Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is H úsið stendur við Reykjatorg, alveg við höfnina, og gló- ir eins og demant- ur hvernig sem viðrar á öllum tím- um dags þar sem marglitt, glært stuðlaberg kastar litum í allar áttir. Umrætt hús er að vísu ekki ennþá til né heldur Reykjatorg en þetta er sú sýn sem aðstandendur Tónlistar- og ráðstefnuhússins sem verið er að byggja hafa af húsinu, sem áætlað er að rísi í árslok árið 2009. Það er Teiknistofa Hennings Larsens í Kaupmannahöfn sem hannar húsið en hún hefur áður hannað nýja óperuhúsið í Kaupmannahöfn og vann samkeppni sem haldin var um hönnun Tónlistarhússins. Teikni- stofan hefur allan tímann verið í nánu samstarfi við Ólaf Elíasson sem hannaði glerhjúpinn utan um húsið. Að stækka miðbæinn Ósbjørn Jacobsen er færeyskur arkítekt sem býr í Danmörku og er hann listrænn stjórnandi verkefn- isins. „Aðaláskorunin var að skapa umhverfi sem skæri sig úr,“ segir hann aðspurður hvernig hugmyndin að húsinu varð til. „Þá er staðsetn- ingin við höfnina mjög mikilvæg og við yrðum fyrir miklum vonbrigðum ef svæðið yrði fyllt af háhýsum,“ bætir hann við og talar um að þeir hafi lagt áherslu á að hafa þetta stóra hús eins lágreist og hægt væri til þess að það myndi falla vel að lág- reistri borgarmynd Reykjavíkur. „En þetta er svæði sem Reykvík- ingar þekkja illa þótt þetta sé fáeina metra frá miðbænum, fólk keyrir bara þarna fram hjá. Við viljum fá fólk til þess að ganga hingað líka, við viljum stækka miðbæ Reykjavíkur að höfninni.“ Ósbjørn vonar að haldið verði áfram að gera hafnarsvæðið aðlað- andi en auk Tónlistar- og ráðstefnu- hússins mun áðurnefnd teiknistofa einnig hanna hótel sem verður rétt hjá Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. „Það mun væntanlega rísa á eftir Tónlistarhúsinu,“ segir hann en upphaflega áttu byggingarnar að vera tilbúnar samtímis. „En það mun ráðast af praktískum atriðum, hvernig gengur að færa vegi og svo framvegis.“ Þótt hótelið sé önnur bygging verður hægt að fara þurr- um fótum þaðan yfir í Tónlistarhúsið og hugmyndin er að húsin styðji hvort við annað. „Þetta verður öllu minni bygging en Tónlistarhúsið. En það kom mér á óvart hversu erfitt var að fá hótelherbergi í miðbæ Reykjavíkur þannig að það er örugglega ekki vanþörf á þessu hót- eli.“ Sinfóníur, bíó, rokk- tónleikar og óperur Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er eins og nafnið gefur til kynna fjölnota hús og þótt tónleikasalurinn sé risa- stór og taki 1.800 manns í sæti er hann þó aðeins lítill hluti hússins. Einnig verður ráðstefnusalur sem tekur 750 manns í sæti og æfinga- salur þar sem pláss er fyrir 450 manns auk eins minni salar sem tek- ur 200 manns í sæti. Alla salina má nota til tónleikahalds, þess vegna á sama tíma enda salirnir vel hljóðein- angraðir. „Húsið er vissulega klæðskerasniðið fyrir sinfóníutónlist en þarna er þó vel hægt að flytja rokktónlist og alla mögulega tónlist aðra,“ segir Ósbjørn. Stólana í ráð- stefnusalnum er auðveldlega hægt að fella inn í veggina og skapa þar með möguleika á stóru rými fyrir standandi tónleikagesti. Einnig er hægt að setja upp óperur í húsinu. „Þetta er vissulega ekki sér- hannað óperuhús eins og það sem við byggðum í Kaupmannahöfn en þar eru áhorfendasvæðin aðeins um 15 prósent salarins vegna þess að þar er hægt að hafa margar sviðs- myndir í einu sem hægt er að skipta auðveldlega um,“ segir Ósbjørn. Hins vegar er gryfja til staðar til þess að nota við óperusýningar, sér- stakt aðgengi er til að vinna með sviðsmyndir og snúningssvið er í salnum og því er allt til reiðu til þess að setja upp metnaðarfullar óp- erusýningar. Til viðbótar við alla þessa sali er svo reiknað með veitingahúsum, kaffihúsum, verslunum og kvik- myndasal. „Þarna verða að minnsta kosti tveir veitingastaðir og svokall- aður „skýjabar“ auk annars kaffi- húss sem verður við Reykjatorgið. Þá verða fjölmargar búðir í húsinu, tónlistarbúðir þar á meðal, vita- skuld.“ Þetta hús eigi að vera allra og eigi ekki að takmarkast við eitt- hvert þotulið. „Þannig á það líka að vera, þannig fæst líf í húsið.“ Listamaður í sæti verkfræðinganna Ósbjørn lætur vel af samvinnunni við Ólaf. „Þetta var mjög sérstakt verkefni innan verkefnisins. Það voru reglulegir fundir og það var vissulega mjög erfið vinna að gera þessa steina eins gegnsæja og Tónlistarhúsið við » Þeir kasta frá sér ljósi, bæði úr um- hverfinu og földum kösturum, þannig að byggingin muni ávallt glóa og skipta litum Módel Í byggingunni verða veitingahús, kvikmyndahús, verslanir og vitaskuld tónleikasalir. Tónlistar- og ráð- stefnuhús að rísa í miðbæ Reykjavíkur Morgunblaðið/Frikki Færeyski arkítektinn Ósbjørn Jacobsen er Færeyingur búsettur í Danmörku en gæti verið að flytja til Íslands. Frá hafi Húsið mun gerbreyta hafnarmynd Reykjavíkur og sjást langar leiðir þegar ekið er inn í borgina. Tónlistarhús hefur verið draumsýn margra tónlistarmanna í áratugi en í árslok ársins 2009 mun húsið lang- þráða loksins verða tilbúið og ef allt gengur eftir verða glæsilegra en flesta óraði fyrir. En þá á ennþá eft- ir að koma í ljós hvernig tekst að skapa líf í húsinu. Hér birtist spjall við aðstandendur byggingarinnar sem og nýjar tölvugerðar myndir af húsinu og umhverfi þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.