Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Jakob Björnsson jakobbj@simnet.is Í Lesbók Morgunblaðsins 25. ágúst 2007 birtist grein eftir Jón Kal- mannsson undir heitinu „Langanir, hamingja og hagkerfi“. Greinin er viðbrögð hans við athugasemdum frá mér við eldri grein hans í Les- bókinni 10. mars. á þessu ári sem nefndist „Er hnattræn skylda að virkja?“. Þessar at- hugasemdir mínar birtust 2. júní sl., einnig í Lesbókinni, undir heitinu „Já! Það er hnatt- ræn skylda að virkja á Íslandi“. Eins og fyrri grein Jóns er þessi grein hans málefnaleg. Ég þakka honum fyrir hana enda þótt ég sé honum enn ósammála um eitt og annað. Að kenna öðrum um Í fyrri grein minni, frá 2. júní í ár, gagnrýndi ég meðal annars þá tilhneigingu sem mér fannst gæta í grein Jóns frá 10. mars að kenna öðrum en sjálfum sér um eitt og annað sem miður fer. Sérstaklega að kenna óhlut- kenndum fyrirbærum eins og markaði um hluti sem mér fannst, eðli máls samkvæmt, ljóst að ekki gæti verið öðrum en mönnum um að kenna. Þessa tilhneigingu nefndi ég „að kenna öðrum um“. Í grein hans frá 25. ágúst finnst mér gæta sömu tilhneigingar. Hann talar um „vankanta hagkerfisins og tengsl þess við mannlegan veikleika“. En ég held að hagkerfið sjálft sé út af fyrir sig býsna gott. Vankantar þess eru, þegar betur er að gáð, í rauninni vankantar okkar sjálfra. Mannlegur ófullkomleiki. Við skulum vera heiðarleg og viðurkenna það en reyna ekki að koma sök á óhlutkennd fyr- irbæri eins og hagkerfi. Það var þetta sem ég átti við þegar ég í grein minni varaði við til- hneigingunni til að kenna öðru, eða öðrum, um það sem er eigin sök. Fyrsta skrefið til að bæta sjálfan sig er að koma auga á eigin galla og viðurkenna þá. Hömluleysi nútíma lífshátta Jón minnir á þá staðhæfingu mína í greininni frá 2. júní að manninum sé nauðsynlegt að stórbæta skilvirkni efnahagsins í sköpun lífs- hamingju til þess að eiga framtíð fyrir sér á jörðinni. En hann segir skilvirknina eina sam- an ekki duga til, heldur verði að koma til „rót- tækar breytingar á gildismati, lífsháttum og gerð samfélagsins“. Hér sýnist mér hann nota orðið skilvirkni í of þröngri merkingu. Skil- virkni felst í því að ná sem mestum árangri fyrir gefið framlag eða að ná tilteknum ár- angri með sem minnstu framlagi. „Auður“ sem ekki skapar meiri lífshamingju er í raun- inni ekki verðmæti og því ekki réttnefndur auður. Það sem tekið er úr umhverfinu til að skapa slíkan „auð“ er því sóun. En hér kemur erfið spurning: Úr því að við Vesturlandabúar sóum verðmætum er þá rétt að neita okkur um það sem gerir þá sóun mögulega? Vesturlandabúar sóa vissulega áli í dag. Eigum við Íslendingar af þeim sökum að neita að framleiða og selja þeim ál? Eigum við að „setja fyrirvara við eftirspurn markaðar- ins“ eftir áli eins og Jón telur í grein sinni frá 10. mars að við eigum að gera og mér sýnist hann í síðari grein sinni frá 25. ágúst a.m.k. ekki telja neinn skort á náungakærleik að gera? Eiga þá Brasilíumenn með svipuðum rökum hugsanlega að takmarka kaffiútflutn- ing sinn til Íslands á þeirri forsendu að við drekkum stundum óþarflega mikið af kaffi? Og Sádí-Arabar og Norðmenn olíuútflutning til okkar vegna þess að margar bílferðir okkar séu óþarfar? Ég hygg að slík forsjárhyggja sé ekki væn- leg til árangurs og leiði bara til úlfúðar og ófriðar sem nóg er af fyrir í heiminum. Hún væri óvirðing. Ekki við markaðinn, heldur við fólk, náunga okkar. Vissulega ófullkomið fólk eins og við erum sjálf. Fólk sem sóar. Náunga okkar sem okkur ber að elska eins og okkur sjálf. Neitun á að verða við almennt við- urkenndum markaðsóskum samrýmist ekki því boðorði. „Róttækar breytingar á gildismati, lífs- háttum og samfélagi“ verða að koma frá fólk- inu sjálfu en ekki markaðinum. Hann verður hinsvegar fljótur að bregðast við slíkum breytingum. Utanaðkomandi þvinganir eru ekki líklegar til árangurs. Ég er sammála Jóni um að hömluleysi nú- tíma lifnaðarhátta á Vesturlöndum er ekki til frambúðar. Það kom fram í grein minni 2. júní. En ég hef mikla trú á hæfileikum manns- ins til að læra. Til að laga sig að breyttum að- stæðum. Ég hef trú á að hann muni læra að umgangast góð lífskjör af skynsemi. Það kom líka fram í grein minni. Lífshamingja felst ekki eingöngu í efnis- legum gæðum. Þau eru undirstaða lífsham- ingju, en ekki hún sjálf. Örbirgð og lífsham- ingja fara aldrei saman. Efnahagsleg gæði eru nauðsynleg, en ekki fullnægjandi, forsenda mannlegrar lífshamingju. Margir íbúar Vest- urlanda eru einmitt að sannreyna um þessar mundir að auður skapar ekki sjálfkrafa ham- ingju. Menn verða að kunna að fara með hann. Það kunna menn ekki nema með því að læra það. Læra það af reynslunni því að enginn skóli er til sem hægt er að læra það í. Það tek- ur tíma að læra. Muna verður að enda þótt um hálf þriðja öld sé frá upphafi iðnbyltingar á Vesturlöndum hafa nútíma lífskjör þar fyrst og fremst orðið til á miklu styttri tíma, nefni- lega. síðari hluta 20. aldar. Að mínu mati er ástæðulaust að örvænta. En við þurfum að vera dugleg að læra. Vafalaust má læra margt af grískum spek- ingum. En þeir bjuggu við efnahagskerfi sem borið var uppi af þrælahaldi og var gjörólíkt okkar efnahagskerfi. Þess er því naumast að vænta að við getum reitt okkur á þeirra speki nema að takmörkuðu leyti. Hún er góð svo langt sem hún getur átt við á okkar dögum. Þrælar voru ekki menn í augum þessara spek- inga, heldur tvífætt vinnudýr. Hugmyndir þeirra um mannlega reisn náðu ekki til þræl- anna. Við nútímamenn höfum annað viðhorf í því efni. Enda þótt sóun efnalegra verðmæta eigi sér stað á Vesturlöndum má ekki af því álykta að mestöll neysla þar sé sóun. Langt í frá. Mikið af neyslunni fer í að gera líf okkar lengra, fjölbreytilegra og fyllra í öllum merk- ingum þeirra orða. Líf forfeðra okkar og for- mæðra var þrotlaust strit og basl. Langamma mín og langafi eignuðust 12 börn. Sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Hin sex dóu úr sjúkdóm- um sem naumast nokkurt barn deyr úr í dag. Og ævi langömmu og langafa var ekkert sér- stök. Þetta voru örlög flestra að meira og minna leyti. Því fer víðs fjarri að meginhlutinn af neyslu okkar nútíma Íslendinga fari í sukk og svall og óþarfa. Meginhlutinn fer í að bera uppi velferðina enda þótt við sóum of miklu. Tillaga mín angi af sama hugsunarhætti og skóp vandann? Jón segir í grein sinni 25. ágúst: „Tillaga Jak- obs Björnssonar um hvað Íslendingar geti lagt af mörkum til að bregðast við hlýnandi loftslagi á jörðinni er vel meint en hún er angi af sama hugsunarhætti og skóp vandann“. Jón útskýrir ekki hvað hann á við með þeim „hugsunarhætti sem skóp vandann“ en ég skil hann svo að með þessum orðum eigi hann við eftirsókn okkar Vesturlandabúa eftir efnis- legum gæðum. Eins og ég hef þegar tekið fram er hluti þeirrar eftirsóknar okkar „eft- irsókn eftir vindi“, óskilvirk eftirsókn sem ekki skilar okkur meiri lífshamingju. En að- eins hluti. Og ég held að eftirsókn okkar sé fremur bjöguð en of mikil í heild sinni. Saman fer ofneysla á sumum sviðum og vanneysla á öðrum. Til dæmis eru bæði menntakerfið og velferðarkerfið á Íslandi – og í mörgum öðrum vestrænum löndum – vanhaldin samtímis sóun í einkaneyslu. Eða telur Jón t.d. óþarflega miklu fé varið til menntamála á Íslandi? Íbúar Vesturlanda eru minnihluti jarð- arbúa. Mikill meirihluti þeirra búa enn við kjör sem geta ekki staðið til frambúðar ef friður á að haldast á þessum hnetti okkar. Tillaga mín var um nýtingu endurnýj- anlegra orkulinda okkar til framleiðslu á orkufrekri afurð eins og áli í heimi þar sem 80% allrar orku sem notuð er kemur úr elds- neyti úr jörðu með tilheyrandi gróðurhúsa- áhrifum. Í heimi þar sem 1,6 milljarður manna, um fjórðungur jarðarbúa, hefur ekki einu sinni rafmagn til almennra nota. Í heimi þar sem mikill meiri hluti jarðarbúa býr enn við svipuð eða lakari lífskjör en langamma mín og langafi og þeirra kynslóð bjó við. Til- lagan var um að endurnýjanleg og meng- unarlaus orka, langt umfram eigin almennar þarfir okkar Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð, verði nýtt í þágu alls mannkyns, jafn- framt því að verða hluti af undirstöðu íslensks verðferðarkerfis. Ég held því fram að slík til- laga eigi fullan rétt á sér. Jafnvel þótt fjórð- ungur mannkynsins sói orku sem stendur. Stærstur hluti jarðarbúar sóar henni ekki. Meiri orkunotkun er þvert á móti fyrir hann ein af frumforsendum betra lífs. Það er fjar- stæða að halda því fram að slík tillaga sé „angi af sama hugsunarhætti og skóp vandann“ þegar hugsað er hnattrænt. Og við eigum að hugsa hnattrænt. Allir jarðarbúar eru náung- ar okkar. Öfgafull umræða á villigötum Það er annars með ólíkindum hve umræðan um virkjunarmál á Íslandi er öfgafull og vill- andi. Ég get strax tekið fram að skrif Jóns Kalmannssonar eru í hópi hófsamari greina um þau mál. Að dæma eftir þessari umræðu verður naumast annað álitið en að margir sem taka þátt í henni telji að ef Íslendingar nýta vatnsorku sína í svipuðu umfangi og aðrar vestrænar þjóðir hafa gert verði nánast engin ósnert náttúra eftir á Íslandi. Flestöll önnur vestræn ríki hafa nú þegar nýtt efna- hagslega vatnsorku sína að frá 65 upp í yfir 90 hundraðshlutum. Við höfum nýtt 29% þeg- ar Kárahnjúksvirkjun tekur til starfa. Í efri kantinum þar eru lönd eins og Sviss, Aust- urríki, Ítalía, Spánn, Frakkland og Noregur. Eigum við að trúa því að í þessum löndum sé naumast nokkra ósnerta náttúru lengur að finna? Milljónir manna koma árlega til margra þessara landa einmitt í þeim tilgangi að njóta stórfenglegrar náttúru. Hvers vegna í ósköpunum skyldi eitthvað allt annað eiga við um Ísland? Að sjálfsögðu gildir hið sama um Ísland í þessu efni og þau lönd sem ég nefndi. Allt tal um annað eru hreinar bábilj- ur. Fyrir jarðhitann er samanburður erfiðari vegna þess hve miklu sjaldgæfari hann er í vestrænum löndum en vatnsorkan. Reynslan frá Ítalíu bendir þó ekki til að nýting jarðhita þar í stórum stíl fæli ferðamenn burtu, né heldur reynslan frá Bandaríkjunum, þar sem virkjun jarðhita er nú þegar umtalsverð og fer vaxandi. Það hefur verið reiknað út að ef allri orku rennandi vatns á Íslandi væri breytt í raf- orku næmi hún 184 terawattstundum á ári (TWh/a). Af því er talið að það borgi sig að nýta 40 TWh/a, 22%. 78% munu renna áfram óbeisluð. Eigum við að trúa því að allar ár og lækir að baki þessum 78% séu einskis virði sem náttúrufyrirbæri? Þar á meðal margar ágætar laxveiðiár. Stór svæði á landinu eru líka afrennslislaus á yfirborði, eins og t.d. Ódáðahraun. Er þar virkilega enga ósnerta náttúru að finna? Jú, vissulega. Það er í einu orði sagt fjarstæða að við lendum í náttúrusvelti þótt við nýtum orku- lindir okkar í þeim mæli sem efnahagsleg rök eru til. Og það er skylda okkar við mann- kynið að gera það. Svar til Jóns Kalmannssonar „AÐ DÆMA eftir þessari umræðu verður naumast annað álitið en að margir sem taka þátt í henni telji að ef Íslendingar nýta vatns- orku sína í svipuðu umfangi og aðrar vest- rænar þjóðir hafa gert verði nánast engin ósnert náttúra eftir á Íslandi,“ segir grein- arhöfundur og telur fjarstæðu. Hann svarar hér skrifum Jóns Kalmannssonar í Lesbók um langanir, hamingju og hagkerfi. Dynkur „Það hefur verið reiknað út að ef allri orku rennandi vatns á Íslandi væri breytt í raforku næmi hún 184 terawattstundum á ári (TWh/ a). Af því er talið að það borgi sig að nýta 40 TWh/a, 22%. 78% munu renna áfram óbeisluð. “ Morgunblaðið/Kristinn Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.