Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 3 Eftir Aðalstein Ingólfsson adalsteinn@honnunarsafn.is Þ egar Sigurður Gúst- afsson, arkitekt og húsgagnahönnuður frá Akureyri, hlaut sænsku Söderbergs- verðlaunin árið 2003 var það fyrir „ríkulega tjáning- arhæfileika og afbyggingarlegt snið húsgagna sinna, þar sem hann reynir á þanþol formanna og sam- hæfni efniviða og sýnir af sér bæði dirfsku og leikgleði í umritun sinni á formgerðum og litrófi póstmód- ernismans“, eins og segir í úrskurði dómnefndar. Þótt þessi verðlaunaafhending hafi ekki farið alveg framhjá Ís- lendingum er ekki víst að allir hafi gert sér grein fyrir mikilvægi henn- ar, ekki einasta í norrænu, heldur einnig í alþjóðlegu samhengi. Sö- derbergs-verðlaunin eru oft og tíð- um nefnd „Nóbelsverðlaun hönn- unargeirans“ vegna þess hve höfðinglega er staðið að veitingu þeirra – sænska kóngafólkið bland- ast inn í hana – auk þess sem verð- launaupphæðin er snöggtum hærri en menn eiga að venjast þegar hönnun er annars vegar, eða litlar fimm milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Verðlaununum er fylgt eftir með sýningu í helsta listiðnaðarsafni Svía, Röhsska- safninu í Gautaborg, og útgáfu á bók um hönnuðinn. Raunar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Svíar heiðruðu Sigurð, því árið 2001 hafði hann hlotið önnur eftirsótt hönnunarverðlaun, kennd við sænska húsgagnahönnuðinn Bruno Mathsson. Fjórum árum áð- ur hafði Sigurður hlotið viðurkenn- ingu sem ekki hafði minni þýðingu fyrir hann, persónulega og faglega, þegar hugsjónamaðurinn og hús- gagnaframleiðandinn Sven Lundh tók hann upp á arma sína og hóf framleiðslu á húsgögnum hans hjá fyrirtæki sínu, Källemo. Þar eru þau enn í framleiðslu og alþjóðlegri kynningu á vegum fyrirtækisins. Fagurfræði brotajárna- hauganna Þessi skjóti frami Sigurðar á vett- vangi norrænnar hönnunar verður að teljast næsta ævintýralegur, ekki síst vegna þess að hann er arkitekt en ekki húsgagnahönnuður að mennt, hóf ekki að fást við hús- gagnahönnun af alvöru fyrr en á tí- unda áratug síðustu aldar, og ekki eru liðin nema tíu ár síðan fyrstu húsgögn hans komu á markað. Á móti kemur að Sigurður er nánast alinn upp á trésmíðaverk- stæði föður síns í Glerárþorpinu á Akureyri, í næsta nágrenni við skipasmíðastöðina á staðnum og til- heyrandi brotajárnshauga. Þar, og raunar einnig á fleiri stöðum, varð hann sér úti um heilmikla verklega þekkingu löngu áður en hann lærði til arkitekts. Þessa þekkingu á hann sameiginlega með öðrum ís- lenskum arkitekt, Valdimar Harð- arsyni, sem einnig hefur notið vel- gengni á alþjóðlegum vettvangi fyrir hugvitssamlega hönnun. Um þennan innblástur segir Sig- urður: „Á brotajárnshaugunum varð ég mér úti um fagurfræði sem er kannski dálítið naíf. Allt þetta ryðgaða dót í kringum mig sagði mér eitthvað um innsta eðli hlut- anna. Ég sá hvernig partar voru skeyttir saman og hvernig ólík efni tengdust innbyrðis.“ Í þróunarvinnu sinni með hús- gögn, sem oft á sér stað í hléum milli byggingarverkefna á borð við Víkurskóla, er notagildi þeirra ekki alltaf efst í huga Sigurðar, heldur verða þau til sem úrlausnir á ýmiss konar byggingarfræðilegum og formrænum vanda, gjarnan sem til- brigði um kafla í nútíma listasögu. „Sérhver hönnuður verður að þekkja þá hefð sem hann er sprott- inn úr og söguna í stærra sam- hengi, bæði til að öðlast ferska sýn á samtímann og til að geta sagt eitthvað markvert um hann. Auðvit- að er ekkert nýtt undir sólinni, en það má alltaf sjá nýja fleti á þekkt- um og velheppnuðum nytjahlutum.“ Viðræðusamband við konstrúktífismann Hann er í sérstaklega frjóu við- ræðusambandi við arfleifð konst- rúktífismans svokallaða, en hann var viðleitni framúrstefnulista- manna í Hollandi, Rússlandi og Þýskalandi á öðrum og þriðja ára- tug síðustu aldar til að skapa nú- tímalega mynd- og byggingarlist með nútímalegum aðferðum og nú- tíma efniviði á borð við stál, gler og plast. „Þegar kemur að hreinu sam- ræmi formrænna og bygging- arfræðilegra þátta voru listamenn De Stijl, Bauhaus og konstrúktíf- ismans rússneska miklir snillingar. Ég þykist ekkert of góður til að læra af þeim.“ Sigurður flokkar hluta húsgagnahönnunar sinnar þráðbeint undir konstrúktífa bygg- ingarfræði, en þar er um að ræða skápa og stóla á borð við Skylark og Skyscraper. „Þar gengur allt út á jafnvægi, hreina liti og innra skipulag. Allir fletir eru annaðhvort láréttir eða lóðréttir.“ Í þessu lærdómsferli og með- fylgjandi rannsóknarvinnu hefur Sigurður enga þörf fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér: „Ég hef engan áhuga á því að skapa einhvern persónulegan stíl eða ímynd. Efinn rekur mig áfram, ég prófa og prófa aftur, tek áhættu og leyfi mér að vera ósammála síð- asta ræðumanni. Ég nenni ekki að vera í einhverju jábræðralagi hinna sanntrúuðu hönnuða sem hæla hver öðrum.“ Það er í samræmi við þversagna- kenndan – eða póstmódernískan – hugsanagang Sigurðar að hann lít- ur á meinta andstæðu konstrúktíf- ismans, dekonstrúktífismann, sem bókmenntamenn hafa nefnt afbygg- ingu, sem órofa hluta af bygging- arlegri heild en ekki sem atlögu að henni. Með „afbyggingu“ á Sig- urður við húsgögn þar sem ekki er að finna það sem hann nefnir „stýr- andi línur“, heldur ganga fletir og form í þeim út og suður. Þetta á við um fataskápinn Twist, fatahengið/ lampann Henry og ekki síst nýjasta stól hans, Cut & Paste, sem frum- sýndur var í Mílanó fyrr á þessu ári. Húsgögn sem dansa Í nokkrum húsgögnum sínum freistar Sigurður þess að sameina byggingu og afbyggingu. Sem er skýringin á því hvers vegna mörg þeirra virðast í senn styrk og óstöð- ug, sterkbyggð og veikbyggð. Gott dæmi er hin óborganlegi stóll, Tangó, sem við fyrstu sýn virðist að hruni kominn, en reynist svo rammgerðari en flestir aðrir stólar á markaðinum. „Í honum dansar tréð á móti stálinu. Karlinn er stíf- ur og leiðir dansinn, en konan er mýktin og kynþokkinn.“ Sigurði verður iðulega hugsað til dans og tónlistar þegar hann vill hrista upp í húsgögnum sínum, fataskápurinn Twist og hengið Henry eru frekari dæmi um taktföst húsgögn, að ógleymdum stálruggustólnum Rock N Roll. Það gefur augaleið að óstýrilátur þankagangur Sigurðar er ekki lík- legur til að leiða af sér söluvænleg húsgögn með alþýðlegu sniði – jafn- vel þótt þau séu öll ágætlega þægi- leg – heldur miklu frekar húsgögn á mörkum myndlistar og hönnunar. Þar á Sigurður ýmislegt sammerkt með öðrum hönnuðum sem Sven Lundh hefur tekið upp á arma sér, til að mynda Jonas Bohlin, Mats Theselius og Johan Linton. Sem betur fer fyrir þá hefur Lundh og fyrirtæki hans tekist að skapa markað fyrir húsgögn þeirra meðal áhugafólks um listræna hönnun, t.d. með því að framleiða þau í tak- mörkuðum og númeruðum upp- lögum. Nokkur eintök af hús- gögnum Sigurðar hafa ratað til Íslands, m.a. hefur EPAL verið með nokkur þeirra til sýnis og sölu. Efasemdarmaður hannar húsgögn Í dag verður opnuð sýning á hús- gögnum Sigurðar Gústafssonar, allt frá vinnumódelum og upp í hús- gögn í framleiðslu, í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ, þar sem er að finna bæði „byggð“ og „afbyggð“ verk, en að auki húsgögn þar sem Sigurður vinnur út frá viðhorfum sínum til neyslusamfélagsins og bernskuminningum frá Akureyri. Sigurður hlaut sænsku Söderbergs- verðlaunin árið 2003 en þau eru stundum kölluð „Nóbelsverðlaun hönnunargeirans“. Sigurður Gústafsson: „Ég nenni ekki að vera í einhverju jábræðra- lagi hinna sanntrúuðu hönnuða sem hæla hverjir öðrum.“ Cut & Paste Stóllinn er dæmi um afbyggingu þar sem ekki er að finna það sem Sigurður nefnir „stýrandi línur. Höfundur er forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. » „Á brotajárnshaug- unum varð ég mér úti um fagurfræði sem er kannski dálítið naíf. Allt þetta ryðgaða dót í kringum mig sagði mér eitthvað um innsta eðli hlutanna. Ég sá hvernig partar voru skeyttir saman og hvernig ólík efni tengdust innbyrðis.“ Orðabrellur Einstök bók með bráðsnjöllum þrautum sem fá okkur til þess að gefa íslenskri tungu betri gaum en ella, spá og spekúlera í merkingu orða og orðasambanda og beita hugmynda- flugi og kímni við lausn þeirra. holar@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.