Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.2007, Blaðsíða 5
Baráttusaga Margrét J. Benedictsson helgaði líf sitt jafnréttisbáráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. holar@simnet.is sagt tók andvörpin út úr hversdags- legu tilverunni.“ Þegar Stefán var loks ferðbúinn á leiksviðið hringsnerist allt fyrir aug- um hans, og hann gat ekki hreyft sig úr sporunum. Hann heyrði ekki lengur mannamálið í kringum sig, heldur aðeins óljósan klið. Það virð- ist sem nærstöddum hafi ekki verið farið að lítast á blikuna, en þeir voru öllu vanir, og áður en Stefán varði höfðu þeir hellt vænum snafsi af ko- níaki ofan í nýliðann. Síðan var hon- um hrundið inn á sviðið, segir í bók- inni Áfram veginn. Blaðið Il nouvo Giornale í Flórens sagði í umsögn sinni um sýninguna að hinn kornungi tenór, Stefán Guð- mundsson, hefði verið mjög öruggur og við hann væru bundnar ákveðnar framtíðarvonir sem lýrískan ten- órsöngvara. Hann kunni að koma fram á leiksviði og sé fullkominn Cavaradossi. Honum hefði ákaft verið fagnað vegna blæmýktar radd- arinnar, fegurðar, fínleika og tilfinn- ingahita. Hófst nú ferill Stefáns á óperusv- iðum Ítalíu. Í fjölmiðlum var hann ýmist nefndur Stefán Guðmundsson eða Stefán Islandese. Fljótlega fór líka að bera á heitinu Stefano Islandi og þegar leið að árslokum 1933 var hann yfirleitt aldrei nefndur annað. Stefano Islandi söng á ýmsum stöðum á Ítalíu á árunum 1933 og 1934 en þá fór að þrengja að útlend- ingum þar í landi og ekki bætti úr skák að Stefán sinnti ekki ábend- ingum um að ganga í flokk fasista sem um þessar mundir réð lögum og lofum á Ítalíu. Elskaður og dáður meðal þjóðarinnar Árið 1935 sneri Stefán heim og hélt tónleika í Gamla Bíói við mikla hrifn- ingu og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Hann varð að end- urtaka tónleikana þrisvar og var alltaf troðfullt hús en ekki var ráð- rúm til að halda fleiri konserta að sinni. Framundan var söngför með Karlakór Reykjavíkur um Norður- lönd. Í sumarlok kvaddi hann lands- menn með tónleikum þar sem hann söng tólf aríur í einni striklotu. Í sögu Stefáns lýsir Indriði G. Þor- steinsson því hvernig tónleikagestir röðuðu sér upp báðum megin Ing- ólfsstrætis og hylltu söngvarann er hann gekk yfir á Hótel Skjaldbreið að þeim loknum. „Hvorki fyrr né síð- ar hefur maður verið jafn innilega hylltur og Stefán á þessari stundu, a.m.k. ekki í Ingólfsstræti og þá ekki í Reykjavík,“ ritar Indriði. Skagfirð- ingurinn ungi var orðinn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Næstu ár kom Stefán fram víða um Evrópu en vorið 1938 söng hann hlutverk Pinkertons í Madame But- terfly í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn og var það stór- sigur fyrir hann. Sýningarnar urðu fleiri en áætlað hafði verið og upp- selt á þær allar. Var ekki farið leynt með að þetta var þakkað Stefáni. Upp frá þessu má segja að Kon- unglega leikhúsið hafi verið að- alstarfsvettvangur Stefáns Íslandi, þótt hann kæmi fram við ýmis tæki- færi víða annars staðar, allt þar til hann fluttist heim árið 1966. Hann lést 1. janúar árið 1994. Í hópi með Björling og Gedda Stefán Íslandi hafði óvenju háa og glæsilega tenórrödd, var frábær túlkandi, jafnvígur á óperuaríur og einsöngslög, og gerði gífurlegar list- rænar kröfur til sjálfs sín. Hróður Stefáns barst víða um lönd, allt til Ástralíu nútímans, þar sem aðeins fremstu söngvarar sögunnar fá inni. Þótt sjálfur sé hann horfinn af svið- inu munu upptökur með söng hans halda nafni hans á loft um ókomnar tíðir. Þær er meðal annars að finna í safni útgáfurisans EMI, The Record of Singing, þar sem safnað er saman helstu söngvurum veraldar á fyrri hluta 20. aldar. Þar er Stefán fulltrúi „norræna skólans“ ásamt ásamt Ni- colai Gedda, Jussi Björling og fleiri góðum. Sveitungi Stefáns og ævisögurit- ari, Indriði G. Þorsteinsson, lýsir vel í eftirmála bókar þeirra hver staða söngvarans var meðal þjóðarinnar. „Í æsku minni þekkti ég ekki til Stefáns nema sem þjóðsögu. Hann kom og heilsaði upp á frændfólk mitt á nágrannabæ og svo var hann farinn, eins og draumur eða fyrirheit um íslenska stærð. Sonur vinnuhjú- anna í Krossanesi hafði náð lengra á listamannsbrautinni en nokkurn hafði órað fyrir.“ Inn í annarlegan heim „Mér fannst ég vera að líða burt úr þessari tilveru, sem ég lifði í dags daglega, inn í nýjan annarlegan heim. Um leið og andlitsfarðinn lagðist á kinnar mér, saup ég hvelj- ur, eða réttara sagt tók andvörpin út úr hversdagslegu tilverunni.“ Þannig lýsir Stefán fyrstu reynslu sinni af því að stíga á svið. Hér er Stefán í Rigoletto í Þjóðleikhúsinu 1951. » Það er athyglisvert hvað Stefán hefur verið kröfuharður á kennara sína á Ítalíu og verið viss um hvað hann vildi. Þarna stendur hann liðlega tví- tugur að aldri í höfuðvígi óperulistarinnar, ný- sloppinn úr vinnumennsku í Skagafirði, og þykist vita hvernig kennari hentar honum best. Höfundur er bókmenntafræðingur og bóka- útgefandi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.