslandi fór ég um Kaup- mannahöfn, og mér til stórrar furðu uppgötv- aði ég þá skítugustu höfuðborg í Evrópu sem ég hef sótt heim. Hún var jafnvel ennþá óhreinni en Aþena. En ég hirði ekki um að rifja upp dapurlegar minningar þaðan … Hel- víti fyrir næsta bindi. Í dag læt ég lokið þess- ari frásögn af tandurhreinu og töfrandi ís- lensku andrúmslofti og sálarlífi. Ég held við höfum þörf fyrir það. Morgunblaðið/G.Rúnar Hressandi loftslag „Og lífskjörin eru frábærlega góð og auðveld, og loftslagið (fyrir utan næðinginn sem búast mátti við) var meira en hressandi og endurnærandi kynnst um ævina), ...“ Týndur á Íslandi Eftirfarandi grein birtist í dagblaðinu Víma [BHMA] í Aþenu 19da ágúst 2007. Í henni lýs- ir grískur blaðamaður ferð sinni til Íslands. Sjónarhorn ferðamannsins er forvitnilegt. Hann segir meðal annars þetta: „Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að Íslendingar séu menntaðasta (og einhver elskulegasta) þjóð á Vesturlöndum sem ég hef haft kynni af hing- að til. Bros, rósemi, vinsemd, óaðfinnanleg framkoma, yfirgengileg kurteisi.“ »Kjáninn ég fór til Íslands í vændum þess að hitta fyrir ómannblendna sveitamenn, hrjúfa fiskimenn, innhverfar, fámálar, broslausar sálir. En ég fann samfélag sem tekur fram öllum evrópskum sam- félögum sem ég hef heimsótt. Höfundur er grískur blaðamaður. Sigurður A. Magnússon sneri úr grísku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.