Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Olivia Harrison, ekkja bítilsinsGeorge Harrisons, var hér á landi við vígslu friðarsúlunnar í Við- ey í vikunni en hún hefur auk þess verið að vinna með leikstjóranum Martin Scorsese að gerð heimild- armyndar um Bítilinn látna. Scorsese fær að- gang að ítarlegu myndasafni Harrisons en auk þess mun hann taka viðtöl við eftirlifandi Bítl- ana tvo, Paul McCartney og Ringo Starr, auk fjölda annarra enda mun myndin fjalla um Bítlaárin sem og sólófer- ilinn að ógleymdum afrekum Harr- isons sem kvikmyndaframleiðanda en hann framleiddi meðal annars Monthy Python-myndina Life of Brian. Scorsese sjálfur hefur nokk- uð reglulega leikstýrt heimild- armyndum á milli þeirra skálduðu og skemmst er að minnast myndar hans um Bob Dylan, No Direction Home. Æstum Bítlaaðdáendum er þó ráðlagt að æsa sig ekki um of þar sem útlit er fyrir að nokkur ár taki að klára myndina. Menn geta nátt- úrulega bara skoðað friðarsúluna á meðan.    Kvikmyndin Cocaine Cowboys,sem sýnd var á Bíódögum Græna ljóssins nýlega, sagði for- vitnilega sögu ekkert sér- staklega vel en vakti óneitanlega þá spurningu af hverju í ósköp- unum enginn hefði ennþá gert almennilega mynd um kók- aínbaróninn Pablo Escobar. Og það virðast ýmsir hafa hugsað slíkt hið sama í Hollywood enda eru nú tvær myndir í vinnslu um Escobar. Ann- ars vegar mun Joe Carnahan, leik- stjóri Narc, leikstýra Killing Pablo þar sem spænski stórleikarinn Jav- ier Bardem leikur eiturlyfjabar- óninn en hann verður með Batman sjálfan á hælunum, en Christian Bale mun leika Steve Jacoby, lög- reglustjórann sem elti Escobar uppi. Þessi mynd er hins vegar í samkeppni við Escobar sem Antoine Fuqua (Training Day) leikstýrir og Oliver Stone framleiðir. Það er allt óvíst með leikhópinn þeim megin en þeir hafa Escobar-fjölskylduna í liði með sér enda myndin byggð á bók bróður Pablos, Robertos Escobars Gaviria, sem sömuleiðis var endur- skoðandi athafnamannsins vafa- sama. En það verður forvitnilegt að sjá hvor myndin kemst fyrr í tökur því það er iðulega svo þegar jafn- líkar myndir eru í pípunum að að- eins önnur þeirra skili sér í bíó.    Afgansk-ameríski rithöfundurinnKhaled Hosseini hefur verið uppgötvaður af kvikmyndagerð- armönnum ekki síður en öðrum les- endum. Um jólin verður Flug- drekahlauparinn (The Kite Run- ner) frumsýnd ytra í leikstjórn svissneska leik- stjórans Marcs Forsters (Find- ing Neverland) – en Forster mun í kjölfarið leik- stýra 22. myndinni um njósnara hennar hátignar James Bond. En nú þegar er búið að ganga frá samn- ingum um kvikmyndun nýjustu bók- ar Hosseinis, A Thousand Splendid Suns, sem kom út núna í vor. Það er Steven Zaillan sem mun leikstýra en þrátt fyrir nokkur ágætis leik- stjóraverk er hann ennþá hvað virt- astur fyrir handrit sín að myndum á borð við Schindler’s List. KVIKMYNDIR Marc Forster Pablo Escobar Martin Scorsese Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Skáldið Charles Bukowski og kvikmynda-maskínan sem kennd er við Hollywoodtilheyra andstæðum pólum bandarískr-ar menningar. Bukowski heitinn var hálfgerður öreigi, forfallinn alkóhólisti sem skrif- aði af viðlíka krafti og hann teygaði úr glasi. Síðbúin frægð færði honum nokkur lífsgæði en stíllinn hélst beinskeyttur og miskunnarlaus. Hollywood var ekkert nema glamúr, ríkidæmi kvikmyndamógúla og stjarna. Ríkidæmi sem var reist á íhaldssemi, formúlum og ritskoðun. Kannski lítil furða að ungur hafi Bukowski átt erfitt með að sitja undir herlegheitunum: I had seen most of my movies as a kid, all very horrible movies. Fred Astaire and Ginger Rogers. Jeanette McDonald and Nelson Eddy. Bob Hope. Tyrone Power. The Three Stooges. Cary Grant. These movies shook and rattled yo- ur brains, left you without hope or energy. I sat in those movie houses, sickened in the gut and soul. Já, lítið fer fyrir nostalgíunni hjá Bukowski rosknum er hann rifjar upp sígildu Holly- woodmyndirnar. Í eitt einasta skipti áttu þó Hollywood og skáldið samleið, en það var er hann skrifaði handrit byggt á ævi sinni fyrir mynd Barbet Schroeder Barfly (1987). Þeim gjörningi lýsir hann í bókinni réttnefndu Holly- wood, sem tilvitnunin hér að ofan er sótt í. Sagan hefst á því að leikstjórinn Schroeder telur Bukowski á að skrifa handrit fyrir sig með því m.a. að sýna honum heimildamynd sína um harðstjórann Idi Amin Dada (sem Forrest Whitaker lék nýlega í The Last King of Scot- land). Af návægi leikstjórans við þennan al- ræmda múgmorðingja þykir Bukowski ljóst að hann óttist ekkert og því rétti maðurinn til að kvikmynda líf sitt. Ekki dettur mér í hug að líkja þeim saman harðstjóranum og rithöfundinum, en það má vera ljóst að Schroeder heillast af per- sónuleikum handan normsins. Hann er þó sjálfur ekkert meðalmenni og eiga þeir Bukowski skap (og skál) saman og bókin reyndar tileinkuð leik- stjóranum. Bukowski stendur með sínum manni sama hvað tautar og raular, t.d. þegar Sean Penn vill gera myndina ásamt leikstjóra sem ég á erfitt með að ráða í hver er, en nöfn persóna birtast undir misjafnlega augljósum dulnefnum (eitt af því skemmtilega við bókina er að ráða í þessi nöfn sem stundum geta verið ansi skondin líka). Penn neitar að gera myndina með Schroe- der og Mickey Rourke leikur á endanum rithöf- undinn – Faye Dunaway spúsuna. Ástríða Schroeder fyrir myndinni og kvik- myndagerð almennt er reyndar með ólíkindum og nær líklega hámarki þegar hann hefur sett vélsög í samband hjá lögfræðingi framleiðanda myndarinnar og hótar að saga af sér litla fing- urinn fái hann ekki lagalega staðfestingu á því að myndin sé hans. Félagarnir mæta hverri mót- stöðunni á fætur annarri en myndin er á end- anum frumsýnd með pomp og prakt. Hvort Barfly stendur undir öllum þessum ósköpum er ég ekki viss um, en Hollywood er sannarlega stórskemmtileg lesning og gefur þekktari bókum Bukowskis svo sem Post Office, Factotum (kvik- mynduð árið 2005 með Matt Dillon í hlutverki skáldsins) og Women lítið eftir í herlegheitum. En bókin er líka með betri heimildum um kvik- myndagerð í Hollywood, enda blessunarlega laus við yfirborðsmennsku þá sem einkennir oftar en ekki frásagnir af þessu tagi. Þess í stað lætur hún marga hafa það óþvegið, og birtir í heild sinni heldur nöturlega (en stundum reyf- arakennda) mynd af Hollywood. Hollywood er því bæði framleiðslusaga myndarinnar Barfly sem og „svört skýrsla“ um draumaborgina sjálfa. SJÓNARHORN » Bukowski heitinn var hálfgerður öreigi, forfallinn alkóhólisti sem skrifaði af viðlíka krafti og hann teygaði úr glasi. Síðbúin frægð færði honum nokkur lífsgæði en stíllinn hélst beinskeyttur og miskunnarlaus. Hollywood var ekkert nema glamúr, ríkidæmi kvikmyndamógúla og stjarna. Ríkidæmi sem var reist á íhaldssemi, formúlum og ritskoðun. Barflugurnar Bukowski og Schroeder Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Í nýrri heimildarmynd James Crump, Black White + Gray, er einkum leitast við að bregða birtu á samband hins áhrifamikla sýningarstjóra og listasafn- ara, Sams Wagstaff (1921-1987) og ljós- myndarans Roberts Mapplethorpe, en á áttunda og níunda áratugnum höfðu þeir um- talsverð áhrif á stöðu ljósmyndarinnar í samfélagi listanna, a.m.k. í Bandaríkjunum. Enda má segja að saman hafi þeir unnið sleitulaust að því að auka veg og virðingu ljósmyndarinnar sem list- forms, þótt þeir hafi leitað fram með ólíkum hætti. Staðurinn var New York Samband mannanna tveggja var þó afar flókið og náði langt út fyrir sýningarsalinn og sameig- inlega ástríðu fyrir ljósmyndun. Í ljósmyndinni er þó upphafspunktinn að samslætti þeirra að finna. Þegar leiðir Wagstaffs og Mapplethorpes liggja fyrst saman á öndverðum áttunda áratugnum er sá fyrrnefndi um fimmtugt, áhrifamikill í lista- heiminum en Mapplethorpe óþekktur og ald- arfjórðungi yngri. Þeir verða elskendur og óað- skiljanlegir um langt skeið. Mapplethorpe verður einn þekktasti ljósmyndari heims, Wagstaff um- svifamesti ljósmyndasafnari heims. Staðurinn er New York, Mapplethorpe býr í risíbúð rétt hjá hinu goðsögulega Chelsea-hóteli á 23. stræti, íbúðina leigir hann með Patti Smith, og þau eru bæði beintengd þeim uppreisnaranda sem einkenndi neðanjarðarkreðsur borgarinnar á þessum tíma. Þau áttu reyndar eftir að teljast til forsprakka hinnar miklu endurreisnar New York- borgar sem eins af helstu miðpunktum lista- heimsins. Nóttunum var varið í Verksmiðjunni hans Warhols eða á Max’s Kansas City, Mapp- lethorpe þekkti vel svokallaða „undirheima“ S&M-sins en áhrifa þaðan gætti í listsköpun hans út ferilinn. Þetta er að sumu leyti „ófágað“ um- hverfi en það var frjálst, villt og undir niðri virtist krauma gríðarlegur sköpunarkraftur. Svona er myndin sem Crump dregur upp af borginni, und- ir yfirborðinu mátti finna leikvöll ástríðna og óheftra hvata þar sem listamenn drógu sig saman í grúppur sem áttu eftir að breyta heiminum, a.m.k. splundra heimssýn millistéttarinnar – og skemmta sér konunglega á meðan verkefninu vatt fram. Eilítið rómantískt viðhorf, á því leikur enginn vafi, en sjarmerandi á sinn hátt. Allt kjar- nast þetta svo í ákveðnu sakleysi; þetta er tíma- bilið rétt áður en eyðni skellur á þessari afmörk- uðu og innilokuðu veröld og tortímir henni. Aristókratinn í ræsinu Wagstaff kom úr allt annarri átt, í raun kom hann frá allt öðrum stað í heiminum. Hann til- heyrði forréttindastétt samfélagsins, hann var al- inn upp í allsnægtum en svo kom að því að silf- urskeiðin fór að standa í honum, en sú staðreynd að hann var samkynhneigður hefur án efa skipt miklu máli þar. Wagstaff þurfti að forða sér til að bjarga geðheilsunni og hafnaði því lífsstílnum sem stóð honum til boða. Hann gerðist frömuður á sviði lista, stýrði mikilvægum söfnum og reynd- ist mikilvægur talsmaður nýrra strauma (popp- listar og mínimalisma, svo dæmi séu nefnd). Síð- ast en ekki síst gerðist hann hreinlega bóhem, og þegar sjöundi áratugurinn rann upp var hann reiðubúinn, hárið síkkaði, fataskápurinn varð ansi litskrúðugur og einkum og sérílagi umfaðm- aði Wagstaff eiturlyfjakúltúrinn en ákveðinn veikleiki fyrir efnum virðist hafa fylgt honum alla tíð. Um miðjan áttunda áratuginn tæmdist hon- um arfur og það er þá sem hann gerist einn helsti listasafnari síns tíma, og áherslan var strax lögð á ljósmyndun en safn Wagstaffs á því sviði reyndist eitt það mikilfenglegasta sem um getur. Það sem þó gerir sögu Wagstaffs sérlega áhugaverða er áðurnefnt samband hans við Ro- bert Mapplethorpe, en á köflum er bókstaflega ýjað að því að sá síðarnefndi hafi meðvitað nýtt sér auðmagn og tengslanet eldri mannsins til að koma sér á framfæri í upphafi. Slíkri nálgun fylgir þó ákveðin einföldun, og er kannski við- bragð við þeirri staðreynd að með árunum hefur Wagstaff fallið í skuggann af frægð vinar síns. Myndinni er ljóslega ætlað að rétta hlut hans í listasögunni, og leiðrétta að einhverju leyti sögu Mapplethorpes. Eins og áður segir voru þeir elskhugar um langt skeið en nánd mannanna var þó aldrei ein- vörðungu líkamleg heldur virðast þeir hafa verið eins konar fagurfræðilegir sálufélagar og vin- skapurinn hélst óslitinn til æviloka, en báðir urðu þeir alnæmi að bráð á ofanverðum níunda ára- tugnum. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans, James Crump, en áður hefur hann starfað sem listfræð- ingur og þá einkum sérhæft sig á sviði ljósmynd- arinnar. Hér er á ferðinni athyglisverð mynd sem bregður birtu á ákveðið svið listasögunnar en einnig, og þetta er ekki síður mikilvægt, þá gefur hún mynd af stund og stað, New York á áttunda áratugnum, þegar hún var sannarlega suðupottur ólíkra hreyfinga og hópa. Lífið ofan- og neðanjarðar Heimildarmyndin Black White + Gray, sem er leikstýrt af James Crump, hefur vakið athygli á kvikmyndahátíðum víða um heim upp á síðkast- ið, hátíðum á borð við London Film Festival, en myndin fjallar um ævi og störf hins áhrifamikla sýningarstjóra og listasafnara, Sam Wagstaff. Mapplethorpe og Wagstaff „Samband mannann tveggja var þó afar flókið og náði langt út fyrir sýningarsalinn og sameiginlega ástríðu þeirra fyrir ljósmyndun.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.