Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 4
Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur sigruns@lhi.is R ennusteinar, grjót við sjávarsíðuna, mátunarklefi í versl- un, hús sem á að fara að rífa, hús í byggingu, óreiða í barnaherbergi og dapurleg húsasund. Ívar Brynjólfs- son myndar oftar en ekki hluti sem eru allt í kringum okkur og setja svip sinn á samfélagið en fáir taka raun- verulega eftir. Hann leiðir mig áfram um heimili sitt og vinnustofu í bílskúr þar sem fjöldi ólíkra verka bæði hangir á veggjum eða er geymdur í kössum. Það sem einkennir flest verk Ívars er hvernig sú hárfína lína sem skilur að heimilda- ljósmyndun og listræna ljósmyndun er afmáð. Þannig fetar Ívar í fótspor ljós- myndara á borð við Walker Evans, Robert Frank, Bill Burke, Larry Sultan og Chris Killip sem hann segir alla vera áhrifavalda í sinni ljósmyndun. Þeir not- uðu allir ljósmyndavélina til þess að skrásetja ólíka og oft gleymda þætti mannlífsins og gefa þeim fagurfræðilegt gildi. Sá síðastnefndi myndaði þjóð- félagsástandið í Bretlandi um tveggja ára skeið á 8. áratugnum og var afrakst- urinn bæði áhrifamikið og sögulegt verk sem nefnist In Flagrante. Þessar ljósmyndir eru af mörgum taldar vera ein besta sjónræna heimildin sem til er um þjóðfélagsástandið á Thatcher-tímabilinu. Ívar vildi gjarnan sjá eitthvað svipað gerast hér, að stuðlað verði að því að íslenskir ljósmyndarar fái tæki- færi til að skapa sjónrænar heimildir um þann samtíma sem við lifum í hverju sinni. „Í þessu henda-og-kaupa-nýtt-þjóðfélagi sem Ísland er orðið er um- hverfið stöðugt að taka breytingum en það er enginn sem stendur fyrir því að þessar breytingar séu skrásettar, nema einstaka ljósmyndarar sem fara í sjálfskipaða þegnskylduvinnu. Fólk hér á Íslandi virðist ekki átta sig á gildi sjónrænna heimilda fyrr en hlutirnir eru farnir að glatast en þá er hlaupið upp til handa og fóta, en því miður er það þá oft of seint. Dagurinn í dag verður ekki myndaður á næsta ári.“ Ívar bendir einnig á að ekki sé hægt að líta svo á að fréttaljósmyndarar sem starfi á fjölmiðlum sinni þessu hlutverki. „Þeir eru auðvitað fyrst og fremst að mynda brosandi stjórnmálamenn og fyrirfram skilgreinda stórviðburði en ekki daglegt líf venjulegs fólks eða hið hversdags- lega umhverfi sem tekur sífelldum breytingum. Það lítur enginn svo á að óþarfi sé að gera heimildakvikmyndir þar sem fréttatökumenn sjónvarps fáist við að mynda mannlífið. Fólk virðist vera lítið meðvitað um gildi heimilda- ljósmynda. Gildi þeirra er síst minna en gildi heimildakvikmynda og reyndar mjög svipaðs eðlis. Heimildaljósmyndir eru teknar samkvæmt ákveðinni hug- myndafræði og í þeim tilgangi að varpa ljósi á ákveðna þætti í samfélaginu, sem einmitt oft á tíðum rata ekki á forsíður dagblaðanna.“ Umgjörð um líf okkar Nú stendur yfir í myndasal Þjóðminjasafnsins sýning á ljósmyndum Ívars af innviðum skóla og dagvistarstofnana fyrir fötluð börn á Íslandi. Við fyrstu sýn virðast þær ef til vill vera eins og hverjar aðrar dagvistarstofnanir en við nán- ari athugun tekur maður eftir smáatriðum sem benda til þess að líf þessara barna sé ólíkt lífi flestra annarra barna á Íslandi. Hjálpartæki af ýmsum toga, bleyjur í yfirstærð og ýmis önnur atriði sem minna á hvernig líkaminn setur lífi okkar skorður. Ljósmyndirnar vann Ívar í tengslum við sýningu banda- ríska ljósmyndarans Mary Ellen Mark sem sýnir á sama tíma í Þjóðminja- safninu ljósmyndir af fötluðum börnum á Íslandi. Ljósmyndasýningarnar tvær eru unnar út frá ólíkum forsendum og hugmyndafræði en kallast á og skapa í sameiningu óviðjafnanlega heimild um líf fatlaðra barna á Íslandi. Hvítir fletir og köld birtan í ljósmyndum Ívars draga fram umgjörðina um líf barnanna og veita okkur innsýn í það líf sem hlýjar og oft á tíðum tilfinn- ingaþrungnar myndir Mary Ellen Mark sýna okkur ekki. Ljósmyndirnar sem sýndar eru á Þjóðminjasafinu eru eðlilegt framhald af stóru ljósmyndaverki sem Ívar hefur unnið með því að mynda innviði á stofn- unum og í verslunum á Íslandi. „Ég byrjaði að taka myndir af verslunum árið 1986 þegar ég var að læra ljósmyndun í San Francisco. Síðar tók ég myndir af fólki að versla í íslenskum stórmörkuðum og að lokum þróaðist þetta út í að mynda innviði í verslunum, varning og hluti til sölu. Allt í allt held ég að ég hafi myndað um 120 verslanir.“ Engar þessara mynda hafa verið sýndar op- inberlega en á síðasta ári sendi Ívar frá sér litla bók með þessum myndum. Bókin nefnist upp á latínu Specimina Commercii (Sýnishorn verslunarinnar). „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem kynningarbækling. Ég hef ekki sett hann í sölu en dreifi honum til þeirra sem kunna að hafa áhuga á mínum verkum. Mesta áherslu hef ég reyndar lagt á að dreifa honum erlendis,“ segir Ívar og bætir við að hann hafi laumulega komið nokkrum eintökum fyrir í bókaversl- un í London á ferð sinni um borgina. „Það væri gaman að vita hvort einhver hafi reynt að kaupa verkið,“ segir hann og handleikur bókina sem er ekki til sölu en fjallar engu að síður um allt það sem er til sölu. Ljósmyndinar fjalla óhjákvæmilega um neyslusamfélagið en hann neitar því að þetta sé ádeila á neysluna. „Víst má segja að neysla Íslendinga fari oft á tíðum úr hófi fram en ég er ekki nema samsekur og get því ekki frelsað nokkurn nema sjálfan mig. Ég hef nefnilega sjálfur mjög gaman af því að versla og kaupi eitthvað á hverj- um degi.“ Engu að síður er erfitt að halda því fram að ljósmyndirnar sveipi neyslumenningu á Íslandi dýrðarljóma. Umkomulausir ísskápar í verslun, rifflar, klukkur og málinngardollur sem hafa ekkert gildi fyrr en einhver tek- ur þær í notkun. Ósmekklegur raunveruleiki Ívar er lítið fyrir að fegra umhverfið í kringum sig. Veruleikinn á ljósmyndum hans er bæði hrár og kaldur – líkt og oft er um raunveruleikann. Hann sýnir mér ljósmyndir af jólaseríum sem eru ólíkar öllum öðrum ljósmyndum sem ég hef séð af jólastemningunni í borginni. Þessar myndir eru svarthvítar og tekn- ar með flassi. „Flassið drepur sjarmann,“ segir Ívar og bendir mér um leið á hvernig flatneskjan í byggingarstíl húsanna brýst fram, stórir fletir í ýmsum hvítum, gráum og svörtum tónum. Mannlífið og menningin á Íslandi er ekki alltaf heillandi, stundum jafnvel ósmekkleg. Ívar, sem lærði ljósmyndun við San Francisco Art Institute á 9. áratugnum, hefur einnig skrásett þann hluta af íslenskri menningu sem mótast af inn- flutningi á bandarískri lágmenningu. „Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum veit ég að það er margt áhugavert í gangi þar sem vert er að skoða og tileinka sér en Íslendingar virðast einhvern veginn hafa ótrúlega hæfileika til að flytja inn allt það ómerkilegasta í bandarískri menningu.“ Hann dregur fram ljós- myndir sem sýndar voru í Slunkaríki á Ísafriði árið 2005. Erfitt er að átta sig á myndefninu. Sandpokar, lítil trébrú, hátt gras og villt náttúra, spor eftir stíg- vél og byssukúlur. Er þetta vettvangur glæps? „Þetta eru ljósmyndir um Í fimmta viðtali Lesbókar við íslenska ljósmyndara er röðin komin að Ívari Brynjólfssyni. Ívar starfar við Þjóðminjasafn Íslands. Garðabær Hversdagsleikinn í fagur » Þetta byrjaði með því að ég fór og myndaði bakgarða við hús sem ég hafði leikið mér í sem barn. Ég fór og skoðaði bernskuslóðir mínar á markvissan hátt með augum fullorðins manns. Eftir að hafa myndað garðana hélt ég áfram og myndaði bæði götur og hús, allt það sem myndaði umgjörð utan um líf mit sem barn í Garðabæ. 4 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.