Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. 12. 2007 81. árg. lesbók VARÐ HÚN HARMÞRUNGIN MJÖG HÚN ÞEKKTI SJÁLFA SIG SEM FERÐAFÉLAGA SKÁLDSINS, STÚLKUNA SEM HANN GREIDDI LOKKA VIÐ GALTARÁ >> 12 Nektin er ekki eiginleiki og heldur ekki klæði syndarinnar eða ástríðunnar » 8 Morgunblaðið/Einar Falur Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Ef ég hefði verið í nefndinni sem til-nefnir fagurbókmenntir til ís-lensku bókmenntaverðlaunannahefði ég haft Blysfarir eftir Sig- urbjörgu Þrastardóttur og Himnaríki og hel- víti eftir Jón Kalman Stefánsson og Sand- árbókina eftir Gyrði Elíasson meðal hinna tilnefndu. Og fleiri: Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Ástarljóð af landi eftir Steinunni Sigurðardóttur. Ég hef lesið þrjár þeirra bóka sem voru tilnefndar, Höggstað eftir Gerði Kristnýju, Söng steinasafnarans eftir Sjón og Minn- isbók Sigurðar Pálssonar, allt afbragðs bæk- ur sem ég hefði líka tilnefnt. Af hverju er ekki lagður fram langur listi í desember? Kannski 8-10 bækur. Það mætti svo birta stuttan lista í mars (3 bækur) og velja svo verðlaunabókina í maí. Þetta fyrirkomulag myndi gera verðlaunin marktækari og skapa aukna umræðu um fleiri bækur í lengri tíma. Núverandi fyrirkomulag er meingallað eins og margoft hefur verið bent á. Furðu- legt er hvað Félag íslenskra bókaútgefenda, sem stendur að verðlaununum, hefur verið tregt til að breyta framkvæmd verð- launanna. Það fylgir því talsverð ábyrgð að halda úti verðlaunum sem kölluð eru ís- lensku bókmenntaverðlaunin. Langi listinn MENNINGARVITINN „FYRIR mér er karlmennska annars ofboðslega langt frá því að spóla um á stórum dekkj- um. Þá er eitthvað að í þroska viðkomandi einstaklings. Í öllum mínum bókum má sjá þá hugmynd að enginn dagur sé venjulegur, engin manneskja venjuleg og að þversagnir geri okkur mann- leg. Þess vegna er bókin full af dálítið ólíkindalegum mannleg- um samskiptum. Það er ekki allt rökrænt í sálarlífi manns- ins.“ Svo mælist Auði A. Ólafs- dóttur listfræðingi og rithöf- undi í viðtali við Einar Fal Ingólfsson í Lesbók í dag, en umræðuefnið er þriðja skáld- saga Auðar, Afleggjarinn. Sag- an segir frá 22 ára manni sem heldur út í heim með þrjá rósaafleggjara, og tekur stefn- una á fornan rósagarð í óræðu þorpi sunnar í álfunni. Auður segir Einari Fali frá frelsinu sem felst í því að dikta upp nýjan heim, frá sögunni sjálfri og ekki síst þeirri trúarlegu táknfræði sem hún leikur sér með í sögunni, þar á meðal táknmáli rósarinnar. „Og niðurstaðan sú að feg- urðin felist í að elska og rækta sinn garð – sem þarf ekki að vera annað en smáskiki,“ segir Auður við Einar Fal. » 3 Auður með rósa- vettlinga     Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Árleg jólasýning Gallerís Foldar hefst laugardaginn 8. desember Opið er í Galleríi Fold Rauðarárstíg virka daga frá kl.10–18, laugardaga frá kl. 11–16 og sunnudaga frá kl. 14–16. Haraldur Bilson Jólasýning Fjöldi nýrra verka til sýnis. Enn fremur gott úrval eldri verka. Sýningin stendur til 23. desember

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.