Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 1
Pakkaður Er hægt að pakka fjórum áratugum af tónlist Bobs Dylans - þrjátíu og tveim breiðskífum, ellefu tónleikaplötum og hundruðum óútgefinna laga til viðbótar - í þriggja diska safnkassa? » 7 Laugardagur 13. 10. 2007 81. árg. lesbók TÓNLISTARHÚSIÐ ÞAÐ MUN GERBREYTA HAFNARMYND REYKJAVÍKUR OG SJÁST LANGAR LEIÐIR ÞEGAR EKIÐ ER INN Í BORGINA » 4 Uppljómaðir endurfundir í Sál og máli » 12 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Location heitir nýljósmyndabók eftirSpessa. Bókin heitirþessu enska nafni vegna þess að hún er gefin út í New York en þessi bók á ekkert síður erindi við Íslendinga. Þessi bók er um Ís- land og Íslendinga og má ekki fara fram hjá þeim. Reyndar er ekki hlaupið að því að finna góða þýðingu á orðinu Loca- tion. Orðið Staður nær því ekki al- veg. Heldur ekki staðsetning. Rými ekki heldur. Og ekki afmarkað land- svæði. En ef við leggjum allar þess- ar þýðingar saman myndu þær ná ágætlega utan um efni bókarinnar. Hún inniheldur myndir af ís- lensku landslagi, fjöllum, fjöru, mó- um og melum en líka vegum, húsum og öðrum mannvirkjum. En það eru líka myndir innan úr húsum, af vinnustöð(v)um, kaffihúsum, veit- ingahúsum, heimilum, klósettum, geymslum o.s.frv. Allt eru þetta staðir sem við þekkjum með einum eða öðrum hætti. En þetta eru líka handahófs- kenndir staðir eða staðsetningar. Þetta eru þekkjanlegir staðir en kannski óþekktir. Oft eru þetta staðir þar sem margir hafa komið en á suma staðina hafa fáir farið. En allir eru þessir staðir eins og skorn- ir út úr íslenskri þjóðarvitund. Með þessari bók hefur Spessi gert mynd af Íslandi og Íslendingum í dag þó að í henni séu engar myndir af fólki. Hún er eins konar portrett af tím- anum. Vegna ensks titils er þessi bók líkleg til þess að fara fram hjá ís- lenskum lesendum. Látið það ekki gerast. Portrett af tímanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Spessi Með þessari bók hefur Spessi gert mynd af Íslandi og Ís- lendingum í dag þó að í henni séu engar myndir af fólki. MENNINGARVITINN Ráðgátan um Olgu Tsékovu Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýskalands og þar sló hún í gegn á hvíta tjald- inu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers – en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor holar@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.