Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Þegar við göngum þröngar götur Hafnarvogs eru fáir á ferli enda kvöldmatur og bókasafnið að loka. Gæfur gulbröndóttur köttur fylgir okkur að húsi skáldsins – George Mackay Brown bjó hér 1968-1996 – Handan vogsins blasir Háey við þarsem öldungurinn stendur vörð. Í þröngri götu þorpsins er hugsun skáldsins víð einsog vegurinn blái. Sigurður Jón Ólafsson (Til skýringar: George Mackay Brown er þekktasta skáld Orkneyinga. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur þýtt nokkur ljóða hans og gaf út undir heitinu Vegurinn blái. Hafnarvogur er eldra heiti á bænum Stromness. Við Háey (Hoy) er stór drangur áfastur eynni sem jafnan er kall- aður Gamli maðurinn frá Háey.) Í Hafnarvogi Höfundur er bókasafnsfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.