Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 5
tilbúið stríð,“ segir Ívar til að koma mér á sporið. „Íslendingar hafa aldrei háð alvöru stríð og eiga því engar stríðsmyndir. Þetta eru ljósmyndir af leikvelli stríðshrjáðra Íslendinga. Paintball-svæðið í Kópavogi þar sem ungir Íslend- ingar klæddu sig upp í herbúninga og skutu litaboltum hver í annan.“ Ívar bætir við að með þessum ljósmyndum hafi hann einnig verið að leika sér við að vísa aftur í ljósmyndasöguna og myndir eftir William Henry Jackson og Tim- othy O’Sullivan sem mynduðu vettvang þrælastríðsins. „Á þeim tíma var ljós- myndatæknin ekki komin á það stig að hægt væri að mynda átök stríðsins. Þess vegna var vettvangur stríðsins myndaður á táknrænan hátt. Ég er að leika mér að því að láta þetta kallast dálítið á, þessi tvö stríð; þrælastríðið í Bandaríkjunum og gervistríðið í Fossvogsdalnum.“ Ívar segist hafa fengið lítil viðbrögð við þessum myndum. „Ég er reyndar orðinn vanur því að fá lítil við- brögð við ljósmyndunum mínum. Fólk virðist ekki tala um ljósmyndir á Ís- landi. Það er lítil umræða um gildi ljósmyndunar eða merkingu hennar. Fólk hefur í mesta lagi áhuga á að vita hvert myndefnið er eða hvaða myndavél var notuð.“ Varnarleysi ljósmyndarinnar Ívar bendir á að í þessu sambandi geti texti og ljósmyndir verið varhugaverð samsetning. Hann sýnir mér ljósmyndir af gömlum húsum sem standa við ótilgreinda götu. Fyrir neðan hverja ljósmynd, innan rammans sem myndar umgjörð utan um hana, hefur hann skrifað númer. Þegar betur er að gáð eru þetta húsnúmer þeirra húsa sem birtast okkur á ljósmyndunum. Húsnúmerin má reyndar einnig sjá á ljósmyndunum sjálfum en það að þau eru endurtekin sem texti fyrir neðan myndina gerir vægi þeirra óþægilega mikið. Í stað þess að horfa á ljósmyndina fer ég að velta því fyrir mér við hvaða götu þessi hús standi. Númer 61 við hvaða götu nákvæmlega stendur þetta hús? Skiptir það kannski engu máli? „Með þessum ljósmyndum langaði mig að fjalla um varn- arleysi ljósmyndarinnar gagnvart textanum,“ segir Ívar. „Um leið og þú setur texta undir einhverja mynd ertu búinn að skilgreina hana og takmarka túlkun áhorfandans. Textinn sviptir þannig áhorfandann ákveðnu frelsi til túlkunar.“ Svipuð hugmynd liggur að baki ljósmyndum sem sýndar voru í Galleríi Fugli við Skólavörðustíg árið 2005. Þær ljósmyndir eru, ólíkt flestum ljós- myndum Ívars, í lit og birta okkur brot af borgarmyndinni í Reykjavík og af stórborginni London. Hvít strik á götu, laufblað á bílastæði og rennusteinn. „Þessar ljósmyndir eru í raun og veru algörlega ónauðsynlegar. Það sem þær birta okkur er svo hversdagslegt að það skiptir okkur engu máli. Þú sérð þetta út um allt en enginn stoppar til að virða fyrir sér rennustein eða laufblað á malbiki. Kannski eru þetta viðbrögð mín við ástandinu í ljósmyndun á Íslandi og því hvernig stofnanir vanrækja það hlutverk sitt að skrásetja samtímann. Fyrst svona er komið er alveg eins hægt að mynda jafn ómerkilegan hlut og rennustein eins og hvað annað.“ Hvað sem því líður verður ekki hjá því litið að ljósmynd Ívars af rennusteini er falleg á einhvern áþreifanlegan hátt. Ljós- myndirnar setja þessa ofurhversdagslegu hluti í fagurfræðilegt samhengi. Lítið laufblað á malbiki. Hvers vegna skyldi ekki vera ástæða til að skoða það nánar? Ljósmyndin beinir athygli okkar að smáatriðum, slítur hluti úr samhengi og dregur jafnvel fram ákveðna formfegurð í þeirri óreglu sem lífið í raun er. Jafnvel raunverulegt drasl getur fengið fagurfræðilegt gildi ef það er slitið úr sínu upprunalega samhengi. Eitt af ókláruðum verkum Ívars sýnir þá reglu- bundnu óreglu sem finna má í hverju barnaherbergi. Lego-kubbar og skóla- bækur mynda formfasta óreglu sem kalla um leið fram sterkar minningar, bæði hjá þeim sem eiga börn og þeim sem einhvern tímann hafa verið börn. Þegar betur er að gáð leika minningar einnig mikilvægt hlutverk í ljós- myndum Ívars. Sterkast kemur þetta fram í myndaröð sem hann hefur unnið að allt frá árinu 1996 og sýnir bernskuslóðir hans í Garðabæ. „Þetta byrjaði með því að ég fór og myndaði bakgarða við hús sem ég hafði leikið mér í sem barn. Ég fór og skoðaði bernskuslóðir mínar á markvissan hátt með augum fullorðins manns. Eftir að hafa myndað garðana hélt ég áfram og myndaði bæði götur og hús, allt það sem myndaði umgjörð utan um líf mit sem barn í Garðabæ.“ Staðirnir hafa breyst, hús hafa verið rifin og stemningin er önnur. Engu að síður finnur áhorfandinn vel fyrir takti tímans þegar hann virðir þessar ljósmyndir fyrir sér. Barnsraddir sem bergmála milli húsa, börn að leik á íslensku sumarkvöldi í venjulegum úthverfagörðum sem tapað hafa æv- intýraljóma bernskunnar. Þetta eru eins konar panoramamyndir en teknar á venjulega vél sem ekki skapar sömu blekkingu og panoramavélin. Ívar raðar saman þremur og stundum fjórum ljósmyndum sem skapa vítt panoramasvið en ólíkt þeirri heildarmynd sem fæst með panoramamyndavélinni skapast skurður á milli myndanna þriggja. Gat. Hola. Ljósmyndin er brotakennd líkt og minningarnar sem hún vekur. Líkt og möguleikinn til að varðveita, skrá- setja og endurskapa í fullkominni mynd. Battlefields Kristmessuljós Specimina-Commercii Ívar sefur fræðilegu samhengi »Ég er reyndar orð- inn vanur því að fá lítil viðbrögð við ljós- myndunum mínum. Fólk virðist ekki tala um ljósmyndir á Íslandi. Það er lítil umræða um gildi ljósmyndunar eða merkingu hennar. Fólk hefur í mesta lagi áhuga á að vita hvert mynd- efnið er eða hvaða myndavél var notuð. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 5 ÆVISAGAN Í ÁR! holar@simnet.is M bl 9 44 57 6 Hér segir Sveinn í Kálfskinni frá því þegar hann: – var fóðurmeistari á dönskum búgarði og vann með amerískum indíánum á Keflavíkurflugvelli – var tekinn í landhelgi í Jórdaníu á ólöglegri siglingu á seglbretti – svaf í svítu á diplómatahóteli í Berlín og lá úti í grenjandi stórhríð, einn og týndur uppi á öræfum Íslands – ók í brynvörðum bíl um Bronx og Harleem og sat á spjalli við þriggja kvenna ættarhöfðingja í Afríku – bjó til bæði flugvöll og stöðuvatn upp á eigin spýtur – seldi ferðamönnum allt frá slori og fjósalykt upp í þyrluferðalög. Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu ævisögu Sveins í Kálfskinni; ævintýramannsins sem aldrei hefur séð eftir neinu og ætlar, hvað sem hver segir, að byggja kláfferju upp á Vindheimajökul áður en yfir lýkur. 3. sætið á metsölulista Mbl. – ævisögur! 1. prentun uppseld 2. prentun væntanleg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.