Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 11 lesbók Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Mannfræðingarnir Jónína Ein-arsdóttir og Þórdís Sigurð- ardóttir eru ritstjórar bókarinnar Afríka sunnan Sahara – í brenni- depli sem kom nýverið út. Er bók- inni ætlað að auka almennan fróðleik og skiln- ing á álfunni, sögu hennar og samtíma. Sigríð- ur Dúna Krist- mundsdóttir, sendiherra í Suð- ur-Afríku, skrifar formála bók- arinnar en þar segir hún meðal annars að hung- ur- og ofbeldismyndin af Afríku, stundum nefnd Bob Geldof- heilkennið, hamli framförum í álf- unni. Hún segir að ímyndin geri það að verkum að vestræn fyrirtæki fjárfesti ekki í álfunni, byggi ekki upp þekkingu og skili ekki arði í efnahagslífi hennar. Tólf höfundar skrifa í bókina en henni er skipt í fjóra hluta. Útgefendur bókarinnar eru félagið Afríka 20:20, félag áhugafólks um málefni Afríku sunn- an Sahara og Háskólaútgáfan.    Nú eru komin út 9. og 10. bindi íbókaflokknum Kirkjur Íslands og er viðfangsefni þeirra Eyjafjarð- arprófastsdæmi þar sem fjallað er um tíu kirkjur við vestanverðan Eyjafjörð og átta kirkjur við inn- anverðan Eyja- fjörð. Formáli fyrir verkinu er í 9. bindi og viðeig- andi skrár fyrir bæði bindin í því 10. en í raun er um eitt heild- stætt verk að ræða, enda bæk- urnar saman í öskju. Í bókunum eru kirkjurnar skoðaðar frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóð- minjavörslu og jafnframt er fjallað um sögu þeirra. Í tilkynningu segir að bókaflokk- urinn opni „sýn inn í mikilvægan þátt í menningarsögu okkar Íslend- inga heima í héraði, því kirkjan er ekki aðeins musteri trúar, heldur einnig sýnileg táknmynd þess besta í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum tíma“. Bækurnar eru prýddar fjölda ljós- mynda, sem Ívar Brynjólfsson, ljós- myndari Þjóðminjasafns, hefur tek- ið, ásamt teikningum af kirkjunum. Bækurnar eru gefnar út með styrk frá Eyjafjarðarprófastsdæmi en höf- undar eru m.a. starfsmenn Þjóð- minjasafns, Húsafriðunarnefndar og byggðasafna við Eyjafjörð. Hið ís- lenska bókmenntafélag gefur bóka- flokkinn út.    Í bókinni Um lög og lögfræði IGrundvöllur laga – Réttarheim- ildir leitast höf- undurinn Sig- urður Líndal, fyrrverandi laga- prófesor, við að skýra nokkur grundvallaratriði í lögskipan þjóð- félagsins með megináherslu á helstu rétt- arheimildir. Um er að ræða aðra útgáfu bókarinnar en þau fræði sem hér er fjallað um má kalla inngangs- fræði og hafa þá sérstöðu að ná með einum eða öðrum hætti til allra sér- greina lögfræðinnar. Auk þess eru þau í nánum tengslum við greinar utan hennar svo sem guðfræði, sagnfræði, félagsfræði, stjórn- málafræði, sálfræði og heimspeki og er þó engan veginn allt talið. Meg- ináherslan er á gildandi lögskipun, en að auki er gerð grein fyrir sögu- legum og stjórnspekilegum rótum hennar. BÆKUR Jónína Einarsdóttir Sigurður Líndal Bægisárkirkja Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Ég var að hlusta á útvarpið um daginnog þá fór maður að hlæja. Það varsöngvarinn sem fór að hlæja í miðjulagi, það var Elvis Presley og hann hló svo mikið að hann ætlaði aldrei að geta haldið áfram með lagið sitt, Are You Lonesome Tonight. Ég veit ekki hvað það var sem hlægði hann svona, hann fékk bara beinlínis það sem kallað er hláturskast í miðju lagi og félagarnir áttu í mestu vandræðum með sig líka. En þeir héldu áfram undirleik, Elvis líka með gítarinn og svo hlógu þeir sig í gegnum lagið. Hefði þetta mátt, ef þetta hefði verið einhver annar en Elvis? Spurning hvort slík útgáfa væri enn í spilun, eða hefði nokkurn tíma kom- ist á þrykk. Þetta minnti mig á frábæra uppákomu í Bíó- höllinni á Akranesi, fyrir sennilega fimmtán ár- um, þegar ég var stödd á einhverri af árshátíð- um skólans eða hæfileikakeppnum. Þá birtust á sviðinu tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir, þá þegar orðlagðir fyrir boltameðferð og almenna prúðmennsku. Þeir voru drengir hlé- drægir, létu ekki mikið fyrir sér fara, og því var veruleg stórfrétt að þeir skyldu komnir upp á svið með hljómsveit. Á þessum tíma var að- alslagarinn á öllum útvarpsstöðvum (I’m Gonna Be) 500 Miles með tvíburunum hressu í The Proclaimers – og það lag hugðust tvíburarnir Gunnlaugssynir taka, okkur til einskærrar skemmtunar. En það var ekki langt liðið á lagið þegar þeir byrjuðu að hlæja og svo hlógu þeir í gegnum allt heila lagið, því líklega fannst þeim alveg jafn fyndið og öllum öðrum að vera þarna staddir laglausir og feimnir og sláandi líkir uppi á sviði að herma eftir skoskum tvíburum. Þetta er í mínum huga eftirminnilegt atvik. Því stundum er allt í lagi að eitthvað „fari úr- skeiðis“. Ég á plötu með slóvensku hljómsveitinni IMT Smile, hún er ekki tekin upp læf en samt byrja hljómsveitarmeðlimir þrisvar á lokalagi plötunnar, þeir hætta við og telja í aftur, hætta við, spila. Um slíkt eru mýmörg dæmi. Ég las einhvern tíma í umsögn um tónleika Mugisons, að það væri síður en svo til vansa þegar hann væri með eitthvert fum á sviðinu, eða segði sögur sem leiddust út í ekki neitt, það væri partur af sjarmanum, jafnvel prógramminu. Ekki að hann ruglist viljandi, heldur væri yfir því einhver galdur. Það má ruglast. Ef maður kann að vanda sig. En þetta er vandmeðfarið, auðvitað. Og svo vaknar spurningin: Má þetta í öðrum list- greinum líka? Í bókmenntum? Ég tók viðtal við Braga Ólafsson við útkomu Sendiherrans og þá kom fram að hann hafði verið óvenju fljótur að skrifa þá bók, kannski tæpan vetur, hefði svo notað sumarið til að fínpússa. Ég spurði hvort hann væri samt ekki ánægður með bókina. Hann svaraði: „Ég hef góða tilfinningu fyrir sögunni, þegar ég les hana. En eftir á sér mað- ur alltaf ýmislegt sem hefði mátt hnykkja á, svona smærri atriði, en mér finnst að það megi vera hnökrar á texta, líka í ljóðum.“ Þetta var athyglisvert svar, kom jafnvel á óvart. Ég hef hugsað um það svolítið síðan. Hversu margir höfundar fá hláturskast í miðri smásögu og hiksta út í gegn? Hvernig kemst upp um hnökra á ljóði, sem enginn veit af nema skáld- ið? Vissulega ber hér að taka tillit til þess eðl- ismunar sem er á listgreinum; sumar eru nefndar list augnabliksins, leiklist, lifandi tón- listarflutningur, gjörningar, aðrar eru meira klappaðar í stein, bækur, kvikmyndir, málverk. Á öllu eru samt undantekningar. Erum við þess umkomin að segja að kvikmyndagerðarmaður megi ekki gera krúttleg mistök eins og Elvis á sviði? Þetta er skemmtilegt. En líka hárfínt. Hvenær – af virðingu við áhorfendur og list- greinina og sjálfan sig – á listamaðurinn að ganga fallega frá og reyna að nálgast full- komnun? Og hvenær má fá hláturskast? Þarf endilega að klára? » Það má ruglast. Ef maður kann að vanda sig. En þetta er vandmeðfarið, auðvitað. Og svo vaknar spurningin: Má þetta í öðrum listgreinum líka? ERINDI Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson olafurgudsteinn@googlemail.com D ie Habenichtse eftir Katharinu Hacker var valin besta skáld- sagan af 120 skáldsögum sem tilnefndar voru í byrjun til þýsku bókmenntaverðlaunanna í fyrra. Hvað verðlaunin sjálf varðar er fyrirkomulagið þannig að bókaforlög í Austurríki, Sviss og Þýskalandi geta sent tvær bækur í keppnina. Dómnefnd skipuð sjö mikilsmetnum aðilum úr bókmenntalífi land- anna sér svo um að velja þær bækur sem kom- ast áfram og að lokum sigurbókina. Katharina Hacker fæddist í Frankfurt am Main árið 1967. Hún lærði heimspeki, sagn- fræði og gyðingleg fræði í Freiburg og Jerú- salem. Á síðarnefnda staðnum bjó hún í nokk- ur ár og skrifaði til dæmis bókina Tel Aviv (1997), sem byggist á þeirri reynslu og inni- heldur frásagnir úr borginni. Árið 1996 fluttist hún til Berlínar þar sem hún býr enn, líkt og svo margir úr hennar starfsstétt. Á undan Die Habenichtse hefir hún gefið út þrjár skáldsög- ur: Morpheus oder Der Schnabelschuh (1998), Der Bademeister (2000) og Eine Art Liebe (2003). Bækur hennar hafa ekki enn verið þýddar á íslensku, en einhverjar bækur henn- ar er að finna í enskum þýðingum. Til að mynda umrædd bók undir titlinum The Have- Nots. Die Habenichtse segir í grunninn frá Jakobi og Isabelle, framaþenkjandi pari á fertugs- aldri. Þau hittast aftur eftir langan aðskilnað 11. september 2001 í teiti í Berlín. Í kjölfar þess verða þau ástfangin, taka saman, búa saman, giftast og flytjast til London þar sem Jakob hefir fengið starf sem lögmaður. Hún vinnur áfram í London fyrir vinnuveitanda sinn í Berlín sem grafískur hönnuður. Lög- mannsstarfið hefði Jakob reyndar ekki fengið ef starfsfélagi hans, Robert, hefði ekki látist í árásinni á Tvíburaturnana, þar sem Jakob var reyndar staddur deginum áður. Hann fór fyrr til Þýskalands út af teitinu. Þannig eru skap- aðar vangaveltur um örlög og áform sem spil- að er á bókina á enda. Jakob og Isabelle hafa allt til alls efnislega séð. Samt virðist þau skorta eitthvað inn á við. Þau virka tóm og hafa litla meðlíðan gagnvart öðru fólki. Enda er það fyrsta sem Jakobi dettur í hug, eftir að hafa frétt af dauða Ro- berts, að nú hljóti hann líklega starfið í Lond- on. Fjölmörg slík dæmi er að finna, þannig að lesandinn veltir fyrir sér hví svona sé komið fyrir þessu venjulega fólki. Um það hverfist bókin um margt; fólk sem lesandinn getur séð sjálfan sig í; vestrænt fólk sem einhverra hluta vegna þjáist af markmiðsleysi og skorti á sam- líðan með öðrum, enda er eins og þau séu stödd þar sem þau eru fyrir tilviljun. Bókin forðast þó að leggja dóm á líf þeirra og svara þeim tilvistarvandaspurningum sem settar eru fram. Það er blessunarlega lesandanum falið. Er það raunar eitt af því sem dómnefndin taldi bókinni til tekna. Yfirborðslega séð virðast þau vita nákvæm- lega að hverju er stefnt. En þegar til kastanna kemur er málunum öfugt farið; þau eru sál- arlega tóm; hafa ekkert og vita ekki hví þau eru þar sem þau eru. Titill bókarinnar vísar til þess ástands. Stendur og samband þeirra á brauðfótum án þess að þau geri sér grein fyr- ir því. Í London búa þau við hlið vandræðafólks. Þau eru hin hliðin á teningnum hvað efnisleg gæði varðar. Eru blátt áfram fátæk og er fjöl- skylduumhverfið mettað ofbeldi og áfeng- isneyslu. Vísar titillinn ekki síður til þeirra sem ekkert hafa. Inn í söguna blandast svo tveir aðilar til viðbótar; dópsalinn og smág- læpamaðurinn Jim, sem Isabelle á í nánu sam- bandi við, og yfirmaður Jakobs á lög- fræðiskrifstofunni, Bentham, sem Jakob heillast mikið af. Hvorugt þeirra veit þó af hverju þau laðast að þessum mönnum. Um- hverfi bókarinnar er stríðið í Írak og á stór hluti sögunnar sér stað skömmu áður en Bandaríkjamenn, Bretar og hinar viljugu þjóðir láta til skarar skríða árið 2003. Skerpir það umhverfi enn meira á aðstæðunum. Bókin er vel byggð. Frásagnir af persónum eru hver í sínu lagi til að byrja með og er flakkað á milli sjónarhorna. Byrjað í London þegar börn nágrannanna, Sara og Dave, flytj- ast á ný til „vandræða-foreldra“ sinna. Er svo flakkað á milli sjónarhorna; frá London til Berlínar uns sjónarhornið er að mestu leyti komið til London þar sem frásagnir persón- anna blandast saman og byrja að hafa áhrif hver á aðra. Þannig er sýnt hvernig óskyldir atburðir og óskyld líf geta haft áhrif hvort á annað; afleiðing verður ekki til án orsakar, þótt alltaf sé spurning hvað komi orsökinni af stað. Tilviljun eða örlög? Líkt og gefur að skilja hefir Katharina fengið mikið lof fyrir bókina. Vilja margir meina að henni auðnist að þræða milliveg fag- urfræði og „konkret“ frásagnar; að lýsa and- legri og veraldlegri fátækt, ásamt því að ná að lýsa heimi þar sem hræðslan felst í því að hafa ekkert að óttast. Slíkur heimur felur í sér átakaleysi. Og heimur þar sem lítt þarf að hafa fyrir hlutunum er viðkvæmur. Þannig vilja gagnrýnendur meina að Katharinu takist að skapa raunsæjan samtímaspegil á okkar allsnægtafullu en oft innantómu og mark- miðslausu tilveru. Nokkuð hefir borið á því sem kalla mætti tilvistarvangaveltu bókmennta undanfarið inn- an vestrænna bókmennta og litast það að sjálfsögðu af því þjóðfélagslega umhverfi sem við búum við. Tilheyrir umrædd bók aug- ljóslega þeim hópi. Þessari bók tekst þó að vera meira en einfaldur söguþráðurinn býður upp á; meira en það sem í textanum er að finna. Það er merki góðra bókmennta, þótt undirritaður hafi að vísu verið hrifnari af Wie der Soldat das Grammofon repariert, eftir Saša Stanisic, sem einnig var tilnefnd til um- ræddra verðlauna 2006. En það er önnur saga. Án markmiðs, ástæðu og innihalds Nú stendur yfir stærsti bókmenntaviðburður Þýskalands, Bókamessan í Frankfurt. Þá verða þýsku bókmenntaverðlaunin (Der Deutsche Buchpreis), sem eru ígildi Booker-verð- launanna fyrir hið þýska málsvæði, afhent í þriðja sinn. Í fyrra hlaut þýski rithöfundurinn Katharina Hacker verðlaunin. Hér verður fjallað aðeins um hana og skáldsöguna Die Habenichtse (Þau sem ekkert hafa), sem hún hlaut verðlaunin fyrir. Katharina Hacker Hún er fædd í Frankfurt am Main árið 1967. Hún lærði heimspeki, sagnfræði og gyðingleg fræði í Freiburg og Jérúsalem. TENGLAR ............................................................... http://www.deutscher-buchpreis.de

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.