Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ! Heimspekingar hafa kannski aldrei alveg skilið metafórískt tungumál en í seinustu Lesbók birtist hér á þessum stað pistill eftir Ólaf Pál Jónsson heim- speking sem bendir til þess að hann skilji að minnsta kosti ekki myndhverfingar.     Pistillinn hét „Er heimurinn að minnka?“ og innihélt svolítið skrýtinn út- úrsnúning á algengu orðalagi sem haft hefur verið um áhrif nýrrar tækni á það hvernig við skynjum heiminn. Stundum er til dæmis talað um að ný sam- skiptatækni á tuttugustu öld hafi breytt heiminum í lítið þorp. Talað er um heims- þorp í þessu tilliti.     Þegar talað er um að heimurinn hafi minnkað með tilkomu nýrrar tækni þá er það myndhverfing sem notuð er til þess að lýsa áhrifum þessarar tækni á það hvernig við skynjum heiminn. Við gætum líka notað samlíkingu og sagt: Það er eins og heimurinn hafi minnkað. Þetta þýðir ekki að heimurinn hafi minnkað í raun og veru heldur að okkur finnist eins og heimurinn hafi minnkað. Og okkur finnst það vegna þess að við eigum auðveldara með að ferðast – það tekur styttri tíma að fara til Kína núna en fyrr á tímum – og vegna þess að miðlar eins og sími, sjón- varp og net hafa veitt okkur ákveðna inn- sýn í fjarlæga menningarheima. Við eig- um líka auðveldara með að eiga samskipti við fólk þar. Þetta hefur haft raunveruleg áhrif á það hvernig við skynjum tíma okkar og rúm; það verður meira úr tíma okkar og það er eins og rýmið hafi skroppið saman. Það er skrýtið að heyra heimspeking mótmæla þessu.     Takmörk þeirra miðla sem verið er að vísa í eru allt annað mál. Það vita allir að sjónvarpið og aðrir fjölmiðlar geta ekki sýnt okkur nema brotabrot af því sem er að sjá í heiminum. Fjölmiðlar hafa að auki sitt sjónarhorn. Það eru menn á bak við fjölmiðlana. Þar af leiðandi sjáum við ekki endilega hlutina eins og þeir eru heldur eins og viðkomandi fjölmiðill og fjölmiðlamenn sjá þá og skilja.     En Ólafur Páll segir reyndar að heim- urinn geti stækkað. Og það er jafn rétt og að heimurinn geti minnkað. Hann getur stækkað vegna þess að þegar maður fer að kynna sér eitthvert ákveðið efni, hvort sem það er fræðasvið, menningar- samfélag eða tækni, þá víkkar það eftir því sem maður fer dýpra. Þannig getur einfrumungur virst gríðarlega stórt og merkilegt fyrirbæri þegar maður fer að rannsaka það en í huga þess sem hefur bara yfirborðsþekkingu á því virðist það harla lítið og jafnvel ómerkilegt. Les- endur kannast líka við það að eftir því sem þeir fara nær einhverjum hlut því stærri verður hann. Ólafur Páll ætti bara að prófa að fara upp að Esjunni.     Ný tækni hefur þannig ekki bara minnkað heiminn heldur líka stækkað hann. Hún hefur gert það að verkum að við eigum meiri möguleika en áður fyrr á því að komast nær hlutunum. Þetta vita allir og skrýtið að halda öðru fram. Heimur- inn hefur minnkað Kristján B. Jónasson kbjonasson@gmail.com A f hverju varð fólk svona reitt? Morguninn eftir að fréttir bárust af sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavík Energy Invest átti ég leið um bæinn. Allir sem ég hitti virt- ust snarlega þurfa súrefnismeðferð bara til að ná andanum því fréttirnar af kauprétt- arsamningum úrvalshóps borgarstarfsmanna og athafnafólks virtust standa í jafnvel víð- ustu hálsum. Ég hafði séð fyrirsagnirnar í Blaðinu þá um morguninn (sem síðan þá er horfið inn í gráa fortíðina og dvelur nú í all- raguðahofi dáinna prentmiðla við hlið Dags, Tímans, Eintaks og fleiri góðra) og verð að viðurkenna að ég skildi þær eignlega ekki. Merking orðsins kaupréttarsamningur var þarna á vissan hátt á reiki þrátt fyrir að njóta hins góða gagnsæis sem íslenskum orðum er gefið. Nafngreint fólk hafði í raun ekki enn gert neina samninga, heldur hafði aðeins völ á slíkum samningum. Nokkrum dögum síðar kom mótleikur frá leikstjórum þessa skuggaleikhúss þar sem allir sáu þræðina og heyrðu raskið á bak við tjöldin þótt augun beindust áfram að sviðinu. Þeir gáfu eftir þumlung til að geta síðar sótt fram, eitt skref afturábak til að taka tvö skref áfram eins og Lenín sagði. Ákveðið var að bjóða öllum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur kaupréttarsamninga. Maður getur spurt sig svona eftir á. Af hverju báð- um við ekki um meira? Allir Reykvíkingar hefðu átt að fá rétt til að gera kauprétt- arsamning. En auðvitað var búið að gera OR að hlutafélagi svo tæknilega voru Reykvík- ingar ekki lengur eigendur félagsins, heldur Reykjavíkurborg sem er annað, eins og frá- farandi borgarstjóri vissi mætavel og hafði greinilega sem meginreglu í sínu starfi. Firring er ljótt og gamalt kommaorð yfir tilfinningu „fólksins á götunni“ þennan rign- ingarlega septembermorgun, en ég held að það hafi fyrst og fremst verið á reiki. Og líka reitt. Eftir að hafa glaðst nú um nokkurt skeið yfir að nokkrir af glæstustu sonum þessa lands skuli njóta ávaxtanna af vinnu sinni og berast eilítið á sneri þjóðin, þetta viðkvæma blóm, nú við blaðinu. Það er ekki nóg með að börnin okkar þræli sér út myrkranna á milli til að eiga fyrir símreikn- ingum og afborgunum af neyslulánum svo þau verða að sofa bak við skjána á fartölv- unum sínum í hátæknivæddum framhalds- skólum til að jafna sig. Það er ekki nóg með að við sjáum mánaðarlaunin komplett fara í að fylla gatið á yfirdrættinum. Nú hafa þess- ir sömu eigendur Íslands sem hafa heft bankareikningana sína við símtólin, bens- íntankinn og húsnæðislánin okkar líka áhuga á hitaveituleiðslunum. Jafnvel þótt Bjarni Ármannsson og Hannes Smárasona hafi í gær verið reikimeistarar númer eitt með fullt hús plússtiga á ímyndarskalanum dugði það ekki til. Og Vilhjálmur gamli góði gat ekki notað Guiliani-ljómann þegar hann stóð á Ground Zero miðbæjarins og sagði að eng- inn þyrfti að óttast. Skyndilega fannst öllum þeir hafa misst af einhverju, að það væri bú- ið að plata þá lengi og að nú væri komið nóg. Ég held að ef þetta hefði gerst bara nokkr- um mánuðum fyrr hefði enginn látið svona. En tilfinning almennings fyrir því að það væri verið að hafa þá að fífli var nú full- þroskuð og æt. Og þá skipti í raun engu að það ætlaði enginn að fara að eignast hita- veituleiðslur, heldur fara í útrás og þá skipti engu að stór hluti þess fjármagns sem fór inn í batteríið var alls ekkert í opinberri eigu. Hið óljósa er hinu augljósa svo miklu yfirsterkara. Og þarna koma fjölmiðlarnir sterkir inn, eins og sagt er. Þeir vildu atburðarás og í raun hrintu henni af stað. Hlutafélagavæð- ing OR sem fór fram á meðan Svandís og Dagur voru ekki viðstödd vakti þrátt fyrir allt litla athygli. Þetta var bara enn einn leikurinn, enn ein hræringin og við erum flest of upptekin við hversdaginn til að nenna endalaust að hafa áhyggjur af svona smotteríi. En þessi fyrsti leikur varð í raun dýrkeyptur, það sér maður nú þegar borg- arstjórnarmeirihlutinn varð að víkja. Því í staðinn fyrir að búa til almennilegan leikþátt var gamla reykvélin bara sett í gang. Það var svo miklu auðveldara að stjórna OR þeg- ar félagið hafði verið hlutafélagavætt, o.s.frv. Svo kom REIkihneykslið mikla og þá hélt maður á tímabili að makkararnir hefðu búið til eina glæsilegustu fléttu í seinni tíma sögu einkavæðingar og afhendingar almannafjár til fjárfesta. Fyrst allir voru á móti kauprétt- arsamningum og þetta var svona mikið ha- varí allt saman, þá varð bara að selja OR og búta fyrirtækið upp. Hugmynd sem almenn- ingur var svo æstur yfir nokkrum dögum áð- ur var skyndilega mjög þekkileg. Þarna virt- ist í uppsiglingu alslemma. Borgarstjórnameirihlutinn ekki lengur á reiki og öll þjóðin sammála um að eina leiðin væri að selja megnið af Orkuveitunni. En reikið var of sterkt. Og nú er runninn upp nýr Dagur. Og líkt og morgunsólin sem skín á okkur Vesturbæingana kemur hann ofan úr Árbæ. Reiki Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Orkuveitan „En auðvitað var búið að gera OR að hlutafélagi svo tæknilega voru Reykvíkingar ekki lengur eigendur félagsins, heldur Reykja- víkurborg sem er annað,“ segir greinarhöfundur. FJÖLMIÐLAR » Firring er ljótt og gamalt kommaorð yfir tilfinningu „fólksins á götunni“ þennan rigningarlega septembermorg- un, en ég held að það hafi fyrst og fremst verið á reiki. Og líka reitt. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.