Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Í grein sem ég skrifaði í Ritið 1/2007 ræði ég þær orð- ræðuhefðir sem mótað hafa umræðuna um loftslagsvís- indi síðustu árin og flokka þær samkvæmt einkenn- um í hrakspárorðræðu, velsæld- arorðræðu og safnast-þegar-saman- kemur orðræðuna.1 Einn und- irflokkur velsældarorðræðunnar er mælskufræðileg efahyggja, en henni beita fyrst og fremst harðlínumenn á hægri væng stjórnmála og reyna með því „að grafa undan niðurstöðum loftslagsrannsókna sem vondum vís- indum. Fulltrúar þessara sjónarmiða vísa gjarnan til vísindamanna sem halda fram gagnstæðum hug- myndum við ráðandi skoðun til þess að sýna fram á gallana í þeim kenn- ingum sem hrakspármennirnir byggja á og vara við alvarlegum efna- hagslegum afleiðingum þess að draga úr efnahagslegri uppbyggingu og iðn- væðingu á Vesturlöndum, sem og í þriðja heiminum.“2 Tilgangur minn með greininni í Ritinu er ekki síst sá að draga fram þær pólitísku áherslur sem búa að baki deilunni um lofts- lagsrannsóknir, því þær gera alla markvissa umræðu um þessar flóknu vísindalegu spurningar nær ómögu- lega. Greining mín er því ekki pólitísk þótt hún beinist að því að svipta hul- unni af orðræðu ákveðinna þrýsti- hópa á vettvangi stjórnmála. Í pistli sem ég skrifaði um Björn Lomborg í Lesbók Morgunblaðsins vísaði ég í þessa orðræðugreiningu og benti á að helstu fulltrúar mælsku- fræðilegrar efahyggju á Íslandi væru Hannes Hólmsteinn Gissurarson og félagar hans á Vef-Þjóðviljanum, en þeir hafa „lengi verið málpípur ráð- andi afla í samfélaginu“.3 Hannes hafði ýmislegt út á þessa staðreynd að setja og skrifaði tvær langar greinar í Lesbókina á milli þess sem hann hljóp í útvarp og sjónvarp og kvartaði yfir meðferðinni á sér.4 Í nýjustu hugleiðingu sinni um lofts- lagsmál endurskapar Hannes sig loks sem andófsmann sem menn vilji þagga niður í. Hann beitir fyrir sig af- brigði af grátkonustíl, er ofsóttur málsvari sannleikans, hinn hrjáði og hraksmáði talsmaður frumþarfa- hugsjónarinnar sem umhverfisvernd- arofstopinn vill fótum troða. Rétt eins og skoðanasystkini hans, finnur Hannes hugfró í því að fyrir nokkrum öldum reyndi Galileo Galilei að verja sannleikann gegn kirkjuvaldinu. Af staðfestu hans má draga mikinn lær- dóm þegar umhverfisrétttrúnaðurinn reynir að drekkja öllum efasemd- aröddum.5 Það er þó ekki laust við að Hannes sé smeykur rétt eins og Björn Lomborg sem leggur gagnrýni andstæðinga sinna að jöfnu við nornaofsóknir í Evrópu á fimmtándu og sextándu öld.6 Hannes segir: „Við búum sem betur fer í frjálsu landi, þar sem andófsmenn eru ekki brenndir á báli eins og á miðöldum eða vistaðir á vitfirringahælum eins og í Ráðstjórnarríkjunum sálugu. Nú er frekar reynt að þagga óbeint niður í þeim, hrekja þá úr húsi, gera þá ómarktæka með stimplum“.7 Yfirlýsing Hannesar er kostulega ófyrirleitin því að vandinn sem hann glímir við er fullkominn heilaspuni hans sjálfs. Hann kvartar yfir því að reynt sé að þagga niður í sér. Hafi Hannes Hólmsteinn Gissurarson orð- ið þögninni að bráð má spyrja hversu þungt hún hvíli á okkur hinum? En Hannes prísar sig líka sælan fyrir að vera ekki fæddur á miðöldum og að hafa ekki veslast upp á geðveikrahæli í Ráðstjórnarríkjunum. Hver ætli til- gangurinn með svo tilgangslausri þakkargjörð eigi að vera? Er henni ætlað að vera vísbending um það sem hefði getað orðið á öðrum stað í öðr- um tíma; um afdrif Hannesar ef and- stæðingar hans í ritdeilu þessari fengju frjálsar hendur? Ég sé lítinn annan tilgang með þakkargjörðinni og þykir miður að í skoðanaskiptum okkar skuli Hannes ekki hafinn yfir mælskubrögðin sem hún vitnar um. Hverju svarar Guðni ekki? Í Lesbókargreinunum tveimur sem Hannes hefur skrifað um loftslags- mál í október slengir hann fram ýms- um fullyrðingum sem hann fer síðan fram á að ég svari. Það er eðlilegt. Hannes vill stýra umræðunni frá hugleiðingum um afneitunarrétttrún- aðinn sem á rætur að rekja til náinna tengsla olíuiðnaðarins við bandaríska Repúblíkanaflokkinn, en til þess flokks sækja flestir skoðanabræður Hannesar sannfæringu sína í þessu máli. Hér eru ýmsar staðhæfingar sem Hannes vill að ég svari: a) Fullyrðing: „Skógar þekja nú jafnmikið flæmi og fyrir fimmtíu ár- um“. Hannes vísar ekki í neina heim- ild þessari yfirlýsingu til stuðnings og ég fer hér með fram á að hann geri það, því að þetta eru ótrúleg tíðindi ef sönn reynast. Allar þær greinar sem ég hef lesið um efnið benda til að þessu sé öfugt farið. Í Fjórðu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um ástand jarð- ar frá þessu ári kemur t.d. fram að milli 1990 og 2005 hafi skóglendi á hnettinum minnkað um 0,2% á hverju ári.8 Einnig hafa verið færð fyrir því rök að um fimmti hluti regnskóga jarðar hafi orðið eyðingu að bráð milli 1960 og 1990, og að á síðustu tuttugu árum sé skógareyðingin á bilinu 55.630 og 120.000 ferkílómetrar á ári.9 Raunar veldur eyðing regnskóga um 25% af heildarlosun koltvísýrings í heiminum árlega. Mjög nákvæma sundurliðun skógareyðingar frá landi til lands og á heimsvísu má t.d. sjá á heimasíðu Mongabay.com, en þessar upplýsingar má fá víða annars stað- ar.10 Fullyrðing Hannesar er þó svo djörf að hann hlýtur að hafa eitthvað fyrir sér. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvaðan hann hefur visku sína. b) Fullyrðing: Á áttunda áratug liðinnar aldar spáðu menn því að lítil ísöld væri yfirvofandi fyrir aldamótin. Hannes segir: „Bandarískur prófess- or, Reid Bryson, kvað líkur á nýrri ís- öld. Mannkynið yrði að búa sig undir harðindi og gæti sitt hvað lært af ís- lenskum bændum, sem hefðu metið á hverju ári, hversu margt fé væri á vetur setjandi. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni voru sömu skoðunar.“ Sagan af Bryson er mikið notuð í af- neitunargeiranum og er vissulega forvitnileg. „Af hverju ættum við að trúa vísindamönnunum núna úr því að þeir spáðu hinu gagnstæða fyrir aðeins þremur áratugum?“ spyrja af- neitunarsinnarnir. Þetta er skemmti- leg brella því hún gengur út á að leggja að jöfnu þá tilgátu sem sett var fram um ísöld á áttunda áratugnum og þær kenningar um loftslags- hlýnum sem hafa verið í stöðugri þró- un síðustu þrjá áratugi líkt og um eins konar dynti vísindamanna sé að ræða. Slíkt er firra. Um ísaldarhætt- una var skrifuð ein bók sem ætluð var almenningi og fáeinar greinar í dæg- urtímarit. Um hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa hafa aftur á móti verið skrifaðar þúsundir vís- indagreina í virt alþjóðleg vísinda- tímarit þar sem farið er yfir öll gögn gaumgæfilega. Niðurstöður þeirra loftslagsrannsókna hafa verið um- ræðuefni í alþjóðasamfélaginu og teknar fyrir á fundum G-8 iðnríkj- anna. Ekkert slíkt gerðist fyrir þrjá- tíu árum því að tilgátan öðlaðist aldr- ei neinn hljómgrunn í vísindasamfélaginu. Lesendur geta sannreynt það því að William M. Con- nolley hefur tekið saman allt sem skrifað var um litlu ísöldina á sínum tíma; það reynist ekki mikið efni.11 c) Hannes segir á tveimur stöðum: „Hafís er vissulega að minnka á norð- urslóðum, en aðeins í svipað horf og oft hefur verið áður. Ísbreiðan á Suð- urskautslandinu er á sama tíma að stækka, og óvenju kalt hefur verið í veðri víða á suðurhveli. Í júlí á þessu ári snjóaði í Góðviðru (Buenos Aires), en það hefur ekki gerst frá 1918“ og „Í fyrsta lagi hefur oft hlýnað og kólnað á víxl áður, án þess að menn verði sakaðir um. Jöklar voru minni á landnámsöld en nú. Talað hefur verið um „litlu ísöldina“ 1400-1900, þegar Tempsá lagði og byggð norrænna manna á Grænlandi eyddist. Er okk- ur ætlað að trúa, að hlýnunin nú sé hin eina í allri loftslagssögunni, sem sé nær eingöngu af mannavöldum?“ Lítum nú á fullyrðingarnar sem Hannes varpar fram: 1) Lokaspurn- ingunni er auðsvarað. Enginn vís- indamaður hefur haldið því fram að þær loftslagsbreytingar sem urðu á jörðinni fyrir daga mannsins væru af hans völdum og það er ekki fyrr en með iðnbyltingunni sem maðurinn er kominn í þá stöðu að geta haft raun- veruleg áhrif á umhverfi sitt. For- sendan er því einfaldlega kjánaleg. En hvað um hin atriðin. 2) Fullyrð- ing: Sums staðar hefur vissulega hlýnað, en annars staðar hefur líka kólnað. Svar: Þetta er algeng aðferð afneitunarsinna til að draga úr vægi loftslagsvísinda. Afneitunarvefsíðan CO2 Science birtir t.d. fréttir af veð- urathugunarstöð vikunnar, þar sem fjallað er um staði þar sem hefur kólnað undanfarinn áratug.12 Hér er gert ráð fyrir að hnattræn hlýnun or- saki hlýnun alls staðar og ef hægt sé að finna staði þar sem hefur kólnað sé búið að sýna fram á veikleika í kenn- ingunni, jafnvel afsanna hana. Þetta er mikill misskilningur og orsakast af því að menn átta sig ekki á hinum flóknu ferlum sem stýra hækkandi hita á jörðinni, en hann verður að skoða í hnattrænu samhengi. Sé það gert fer ekki milli mála að það hefur hlýnað.13 Vísindamenn höfðu t.a.m. bent á að áhrif koltvísýrings yrðu meiri á norðurhveli jarðar en á suð- urhvelinu, en fyrir því eru margar ástæður. Landmassinn liggur að mestu norðan við miðbaug og hafið tekur miklu lengri tíma að bregðast við hitasveiflum. Annar stór áhrifa- valdur er ráðandi hafstraumar sem hindra að heitt vatn frá hitabeltinu nái að hita upp Suðurskautslandið á meðan þeir hita óhindrað landsvæði við Norður-Atlantshafið eins og Ís- lendingar vita flestir.14 Því má heldur ekki gleyma að þótt finna megi dæmi um staðbundna kólnun eru dæmin um hlýnun yfirgnæfandi. Þannig verður einnig að skoða jökulmassann á hnattrænum forsendum eigi menn að skilja áhrif hnattrænnar hlýn- unar.15 3) Fullyrðing: „Það var líka heitt á miðöldum“. Svar: Rannsóknir benda til þess að hnattræn hlýnun síðustu áratuga sé nokkuð umfram það sem gerðist á miðöldum og það þurfi að fara a.m.k. 1.200 ár aftur í tímann til að finna sambærilegt hlý- indaskeið í sögu jarðarinnar.16 „Frá- bært“ kunna einhverjir að segja. „Jörðin slapp úr þeim þrengingum áfallalaust.“ En áhyggjurnar stafa ekki af því að hitastigið á jörðinni sé þegar orðið of hátt, heldur af hinu hvað gerist ef hitnar frekar. Vís- indamenn óttast að hækki hitinn um 1,1–6,6 gráður á Celcíus fari einhvers staðar á því bili af stað keðjuverkandi áhrif sem geti haft í för með sér hrikalegar afleiðingar.17 Evrópusam- bandið hefur ákveðið að draga línuna við hlýnun sem nemur tveimur gráð- um og við verðum bara að vona að þau mörk séu ekki of há. d) Fullyrðing: „En hvað um aukna virkni sólar? Er hún ekki aðal- áhrifavaldurinn?“ Svar: Það er rétt að sólin er aðaláhrifavaldurinn á hita- stig á jörðinni. Því er það forvitnileg staðreynd að engar breytingar hafa orðið á virkni sólar síðustu þrjátíu ár- in, einmitt á þeim tíma sem mesta hnattræna hlýnunin hefur orðið. Um það má meðal annars lesa á heima- síðu The World Radiation Center, en mælingarnar fara fram með gervi- hnöttum til þess að útiloka áhrifa- valda á jörðu niðri sem gætu skekkt þær.18 Hjá Max Planck-stofnuninni (Max Planck Institute for Solar Sys- tem Research) er einnig að finna áhugavert líkan sem sýnir fylgnina milli sólarvirkni og hitastigs á jörð- inni frá 1850 til 2000. Allt fram til 1970 er skýr fylgni milli sveiflna í sól- arvirkni og hitastigs, en frá 1970 er ekki um það að ræða.19 Það er því rangt að skýringarnar á hlýnun síð- ustu áratuga megi rekja til virkni sól- arinnar.20 e) Hannes segir ekki hafa hlýnað frá 1998, og að það hafi verið næsthlýjasta ár tuttugustu aldar á eftir 1934. Þetta er rangt hjá Hann- esi. Taflan sem hann vísar í á við Bandaríkin ein21 og enn og aftur verð- ur að hamra á því að vísindakenn- ingin um hnattræna hlýnun byggist ekki á hitafarsupplýsingum frá af- mörkuðum svæðum jarðarkringl- unnar. Af hverju getur Hannes þess ekki í dæminu sem hann tekur að þetta séu hitafarstölur um Bandarík- in? Flest ár frá síðasta áratug raðast nefnilega á topp tíu listann sé litið á jörðina alla. Hér má svo benda á að þótt meðalhiti ársins 1998 hafi verið meiri en næstu ára á eftir er skýring- anna á því að leita í miklum áhrifum frá El Niño hafstraumnum það ár. Ég ætla ekki að ræða þá staðhæf- ingu Hannesar Hólmsteins að dómari í breskum yfirrétti hafi komist að þeirri niðurstöðu að kvikmynd Gores, An Inconvenient Truth, „mætti sýna í skólum, en henni yrði að fylgja við- vörun, enda væru í henni ýmsar hæpnar eða jafnvel rangar fullyrð- ingar, og miðaði dómarinn þá við það, sem viðtekið væri í vísindaheim- inum“.22 Árni Finnsson hrekur þessa staðhæfingu í nokkru máli í nýjasta hefti Herðubreiðar.23 Annar og þyngri dómur féll í apríl síðastliðnum. Þá kvað hæstiréttur Bandaríkjanna upp þann dóm að umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA, hefði fulla heimild til þess að „hamla gegn losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsa- lofttegunda og [bæri] í reynd skylda til þess. Rétturinn segir í dómi sínum á mánudag að útblástur bíla falli und- ir loftmengun og því undir stofn- unina, sem á m.a. að framfylgja lög- um um hreint loft. EPA verði að sanna að lofttegundirnar valdi ekki skaða, ella hljóti stofnunin að beita sér fyrir því að dregið verði úr los- un.“24 Úrskurðurinn skipti miklu og leiddi til þess að harðlínumenn í hópi repúblikana, með George W. Bush í broddi fylkingar, neyddust til að draga í land og setja fram málamiðl- unartillögur.25 Sönnunarbyrðin hefur færst yfir til afneitunarsinnanna. Það er ekki lengur nóg að segja nei. Um gagnrýna hugsun og hug- myndafræðilegt hik Rétt eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ég ekki menntaður í raunvísindum og hvorugur okkar á eftir að leggja fram vísindagreinar sem nýtast til þess að sanna eða af- sanna kenninguna um hlýnun jarðar. Ég er aftur á móti þjálfaður í orðræð- ugreiningu og get beitt henni til þess að draga fram ýmsar forvitnilegar hliðar á loftslagsumræðunni eins og t.d. það hvernig pólitísk sannfæring Hannesar Hólmsteins stýrir afstöðu hans til vandamála í raunvísindum. Ég geri það í löngu máli í grein minni í Lesbókinni fyrir tveimur vikum og sömuleiðis í greininni sem birtist í Ritinu og vísað var til hér að fram- an.26 Hannes ver sig þó með þessum orðum: „Á sama hátt og það skiptir ekki máli um sanngildi vísindalegrar kenningar, hversu margir eru með henni eða á móti, breytir engu um hana, hvað þeim gengur til, sem styðja hana, eða við hverja þeir hafa sálufélag.“ Exxon-málpípur og vatns Í LESBÓK fyrir tveimur vikum sak- aði Hannes Hólmsteinn Gissurarson Guðna Elísson um að svara ekki ýmsum fullyrðingum sínum sem ganga þvert á kenningar um hlýn- un jarðar. Guðni segir að með þess- um fullyrðingum vilji Hannes stýra umræðunni frá hugleiðingum um afneitunarrétttrúnaðinn svokallaða sem á rætur að rekja til náinna tengsla olíuiðnaðarins við banda- ríska Repúblikanaflokkinn, en til þess flokks sæki flestir skoðana- bræður Hannesar sannfæringu sína í þessu máli. En Guðni tekur Hann- es á orðinu og svarar fullyrðingum hans hér. Reuters Sögulegt lágmark Gervihnattamynd NASA frá 16. september sýnir hafís í sögulegu lágmarki. Vandi loftslagsumræðunnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.