Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. 11. 2007 81. árg. ER KRÚTTIÐ DAUTT? ER KRÚTTKYNSLÓÐIN Í ÍSLENSKRI TÓNLIST AÐ VÍKJA FYRIR FJÖRLEGUM ÆRSLABELGJUM? >> 8 Hafa Exxon-málpípurnar og vatnsmelónufræðingarnir rétt fyrir sér? » 12 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Enn eitt ævintýrið í íslenskutónlistarlífi virðist vera aðhefjast með útgáfu hljóm- sveitarinnar Bloodgroup á fyrstu skífu sinni í vikunni, Sticky Situa- tion. Bloodgroup skipa Ragnar, Hallur Kristján og Lilja Kristín Jónsbörn auk Færeyingsins Janusar Rasm- ussen en fyrir stuttu bættist svo plötusnúðurinn DJ B Ruff í hópinn. Hljómsveitin tók fyrst að vekja at- hygli í vor en sló svo rækilega í gegn á Airwaves í haust þar sem hún gerði samning við bresku útgáfuna AWAL (Artists Without A Label), sem m.a. gefur út sveitirnar Arctic Monkeys, The Klaxons og Editors. Bloodgroup spilar frábærlega dansvæna tónlist sem lýsir í senn miklum krafti og aðdáunarverðu áreynsluleysi. Lög á borð við Mo- ving Like a Tiger, Ain’t Easy og Hips Again ásamt orkubúntinu The Carpenter lýsa miklum hæfileikum. Bloodgroup hefur að nokkrum hluta hlotið frama sinn á Myspace þótt einnig hafi hún verið ötul tón- leikasveit. Í gegnum síðuna hefur hljómsveitin kynnt tónlist sína markvisst og fengið góð viðbrögð, m.a. boð til hljómleikahalds bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hljóm- sveitin er stofnuð á Egilsstöðum en heimurinn er undir. Enn eitt ævintýrið í íslenskri tónlist Á Airwaves Bloodgroup spilar frábærlega dansvæna tónlist sem lýsir í senn miklum krafti og aðdáunarverðu áreynsluleysi. MENNINGARVITINN Morgunblaðið/Kristinn Herör gegn enskunni „Þetta snýst allt um íslenskuna, það er það eina sem vakir fyrir mér, að spyrna við fótum gagn- vart enskunni,“ segir Bubbi sem hefur skrifað fyrsta smásagnasafnið sitt og skorið upp herör gegn enskunni. | 4 MEISTARAVERK! ANTONY B E E V O R STALÍNGRAD Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Hér lýsir Antony Beevor þessari grimmu orrustu og byggir hann frásögn sína að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. holar@simnet.is M bl 92 72 57 lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.