Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 11 Bókaútgáfa Vestfirska forlags-ins er ansi blómleg þessa bókavertíðina og koma þaðan núna alls tíu nýir titlar. Þeirra á meðal er Svalvogavegur. Kafli úr lífsbók minni eftir Elís Kjaran en þar segir höfundurinn frá því þeg- ar hann tók sér fyrir hendur, ásamt Ragnari syni sínum, að brjótast með veg út úr svoköll- uðum Hrafnholum árið 1973. Einnig birtir Einar í bókinni vísnagátur sem hann hefur snúið saman, en hann hefur getið sér gott orð fyrir kvæðagerð sinni á liðnum árum. Vestfirska forlagið hefur einnig gefið út bókina Diddasögur. Reykjavíkurstrákur segir frá eftir Kristin Snæland. Þar segir Diddi frá uppvaxtarárunum í Reykjavík á árununum 1940-1950 þegar borgin og Ísland gengu í gegnum miklar breytingar. Svo segir hann frá því þegar hann var sendur í sveit sem hann vill meina að hafi verið mikið gæfuspor.    Þórdís Björnsdóttir hefur hlotiðmikið lof fyrir ljóðagerð sína en hún hefur gefið út fjórar ljóða- bækur og starf- að með Nyhil- hópnum í ein- hvern tíma. Nú er komin út hennar fyrsta skáldsaga og ber hún heitið Saga af bláu sumri. Þar segir frá ungri konu sem sest að í húsi látinnar ömmu sinnar yfir sumartímann. Að henni sækja minningar um horfna tíma, um leið og hún kynn- ist nýju lífi í þorpinu, gömlum manni og stúlku í klukkusafni. Það er Bjartur sem gefur bókina út.    Hjá útgáfunni Ormstungu erukomnar út þrjár nýjar bæk- ur og ein hljóðbók. Hljóðbókin nefnist Handan við regnbogann og er eftir Stef- án Sigur- karlsson. Sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík og liggja þræðir sögunnar til ým- issa átta en að stórum hluta er hún uppvaxtar- og ástarsaga ungs manns sem er á ellefta ári í byrjun síðari heimsstyrjaldar. Lestur höfundar var hljóðritaður hjá Hljóðvinnslunni ehf. í maí 2007 en um upptökur sá Gísli Helgason. Í Aukaverkunum eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen segir skrá- setjari eða annálsritari sögur, knúinn sannleiksþrá í anda upp- lýsingarinnar. Hann tekst á við of- vaxið verkefni: Að fanga langanir mannanna, birtingarform taum- lausra girnda þeirra og aukaverk- anir sem af þeim hljótast.    Dagstund á Fort Garry – svip-myndir eftir Harald Bessa- son segir frá degi einum í júlí 1959 en þá hitti Haraldur í fyrsta sinn Jósep Thorson, ættaðan frá Ásakoti í Biskupstungum, her- málaráðherra Kanada á stríðs- árunum síðari. Margt bar á góma og í bókinni er svipmyndum feng- in þessi dagstund til umráða. Að lokum hefur Ormstunga gef- ið út bókina Tímavillt eftir Berg- lindi Gunnarsdóttur sem geymir ljóðræna frásögn um líf og hugs- anir þrjátíu og sex ára gamallar konu sem býr ein í ofurlítilli íbúð. Henni líður best einni með bók- unum sínum og hún forðast karl- menn. Hún les mikið og uppá- haldsbækurnar hennar eru rómantískar sögur frá 19. öld. BÆKUR Halldóra Kristín Thoroddsen Þórdís Björnsdóttir Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ínæstu viku hefði hinn ástsæli barnabóka-höfundur, Astrid Lindgren, orðið aldar-gömul en hún fæddist fjórtánda nóvember1907 og lést árið 2002, þá 94 ára gömul. Persónur Lindgren lifa enn góðu lífi og þarf eng- an að undra allar þær uppákomur og viðburði sem fara nú fram víða um heim í minningu rit- höfundarins í kringum aldarafmælið. Eins og gefur að skilja þá er afmælið sérstaklega haldið hátíðlegt á bókasöfnum á Norðurlöndunum og hér heima verður höfundurinn fyrirferðarmikill á norrænni bókasafnsviku sem hefst nú á mánu- daginn en þemað að þessu sinni er „Konur á Norðurlöndum“. Því er því gjarnan haldið fram að sögurnar um alla ólátabelgina og barnsungu hetjurnar séu innblásnar af einstaklega glaðværri æsku höf- undar í Smálöndunum snemma á 20. öldinni. Á ferli sínum gaf hún út ógrynni af bókum og er óhætt að segja að ævintýraheimur hennar sé nokkuð veigamikill og ef til vill órjúfanlegur partur af bernskuminningum fjölda kynslóða. Nöfn eins og Emil og Ronja hafa þar af leiðandi orðið sérlega vinsæl í nafngiftum á ungabörn hjá foreldrum sem ólust upp við lestur þessara bóka og meira að segja hafa tveir gervihnettir verið skírðir EMIL og PIPPI. Eins hefur sagan af Bræðrunum Ljónshjarta vermt sem og skelft mörg barnshjörtu og Kalli á þakinu var fyrir skemmstu í góðu fjöri á fjölum Borgarleikhúss- ins. Elsku litli Míó er ábyggilega í margra uppá- haldi og svo má alls ekki gleyma fjörkálfunum þeim Maddit og Betu. Þó er ábyggilega óhætt að segja að þekktasta persóna Lindgren – sú sem er líklegust til að spretta fram í hugann þegar höfundurinn er nefndur á nafn – sé Lína lang- sokkur – sjálfstæða barnið sem fullorðna fólkið óttast og er þar af leiðandi fyrirmynd annarra barna. Vissulega eru sjálfstæð og sterk börn sem lúta ekki valdi foreldra sinna og geta staðið uppi í hárinu á fullorðnum illmennum – sama hversu stórum og ljótum – vinsælt yrkisefni í flestum stúlkna- og drengjabókmenntum, samanber bækurnar um hin Fimm fræknu og fleiri í þeim dúr. Fjöldi annarra barnabóka byggjast sömu- leiðis á sjálfstæðisfantasíu barnsins og er kannski frægasta dæmið Palli var einn í heim- inum sem upplifir drauminn (sem reyndar verð- ur að martröð) um algjört sjálfstæði. Vinsældir þessara bóka hjá börnum eru mjög skiljanlegar og eins er ljóst að sögur um prakk- ara og ólátabelgi hitta oftar en ekki í mark. Þetta eru sögur um uppreisnarhetjur barnanna og þar gnæfir eftir sem áður hún Lína Lang- sokkur yfir öllum öðrum. Hún er sjálfstæð- ishetjan. Ekki nóg með að hún sé sterkasta stelpa í heimi heldur er hún frjálsari en fuglinn, býr alein með sjálfri sér, apa og hesti á Sjón- arhóli. Aðrar hetjur höfundarins láta heldur ekki sitt eftir liggja. Emil strákskratti er sömuleiðis stöðugt í baráttunni og bræðurnir Ljónshjarta berjast fyrir draumalandinu svo ekki sé minnst á Ólátagarðinn. Þetta eru allt börn sem berjast fyrir sjálfstæði sínu gegn yfirgangi hinna full- orðnu sem hafa þá tilhneigingu að stöðva leikinn og gleðina og draga þau úr heimi fantasíunnar yfir í kaldan raunveruleikann. Sjálfstæðisbarátta barnanna lifir ennþá góðu lífi í bókum Astrid Lindgren og heldur áfram að hrífa nýjar kynslóðir. Uppreisnarhetjur Astrid Lindgren virðast engan veginn hafa misst töfrana en í tilefni af aldarafmæli höfundarins hóf Mál og menning nýverið að endurútgefa helstu verk hennar, innbundin og vegleg, og sem fyrr eru þær myndskreyttar af Ingrid Vang- Nyman og í íslenskri þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur. Þar eru allar sögurnar af Línu Lang- sokki saman í einni stórbók og allar sögurnar af Emil í annarri og svo framvegis. Því er víst að ólætin og uppreisnin fá tækifæri til að hrífa hugi komandi kynslóða. Sjálfstæð börn »…eins er ljóst að sögur um prakkara og óláta- belgi hitta oftar en ekki í mark. Þetta eru sögur um uppreisnarhetjur barnanna og þar gnæfir eftir sem áður hún Lína Lang sokkur yfir öllum öðrum. Hún er sjálfstæð- ishetjan. ERINDI Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Þ egar hin unga Dora Kronjager reynir að hlífa lífi kindar sem birt- ist skyndilega á veginum fyrir framan hana, ekur hún í staðinn niður Sven, son voldugasta bónd- ans í sveitinni. Á þessum ör- lagaríka árekstri hefst skáldsagan Drifhvítur dauði – Saga um glæp eftir Þjóðverjann Alex- öndru Kui en bókin kom nýverið kom út í ís- lenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur undir merkjum Skjaldborgar. Sagan er í senn spennu- og ástarsaga og beit- ir höfundur ófáum og oft klókindalegum brögð- um til að krækja í og líma lesandann við síð- urnar. Andrúmsloftið í bókinni er leyndardómsfullt og blandið gotneskri skáld- skaparhefð þar sem bækur Bronte-systra sitja vafalaust hæst. Sagan skammt frá Hamburg í nútímanum, á svæði sem söguhetjan nefnir „Gamla landið“ en þangað – nánar tiltekið í þorpinu Westerm- innerkop – hefur Dora hefur sest að, nauðug viljug, og starfar sem kennari. Einhver djúpur og óhugnanlegur leyndardómur hvílir yfir bæn- um og íbúum þess og þegar nemandi úr bekkn- um sem hún kennir hverfur dregst Dora í æð- isgengna atburðarrás. Leyndardómurinn tengist Sven, manninum sem hún keyrði niður og varð svo ástfangin af, og jafnframt drifhvítum dauð- um brúðum og hinu klassíska dægurlagi „Whi- ter Shade of Pale“ hvers tónar hljóma gjarnan yfir texta bókarinnar. Höfundurinn Alexandra Kui er rúmlega þrí- tug að aldri og ólst sjálf upp á þeim slóðum þar sem saga hennar gerist en umhverfið spilar veigamikið hlutverk í bókinni. Bækur hennar eru gefnar út hjá Knauer-forlaginu í Þýskalandi þar sem Alexandra hefur áður sent frá sér bæk- urnar Ausgedeutsch og Nebelfelsen. Meðfram skrifum sínum er Alexandra virkur tónlist- armaður og um þessar mundir vinnur hún hörð- um höndum að upptökum á sinni fyrstu plötu sem verður, vel að merkja, tekin upp í Sund- lauginni, hljóðveri Sigur Rósar. Hvar er Rubert? Spennusagan Horfinn eftir Robert Goddard fjallar, eins og titillinn gefur skýrt til kynna, sömuleiðis um dularfullt mannshvarf en sagan segir frá iðjuleysingjanum og barrottunni Lance Bradley sem býr í smáþorpi í Somerset. Tilvera hans er heldur tíðindalaus þar til hann kemur auga á kunnuglega konu á kránni þar hann ver mestum sínum tíma. Í ljós kemur að konan er systir gamals æskuvinar Lance að nafni Rubert Adler og er hún komin til að biðja hann hjálpar. Hún biður Lance um að halda til London í þeirri von að hann hafi uppi á bróður sínum sem virðist hafa horfið sporlaust af yfirborði jarðar. Lance lætur á endanum til leiðast, fer til Lond- on og hefur samband við vinnuveitendur Rubert en þeir vilja meina að týndi æskuvinurinn sé hinn mesti svikahrappur og ógæfumenni. Og þegar líður á leitina kemur í ljós að Rubert er flæktur í fjölda furðulegra mála sem tengjast meðal annars japönskum kaupsýslumanni, rúss- nesku hágæðaáli og lestarráni frá 1963. Söguhetjan Lance er eins konar andhetja sem er vel kunnugleg í mörgum spennusögum og reyfurum; drykkfelld, metnaðarlaus en alltaf svöl. Enn fremur gætir ýmissa tóna úr „film no- ir“-hefðinni í sögunni. Höfundurinn Robert Goddard er vel þekktur spennusagnahöfundur í heimalandi sínu Bretlandi og hefur hann sér- staklega getið sér orð fyrir flóknar og úthugs- aðar sögur sem eru oftar en ekki með ein- hverjum vísunum í sögulega atburði. Goddard er vissulega kunnáttumaður í aðferðum og vís- indum spennusögunnar og er umrædd bók gott dæmi um það. Bókin kom nýverið út hjá Bjarti í íslenskri þýðingu eftir Ugga Jónsson. Af þeim nýútkomnu þýddu spennusögum sem fjallað er um í þessari samantekt er höfundur þeirrar þriðju og síðustu vafalaust langþekkt- astur, alla vega á heimsvísu. Maðurinn sem um ræðir er enginn annar en bandaríski metsölu- höfundurinn Dean Koontz sem hefur afrekað að ná öllum bókum sínum inn á metsölulista New York Times. Þar á meðal hefur hann náð þrett- án kiljum og tíu harðspjalda bókum í fyrsta sæti þess lista. Hans nýjasta bók sem kemur út í íslenskri þýðingu ber titilinn Háspenna og kemur út hjá Skjaldborg en það er Björn Jónsson sem þýðir. Söguhetja Háspennu er hæglátur ljúflingur að nafni Billy Wiles sem afgreiðir fastagestum á hverfiskránni. Einn daginn þegar hann hefur lokið vakt og gengur í átt að bílnum sínum sér hann að komið hefur verið fyrir orðsendingu undir annarri rúðuþurrkunni. Í orðsendingunni stendur að Billy eigi að velja hvort sendandi bréfsins, sem er augljóslega sálsjúkur ein- staklingur, eigi annaðhvort að drepa fallega, ljóshærða kennslukonu eða roskna konu sem hefur verið atkvæðamikil við góðgerðarstarf- semi. Slíkt vald yfir lífi og dauðu einstaklinga sem hann hefur aldrei hitt er honum engan veg- inn kærkomið og hefst upp úr því stigvaxandi barátta Billy við hinn óþekkta sendanda. Dean Koontz kann allar kúnstirnar við spennusagnagerð og beitir hann þeim vel í þess- ari bók. Bókin geymir jafnframt mikið af hans helstu kennileitum, svo sem ýtarlegar lýsingar á veðurfari, byggingum og plöntum, Fordbíl og ýmsar tilvitnanir í bókmenntasöguna. Dularfull hvörf og valkvíði ÚTGÁFUR þýddra spennusagna eru ófáar þessa bókavertíð sem og áður og gefur hér að líta um- fjallanir um þrjár þeirra. Tvær af þeim koma út undir merkjum Skjaldborgar, annars vegar Drifhvítur dauði – Saga um glæp eftir Alex- öndru Kui í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurð- ardóttur og hins vegar Háspenna eftir Dean Ko- ontz í þýðingu Björns Jónssonar. Þriðja spennusagan kemur frá Bjarti og er hún eftir Englendinginn Robert Goddard. Ber hún titilinn Horfinn og það er Uggi Jónsson sem þýðir. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Alexandra Kui Robert GoddardDean Koontz

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.