Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók ÞAÐ VAR nánast eins og ég væri kominn á vakningarsamkomu þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt upp á fimmtíu ára afmæli Tónlistar- félags Reykjanesbæjar með tón- leikum í íþróttahúsinu við Sunnu- braut á laugardaginn. Maðurinn sem kynnti hljómsveitina gerði það af svo miklum eldmóð að ég nánast fylltist heilögum anda. Ekki dró úr upplifuninni að tónleikarnir hófust með þvílíkum barsmíðum að nokkr- ar miðaldra konur á nálægum bekkjum hrukku við og hrópuðu á Jesú. Þetta hrikalega upphafsatriði var þó ekki tónlistin úr Ben Húr, heldur „Fanfare For the Common Man“ eftir Copeland, úr þriðju sinfóníu hans. Það er í sjálfu sér ekki hefð- bundin kirkjutónlist, en hefur engu að síður öðlast allt að því trúarlegan sess í hugum fólks, enda spilað í annarri hverri stríðsmynd, yfirleitt eftir hrikalegar orrustur. Þetta er líka ákaflega hátíðleg, jafnvel tign- arleg tónlist og ekki skemmdi að vaskir málmblásaraleikarar Sinfóní- unnar spiluðu hana prýðilega. Efnisskráin var af ýmsum toga en flest ef ekki öll íslensku verkin sem boðið var upp á áttu það sameig- inlegt að tengjast Reykjanesbæ á einn eða annan hátt. Hið fyrsta var kafli úr saxófónkonsert eftir Kefl- víkinginn Veigar Margeirsson. Nú þekki ég ekki konsertinn hans og mér er ómögulegt að dæma hann allan eftir að hafa aðeins heyrt einn þátt úr honum, en kaflinn lofaði a.m.k. góðu. Hann var þjóðlaga- kenndur en ríkulega kryddaður með hugleiðslukenndum saxónfónleik Sigurðar Flosasonar, sem var un- aðslegur áheyrnar. Ég hef áður fjallað um „Sjöstirni“ eftir annan Keflvíking, Eirík Árna Sigtryggsson, sem var næst á dag- skrá, og ætla ekki að endurtaka það urinn eftir Tsjajkovskíj var verulega glæsilegur, ekki síst fyrir tilstilli lúðrasveitarinnar. Ég hafði samt mest gaman af því að fylgjast með slagverksleikaranum Frank Aarn- ink spila á rörklukkur, en það var svo brjálæðislegt að mig langaði mest til að gera eins og kroppinbak- urinn í Notre Dame, þ.e. standa upp og öskra: „Klukkurnar, klukk- urnar!“ Og nokkrir áheyrendur öskruðu reyndar eftir hlé – úr hlátri. Það var þegar Davíð Ólafsson söng einsöng í aríu úr Kátu konunum frá Windsor eftir Nikolai. Davíð kryddaði söng sinn með fyndnum tilburðum og það heppnaðist fullkomlega hjá honum. Þrjú lög eftir Magnús Kjart- ansson, Gunnar Þórðarson og Jó- hann Helgason, sem á eftir komu, voru síður góð. Þau virkuðu óþarf- lega væmin í nokkuð klisjukenndum útsetningum Hrafnkels Orra Egils- sonar og ekki bætti úr skák að Karlakór Keflavíkur hljómaði lítið betri en veislusöngur í sjötugs- afmæli. En líkt og hjá Davíð vantaði a.m.k. ekki sönggleðina. Lokaatriðið á efnisskránni, „Bo- lero“ eftir Ravel, var aftur á móti frábært. Hljómsveitin var í bana- stuði undir fjörugri stjórn Rumon Gamba, sem var eiginlega svo fjör- ugur að ég hélt á tímabili að hann ætlaði að henda sér í gólfið og dansa breikdans. Það var afar smitandi, enda voru konurnar í kringum mig alveg hættar að Jesúsa sig, nú dill- uðu þær sér bara með og það var ekki laust við að ég gerði það líka. hér. En „Sjöstirni“ er verk fyrir strengjasveit og er afar viðkvæmt í flutningi; því miður naut það sín ekki í nokkuð ónákvæmum leik strengjaleikara Sinfóníunnar. Mun áheyrilegri var flutningurinn á einskonar syrpu eftir Herbert H. Ágústsson, en þar bættust við fé- lagar úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Og 1812 forleik- Til hamingju með afmælið! TÓNLIST Sinfóníutónleikar Íþróttahúsið við Sunnubraut, Keflavík Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Einnig kom fram Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar undir stjórn Karenar Sturlaugsson og Karlakór Keflavíkur. Einsöngvari: Dav- íð Ólafsson. Föstudagur 5. október. Verk eftir Copeland, Veigar Margeirsson, Eirík Árna Sigtryggsson, Herbert H. Ágústsson, Tsjajkovskí, Ravel og fleiri.  Jónas Sen Sinfóníuitónleikar Sigurður Flosason blæs í saxófóninn í nýju verki Veigars Margeirssonar. Víkurfréttir/Þorgils Síðasta sýningarhelgi Þorsteinn Helgason Formvörp Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · Rauðarárstíg Verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag kl. 10 til 18, laugardag kl. 11 til 17 og sunnudag kl. 12 til 17. Þá er hægt að skoða uppboðsskrána á vefsíðu Foldar, myndlist.is Listmunauppboð á Hótel Sögu Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudagskvöldið 14. október og hefst kl. 18.45. Athugið breyttan tíma! Boðin verða upp 150 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Karl Kvaran Muggur – Guðmundur Thorsteinsson Finnur Jónsson Kristján Davíðsson Sæmundur Valdimarsson Ólafur Elíasson Kjarval

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.