Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 15 MARY Ellen Mark (f. 1940) er bandarískur ljósmyndari, kunn á alþjóðlegum vettvangi fyrir að taka ljósmyndir af jaðarhópum, eða fólki sem hefur orðið undir í þjóðfélagi sínu, og sækir hún nokkuð í hefð bandarískra ljós- myndara á kreppuárunum s.s. Walker Evans og Dorothea Lange. Í verkum sínum hefur hún varpað ljósi á ýmis viðkvæm mál- efni og gefið sláandi innsýn í fíkn- ir, vændi, geðveiki, ofbeldi barna, heimilisleysi, fátækt, o.fl. Í fyrra gekk Þjóðminjasafn Ís- lands í samvinnu við Mark fyrir verkefni er nefnist „Undrabörn“ sem felst í útgáfu ljósmyndabókar og sýningar sem nú stendur yfir á jarðhæð Þjóðminjasafnsins og sýnir hversdagslíf barna í Öskju- hlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási sem stríða við fötlun og þroskahömlun. Mark er heimild- arljósmyndari (documentary pho- tography) og sem slíkur tekur hún ekki beina afstöðu til málefnis í myndum sínum heldur beinir hún áhorfanda að völdu efni með töfrum fagurfræðinnar. En eins og ég hef margoft sagt í skrifum mínum um listir þá er fegurð afar máttugt fyrirbæri sem m.a. vekur hjá manni réttlætiskennd. Undirritaður á að baki starfs- feril með fötluðum og mun því að mörgu leyti varinn fyrir „sjokki“ sem áhorfandi kann að verða fyrir þegar hann skoðar sýninguna, þ.e. ef hann hefur ekki umgengist fatl- aða. En angur og erfileikar sem fylgja þroska- og líkamshömlun er mjög áþreifanlegt í myndunum og rífur í tilfinningar manns. Engu að síður heldur listakonan sig nokkuð innan ímynda sem sýna lífsgleði, húmor, sigra og hugrekki barnanna sem vekur mun heldur áhuga á þeim sjálfum en fötlun þeirra. Til þess hefur listakonan lagt sig fram við að kynnast börn- unum og umhverfi þeirra og hjó ég sérstaklega eftir því að sumir titlar myndanna vísa til beinna samskipta á milli fyrirsætnanna og listakonunnar, eins og; „Kristín veifar til mín á köldum degi“ eða „Íris sem skellti alltaf upp úr þeg- ar hún sá myndavélina“. Þetta gefur nánd við fyrirsæturnar þar sem þær eru í beinum sam- skiptum við myndavélina og manneskjuna þar að baki sem gef- ur manni jafnvel tilfinningu fyrir því að þær séu í samskiptum við mann sjálfan. Þjóðfélagslega snertir sýningin umræðu um fjölda fóstureyðinga eftir að fóstur greinist með mögu- legan erfðagalla. En tæknin gerir fólki kleift að sjá og meta hvort hætta sé á fötlun. Þetta er afar snúið og viðkvæmt málefni þar sem foreldri vill eðlilega að börn sín hafi óskerta líkamlega og vitsmunalega getu, en í áðurnefndu starfi kynntist ég þó ekki mörgum foreldrum sem elska börn sín eitthvað síður ef þau eru fötluð. Þá er þetta líka partur af þeirri þjóðfélagslegu þróun að vilja fletja allt út í eitt eiginlegt og fullkomið viðmið, eða að „normalisera“ allt og alla, eins og það kallast á slangurmáli. En hvers kyns fötlun er vissulega áreiti og ögrun við slík viðmið. Í heimildamynd Martins Bells, eiginmanns Mary Ellen Mark, um Alexander sem sýnd er með reglulegu millibili í fyrirlestrasal safnsins er einmitt farið ítarlega í fjölskyldulíf fatlaðs barns og hvaða áhrif fötlun þess hefur haft á foreldana, s.s. sorg og brostnar vonir en líka gjafir og gleði. Þessi hrífandi mynd Bells tengist þann- ig sýningu Mark og mæli ég tví- mælalaust með að menn sjái hana um leið þannig að heimsóknin verði enn ríkulegri. Sama má segja um sýningu á list fatlaðra og ljósmyndasýningu Ívars Brynj- ólfssonar á „Veggnum“. Myndir Ívars sýna innvið (interior) og að- stæður í skólunum þremur og er hann traustur fyrir á heimavelli þegar kemur að slíkum myndlýs- ingum og maður finnur vel fyrir þessu framlagi hans til verkefn- isins þótt fókusinn kunni fyrst og fremst að vera á heimilda- ljósmyndir Mary Ellen Mark. Er sýningin í heild sinni, falleg, málefnaleg og átakaleg og var ég verulega snortinn eftir þessa heimsókn mína í safnið. Rifjaðist þá upp fyrir mér viðhorf aust- urríska mannspekingsins Rudolfs Steiners sem fyrir ríflega hundrað árum sagði fatlaða vera sálir sem hefðu fengið skert verkfæri og þyrftu því aukinn stuðning til að þroskast. Er það þjóðfélagsleg skylda okkar sem ráða yfir óskertu verkfæri að sjá til þess að svo verði raunin. En máski þarf að áminna okkur reglulega þannig að viðhorfið verði eðlislægt og komi frá okkar eigin réttlætis- kennd og samkennd en ekki samviskubiti. Ég er ekki frá því að þessi sýning hitti marga þannig. Heilbrigðar sálir en skert verkfæri Myndlist Undrabörn „Er sýningin í heild sinni, falleg, málefnaleg og átakaleg og var ég verulega snortinn eftir þessa heim- sókn mína í safnið,“ segir gagnrýnandinn í umsögn um sýningu á verkum Mary Ellen Mark í Þjóðminjasafninu. Jón B.K. Ransu Þjóðminjasafn Íslands Opið frá kl. 11-17 alla daga nema mánu- daga. Sýningu lýkur 27. janúar, 2008. Aðgangseyrir 600 kr. Ljósmyndir – Mary Ellen Mark Ljósmynd/Mary Ellen Mark Morgunblaðið/Frikki Birgir Ísleifur Er mjög hrifinn af Marc Bolan, söngvara T.Rex, sem lést í bílslysi árið 1977. Hlustarinn Það er ótrúlegt að pæla í því hvað ég hef hlustað mik-ið á Marc Bolan sem er þekktastur fyrir að hafa verið maðurinn á bak við T.Rex. Það er hægt að segja að þessi hljómsveit hafi orðið fyrsta súpergrúppan á átt- unda áratugnum í Bretlandi. Með hvern slagarann á fætur öðrum sem fóru flestir á toppinn. Það skapaðist æði í kringum hljómsveitina og æðið fékk nafnið T.Rex- tasy. Æðið var ekki ósvipað Bítlaæði sjöunda áratug- arins. Æði sem varð til þess að T.Rex þurfti á tímabili að hætta að spila á tónleikum af hættu við að verða kramdir af þúsundum ungra æpandi stúlkna. Af hverju gat ég ekki verið ein af þessum ungu stúlkum? Þá hefði ég í það minnsta haft tækifæri til þess að sjá Marc Bol- an á tónleikum. Ég hef aldrei fengið að láta gæsahúðina hríslast um mig á meðan Marc Bolan gengur inn á leik- vanginn og heilsar áhorfendum og byrjar síðan á laginu „Children of the revolution“. Það er óþolandi að hafa ekki einu sinni séð manninn neins staðar. Aldrei hlaupið á eftir Rollsinum hans með T.Rex-fánann á lofti æpandi: „I love you Marc“ eða „sing me a song Mr. Bolan“ eða „does your car have a big engine?“ Ég hef heldur aldrei getað augliti til auglitis sagt honum hvað trommurnar í „Cosmic Dancer“ eru flottar. Hvað þær eru mjúkar. Sagt honum að þessar trommur séu ástæðan fyrir því að maður skilur af hverju fólk talar um að lemja húðir. Allavega eru þessar trommur, sem Will Legend þáver- andi trommari T.Rex spilar á, alveg einstaklega vel stilltar. Þær eru eins og vél. Og ég vil biðja ykkur kæru lesendur að ímynda ykkur vél. Bara einhvers konar vél. Og við sjáum vélina hamast á fullum hraða og mynda taktfast hljóð. Og svo ímyndum við okkur að þessi sama vél sé búin til úr satíni. Það er aðeins þá sem við skiljum hvernig trommurnar í „Cosmic Dancer“ með T.Rex hljóma. Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari Motion Boys. Lesarinn Ég hef alltaf gaman af ferðasögum og sjálfsævisögum. Ég er nýbúinn aðklára Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson og mér fannst hún svo spennandi að ég næstum því gleymdi að hún er á íslensku. Eftir mörg ár sem fararstjóri á Ítalíu kunni ég vel að meta Venice: The Tourist Maze eftir tvo bandaríska prófessora. Þeir finna ekki bara kirkjur, torg og list í Feneyjum heldur líka skipulag ferðamannastraumsins þeirra á milli. Ég mæli líka með The Last Imaginary Place, sem er ný yfirlitssaga norðurskautslandanna eft- ir kanadíska fornleifafræðinginn Robert McGhee. Í Borgarbókasafninu rakst ég á Motoring with Mohammed eftir Eric Han- sen, sem er skemmtileg frásögn óvæntrar ferðar til Jemens. Svo keypti ég notað eintak af The Snows of Yesteryear eftir Gregor von Rezzori, sem segir frá bernsku sinni í Bukovínu. Að lokum. Ég hefði átt að lesa Le Grand Meaulnes eftir Alain Fournier miklu fyrr. Hún er sígild bók og ímyndirnar af sólríkum vetrardögum í frönsku sveitinni eru svo sannfærandi að ég fékk hroll og gat næstum því heyrt brakandi laufblöðin. Ian Watson er lektor í félagsvísindadeild við Háskólann á Bifröst. Ian „Eftir mörg ár sem farastjóri á Ítalíu kunni ég vel að meta Venice: The Tourist Maze eftir tvo bandaríska prófessora.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.