Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Auk þess að túlka mannætur ogbælda Breta þá hefur Anthony Hopkins sérhæft sig í að túlka mikil- menni mannkyns- sögunnar. Túlkun hans á Pablo Pi- casso og Richard Nixon er þekkt en auk þess hefur hann leikið jafn ólíka menn og Adolf Hitler, George Wash- ington og Charles Dickens í sjón- varpsmyndum. Nú er röðin komin að Alfred Hitchcock og mun myndin, sem enn er nafnlaus, gerast við tökur á ödipíska sturtuhrollinum Psycho. Það er Ryan Murphy (Running With Sciccors og sjónvarpsþættirnir Nip/ Tuck) sem leikstýrir.    Flestir eru sammála um að sjaldanhafi áðurnefndur Hitchcock haft betri ástæðu til þess að snúa sér við í gröfinni en þegar Gus van Sant endurgerði Psycho í lit. Nú gæti hann fengið aðra góða ástæðu til þess að fá sér snúning því frést hefur að Martin Campbell, hirðleikstjóri James Bond og Zorro, hyggi á að endurgera The Birds. Alfred hefði þó líklega sam- þykkt að fá aðalleikkonuna Naomi Watts í hlutverk Tippi Hedren, enda uppfyllir Watts flest skilyrði Hitch- cock-ljóskunnar. Meðal annarra klassíkera sem hafa verið sendar í endurvinnsluna eru hið Falda virki (Kakushi-toride no san-akunin) Kurosawa – sem var raunar að miklu leyti endurnýtt af George Lucas í Star Wars – og erkivestrinn High Noon. Og á meðan nútímamann- drápsfuglar og endurnýjað japanskt feluvirki gætu hugsanlega virkað þá er einfaldlega rangt að endurgera High Noon.    Guillermo Ariaga virðist ekki síðurhafa smekk fyrir ljóskum en Hitchcock, en hann hefur þegar ráðið þær Charlize Theron og Kim Bas- inger í aðalhlutverk The Burning Plain, sem er frumraun hans í leik- stjórastólnum. Enda hefur hann hingað til ekki haft mikla þörf fyrir að leikstýra sjálfur, til þess hafði hann félaga sinn Alejandro González Iñárritu sem leikstýrði þremur hand- ritum Ariaga, Amores Perros, 21 Grams og Babel (en auk þess skrifaði Ariaga handritið af The Three Buri- als of Malquiades Estrada). Eitthvað slettist þó uppá vinskapinn við gerð Babel og óvíst er um frekara sam- starf þeirra félaga.    Nailed er pólitísk satíra sem skrif-uð er af dóttur fyrrum forseta- frambjóðanda og nýbakaðs óskars- og nóbelsverðlaunahafa. Dóttirin sem um ræðir er Kristin Gore, dóttir Al, og skrifar hún handrit mynd- arinnar ásamt leikstjóranum David O. Russell – en Russell hafði raunar uppgötvað kvikmyndastjörnuna Al Gore á undan flestum, en hann gerði stutta heimildarmynd um Gore þeg- ar hann var í forsetaframboði, mynd sem sumir telja að hefði getað tryggt Gore sigur í kosningunum ef hún hefði fengið einhverja dreifingu. Þá gerði hann einhverja mögnuðustu ádeilu sem komið hefur fram um fyrra Persaflóastríðið með Three Kings og nú er sem sagt komið að Nailed sem tekur á bandaríska heil- brigðiskerfinu á töluvert óvenjulegri hátt en Sicko. Jessica Biel leikur af- skaplega feimna unga stúlku sem fær nagla í höfuðið og þjáist í kjölfarið af óstöðvandi kynhvöt auk höfuðverkja. Þegar hún fer að berjast fyrir rétti sínum og annarra með óvenjuleg meiðsli þá hittir hún vafasaman þing- mann, leikinn af Jake Gyllenhaal, sem hyggst nýta sér ástand hennar í pólitískum tilgangi. KVIKMYNDIR Anthony Hopkins Alfred Hitchcock Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða aðekkert kvikmyndaform samtímanssé jafn staðlað og ófrumlegt ogheimildamyndir um gerð kvik- mynda. Mestanpart búa þær yfir sömu uppbygg- ingu, viðtölum og ímyndum af upptökuferlinu. Fagfólk, leikarar og leikstjóri (nema þeir taki sig þeim mun alvarlegar og tjái sig ekki um eigin sköpunarverk) setja sig í kunnuglegar stellingar og vaða úr einni klisjunni í aðra í takt við drama- tísk sýningarbrot; mikilvægi myndarinnar, heið- urinn af því að vinna með hinum og þessum, og einstaka gamansögur af framleiðsluferlinu. Til- gangurinn með gerð slíkra mynda er augljóslega að auglýsa viðfangsefnið og fylla ítarefnisflokk á mynddiskum síðar meir. Það geta verið mikil mistök að horfa á heimildarmynd um kvikmynd sem manni er vel að skapi og hlusta á einhverja stórstjörnuna eða jafnvel leikstjórann grafa und- an verkinu með innantómu eða leiðinlegu blaðri (erkidæmið er Tarantino). Þá eru stjörnur og leikstjórar orðnir svo meðvitaðir um upptöku „heimildamyndanna“ að sjaldan næst nokkuð spennandi á filmu – og án efa búa stjörnurnar yfir einhverjum ritskoðunarrétti á slíkri fram- leiðslu skyldu þær missa sig eitt andartak. Það er þó ekkert við þessa undirgrein heim- ildamyndarinnar sem segir að hún verði að vera með þessum hætti undirgefin markaðsbraski myndarinnar sem um er fjallað. Viðfangsefnið getur auðvitað í sumum tilfellum verið heillandi og merkilegt og kallað á að um það sé varðveitt heimild. Hér koma upp í hugann sérstaklega tvö dæmi sakir skyldleika síns en bæði fjalla um ævintýralega gerð tveggja kvikmynda þar sem tveir af merkustu kvikmyndagerðarmönnum seinni tíma missa næstum vitið fjarri heimahög- unum. Hér er auðvitað átt við Hearts of Dark- ness: A Filmmakers’s Apocalypse (1991) um gerð myndar Francis Ford Coppola Apocalypse Now og Burden of Dreams (1982) um gerð myndar Werner Herzog Fitzcarraldo. Þetta eru hvoru tveggja myndir sem búa yfir gildi óháð myndinni sem þær fjalla um – hægt er að njóta þeirra án þess að hafa séð myndirnar sem liggja til grundvallar tilurð þeirra (enda eru þær gefn- ar út sem sjálfstæð verk en ekki ítarefni á mynddiskum). Burden of Dreams segir t.a.m. ekki aðeins frá gerð myndar Herzog heldur gef- ur leikstjórinn Les Blank ákveðna innsýn í ólíka heima Vesturlandabúa og ættbálka í frum- skógum Amazon. Þá býr hún um margt yfir gagnrýnni sýn á þessa „innrás“ Herzog í frum- skóginn og vekur upp leynt eða ljóst spurningar um hugmyndafræðina sem býr að baki gerð Fitzcarraldo. Nýleg mynd Jóns Gústafssonar um gerð Beo- wulf & Grendel í leikstjórn Sturlu Gunnarssonar sver sig í ætt við hinar myndirnar tvær og kannski er enski titillin Wrath of Gods (2006) vink til Herzog en einhver kunnasta mynd hans er jú Auguirre, Wrath of God. Þótt að mynd Jóns jafnist nú kannski ekki á við þessar sögu- frægu kvikmyndir, og viðfangsefnið varla sam- bærilegt, er hún ekki aðeins óháð því heldur talsvert betri og skemmtilegri mynd en Beowulf & Grendel. Mestur getur þó þessi umsnúningur orðið þegar heimildamyndin tekur hreinlega yfir hlutverk viðfangsefnisins líkt og tilfellið var með mynd Keith Fulton og Louis Pepe Lost in La Mancha (2002) sem fjallar um hina ókláruðu að- lögun Terry Gilliam á Don Kíkóta. Hún stað- festir á þversagnakenndan máta að umfjöllunar- efni hennar sé í raun ekki til – nema í formi hennar sjálfrar. Hún er The Man Who Killed Don Quixote. SJÓNARHORN »Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að ekkert kvik- myndaform samtímans sé jafn staðlað og ófrumlegt og heim- ildamyndir um gerð kvikmynda. Mestanpart búa þær yfir sömu uppbyggingu, viðtölum og ímyndum af upptökuferlinu. Að kvikmynda kvikmyndagerð Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu A ugljóst mátti þykja að einn af há- punktum nýafstaðinnar Kvik- myndahátíðar í London (London Film Festival) var heimsfrumsýn- ingin á Lions for Lambs (Ljón í lambastað), en þar er á ferðinni nýjasta leikstjórnarverkefni Roberts Redfords. Um er að ræða stjörnum prýdda kvikmynd en með helstu hlutverk fara Redford sjálfur ásamt Tom Cruise og Meryl Streep. Þeir félagar Cruise og Redford voru mættir til London til að fylgja myndinni úr hlaði og þegar þeir stigu á svið til að kynna verkið mátti heyra saumnál detta, svo hljóður var salurinn. Þá er ekki óhugsandi að fagnaðarlætin að sýningu lokinni hafi að ein- hverju leyti tengst nærveru þessara mætu manna því almennt hafa viðtökur verið misjafnar. Nú er myndin komin til Íslands og íslenskir áhorfendur geta gert upp hug sinn. Framlag um líðandi stund Hér er um metnaðarfulla mynd að ræða og ljóst er að aðstandendur ætla verkinu að vera framlag í umræðuna um hitamál samtímans. Þetta er mynd sem tekur afdráttarlaust til máls og lætur þar að- alpersónurnar óhikað mæla fyrir ólíka þjóðfélags- og valdahópa. Ber þar fyrst að nefna Tom Cruise en hann leikur öldungardeildarþingmanninn Jasper Irving en í upphafi myndar er hann í þann mund að hefja klukkustundarlangt viðtal við sjón- varpsfréttakonuna Janine Roth, sem Meryl Streep leikur, á skrifstofu sinni í Washington. Hann hefur stórfréttir að færa um framgang stríðsins gegn hryðjuverkum og Roth mun fyrst fréttamanna gefast kostur á að meta og miðla því sem Irving hefur að segja. Á sama tíma en á vest- urströndinni er háskólaprófessorinn Stephen Malley (Robert Redford) að undirbúa sig fyrir að lesa yfir hausamótunum á úrvalsnemanda, Todd (Andrew Garfield), sem hefur að mati Malleys verið að dragast aftur úr. Þriðja frásagnarsviðið er svo Afganistan en þar fylgjumst við með lítilli herdeild reyna sig við erfitt verkefni, en innan herdeildarinnar er sjónum einkum beint að tveim- ur óbreyttum hermönnum, vinunum Arian (Derek Luke) og Ernest (Michael Pena). Ekki er laust við að sá grunur læðist að áhorfanda að fréttirnar sem Jasper Irving er svo spenntur að koma áleið- is hafi eitthvað með framkvæmd herdeildarinnar í Afganistan að gera. Svo reynist líka vera. Irving tjáir fréttakonunni að Bandaríkjastjórn hafi ákveðið að taka nýja stefnu í hryðjuverkastríðinu. Al kaída-samtökin eru farin að vinna með talíbönum í Afganistan, segir Irving, og allt gerist þetta með stuðningi klerkanna í Íran. Hættan sem steðjar að Banda- ríkjunum er sem sagt að magnast og nýrra að- gerða er þörf. Sá strákslegi kraftur og brosandi útgeislun sem einkenna stjörnuímynd Cruise gera boðskapinn sem Irving flytur enn útsmogn- ari og hrífandi en ella, hér er á ferðinni stjórn- málamaður sem virðist trúa eigin leikaraskap. Fréttakonan lætur þó ekki sannfærast í fyrstu, hún vill líta um öxl og spyrja öldungardeild- armanninn um þá orsakakeðju sem hefur leitt þjóðina í ógöngur. Þar með spinnast skemmti- legar rökræður þar sem þessir tveir stórleikarar, Tom Cruise og Meryl Streep, fara yfir gang mála síðustu árin og velta fyrir sér af hverju hryðjuver- kastríðið hafi ekki gengið betur en raun ber vitni. Þarna er í raun stefnt saman tveimur áberandi umræðuhefðum liðinna tveggja til þriggja ára. Streep stendur fyrir fjölmiðlaheiminn sem þjáist af sektarkennd yfir að hafa ekki verið gagnrýnni meðan á aðdraganda Íraksstríðsins stóð meðan Cruise beitir fyrir sig rökræðutækni Repúblik- ana, segir að ekki dugi að einblína á mistök for- tíðar, horfa verði fram á veginn, stríðið sé háð um framtíð lýðræðis í heiminum og öryggi banda- rísku þjóðarinnar sé að veði. Þetta eru að mörgu leyti skemmtilegustu kaflar myndarinnar og er það ekki síst leikurunum að þakka. Streep stend- ur sig vel að vanda og miðlar með tregablöndnum alvöruþunga hvernig fréttaþorstinn mætir tor- tryggni í hjarta blaðamannsins. En Cruise er líka stórskemmtilegur í sínu hlutverki, hann fangar glaðlega yfirborðsmennsku stjórnmálamannsins með glæsibrag, en þess má geta að Lions for Lambs er einmitt fyrsta myndin sem hans eigið framleiðslu- fyrirtæki sendir frá sér, en í fyrra vakti það ein- mitt mikla athygli þeg- ar Paramount sagði upp framleiðslusamn- ingi sínum við leik- arann. Hryðjuverkastríð og hetjudauði Með reglubundnu milli- bili er horfið úr skrif- stofu þingmannsins yfir til Kaliforníu þar sem Malley situr á fundi með ungum nemanda sínum. Todd er hæfi- leikaríkur en skortir trú á samfélagsgildum og má segja að hlutverk kennarans í viðtalinu sé að sigrast á bölsýni nemandans. Malley vill telja Todd trú um að það sé þess virði að tak- ast á við vandamálin í samfélaginu, frekar en að leiða þau hjá sér í krafti þjóðfélagsstöðu sinnar og forréttinda. Til að ná þessu markmiði segir Malley nemandanum sögu af tveimur fyrrum nemendum sínum, þeim Arian og Ernest, sem buðu sig fram í herinn því þeir höfðu trú á hug- sjónum. Hér skýrast líka tengsl frásagnarsvið- anna þriggja og áhorfendur fá í raun heilmiklar upplýsingar um hermennina sem fylgst hefur ver- ið með í Afganistan frá að því að myndin hófst í gegnum sögur Malleys. En hér er sem sagt ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Lions for Lambs leggur til atlögu við atburðarás liðinna ára á sviði al- þjóðlegra stjórnmála, eftirköst hryðjuverkaárás- anna þann ellefta september og hryðjuverkastr- íðið sem hófst í kjölfarið, innrásina í Afganistan og síðan Íraksstríðið. Allt liggur þetta undir en það er ekki síst sjónarhorn myndarinnar sem er athyglisvert. Eins og kannski gefur að skilja er hér um afskaplega ameríska sýn á nýliðna atburði að ræða, en ráðandi einkenni frásagnarinnar er sektarkennd og þrá eftir einhvers konar syndaaf- lausn. Þessi þemu eru sviðsett afar haganlega af Redford, einkum í persónunni sem Meryl Streep leikur en einnig í því að mikilvægar persónur myndarinnar deyja hetjudauða, og taka þannig á sig hluta sektarþungans sem aðstandendur myndarinnar telja ljóslega að hvíli á bandarísku þjóðinni. En spyrja má hvort að það sé ekki ein- mitt í dramatískum efnisþáttum á borð við þess- um, þegar jesúsgervingar eru búnir til úr her- mönnum, sem gagnrýnisbroddur myndarinnar tapast. Átök við samtímann NÝJASTA mynd Roberts Redfords, Lions for Lambs, tekur til umfjöllunar hryðjuverkastríðið og reynist gagnrýnin á utanríkisstefnu Banda- ríkjanna. Þetta kemur e.t.v. dálítið á óvart þar sem hér er á ferðinni stjörnum prýdd Holly- wood-mynd en þar á bæ hefur ekki farið mikið fyrir mótmælamyndum undanfarin ár. Mikið undir Lions for Lambs leggur til atlögu við eftirköst hryðjuverka- árásanna þann ellefta september og hryðjuverkastríðið sem hófst í kjölfar- ið, innrásina í Afganistan og síðan Íraksstríðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.