Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Qupperneq 5
mögulegt var.“ Ólafur hafði átt þátt í gerð listaverka fyrir óperuna í Kaupmannahöfn og það var í kjölfar þess sem Teiknistofa Hennings Larsens bað hann að vinna með þeim að hönnun Tónlistarhússins. Það gerði dýnamíkina töluvert öðru- vísi en vaninn er. „Venjulega eru arkítektar öðrum megin og verk- fræðingar hinum megin, að toga hvorir í sína áttina – það var hress- andi tilbreyting að hafa allt í einu listamann hinum megin borðs.“ Um- ræddur glerhjúpur er byggður upp á svokölluðum „quasi bricks“ – eins konar glæru stuðlabergi þar sem sumir steinarnir eru litaðir og kasta frá sér ljósi, bæði úr umhverfinu og úr földum kösturum, þannig að byggingin mun ávallt glóa og skipta litum í samspili við umhverfið. Þak hússins verður nær algjör- lega flatt. Eða öllu heldur, efra þak hússins. „Það eru venjulega alls konar hlutir ofan á húsþökum. Loft- net og ýmiss konar búnaður til þess að hindra leka og fleira. En á þessu húsi mun vera þak ofan á þakinu sem hylur þetta allt saman,“ segir Ósbjørn sem telur að reykvíska rigningin muni ekki bíta á bygging- unni. Tónlistarhúsið, Hallgrímskirkja og Perlan Eitt af skilyrðunum í samkeppninni var að húsið yrði táknmynd Reykja- víkur, íkon. „Við erum alltaf beðnir um að gera táknmynd, kennileiti. Í öllum svona keppnum er það skil- yrði. Þannig að þetta snýst mikið til um að hugsa ekki um að þú sért að skapa kennileiti og einbeita þér ein- faldlega að því að vinna verkefnið af alvöru og metnaði.“ Byggingin mun verða sýnileg um langan veg þegar ekið er inn í borgina og Ósbjørn seg- ir að ásamt Hallgrímskirkju og Perlunni myndi hún eins konar þrenningu sem setji sterkan svip á Reykjavík. Hann er bjartsýnn á að húsið verði tilbúið á réttum tíma. „Ís- lenskir aðalverktakar, sem byggja húsið, virðast vinna af mikilli fag- mennsku og við erum mjög ánægðir með samstarfið við þá hingað til. Það er mjög stór hópur að vinna að þessu, tugir arkítekta, verkfræðinga og annarra, og það er mikil vinna að samhæfa allan þennan stóra hóp.“ Hönnunin hefur hingað til öll farið fram í Danmörku en einnig fer stór hluti verksins fram hér á Íslandi, til dæmis á skrifstofu Portus þar sem viðtalið er tekið. Portus er félag sem stofnað er sérstaklega vegna bygg- ingarinnar og annarra verkefna sem eru á svæðinu. Á næsta ári er hins vegar líklegt að margir arkítektanna flytji til Reykjavíkur og það kæmi Ósbjørn ekki á óvart að hann myndi sjálfur flytja. Stór hópur frá fyrirtækinu er raunar fluttur nú þegar til Íslands vegna byggingar nýs húsnæðis Há- skólans í Reykjavík, en Teiknistofan vann einnig samkeppni um bygg- ingu þess og sú hönnun mun mest fara fram hérlendis. Færeyingurinn Ósbjørn hefur greinilega unnið heimavinnuna sína um íslenska menningu vel og við spjöllum heil- lengi um Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og Halldór Lax- ness eftir að við erum búnir að út- tala okkur um Tónlistarhúsið. En skyldi hann dreyma um að byggja eitthvað álíka í Færeyjum? „Fær- eyjar eru Íslandi það sem Ísland er Danmörku. Við erum svo smá ennþá. En það hefur bara ekki kom- ið upp á borðið ennþá – það hefur þó eitthvað aðeins verið rætt að byggja þar tónlistarhús.“ Að búa til líf Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er risa- vaxin framkvæmd. Húsið verður um 28 þúsund fermetrar á stærð, 43 metra hátt og áætlaður kostnaður er um 14 milljarðar króna. Fáar borgir á stærð við Reykjavík eiga hús á borð við þetta og því er ljóst að með byggingunni er ekki nema hálfur sigur unninn. Þegar húsið er tilbúið gætu um 6.000 til 7.000 manns verið í því í einu þegar mest er. Þetta eru háar tölur fyrir jafn fámenna þjóð og það þarf metnaðarfulla og öfluga starfsemi til þess að laða fólk að. Þannig að í desembermánuði árið 2009 hefst verkefnið fyrir alvöru – þá reynir á hvort Íslendingar standa í raun og veru undir nafni sem mikil menningarþjóð. Þá reynir á hvort ís- lenskir listamenn hafa dug og hugmyndaauðgi til þess að fylla slíkt hús reglulega og eins hvort stjórnmálamenn og athafnamenn hafa dug í að standa á bak við þá til þess að gera þeim það kleift. Það styttist í að kastalinn verði tilbúinn – en erum við tilbúin til þess að búa í honum? höfnina Salurinn Svona gæti hann komið til með að líta út. Tölvumynd með útsýni yfir sal og svið frá öðrum svölum. Frá hafi Húsið mun gerbreyta hafnarmynd Reykjavíkur og sjást langar leiðir þegar ekið er inn í borgina. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 5 Baráttusaga Margrét J. Benedictsson helgaði líf sitt jafnréttisbáráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. holar@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.