Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Gömlu brýnin í Genesis komu aft-ur saman á þessu ári aðdáend- um til mikillar gleði. Um var að ræða hið „klassíska tríó“, sem hefur á að skipa þeim Tony Banks, Mike Rut- herford og Phil Collins en sá síðar- nefndi var hvað mest á bremsunni hvað endurkomu varðaði. Í apríl á þessu ári kom svo út veg- legt box, Genesis 1976-1982, þar sem er að finna allar þær breiðskífur sem út komu á því merka tímabili að við- bættu aukaefni. Í nóvember er svo komið að popptímabilinu en þá kemur út viðlíka kassi, Genesis 1983-1998, en það er endurútgáfurisinn Rhino sem stendur að útgáfunni. Á þessu tímabili komu út plötur eins og samnefnd skífa sveitarinnar (1983), þar sem er að finna slagara eins og „That’s All“ og „Mama“, þar sem Collins fer á kostum í geðsýk- islegri röddun. Einnig ber að nefna poppmeistaraverk sveitarinnar, In- visible Touch frá 1986, sem gat af sér smelli eins og titillagið, „Land of Confusion“, og „In Too Deep“. Þá er að finna síðustu hljóðversplötu sveitarinnar, Call- ing All Stations (1998), en þá var Coll- ins hættur og söngvarinn Ray Wilson genginn til liðs við sveitina (áður í Stiltskin). Platan sú fékk einkar dræmar viðtökur svo ekki sé kveðið fastar að orði.    Draumapoppsdúettinn BeachHouse frá Baltimore vakti verð- skuldaða athygli fyrir samnefnda plötu í fyrra og nú hefur verið til- kynnt um þá næstu. Mun hún kallast Devotion og kemur út í febrúar á næsta ári. Þeir sem hafa fengið að gægjast inn á upptökuferlið lýsa plöt- unni sem ögn hraðari en síðustu og m.a. verður að finna ábreiðu yfir lag Daniels Johnstons „Some Things Last a Long Time“.    Vélarokkararnir í Nine Inch Nails– sem er stýrt í einu og öllu af sérvitringnum og einfaranum Trent Reznor – eru samningslausir en samningur sveitarinnar við Inter- scope rann út í vik- unni. Nine Inch Nails, eða NIN, hefur hljóðritað fyrir útgáfuna síð- an 1994. Reznor ku vera kominn á fullt í vinnu við næstu plötu, en á þessu ári kom platan Year Zero út, og voru viðtökur um margt blendnar. Interscope ætlar þó að gefa út aðra NIN-plötu í næsta mánuði, endurhljóðblöndunarverkið Y34RZ3R0R3MIX3D. Þar verður að finna lög af Year Zero sem hefur ver- ið vélað um af listamönnum eins og Fennesz, the Faint, Ladytron og Saul Williams. Interscope hefur þá réttinn á því að gefa út safnplötu einhvern tíma í framtíðinni. Reznor hefur ekk- ert gefið upp um hvort og hvenær hann muni leita á náðir útgáfufyr- irtækis en spekúlantar í bransanum segja að innviðir poppmarkaðarins séu orðnir það breyttir að Reznor þurfi ekkert á slíku að halda til að koma tónlist sinni út sem víðast – rétt eins og Radiohead sem gaf nýja plötu sína sjálf út í þessari viku í formi nið- urhals. TÓNLIST Genesis Ray Wilson Trent Reznor Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is E itt lúalegasta bragð sem plötufyrirtæki beita er að selja manni sama hlutinn aftur og aftur. Það er svo sem skiljanlegt; vitanlega er heillaráð að pakka inn aftur því sem sannað hefur söluvæn- leik sinn, en svo má ekki gleyma því að jafnan bætast við nýir kúnnar – tónlist er þess eðlis að hún talar til ólíkra kynslóða. Svo er því farið með Bob Dylan; nýr safnkassi / nýir safn- diskar með hans helstu lögum eru greinilega fyrst og fremst ætlaðir þeim sem þekkja lauslega, lítið eða ekki neitt þann grúa af tónlist sem hann hefur sent frá sér eins og sann- ast þegar rýnt er í boxið. Raun að smíða safnkassa Vitanlega er óðs manns æði að ætla að pakka niður á þrjá diska æviverki Dylans, manns sem hefur verið að í á fimmta áratug, sent frá sér þrjátíu og tvær breiðskífur og ellefu tónleika- plötur – hundruð laga. Sem dæmi um afköst hans má nefna að á árunum 1961 til 1966, frá því hann kom til New York sem Woodie Guthrie- eftirherma og þar til hann lenti í mótorhjólaslys- inu fræga eftir að hafa rutt nýjar brautir í poppi, rokki og þjóðlagasöng, sendi hann frá sér sjö breiðskífur með frumsaminni tónlist sem voru hver annarri betri. Ekki er þó allt talið upp því talsvert af lögum gaf hann ekki út á þeim tíma, en þau litu dagsins ljós síðar, á safnskífum, tón- leikum og viðlíka. Að þessu sögðu verður að geta þess að það hef- ur áður verið gert og heppnast vel, svo vel reynd- ar að varð fjölmörgum til eftirbreytni – margir urðu til að fylgja forskrift Biograph-safnkassans sem kom út 1985. Í þann kassa völdu menn lög frá ferlinum, sem var náttúrlega mun einfaldara þá, það hafa komið út tólf breiðskífur síðan, en það sem gerði Biograph að jafn meistaralegu safni og raun ber vitni var að lögum í því var raðað eftir samhengi, en ekki endilega eftir tímaröð, og svo splæstu menn inn óútgefnum lögum, ýmist ónot- uðum upptökum af lögum sem gefin voru út í öðr- um búningi eða lög sem alls ekkert höfðu heyrst. Fyrir vikið var til heilleg mynd af listamanni sem sýndi vel hvers lags snillingur hann er. Leitað til aðdáenda Þegar smalað var í þennan kassa var annar hátt- ur hafður ár; leitað var til aðdáenda Dylans. Sett var upp vefsíða, dylan07.com, og á henni gátu gestir valið sín uppáhaldslög. Þetta var nátt- úrlega hið versta mál í augum Dylan-fræðinga sem hafa margir kveinkað sér á netinu, og sumir haft býsna hátt, yfir því að þetta lagið eða hitt vanti í kassann, að ekki sé hægt að setja saman plötu helstu laga nema þar sé að finna That’s Al- right Ma, I’m Only Bleeding, Sad Eyed Lady of the Lowlands, Desolation Row, When The Ship Comes In , Visions of Johanna, Shel- ter from the Storm eða Chimes of Freedom svo nokkur lög séu nefnd. Annað sem menn hafa fett fingur út í er að lögin eru í tímaröð og gefa því ekki nógu skýra mynd af Dylan og nokkuð til í því; hann er einn af þeim listamönnum sem ferill þeirra er ekki línulegur, þ.e. þeir eru ekki alltaf að verða betri og betri laga- smiðir, meiri fagmenn, eða betri og betri hljóðfæraleikarar. Bob Dylan hefur jafnan verið að þróast í margar áttir samtímis, tekur stökk útundan sér í óvænta átt, sjá til að mynda plöturnar þjár Blonde on Blonde, John Wesley Harding og Nashville Skyline, sem komu út 1966, 1967 og 1969 – sú fyrsta hreinræktuð rokk- skífa og það er kraftmikið rokk, önn- ur þjóðlagarokk og sú þriðja nánast kántríplata. Engar tónleikaupptökur Margir sakna þess líka og svo sem hægt að taka undir það að ekkert sé af tónleikaupptökum á plötunni, enda má segja að undir lok níunda áratug- arins og fram eftir þeim tíunda hafi Dylan notið sín best á tónleikum. Því hefur verið haldið fram að hann hafi leikið á ríflega 2.000 tónleikum á síð- ustu tveimur áratugum eða svo og eins og þeir þekkja sem séð hafa ein- hverja tónleikanna á tónleikaferðinni endalausu, eins og gárungarnir kalla hana, færir hann lögin í nýjan og sí- breytilegan búning; menn vita aldrei á hverju þeir eiga von. Sagan segir reyndar að meðreiðarsveinar hans á viti aldrei hvað sé í vændum og verði því að vera á tánum á hverjum tón- leikum tilbúnir að spila sérhvert þeirra laga sem hann hefur tekið upp eða þá gamlan blússlagara sem þeir hafa aldrei heyrt ef sá gállinn er á honum. Ágætt safn fyrir byrjendur Að þessu sögðu þá er Dylan hið ágætasta safn fyrir byrjendur og nýtist svo sem líka ágætlega fyrir lengra komna, hentar til að mynda vel í bíl- inn. Kassinn sem skífurnar eru í er og glæsilegur og hver hinna þriggja platna er í sérstöku um- slagi. Með fylgir bók þar sem lítillega er sagt frá vali á hverja safnplötuna, mærðarlegur texti en skemmtilegar myndir fylgja af söngvaskáldinu mikla. Ef mæla á með einni Bob Dylan-plötu sem er ómissandi í safnið legg þó ég til að menn festi kaup á Bringing It All Back Home, Highway 61 Revisited, Blonde on Blonde, Blood on the Tracks, Desire, Empire Burlesque og Modern Times. Þá eru þeir orðnir nokkuð góðir. Innan í kistu Er hægt að pakka fjórum áratugum af tónlist – þrjátíu og tveim breið- skífum, ellefu tónleikaplötum og hundruðum óútgefinna laga til við- bótar – í þriggja diska safnkassa? Það reyna menn nú að gera með ævi- starf Bobs Dylans eins og sjá má á kassanum sem ber hið lýsandi nafn DYLAN og kom út á dögunum. Ný- stárlegt við það safn er að aðdáendur hans fengu að velja lögin á netinu. Söngvaskáld Robert Zimmerman sem tók sér nafnið Bob Dylan. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 7 Eftir Gerði Kristnýju gkristny@simnet.is Vinkona mín hafði tekið lagið Pride meðhljómsveit sem hét U2 upp á kassettuúr útvarpinu og spilaði það fyrir miginni í herberginu sínu. Pabbi hennar var kommúnisti og heima hjá þeim hékk vegg- spjald af verkalýðnum sem ber borgarastéttina sem ber yfirstéttina sem ber aðalinn sem ber hirðina sem ber keisarann. Afskaplega meðvitað og því algjörlega í anda lagsins sem þarna var borið á borð fyrir mig. „Það fjallar sko um Martin Luther King,“ útskýrði vinkona mín. Röddin kom utan úr órafjarlægð. Það var varla að ég heyrði í henni. Áhrifin af laginu voru ekki ólík því sem norski rithöfundurinn Lars Saabye Christensen lýsir svo vel í ljóðinu Klassebilde 67: „Bráðum er ekkert eftir nema framtíðin/og tónlistin/sem fellur eins og eggjaskeri/yfir heil- ann.“ Ekkert vildi ég þó fremur en að vera skorðuð af í þessum eggjaskera. Við vinkon- urnar spóluðum til baka jafnharðan og laginu lauk og hlustuðum á það aftur og aftur. Þegar ég loksins sá myndbandið við Pride áttaði ég mig á því hvaða hljómsveit þetta var. Um tíma hafði nefnilega myndbandið við lagið Two Hearts Beat as One af U2-plötunni War verið sýnt í hvert sinn sem uppfyllingarefni vantaði í Sjónvarpið. Þar dansaði Bono vel stemmdur uppi á þaki með sítt að aftan og í flugmannsjakka. Í myndbandinu við Pride var hann aftur á móti kominn inn í frekar lítilfjör- legt leikhús. Börn og fullorðna dreif að utan af götunni til að hlusta á það sem hann og vinir hans höfðu fram að færa. Líklega var þetta í síðasta sinn sem U2 átti eftir að koma inn í svona leikhús því eftir að The Unforgettable Fire kom út tóku íþróttaleikvangarnir við. Ég keypti mér plötuna hið snarasta og gat þá hlustað á hana í heild sinni. Þá laukst það upp fyrir mér hvers vegna ég hafði aldrei getað tek- ið afstöðu til þess hvort Wham eða Duran Dur- an voru betri. Ég hafði verið að bíða eftir þessu. Félagarnir í U2 voru sko ekkert að syngja um holdlegar ástir, kokkteildrykkju á sundlaug- arbökkum eða annað skiterí. Þeir sungu um karlmenn sem ráðnir höfðu verið af dögum fyrir hugsjónir sínar og brugðu upp fallegum nátt- úrumyndum þar sem snjór sáldraðist yfir freðna jörð. Ekki vantaði heldur kraftinn eins og til dæmis í laginu Bad sem átti ekkert skylt við samnefndan smell Michael Jackson. Fjór- menningarnir í U2 vildu ekki sannfæra heiminn um að þeir væru verri en gekk og gerðist. Nei, þeir voru góðir – súpergóðir. Ég keypti allar fyrri plötur U2 og tókst að útvega mér tónleika- myndbandið Under a Blood Red Sky á beta- spólu. Ekki hefði ég viljað arka í gegnum slabb unglingsáranna án þess að hafa Gloriu eða To- morrow af October í vasadiskóinu mínu. Þá sjaldan eitthvað stóð í blöðunum um U2 þarna um miðbik 9. áratugarins las ég það af áfergju og þannig hef ég eflaust frétt að upphaf- legir textar The Unforgettable Fire hefðu týnst og Bono hefði orðið að semja þá aftur jafnóðum á meðan hann söng. Þessum manni var greini- lega ekki fisjað saman. Og mikið asskoti sem hann gat þanið sig eins og heyrist svo vel í tit- illagi The Unforgettable Fire. Byrjunin hljómar eins og froststilla sé leikin á rafmagnsgítar og trommur. Svo bætast strengirnir við og þá var ég ekki lengur bara krakki í Háaleitishverfinu. Ég varð hluti af stærra samhengi. Ég gat á heilli mér tekið. Einmitt þegar ég þurfti á því að halda klappaði tónlist U2 mér á kollinn og sagði mér að allt yrði í lagi. Ég vissi það bara ekki ennþá. Strengir eggjaskerans sneiddu í gegnum heil- ann á mér og það var gott. Hreinsunareldurinn POPPKLASSÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.