Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 8
Eftir Vilhjálm Þ. Bergsson F orðum daga í menntaskóla gekk mér greiðlega að skrifa texta, suma all- stutta aðra lengri, sem næst ritgerð. Eina um sögur, er ritaðar voru á 13. öld, á kaldri norðurslóð, líklega af munkum, aðra um endurreisnartím- ann, já, enn eina um módernisma, svo eitthvað sé nefnt. Af því mér reyndust skrifin nokkuð létt, taldi ég ráðlegt að reyna ritun skáldverks. Ég hlaut samt frá að hverfa eftir skamma hríð, því þátttaka í skáld- sögu höfðaði ekki til mín. Var þar um að kenna eða þakka hve rækilega ég hafði lesið Fjallræðuna og Bókina um veginn? Skömmu fyrir fermingu þá fyrr- nefndu, skömmu eftir fermingu þá síðarnefndu. Skyldi þá allt miðast við stutt, hnitmiðuð skrif, kenn- ingu, boðskap, að mörg orð skyldu ekki vera í lyk- ilsetningunni? Þetta var mun erfiðara en ég hafði í fyrstu talið, við stjökun til hliðar gagnfræðaskóla stærðfræði, svo ég gæti betur sinnt því, sem nefna hefði mátt stærðfræði orðsins. Hve fá orð hér, hversu mörg orð þar: Hugleiðing valinna mynda, sem væri að finna í merkingu þeirra. Modern yrðu skrifin að vera, ekki fermingarefni, ekki trúarmystík. Segja má að textar, pistlar, ritgerðaraðir fyrr á öldum og ár- þúsundum hafi einkum verið trúar- og goðsagnaeðlis eða heimspeki. En segja vil ég endilega, að Edgar Allan Poe, Lautreamont og Kafka hafí, hver á sinn máta, opnað nýjar víddir fyrir pistilinn. Hver er líðan hans nú, í öllu því skáldsagna flóði, sem ríkt hefur í bókmenntum svo lengi, að helzt vil ég ekki telja ára- tugina. Komi nú brátt, því koma skal; Textinn, pistill, ritgerðin og ljóð, sem fær gjöfina fílosófí frá þeirri þrennu. Svo megi enn frekar marka skilin, sem all- lengi hafa verið til staðar, hvar skáldsaga vill höfða til múgsins, sem afþreying. Vil ég að texti, pistill, rit- gerð og ljóð, njóti víxlverkandi blóðgjafar hvert frá öðru? Já, því ljóðið þarf á faðmlagi að halda í sinni núverandi eymd. Fjölvirkni heildarinnar tel ég hafa þýðingu, ef ekki er níðst á því einstaka. Ljóð og filo- sófí haldast í hendur, ekki efa ég það. Sagt get ég í gamni og alvöru, að tekið hafi of langan tíma fyrir mig, að komast að slíkri niðurstöðu. Einhverjir aðrir verða þá til að gefa bókmenntum, svo um munar þær hormónasprautur, sem ég hef fjallað um. Ekki veitir af, því lægðin er þar hvað mest í þeim absúrdisma, sem ríkt hefur í öllum listum síðastliðin 40 ár, og þörf nú á uppstokkun. Í myndlist hefur um heimsþorpið þvert og endilangt ríkt ástandið, „á grundinni við réttarvegginn gengið er í dans“, sem öllu skárra er í þessum samanburði, þótt dada-réttin sé að vísu orðin æði mosavaxin. Lína, litur, hér, þar, er staðreynd hins fyrsta, síð- asta, alls. En springi hvert mótvægi gegn ofurveld- inu málaralist líkt og sápukúlur, gæti komið upp staðan: Þú skalt ekki aðra guði hafa. Er hún æskileg? Ég svara með upprifjun. Leiðin liggur upp tröppur að inngangi í Louvre-safnið, til fundar við vængjuðu, grísku, ofurgyðjuna Nike frá Samothraki. Hún stendur þar kyrr að vísu, en í sínu volduga klæða- sveiflu bákni er jafnt jörð sem himinn hennar. Sam- kvæmt upplýsingum í skrá fannst hún árið 1863 í þúsund molum, nú samskeyttum 3,28 m há. Jæja, endurreisnarmenn hafa þá aldrei litið hana augum, en talin gerð árin ca 170-180 fr. Kr. Mér verður hugs- að til Kaupmannahafnar. Þar var í teikningu fyr- irmyndin Fidias, Polykleitos, og eldspýtustokkur gjarnan á lofti til að undirstrika konstrúktíva klassík þeirra verka. Líkami manneskjunnar var mestur og fegurstur alls, að mati Grikkja á 5. öld f. Kr., þannig hlaut allt guðlegt einnig að vera. En raðkerfis geo- metrí klæðafellinga Fidias gyðja, Elgin Marbles, var langt að baki, þegar sá er enginn nú veit í mannheimi hver var, sigldi með sína sigurgyðju á þau mið, hvar „sýður á keipum himinlind“. Hefur ekki eitthvað far- ið úrskeiðis í hlutföllum gyðjulíkamans á þeirri klæðabylgju siglingu? Nei, þar er allt á sínum rétta stað. Sumir fræðingar vilja nefna Nike frá Sam- othraki „baroque“, aðrir segja hana vera „súrreal“, og til eru þeir, sem finnst hún all-„abstract“. Einnig er haldið í tengslin við Fidias, og þá verður hún „eal- ism“. Æði erfitt reynist sem sagt að staðsetja verkið í tíma, og skilgreina það. Þar eru bilin á fram og aftur hlaupa matinu, ekki aðeins hundruð heldur þúsundir ára. Já, láttu þér slíkt í léttu rúmi liggja, stormgyðja. Nú, þegar loks er geispað yfir konsept, sem mag- urt konsept var, er möguleiki á breytingu vegna kröfu um kunnáttu í meðferð jafnt fornra sem nýrra efna. Þá opnast að sjálfsögðu einnig nýir möguleikar á staðsetningu þeirra. Slík víxlverkun er umhverf- islist, sem gæti rétt úr kútnum brátt, ef vísað er frá þeirri fjarstæðu, sem fram kom á 20. öld, að um- hverfislist væri framúrstefna. Hún hefur frá örófi alda verið einn þáttur í myndlist, en var gerð aðal- atriði af Duchamp, í absúrd anda þess tíma. í viðtali haustið 1967 var hann spurður álits, því verk í hans stíl fylltu ýmis söfn og sýningarsali. Jafnvel yfirlits- sýningar á verkum hans áhangenda gerðu víðreist, en engin á hans eigin verkum. Hann kvað slíkt vera ómögulegt enda hafi þau verið hugsuð sem einstaka leikfléttur, sem ekki mætti endurtaka, enn síður fjöldaframleiða. Andúð hans og beizkja var allnokkur en síðan hefur mikið flóð undanrennu valdið usla í heimsþorpinu við fjölföldun hans gjörninga. Sem bet- ur fer hefur tölvan nú í stöðugt auknum mæli tekið við gerð umhverfisverka í stað svonefnds video, því margþætta möguleika býður hún betri. Umhverf- islist öðlast þá meira vægi en hugdettur einar, svið- settar í video, þótt segja verði að litakerfi tölvu renni fulllétt yfir á psychedelic-kantinn. Höfuðatriði á þessu sviði öllu er afstaða Duchamp: lítil afköst. Stundum hef ég reynt að hugleiða Venus frá Milo og Nike frá Samo-thraki sem umhverfisverk. Sú um- hugsun nær samt ekki langt því aldrei hef ég komið til þeirra svæða sem þær voru staðsettar á. Skiptir ekki máli fyrir þeirra óstaðbundnu, ótímabundnu, yf- írgrípandi tilvist, hvar umhverfi skal eingöngu gegna þjónustuhlutverki. Hvort hinir ókunnu hafa litið svo á, veit ég ekki, kannski heftir staðsetning skipt þá talsvert miklu máli. Þegar málverkið varð alveldi á 15.,16.,17. öld, hætti umhverfi að skipta slíku máli, og til kom ramminn, sem skildi verkið frá umhverfi þess, afmarkaði guðdóminn, svo hann mætti sem bezt tilbeðinn verða. Viðhorfið var að séní, sem mál- verk skapaði, byggði að vísu á verki starfsbróður síns eða öðru sjálfi í handanheimi, en Guð, sem gengi á jörðu niðri, skyldi samt aðskilja sína sköpun með ramma. Þegar gengið er um söfn á Ítalíu og Spáni hlýtur sú spurning að vakna hvort listamenn hafi vilj- að slík feikna áberandi rammabákn, sem þar má sjá. Mér þykir ósennilegt að svo hafi verið, heldur um að ræða tilskipan frá æðstu valdhöfum, sem virðing- artákn, því mikil var aðdáunin. Þegar D.D. Silva Ve- lazquez dó, var Filippus IV., konungur spænska heimsveldisins, beðinn um að staðfesta dánarvott- orðið, sem hann ekki beinlínis gerði, en skrifaði samt á blaðið, að hann væri niðurbrotinn. Rammagerðin þróaðist allhratt og varð, með sanni má segja, ómiss- andi þáttur, sem mikla yfirlegu kostaði á þar til gerð- um verkstæðum. Sú breyting útlits, sem átti sér stað um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, með tilkomu popps, innsetninga o.s.frv., hefði ekki getað náð svo hraðri útbreiðslu, ef málarar ekki áður hefðu lagt til atlögu gegn rammanum, sem þeir á alla kanta vildu sprengja. Kjörorðið hafði um alllangt skeið verið: rammann burt. Hann var tákn hátíðleikans, hins af- markaða, einstaka. Allir róttækir málarar vildu losna frá því, sem þeim fannst klafi, og fengu svo yfir sig dada-gusuna. Þetta gæti litið út sem grínsaga, en sönn er hún, sízt skyldi ég neita því. Svo ég víki aftur í örfáum orðum að rammasmíð, þegar hún var upp á sitt bezta, vil ég segja frá Franc- isco José de Goya y Lucientes, sem einmitt var sonur vel metins manns í rammaskreytingu á Spáni. Vissu- lega var Goya brautryðjandi, sem gjarnan er líkt við brúarsmið milli menningarheima eða tíma, gamals og nýs. En mig og ýmsa aðra hreif ekki handverks- dútl hans, notað til frásagna af ýmsum toga, oftast heldur innihaldslítilla, sem einkenndi verkin fram eftir ævi. Á því varð svo róttæk umbylting á efri ár- um, að tæplega verður fundin nein sambærileg í ævi- verki listamanna fram að þeim tíma. Aftur vil ég nú koma að upprifjun, er tengist einu eða tveim verkum. Leiðin liggur um efri hæð Prado-safns, allt til enda, til funda við myndina Mjólkurstúlkan eftir Goya. Að hún sé 74x68 cm að stærð og gerð árið 1828, stendur í bæklingi. Nú, jæja, fremur lítið er hans síðasta mál- verk í tölum mælt. Þar hefur hann þó svo rækilega sett punktinn yfir i-ið, að spyrja mætti hversvegna einmitt í slíkri, á sinn máta, naumhyggju, eftir allt straumlétta og straumþunga frásagnarflæðið á sín- um ferli. Alþýðustúlkan er ólík áðurnefndum grísk- um gyðjum þar sem hún í sínu látleysi situr, í þéttum sveig líkamans. Sé hennar augnráði fylgt er stefnan skáhöll niður. Sé skoðun haldið í hringferli verður tæpast annað gert en stöðva sjón rásina neðst í vinstra horni, hvar sjá má hlut sem gæti verið mjólk- urílát, þó að ekki geti ég úr því skorið. Vissulega má skoða verkið sem slíka naumhyggju geometrí, sem enga friðsæld vekur hvíldar, því brátt taka augun að rása til og frá vegna aðdráttarafls víxlverkunar þess, sem venjulega er nefnt aðskilið: massi, rúm. Rýmið til vinstri við stúlkuna er svo slæðum hlaðið að halda mætti að þar gæfi að líta einhver kynjafyrirbæri Go- ya. Ekkert þeirra er sjáanlegt en því meir sem horft er veldur fjarvera þeirra samt ekki söknuði því rýmið er þar jafnframt massi hins óséða, hlutgert rými hins óhlutstæða. Segja má að lögmál samsvörunar eða spegilmyndar gildi um sjálfa stúlkuna, því einkum klæði hennar eru í gegnsæi svo rýmissvífandi, að massi verður rúm. En litla mjólkurkannan, sem einn- ig spurn vekur, er samt nokkuð fastur punktur í vinstra horni. Taka verður fram að ekki er einungis um hugsun eða hugmyndafræði að ræða, því einnig með sínum eindæma tæknibrilljans náði Goya að framkalla seiðinn. Eðlilegt er að sumir efist um að myndin sé verk Goya. Spurt er hvar frásögnin sé, sem gegnumgangandi einkenni hans verka var, en sé ekki að finna í hans síðustu mynd. Svarið gæti verið: ekkert varð allt, þegar frásögnin hvarf. Alger ein- stæða í ferli Goya er þessi mynd ekki því samsvörun á hún í mynd gerðri nokkrum árum fyrr. Ég á við af- langa nær einlita mynd, hvar gefur að líta hunds- haus, hvers snjáldur vísar til rýmis, sem yfir honum útbreiðist. Hvað menn eða hundar þar geti séð, læt ég vera að geta mér til um, en mikla vinnu hefur Go- ya lagt í slæðubáknið í þeim ljósheimi. Ójá, það hefur Goya gert, enda fór svo hálfri öld síðar, að þessar myndir urðu lykilverk fyrir frönsku impressionist- ana, og þar með allt sem nefnt hefur ver list. Nú er þó svo komið, að viðhorf er no því óneitanlega vekur hvarf frásögunna þann máta að hún virðist til staðar þótt h til hennar þar sem við mætti búast. Spu hvort ekki megi auðvelda málið, já, aðei þá við tveim myndum: Satúrnus, sem ét og gamalmenni sem grúfa sig yfir því se jöfnu nærast á. Frásögn er þar sett fram faldan máta, sem hugsast getur, nálgast ast í abstrakt, verður kynngimögnuð. Þ leiðin að hinum myndunum, sem ég hef Óneitanlega er furðulegt, að Goya skuli áhrifamestu hryllingsmyndirnar á sama myndir, hvar engan hrylling er að finna til einum lit, aðrar með slíkri litahleðslu ólíklegustu stöðum, að spurn vekur. Jaf gerð, sem lítur út sem undarlegt sambla miðun og kastað hafi verið til höndum. M væri svo sem hægt að segja um Goya, þv unnt að finna þá stefnu eða stíl í modern ekki að einhverju leyti á rætur að rekja annars, af mörgum þáttum í óvenjulegu heimi hans. Nú er komið að enn einni upprifjun. L að innsta sal sýningarhallar í Tubingen, Þýzkalandi, upp nokkrar tröppur að end miðsvæðis gefur að líta eina síðustu myn Mont Sainte-Victoire, 65x81 cm að stær 1905-6. Mynd, sem ég oft hef séð í eftirp reyndar í einkaeign í Sviss. Full ástæða því aldrei hef ég neitt málverk séð svo fr irprentun. Þar hefur Cézanne málað sit efnis máta og huglægan að ekki virðist u þar á efnisbreytingu af neinu tagi. Hann þykkan olíulit víða, svo að segja, stráð ö um af olíulit, er lítur út sem vatnslitur, s ofan á annað svo nefna mætti lasur. Áhr slettulasur eru ótrúleg, því slettustigin f léttleikans, allt að lokun þessa, sem umh massa, eru svo margofin, samofin, að æv opnast, jafnvel í því sem nær lokast. Ná þar raunsæ, býður til ferðar um Suður-F en Matisse sagði, „im-pressionistar mál en Cézanne málaði Cézanne“. Já, það ge hvert sem viðfangsefnið var, grjót, tré, v Skáldið Rilke sagði um þau málverk: „R frá okkur yfírfærir hlutina: svo að tilvist blómstri, varpa um það innra rúmi, frá þ í þér vex“. Fyrir Rilke var „Weltinnenra í umfjöllun um myndir Cézanne, en skilg fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestöllu tíma, vakti jafnvel minni athygli en hans er þá mikið sagt. Rilke var hvorttveggja var fræðimaður, hann var skáld, sem gó Cézanne hafði á unga aldri áhuga á ljóðl verk eftir Horas á frönsku, varð samt vi síns að stunda nám í lögfræði við háskól Að efnis- ögnin sé: ÞAÐ Mjólkurstúlkan eftir Goya „Eðlilegt er að sumir efist um, að myndin sé verk Goya. Spurt er sögnin sé, sem gegnumgangandi einkenni hans verka var, en sé ekki að fmna í hans síðustu m gæti verið: ekkert varð allt, þegar frásögnin hvarf.“ Hér er fjallað um nokkur af merkustu verkum listasögunnar, Nike frá Samothraki, Venus frá Milo, Mjólkurstúlku Goya og fleiri nú, þegar loks er geispað yfir konsept, sem magurt kons- ept var, og möguleiki er á breytingu vegna kröfu um kunnáttu í meðferð jafnt fornra sem nýrra efna, eins og höfundur tekur til orða. 8 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.