Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 9 gur Rós – allt í rökréttu samhengi þótt st.“ Eitt viðlag sveitarinnar hljómar svo: / við erum svo yndisleg“ og er þar vísað tti til krúttkynslóðarinnar sem er svo „in- ginstraumnum – og (allavega að eigin rónísk afstaða <3 Svanhvítar er mik- engi þar sem tónlistin er í sjálfu sér ekki ða fyrstu skífum þeirra sem nú eru í úttsins – hér á ég við hljómsveitir eins og g Rúnk. Hljómsveitirnar Retro Stefson nnig verið tíndar til þegar rætt er um u poppi“ (en svo hljóðaði fyrirsögn um- ðsins um plötu Sprengjuhallarinnar). gur í laginu „Jón og jeppinn“ um Jón sem m því fylgir / að vera karlmaður á Íslandi“ jós að eru jeppi, seppi og kona sem bíður r kannski ekki dýrt kveðið, en það er ð bregðast við nýjum félagslegum veru- rfast í augu við hann – ekki með því að r honum. Tónlistarlega er einnig fengist – eins og meðlimir hljómsveitarinnar ur Austurbæjarskóla sem gat sveitina af jög fjölþjóðleg og víða leitað fanga. Hjal- nlega úr nokkuð annarri átt – textarnir fnáberandi hætti á íslensku samfélagi, þeir eru á ensku. Þar koma hins vegar til ni sem eru nokkuð ólík því sem tónlist ðið upp á. Í stað einfaldra laglína og reitt hálfgert „progg“ – lög sem eru í flum, innihalda marga hljóma og flóknar óra sveit. Þessi lög er ekki á hvers a og eru óravegu frá „gerðu það sjálfur“- , hugmyndinni um að lögin renni „óheft ins og einhverntímann var skrifað um ðið. Á bak við þessi lög býr þvert á móti vinna. ð? hafa verið nefndar; Sprengjuhöllin, ltalín og <3 Svanhvít, eru vissulega tónlistina varðar, en þó er tilhneiging til n sem hreyfingu sem táknar eitthvað nýtt ér mætti einnig tína til sveitir eins og Mo- elfast. Í lok greinarinnar „Meira en bara m birtist í Fréttablaðinu í sumar var sagt ý kynslóð væri að ryðja sér til rúms sem andi meiri léttleika, stuð og fleiri liti en óðarinnar].“ Þarna er bæði vísað til lag- ru hjá ofangreindum sveitum óneitanlega á Sigur Rós, múm og Amiinu, en einnig mkomu, sem í takt við tónlistina er öll ilegri“ en hjá krúttunum. Í viðtali við Mugison framkomu krúttanna: „Það yrji að segja „afsakið“ þegar það fer upp lk kallar krútt-kynslóðaflipp, sem ég er hoppar inn, er bara með barnalega stæla, nótur og allir eru glaðir. Mér finnst vanta fari upp á svið og springi.“ Og sunnudag- rfir hann til framtíðar í viðtali við Frétta- onum finnist íslenska tónlistarsenan nnilega til lífsins og að nýtt og ferskt Það er eitthvað virkilega spennandi núna uvísi viðmót í tónlistarmönnunum.“ óð virðist ekki taka sig jafnalvarlega sem r frekar fram í hlutverki skemmtikrafta. r sjá ekkert athugavert við það að hljóta ðum eins og Bylgjunni og FM 957 eða að æki eins og Senu um útgáfu. Krúttin gáfu f eða á smærri útgáfufyrirtækjum og það ninga ef lögin ómuðu í útvarpi, sér- ðvum sem „bolurinn“ hlustar á. Því virð- ðin sjái ekkert athugavert við að daðra lóðin á undan rembdist við að loka á. verið um tilraun til andstöðu innan frá að þekkt í póstmódernískri listsköpun – til- a áhrif á hugmyndafræðina innan frá og úrunum með því að nota þeirra eigin rás- rt þær tilraunir takist mun tíminn einn hvort þær sveitir sem hér eru nefndar i eftir hálft ár er með öllu óljóst. Því verð- neitað að ferskir vindar blása um íslenskt undir, einhverjir þeir ferskustu sem hafa g því er ærin ástæða til að fagna. þá krúttin? Eigum við ekki að segja að st, þegar Sigur Rós sneri aftur heim í ymdi íslenskunni í útlandinu og jarðaði rpsviðtali. Landlausir mennirnir höfðu ð líta aftur fyrir sig áður en nýtt fólk fána. s Fuck“, 2005. http://www.pitchforkmedia.com/ wee-as-fuck/ ukvöld Músíktilrauna“, Morgunblaðið 23. mars Blóð og gredda [Viðtal við Mugison]“, Monitor, 2. Undir himninum. Bjartur, Reykjavík, 2006. Bls 56 Stöngin inn“, Monitor, 2. tbl. 2007. Bls. 46. tir, Blótgælur. Bjartur, Reykjavík, 2007. Bls. 27-28. tkynslóðin“, Mannlíf, 2002. Bls. 39-44. son, „Meira en bara eitthvert krútt“, Fréttablaðið 4. ímar í íslensku poppi“, Fréttablaðið 10. október nlistargagnrýnandi og hljómborðsleikari nnar. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is D agur íslenskrar tónlistar var hald- inn hátíðlegur öðru sinni í gær og því algert lágmark að maður leggist nú aðeins yfir þessi mál. Og það er ekki til betri vett- vangur til að taka „vísindalega“ stikkprufu á stöðu íslenskrar dægurtónlistar en á Airwaves. Þá stikkprufu á því hvað er mest spennandi, hvar hlutirnir eru að gerjast. Í þessu ljósi er nauðsynlegt að koma því frá strax, að Airwaves fylgir ákveðnum áherslum í vali sínu inn á hátíðina. Þannig að öll íslensk dægurtónlist á þar ekki skjól, og það er ástæðan fyrir því að þú sérð og heyrir ekki ballsveitir eða þá svart- þungarokksbandið frá Garðabænum sem póstaði þremur lögum á myspace-svæðið sitt í síðustu viku. Með fullri virðingu fyrir þeim ágætu geir- um. Fókusinn, eins og hann kemur greinarhöf- undi a.m.k. fyrir sjónir, er á framsækna og ferska tónlist og löngum hefur verið bundið í hátíðina (þó að það hafi slaknað ögn á þeim formerkjum í seinni tíð) að hún er „showcase“ eða sýni- og kynningarhátíð fyrir hljómsveitir sem hafa áhuga á að stíga út fyrir landsteinana. Hin síðustu ár hefur Airwaves hátíðin hins vegar þróast, stækk- að og eflst með hverju ári og er orðin að AIRWAVES, stendur undir sér sem vörumerki, líkt og Hróarskelda. Það skiptir þannig ekki höf- uðmáli hverjir eru að spila, það er hátíðin sjálf og allt sem henni fylgir sem er orðið að aðalatriðinu. Hún er ekki lengur lítil, athyglisverð tónlistar- hátíð á Íslandi sem erlendum snápum og tónlist- arlegum hausaveiðurum er smalað inn á heldur er þetta alvöru tónlistarhátíð – að fullu sambæri- leg við aðrar viðlíka hátíðir erlendis – þar sem fram koma íslenskar jafnt sem erlendar hljóm- sveitir, og einkennist síðari flokkurinn jafnan af sveitum sem eru bubblandi, zizzlandi, kraumandi heitar. Ein sena eða margar Meginuppistaðan er eftir sem áður íslensk tónlist. Og hvað einkenndi hátíðina í ár? Hvaða áherslur voru, hvaða stílar mest áberandi, með öðrum orð- um ... hvaða tónlistarstefna er hvað mest móðins nú um stundir? Hið fúla svar er: Fjölbreytileikinn er móðins. Engin ein stefna var meira áberandi en önnur. Getur það verið að aðstandendur Airwaves gæti það vel að hæfilegri dreifingu á milli stílbrigða að hátíðin blekki? Að hún sé kannski ekki réttur mælikvarði á hvað er að ger- ast almennt í íslensku dægurtónlistarlífi eins og ég nefndi hér að ofan? Að tuttugu þungarokks- sveitir hafi verið að knýja kröftuglega á dyr og af því að þeim var ekki hleypt inn hafi gestum Airwaves dulist að það sem er mest móðins á Ís- landi í dag sé þungarokk? Persónulega tel ég ekki svo vera og Airwaveshátíðinni hefur vel tek- ist að varpa ljósi á hvar vaxtarbroddarnir eru. Þungarokkssenan á Íslandi er annars í sæmi- legu standi í dag og vel það, en stefnan er ekki það sem er að „gerast“ akkúrat núna. Ekki frek- ar en krúttpopp, kántrí eða rapp. Það er af sem áður var, þegar einhver ein stefna keyrði yfir allt, eins og gerðist um 2000 þegar mikil rapp- sprenging varð. Og um svipað leyti varð reyndar mikil sprenging í því sem kallað hefur verið harð- kjarnarokk. Ýmsir þættir virðast vera að valda því að margar og ólíkar senur geta þrifist – og þrifist vel – samhliða hver annarri. Nokkuð merkileg þróun þar sem íslenskt samfélag hefur verið nokkuð viðkvæmt fyrir svona bylgjum eins og þeim sem snerust um rapp og harðkjarna. Eins og þegar talað er um að lítil hagkerfi séu viðkvæm fyrir alþjóðlegum gengissveiflum má það sama segja um tónlistarlífið hér. En ég árétta þó, þannig var það a.m.k. Þegar pönkið hóf innreið sína á Íslandi (fimm árum of seint, en það er önnur saga og önnur pæling) var það málið. Þó að tiltölulega fáir, þannig séð, væru að fljúga fán- anum og stunda pönkið voru öll augu samfélags- ins á þessum illa hirtu ræflarokkurum sem gáfu skítt í „vandaða“ tónlist og voru svo borubrattir að halda því fram að illa spilandi ruslið þeirra væri miklu merkilegra. Þegar Greifarnir sigruðu Músíktilraunir árið 1986 varð allt vaðandi í gleði- poppsveitum næstu þrjú árin (sem virðist vera meðallíftími allra sena) og árið 1992 var ekki þverfótað fyrir rymjandi dauðarokkurum og tugir slíkra hljómsveita spruttu upp eins og gorkúlur um land allt. Gleði og gáski En. Við sættum okkur ekki við að málið sé af- greitt með því að tala á óljósan hátt um fjöl- breytileika er það? Hvað var samt að gerast á Airwaves í ár, þó að fimmtíu dauðarokkssveitir hafi vantað? Miðlægt á hátíðinni hafa alltaf verið alls kyns afbrigði af neðanjarðarrokki og –poppi, íslenskar bílskúrssveitir eða svefnherbergislistamenn sem er að vaxa ásmegin. Slíkar sveitir, hvort heldur það er varfærið og kántrískotið indírokk Seabear, rafpopp Motion Boys, pönkrokk Ælu eða mel- ódískt nýbylgjupopprokk Leaves, eru langmest áberandi á hátíðinni og hafa alltaf verið. Á ákveðnum kvöldum, á ákveðnum stöðum, kemur svo fyrir að sérstökum stefnum er hrúgað inn saman. Í ár leiddu þannig þungarokkssveitir sam- an hesta sína á Grand Rokk á meðan rappararnir hópuðust saman á Gauknum. Plötusnúðarnir hafa þá átt skjól á Barnum, auk þess sem þeir troða oft upp í teitum og sérstökum uppákomum sem tengjast hátíðinni. Ein er þó sú þróun í neðanjarðarrokkinu sem er að verða meira áberandi með hverju árinu, og mætti segja að þessi þróun sé að verða móðins. Þetta er þó óræðara en svo að hægt sé að tala um eiginlega stefnu. Það var nokkuð klárt og nið- urneglt hvað var í gangi þegar harðkjarninn eða dauðarokkið hóf innreið sína, fagurfræðin strang- fræðileg hvað útlit, lífssýn og tónlist varðaði, þá sérstaklega hvað síðarnefndu stefnuna varðaði. Gáska- og gleðirokkið sem ég er að fara að tala um (hér með auglýsi ég eftir heiti) er þó öllu loft- kenndara. Sem dæmi um þessa þróun mætti taka íslensku sveitirnar Benna Hemm Hemm og Hjal- talín, en erlendis frá má líta til Arcade Fire og Architecture in Helsinki, og jafnvel of Montreal, sem lék á hátíðinni í ár. Þessar sveitir einkenna (í mismiklum mæli) óvanaleg hljóðfæraskipan, ákveðin óvissa um hvað er að fara að gerast á sviðinu (og hver er að fara að spila á hvað. Hér má tiltaka múm sem mikla brautryðjendur á því sviðinu) og nánast hressandi og heilbrigt öng- þveiti. Nettur kommúnubragur fylgir þessu líka einatt. Það er búið að henda klassísku hljóm- sveitauppröðuninni (gítar, bassi, trommur o.s.frv.) út um gluggann og í tilfelli Hjaltalín, spila strengja- og blásturshljóðfæri jafnmik- ilvæga rullu og gítar og bassi. Þetta er ekki leng- ur til skrauts, eins og hefur verið lenskan, heldur er lagt upp með þetta frá upphafi sköpunarferils- ins. Ágætur vinur minn, íslenskur tónlistarmaður sem er eldri en tvævetur hvað íslenska bransann varðar, sagði mér að fyrir tuttugu árum hefði þetta verið talið óhugsandi og hljómsveit eins og Hjaltalín hefði ekki verið tekinn alvarlega, þetta hefði verið talið eitthvað spaug. Myspace-væðing Gleðin – eins einkennilega og það kann að hljóma – er þá í miklum mæli hjá þessum sveitum. Ekki að það geti verið að slíkt sé ákveðið á hljómsveit- arfundi, að nú eigi gleðin að ráða ríkjum, en það er einhver tilfinnanlegur losarabragur yfir, ekki kæruleysi þó. Sumar sveitanna láta allt vaða tón- fræðilega séð og lítil áhersla er á nótnalestur á meðan að Hjaltalín og Benni Hemm Hemm hafa á að skipa sprenglærðu tónlistarfólki. Nýjar ís- lenskar sveitir, skipaðar kornungum meðlimum, eins og <3 Svanhvít og Naflakusk smellpassa inn í þennan ramma. Eins mætti segja um Ultra Mega Teknóbandið Stefán! og Jakobínurínu, all- tént hvað almennt öngþveiti og gríðarlegan hressleika varðar. Fyrir um sjö árum, þegar kanadíska síðrokks- sveitin Godspeed you Black Emperor!, Sigur Rós og Radiohead fóru mikinn einbeittu sporfararnir sér að því að líkjast þessum sveitum; horfa niður á gólf; vera þungar á brún og dramatískar. Þessi nýja „bylgja“ ef svo mætti kalla leggur meira upp úr gáskanum. Einhverra hluta vegna. En það er best að slá allnokkra varnagla í end- ann á þessari greiningu. Það myndi kalla á djúp- sálfræðilega samfélagsgreiningu ef við ættum að komast að því hvað það er sem veldur þessu ná- kvæmlega. Af hverju er allt í einu í tísku að vera glaður en ekki súr? Stundum er þetta sama fólk- ið, einu sinni var það í hljómsveit þar sem málið var að vera alvarlegur, en nú er málið að vera hress. Að endingu vil ég benda á ákveðna þróun sem hefur ekkert með tónfræði að gera, heldur með dreifingu tónlistarinnar og kynningu á henni. Þetta er hin svokallaða myspace-væðing, sem hefur verið gríðarlega umfangsmikil á rétt tæp- um tveimur árum. Allar hljómsveitir eru með slík vefsetur í dag, og það eru undantekningartilfelli ef svo er ekki. Þessi mikli sýnileiki og þetta auð- velda aðgengi að kynningarmálum hefur m.a. valdið því að það er erfitt fyrir einhverja eina senu að yfirtaka athygli almennings. Í gegnum þessi svæði kynnist fólk tónlist hljómsveitanna (hægt er að hlusta á lög, hlaða þeim niður frítt eða kaupa), kynnist öðrum viðlíka sveitum (og ólíkum) og getur skoðað myndir og lesið sér til um viðkomandi hljómsveitir. Þannig var helsta frétt Airwaves hátíðarinnar í ár þegar íslenska sveitin Bloodgroup, sem hafði kynnt sig á öflugan hátt í gegnum myspace, gerði samning um al- þjóðlega dreifingu á tónlist sinni – á svig við öll stórfyrirtæki. Það er því ekki lengur svo að hljómsveitir þurfi að bera sig skjálfandi eftir mönnunum með taglið. Valdahlutföllin eru að breytast. Hvernig ætli hlutirnir hefðu þróast ef myspace hefði verið til þegar Sigur Rós lék í Frí- kirkjunni árið 2000? Hefðu útgáfurisarnir þá far- ið sneypuför? „Ert’ekki með myspace síðu?“ Kommúnubragur „Það er búið að henda klassísku hljómsveitauppröðuninni út um gluggann og í til- felli Hjaltalín, spila strengja- og blásturshljóðfæri jafn mikilvæga rullu og gítar og bassi.“ NÝLIÐIN Airwaves hátíð gaf ærið tilefni til að spá aðeins og spekúlera. Sá mikli fjöldi íslenskra sveita sem þar kemur fram veitir áhugasömum frábært tækifæri til að átta sig á því hvað er að gerast í íslenskri dægurtónlist í dag. Hvaða stefnu er hún að taka, og hvar er mesti straumþunginn? Eða er kannski ekkert eitt meira áberandi en ann- að og hátíðin bara einföld regnhlíf yfir margar sveitir og mismunandi? Höfundur er tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.