Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 9
ég ekki halda áfram á þessari braut, enda gæti þá lit- ið svo út að ég sé þegar allt kemur til alls að vísa öðru fremur til þess er koma skuli sé reyndar nú þegar komið. Ég held mig því enn um stund við fortíðina, já, það geri ég. Mér hefur löngum verið hugleikið hve hraður ferill Van Gogh endaði skjótt, opinn. Þegar skoðuð er yfirlitssýning hans verka hlýtur að vakna spurningin: hvað ef? Þetta „ef“ gæti verið ýmislegt varðandi lengra ef, dreifðara álag, betri starfsskil- yrði. Í málaralist er 10 ára starfsferill æði stuttur. Til eru myndir eftir Van Gogh, gerðar á unglingsárum, hvar sjá má hæfileika til að byggja á, en fyrst á 28. aldursári ákvað hann að verða málari, og framdi sjálfsmorð 37 ára gamall. Það, sem á þeim stutta tíma gerðist tel ég jafnvel enga hliðstæðu eiga, svo hraður var vöxtur allra vídda. Hámarki náð í stjörnu- myndunum og síðustu sjálfsmyndunum, hvar hann óf um sig, líkt og himinhnettina, depla- og vefj- asveiflum, og lauk í mynd af kornakri með krákum yfir. Á þeim kornakri var ég reyndar staddur fyrir margt löngu og hélt svo inn í Ravoux-kaffihúsið í Au- vers-sur Oise. Mér var sagt að gengi ég stigaþrepin upp á loftið yfír veitingastofunni gæti ég séð híbýli frá dögum Van Gogh óbreytt. Hvað ég gerði og fannst mér allt þar ömurlegt að sjá. Mér varð hugsað til þess hvar mögulegt hefði verið að fullgera verkin, Til hliðar við kytruna, sem hann svaf í var staður sem líktist þurrklofti fyrir fatnað eða geymslu með smáum þakglugga. Þar geymdi hann sínar myndir, sem hann hnitmiðað að ákveðnum hluta lasurmálaði, þegar þær höfðu þornað eftir málun úti á akrinum. Var þetta staður til að ljúka því verki, eða hélt hann aftur með þær út á akur til að strá þunnu, fínu, lög- unum ofan á þau þykku? Ég hefði hvorugan staðinn kosið, akurinn kannski fremur, og þó, lokastigið hafði ekki svo mikið með hann að gera. Ein af síðustu myndum, sem Van Gogh málaði var kýprustré, sem hann reyndar oft gerði. Hún er mér vel kunn en spurt hef ég hvort myndin gæti verið betri, því Van Gogh skar efri hlutann á trénu að mestu burt. Kröft- ug er lasurmálunin í kjarrinu, kröftug er stígandin í trénu, hún þrýstir á efri brún myndarinnar sem verð- ur svo áberandi afskorin, að ekki getur verið um til- viljun að ræða. Toppurinn mætti hverfa, ef sjónin gæti leitað hann uppi, svo hans væri ekki saknað. En slík leit bæri þar engan árangur: Stanz. Lausnin hríf- ur mig ekki beinlínis en áhrifarík er myndin, og óvenju tæknisnjöll, eins og hún er, já, annað get ég víst ekki sagt. Mikil urðu áhrifin um víða veröld, því flest var skorið hér og þar, mannverur, fjöll og firnindi, skáld- in skáru orðin, öllu var umbylt til hins ókunna. Nauð- syn var að kollvarpa hefðum, því rytmi þeirra er lög- mál alls staðar, getur samt verið ömurleg hömlun, sé aðeins um endurtekningu að ræða. Modernisminn hlaut mörg nöfn, en hinir ýmsu ismar, séðir í fjar- lægð, verða samt börn síns tíma, allir sem einn. Að teygja þá og toga yfir á 21. öld, með yfirmáta fjölföldun, er í raun að burðast með byltingaveröld sem var. Fjarstæðu leikir í myndlist, bókmenntum, tónlist, dagsins í dag er aðeins bergmál gærdags, því Max Ernst, Duchamp og Dali gáfu tóninn, og dada- ismi, súrrealismi, urðu hefð af absúrd gerð. Þaðan er pop í myndlist og tónlist, í eðli og athöfn, að minnsta kosti í stórum dráttum sprottið. Fjarstæðan er nú sjálfsögð almenningseign í leikjum, jafnt mynda sem orða og tóna, í faðmlagi svonefndar há- og lágmenn- ingar. Ef litið er 80-90 ár aftur í tímann var slíkt ein- stakra verka ástand. Ámóta hátt og lágt ríkjandi hef- ur svonefndur mínimalismi verið, kominn frá De Stijl í Hollandi, konstrúktívistum í Rússlandi og Bauhaus í Þýzkalandi. Átt hefur sér stað samruni mínimal- isma, dada og súrrealisma á síðustu áratugum, sem bæði fræðingar og iðkendur eru hressir yfir, enda varningur sá auðgreindur og mikill að vöxtum efn- islega. En höllin er löngu fullbyggð og ekki stoðar að bæta á hlaðborðin því hugsjón, hugmyndafræði bylt- ing modernismans, verður ekki lengi endurtekin. Við höllina er nú risið markaðstorg, og hugljómi fyrri ára skilinn eftir á fyrrnefnda staðnum. Þeim alheims- lögmálum fjölgunar verður ekki breytt, og heldur ekki að gengið er til birtingar „þess alls“, sem enginn veit full deili á, þótt gefin sé hlutstæð tilvist. Leit út- skýringa, hvernig altækt sköpunarferli tengist, er oftast sem lausn í stafrófskveri. En maðurinn getur máttugt framkvæmt sína eðlisþörf. Sé hún sköpun skal tekið mið af því sem skapað hefur verið, hvar sem er, hvenær sem er, alls staðar sem mögulegt er að nota skilningarvitin. Tímabundin staðsetning skiptir þá ekki meginmáli, þótt engan sannan tilgang hafi, að bjóða sér vængi í annarri tilvist. Hugað skal að því á hnetti nefndum Jörð, svo hin efnisríka smá- stærð trúi á tilgang staðsetningar þar, já, einmitt hér. Umrömmuð dvölin verður þá óstaðbundin, ótímabundin, af sinni efnisagnar tímaögn, Á 35-95 milljörðum ára gerist: það, á 35-95 árum gerist: ÞAÐ. Að lokum vil ég í nokkrum orðum segja um pist- ilinn að hann óski sér sviðið frjálst, svo megi hann dafna óháður, samt háttbundinn, nátengdur því hver fjöldi orða í hvert skipti er. Ekki endilega skuli þar vera mottó: „pistilinn skrifaði …“, sem ágætt er á sinn máta, heldur líka skipti orðamúsíkin sjálf máli. Að pistilstreymið hægi á sér eða hraði sinni för, svo sem leið liggur um margþættu tjáningarsviðin, sem hann lætur útbreiðast, þótt ekki sé um efnisbákn að ræða. Ég set hér, að svo mæltu, í þetta sinn punkt- inn. Nóv.-des. 2005. rið modern okkuð annað, ar athygli á hvergi sjáist urning er ns. Bætt skal tur barn sitt, em þau að öllu m á svo ein- t að umhverf- aðan lá svo minnzt á. hafa skapað a tíma og a. Sumar í svo , jafnvel á fnframt form- and af hnit- Margt fleira ví varla er n list, sem til eins eða um mynd- Leiðin liggur , Suður- davegg, hvar nd Cézanne, rð, gerða árin prentunum, er a er að undrast rábrugðið eft- t fjall á slíkan unnt að gera n hefur á all- rþunnum lög- sumura hvert rifin frá hans frá gegnsæi hverfist þá í vintýravíddir áttúrusýn er Frakkland, luðu landslag, erði hann, vatn, fjall. Rúm í útrás t þíns trés því rúmi, sem aum“ lykilorð greining hans um á þeirra s ljóð, og víst a í senn, hann óð tvenna. list, þýddi ið beiðni föður lann í Aix en- Provance, sem hann ekki að fullu lauk. Einnig hann fékkst við smíði lykilsetninga, sem urðu líkt og guð- spjall fyrir kúbista. Engin ástæða er til að vitna enn einu sinni til þeirra, en eftirfarandi setning látin nægja: „Héðan af árbakkanum margfaldast við- fangsefnin, sama efni séð frá öðru sjónarhorni verður efni til ýtrustu skoðunar, svo fjölbreytileg, að ég held ég gæti verið upptekinn í mánuði á sama stað, ýmist snúið mér meira til hægri eða meira til vinstri.“ Þetta reyndu víst margir með hattkúf niður að augum líkt og Cézanne, já, líkt og hann. Í hve mörgum myndum tókst honum að baða sitt fjall á alla vegu í slíkum ljóma, er sjá má í áðurnefndri mynd. Ég hef séð aðra, á safni í Sviss, vilji ég sjá fleiri yrði ég að ferðast um Bandaríki Norður-Ameríku, ekki til Frakklands. Þar er hann þjóðargoð, sem gerði París að miðstöð heimslistar, þegar modernismi tók mið af hans ævi- starfi. Jafnvel Churchill fór með litakassann sinn til Aix-en Provence, en Hitler, sem taldi sig misskilinn listamann hefði aldrei látið sér slíkt til hugar koma. Mynd af svonefndum Bibémus-klettum eftir Céz- anne lét hann fjarlægja úr safni í Essen, ekki eyði- leggja, en selja ódýrt. Hún er reyndar aftur þangað komin, eftir nokkurt umstang, nú undir gleri. Ekki líklegt að gerð verði þar atlaga aftur, ekki lengur tal- in verðmætum spillandi mynd. Talsvert margar myndir frá síðustu æviárum skildi Cézanne eftir sig ófullgerðar. Á öðrum og þriðja tug 20. aldar vöktu, ekki hvað sízt, þær myndir athygli hinna framsæknu listamanna í París, því lofsungin var snertingin. Fyll- ingu, óvissu, sannfæringu, allt í senn, væri einmitt að sjá í örfáum línustrikum og litastrokum. Þar væri að fínna upphaf þess er koma skyldi, enda hafði Céz- anne sagt sig einungis vera, „sá frumstæði þess ókomna“. Matisse reið á vaðið, síðan komu kúbistar, expressionistar, og loks dadaistarnir Duchamp og Pi- cabia. Sá síðarnefndi festi uppstoppað apakríli í ramma, og nefndi verkið’ „Til heiðurs Cézanne“. Í dag geta menn hugleitt hvort þannig hafi hann viljað taka undir skoðun samtíðarmanna Cézanne, að vor- kunnarvert sé að nota fé vellauðugra foreldra, til gerðar skrípamynda af ættjörðinni, eða áðurnefndra eigin samtíðarmanna. Jákvæðir væru þeir kúbistar, síðri væru þeir súrrealistar, eða var aðeins um að ræða hvert annað dada. Æði fjarlæg er nú orðin þessi umfjöllun um Cézanne, og harla erfitt að setja sig inn í það tilfinningarót sem þeirri veröld gær- dagsins fylgdi. Orsök þess er að einhverju leyti sú að umbyltingin sem átti sér stað á fyrri hluta 20. aldar varð yfirlýst framúrstefna á seinni hlutanum. Dada-konsept frá árinu 1915 og dadakonsept frá árinu 2005, svo eitt dæmi sé tekið, er hið sama að öðru leyti en því, að fjölföldun hefur átt sér stað. Algert lýðræði ríkir, þegar á heildina er litið, enda um hópefli að ræða. Áhorfendur skipta jafnvel meira máli en þeir, sem ríslað sér hafa við gerð verkanna. Allt sem var utan sjónmáls er loks nú smám saman meðtekið í friðsæld, við hæga öflun fróðleikskorna. Sömu lögmál eru ávallt í gildi en gríðarstóðið var samt meira í um- svifum á seinni hluta 20. aldar en nokkru sinni fyrr. Nú lítur út fyrir að breyting sé að verða þar á. Minnst er hún enn sem komið er í málaralist því al- mennt séð er sköpun heldur ófullburða. Meiri vöntun er að finna í dada-afsprenginu sem ég hef fjallað um, þar er því jafnvel veikur vilji til leitar á vit framtíðar. Mest er hreyfing á hönnun ýmiskonar, ekki sízt ljós- myndagrafík og tölvuverkum. Mannveran lærir að stafa, getur svo kveðið að, og verður síðan læs, en allt tekur sinn tíma, eins og máltækið segir. Hægfara breyting í áföngum, eins og nú gerist, lítur á köflum út sem kaos, er samt í sjálfu sér eðlilegt ástand. Hún er viðleitni í leit að varanleika þótt lítilfjörleg sé. Hafa verður í huga hve miklu magni af því dóti, sem nefnt var framúrstefna, þarf að varpa fyrir róða, svo unnt sé að leggja upp í stranga langferð að altækri samtengis sýn. Nú vil ég enn einu sinni skreppa nokkurn spöl aft- ur í tímann því ekki hef ég minnst á Van Gogh, sem ásamt Cézarme, svo mikla þýðingu hafði fyrir mig á unglingsárum. Nú eru þeir óneitanlega, jafnvel al- mennt, nærtækir í sinni „Weltinnenraum“ nátt- úrusýn í nánd og firð. Sólbakað „innrarúm“ sindrar á heiðum uppi, hvar fjallveldið rís, grjóthnullungar í skini þess ljóss, sem nær að streyma milli trjánna í mannlausu myrkviði skóga, og dalurinn umvafinn birtu hvirfilbylja sólkerfis huglægra vídda. Þar er að finna vegvísi að alls heims sýn, sem líkt og sjálfvirkt varð afgerandi valkostur fyrir mig, og ekki ástæða til að gleyma, þótt enn aðrar víddir hafi opnazt. Nú vil r hvar frá- mynd. Svarið Höfundur er myndlistamaður. » Fjarstæðu leikir í myndlist, bókmenntum, tónlist, dagsins í dag er aðeins bergmál gærdags, því Max Ernst, Duchamp og Dali gáfu tóninn, og dadaismi, súrreal- ismi, urðu hefð af absúrd gerð. Þaðan er pop í myndlist og tónlist, í eðli og athöfn, að minnsta kosti í stórum dráttum sprottið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 9 Brottför Dag einn sá ég út um lestargluggann elginn sem ólmaðist upp steinvegginn síðan þá eru liðin 29 ár það gerðist í dag Við þjáningunni var ekkert að gera nema taka við henni Vængirnir Þrýsti lófunum að höndum formóður minnar. Krossar, för, hrukkur. Kynslóðanna hrjúfa saga Við Stöndum á brúninni, íbúar eyðilandsins brennisóleyjar. Túnfíflar. Sigurskúfar og önnur illgresi. Fuglar bornir yfir öxl Mállausir steinar. Berin við hurðina eru orðin skemmd. Holir englar. Ég man þá tíma þegar við höfðum ennþá vængi, en ekki frelsi, Við urðum að fljúga, við urðum að hreyfa okkur endalaust, við urðum að hafa hjartslátt. Gætir þú stöðvað hér ef valið stæði um frelsið. Nasavængir Formóður minnar skjálfa Ljós fingranna drýpur í gegnum aldin jarðarbersins. Vilja-Tuulia Huotarinen Marta Guðrún Jóhannesdóttir þýddi Vilja-Tuulia Huotarinen er fædd árið 1977 í Turku. Hún lagði stund á finnsku og finnskar bókmenntir í Háskólanum í Tampere og bera verk hennar þess merki að hér fer skáld sem tökin kann á móðurtungu sinni en hún bregður oft fyrir sig fornu tungutaki. Frumraun hennar, ljóðabókin Sakset kädessä ei saa ju- osta eða Með skærin í höndunum má ekki hlaupa, kom út árið 2004 og hlaut meðal annars tilnefningu til bókmennta- verðlauna Helsingin Sanomat og var valin bók ársins af ljóðafélaginu Elävien Runoilijoiden Klubi, Félagi lifandi skálda. Fyrir nýjasta verk sitt, Naisen Paikka (Staður kon- unnar), hlaut Huotarinen nýverið tilnefningu til bók- menntaverðlauna finnska ríkisútvarpsins. Huotarinen er gestur á Ljóðahátíð Nýhils sem fram fer um helgina í Reykjavík. Síðasta þorskastríðið Átti breski flotinn einhver svör við togvíraklippum Landhelgisgæslunnar? Mögnuð og spennandi bók um hatrömm átök, bæði á hafi úti og í landi. holar@simnet.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.