Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Jason Reitman sló í gegn í fyrrameð satírunni Thank You for Smoking og var af mörgum kall- aður föðurbetr- ungur, þótt hörð- ustu aðdáendur Ghostbusters (sem Ivan pabbi hans leikstýrði) muni sjálfsagt þræta fyrir það. En nú er rétt ófrumsýnd ytra nýjasta mynd hans, Juno, sem fjallar um táningsstúlku sem verður ófrísk og ákveður að sjá alfarið sjálf um að finna verðuga foreldra til þess að ættleiða krógann. Myndin hefur þegar farið góðan kvik- myndahátíðarhring og fengið góðar viðtökur þar en svo er bara að sjá hvort áhorfendur muni taka þetta nýjasta barn Reitman í fóstur.    Bandaríski rithöfundurinn Jonat-han Lethem var í viðtali í síð- ustu Lesbók, en það má gleðja – eða hræða – aðdáendur skáldsins með þeim frétt- um að kvik- myndagerðir tveggja þekkt- ustu skáldsagana hans, Móðurlaus Brooklyn og For- tress of Solitude, eru í burð- arliðnum. Þeirri fyrrnefndu mun Edward Norton leikstýra og leika aðalpersónuna Lionel Essrog í en það er Joshua Marston sem mun leikstýra virki einsemdarinnar, en hann er hvað þekktastur fyrir María full náðar (Maria Full of Grace). Afskaplega lítið er þó enn komið á hreint með ræmurnar annað en það hverjir leikstýra. Áðurnefndir Reitman og Mar-ston eru hins vegar bráðlega að fara að leikstýra saman ásamt um tug annarra leikstjóra. Aðdá- endur stutt- myndasafnsins Paris, je’taime, þar sem fimmtán leikstjórar leik- stýrðu fimmtán stuttmyndum um mismunandi hverfi borg- arinnar, hafa vafalaust margir hugsað með sér hvort þetta mætti ekki gera með fleiri borgir og nú er ljóst að ást- arbréf til New York er næst, New York, I Love You. Leikstjórahóp- urinn er afskaplega fjölþjóðlegur líkt og borgin en aðrir leikstjórar eru Zach Braff (Garden State), hin indversk-ættaða Mira Nair, hinn þýsk-tyrkneski Fatih Akin sem átti meistaraverkin Himnabrún (Auf der anderen Seite) og Beint áfram (Gegen die Wand) á nýliðnum kvik- myndahátíðum, Chan-Wook Park hinn kóreski leik- stjóri Oldboy, hinir kínversku Weng Jian og Wang Xiaoshuai, hinn franski Yv- an Attal, Hug- hes-bræðurnir bandarísku, hinn rússneski Andrei Zvyagintsev, hinn ítalski Em- anuele Crialese (Respiro), Anthony Minghella leikstjóri The English Patient og loks Brett Ratner, af öll- um mönnum. Leikstjóralistinn mun þó ekki vera alveg endanlegur, ein- hverjir kunna að hrökkva úr skaft- inu og enn er von að einhverjir bætist við. Þá er útlit fyrir að Tók- ýó verði næst í þessari póstkortaröð en svo er spurning hvort það sé ekki ástæða til þess að Reykvík- ingar taki sig til og verði með. Frið- rik Þór með Vogana og Baltasar með 101 … KVIKMYNDIR Jason Reitman Mira Nair Zach Braff Edward Norton Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Frábær kvikmyndatökustaður“ segir ífyrirsögn á heimasíðunni Film in Ice-land en vefsíðunni, sem haldið er útiaf Kvikmyndamiðstöð Íslands og hef- ur yfir sér afskaplega fagmannlegt yfirbragð, er beint til erlendra kvikmyndagerðamanna í von um að auka áhuga þeirra á upptökum á kvikmyndum hér á landi. Síðan er haldið áfram: „Þar sem ég flaug yfir svartar sand- strendur og hraunlagðar víðáttur sá ég að Ís- land hafði til að bera það harðgerða og óvenju- lega útlit sem við leituðum að fyrir kvikmynd okkar, Flags of our Fathers. Skömmu síðar komst ég að því að Íslendingar eru vinalegir og vinnusamir og láta fátt standa í vegi fyrir sér. Hinir opnu vegir og óáreitt náttúran minna mig á hvernig Bandaríkin voru fyrir fimmtíu árum. Þegar tillit er tekið til þessa frábæra landslags, gómsætra sjávarréttanna og golfvallanna er óhætt að telja Ísland frá- bæran kvikmyndatökustað.“ Þetta lætur sem sagt sjálfur Clint Eastwood hafa eftir sér á síðunni. Betri auglýsingu er vart hægt að hugsa sér. Á vefsíðunni eru einnig taldar upp nýlegar kvikmyndir sem teknar hafa verið að hluta eða í heild hér á landi og ber þar ýmislegt á góma sem er kannski ekki í sjálfu sér fréttnæmt en uppröðun sem þessa er engu að síður athygl- isvert að virða fyrir sér. Nýleg fantasíumynd byggð á myndasögum Neils Gaimans, Stardust, var til að mynda tekin að einhverju leyti hér á landi. Fleiri Hollywood-myndir hafa reyndar staldrað við, eins og alkunna er, allt frá Bat- man Begins til James Bond-myndarinnar Die Another Day. Nýlega bárust svo fréttir ofan af Mið- nesheiði sem gætu falið í sér aukningu við ofangreindan lista. Í ljós kemur að Hallur Helgason og Kvikmyndafélag Íslands hafa fjár- fest í húsnæði á gamla varnarstöðvarsvæðinu og stofnað fyrirtækið Atlantic Studios. Þar er um að ræða uppbyggingu þriggja kvikmynda- vera sem ætlað er að styrkja innlenda kvik- myndagerð en ætlunin er ekki síður að gera þeim kvikmyndagerðarmönnum sem koma er- lendis frá hægara um vik í starfsemi sinni hér á landi, þannig að þeir geti t.d. nýtt tímann þegar ekki gefst veður fyrir tökur utandyra í hinni stórbrotnu en umhleypingasömu náttúru Íslands. Og ekki er vanþörf á. Kvikmyndagerð- armenn geta lent í kröppum dansi þegar reynt er að vinna að stórum verkefnum, eins og hin ágæta heimildamynd Jóns Gústafssonar, Reiði guðanna, sýnir svo vel. Myndin fjallar um gerð Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson, en eins og frægt er orðið var hún tekin að öllu leyti upp hér á landi. Reiði guðanna veitir afskaplega fróðlega og skemmtilega innsýn í erfitt fram- leiðsluferli þar sem allt virðist bókstaflega hafa gengið á afturfótunum. En af hverju gekk svona illa má spyrja. Jú, hetjan (eða andhetj- an) í mynd Jóns er vitanlega íslenska náttúran. Orð Clints Eastwood um „harðgert“ landslag fá alveg nýja merkingu þegar horft er á mynd þessa og skilaboðin sem heimildamyndin kem- ur á framfæri, öðrum fremur, eru þau að það séu aðeins sannir víkingar og berserkir sem láti sér detta í hug að taka upp kvikmynd af þessari stærðargráðu hér á landi, einkum ef halda á út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig virkar heimildamyndin að sumu leyti sem eins konar útúrsnúningur á ímyndinni sem áð- urnefnd heimasíða, Film in Iceland, leitast við að skapa landinu. Hins vegar mætti líka benda á að ákvörðun Sturlu um tökur á Íslandi hafi að mörgu leyti reynst borga sig – hráslagalegt útlit myndarinnar og veðurbarðir leikararnir eru tvímælalaust meðal kosta hennar. En þótt Bjólfskviða hefði kannski ekki verið tekin í kvikmyndaveri jafnvel þótt sá kostur hefði ver- ið fyrir hendi – ákvörðunin um útitökur lá list- rænni sýn Sturlu til grundvallar – er heim- ildamynd Jóns sýnidæmi og sönnunargagn um að sá valkostur sem gott kvikmyndaver býður upp á getur komið í afskaplega góðar þarfir. Reiði veðurguðanna SJÓNARHORN »… skilaboðin sem heim- ildamyndin kemur á framfæri eru þau að það séu aðeins sannir víkíngar og berserkir sem láti sér detta í hug að taka upp kvikmynd hér á landi … Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Veröld tölvuleikjanna á sérþó margar hliðar, sumaróvæntar. Óhætt er tildæmis að halda því fram að tölvuleikir hafi tekið stakkaskipt- um og stökkbreytingum á síðustu tveimur áratugum en þrátt fyrir það finnast enn ástríðufullir tölvu- leikjaspilarar sem hafa að mestu leitt framþróunina hjá sér. Þetta eru áhugamenn um „klassíska“ tölvu- leiki, leikina sem voru gefnir út á fyrstu árum tölvuleikjakassa, og þeim dettur ekki í hug að spila nokk- uð annað en gömlu leikina, enda þótt grafík og hljóð séu frumstæð á nú- tímamælikvarða. Sjálf leikjaspilunin á í raun á hættu, skyldi maður ætla, að teljast einhæf ef miðað er við sýndarveruleikaheima nútímatölvu- leikja. Hér er ekki ferðast að vild um þrívíddarumhverfi, hér er aldrei boðið upp á fyrstu persónu sjón- arhorn, fjölbreytilegt vopnabúr eða flókinn söguþráð, hvað þá að flakkað sé um raunsæislegt borgarlands- lagið með það að markmiði að verða stærsti glæponinn á svæðinu. Í leikj- um á borð við Asteroid, Space In- vaders, Pac-Man, Galaxians, og Donkey Kong var það í raun hrein heppni ef litirnir voru fleiri en fjórir og hægt var að aðgreina á skýran hátt ólíka hluti á tvívíðum fleti. En á þessum leikjum hefur fólk enn áhuga, í raun brennandi áhuga og um það fjallar heimildarmyndin The King of Kong: A Fistful of Quarters eftir leikstjórann Seth Gordon. Stjarnan í tölvukassaheimum Ef hægt er að tala um stjörnukerfi í leikjakassaheiminum, utan við það sem ber fyrir augu í leiknum Astero- id, þá trónar Billy Mitchell þar á toppnum. Billy þessi varð fyrst frægur árið 1982 þegar um hann var fjallað í grein um tölvuleikjaraspil- ara í bandaríska tímaritinu Life. Á þessum tíma var hann einmitt ötull í því að setja heimsmet í ýmsum þekktum leikjum, þ. á m. Donkey Kong, en margir muna vafalaust eft- ir hinum seinheppna Mario sem þar klöngrast upp endalausa stillansa og hoppar yfir tunnur til að bjarga prinsessu úr hrömmum risavaxinnar górillu. En til viðbótar við hæfni sína í leikjum hafði Billy útlitið með sér og það hefur sennilega ekki spillt frægðargöngunni. Þarna var á ferð- inni hávaxinn og grannur maður með sítt dökkt hár og kúrekalegt al- skegg. Kannski ekkert sjarmatröll en miðað við suma aðra heimsk- lassaspilara var hann hálfgerður Marlboro-maður. Billy varð þannig andlit spilakassaheimsins út á við, lifandi goðsögn í leikjabransanum og þegar Alþjóðlegt samband tölvu- leikjaspilara var stofnað (en það var stofnað öðrum þræði til að halda á skipulegan hátt um heimsmet í ólík- um leikjum) var Billy þar innsti koppur í búri. Hann var spilamað- urinn sem aðrir spilamenn báru ómælda virðingu fyrir. Áskorandi úr ólíklegri átt Billy er önnur af tveimur aðal- persónum heimildarmyndarinnar. Umtalsverðu rými er varið í að gera grein fyrir ferli hans og stórkostleg- um metum sem staðið hafa óhögguð um áratugaskeið. Og þótt Billy reyn- ist eilítið dulur verður áhorfanda snemma ljóst að hér er á ferðinni maður sem lítur bæði spilakassa og eigin met afar alvarlegum augum. Þessir hlutir eru uppistaðan í sjálfs- mynd hans og þótt um afmarkaðan menningarkima sé að ræða leggur hann rækt við ímynd sína og nýtur greinilega frægðarinnar. Steve Wiebe er gjörólíkur Billy. Hann er menntaður í raunvísindum en er nýbúinn að missa vinnuna þegar myndin hefst. Þetta er maður sem þekkir ósigra í lífinu betur en sigra, hann nýtur stuðnings fjölskyld- unnar en er einhvern veginn á reiki, veit ekki hvað hann á af sér að gera. Þar til hann kaupir sér gamlan Don- key Kong spilakassa og kemur fyrir í bílskúrnum og einsetur sér að slá tveggja áratuga gamalt heimsmet Billys. Sem hann gerir. Hér er rétt að taka fram að ýmsir aðilar koma fram í myndinni til að útskýra af hverju það er í raun gríðarleg áskorun að takast á við þessa gömlu leiki, einkum Donkey Kong sem þykir sá erfiðasti. Þeir verða nefni- lega alveg hreint óstjórnlega flóknir þegar fram í sækir, hraðinn eykst og eykst og allt fyllist af óvinum þar til nær ógjörningur er að meðtaka allt sem fram fer á skjánum. En Steve býr að fleira en vera snöggur á stýripinnanum. Hann notar raun- vísindabakgrunn sinn til að teikna upp algórythma og stærfræðiform- úlur sem gera honum kleift að sigr- ast á leiknum. Þegar hann svo slær metið tekur hann það upp á mynd- band og sendir sönnunargagnið inn til Sambandsins. Frægðarsól Billys virðist við það að setjast. En þetta er þó bara upphafið. Í raun er hálflygilegt að horfa upp á það hagsmunapot og þá pólitísku refskák sem fylgir í kjölfarið. Billy svífst einskis til að viðhalda sínu gamla meti og Sambandið stendur með honum. Og Steve er allt í einu staddur í hálf-kafkaískum heimi þar sem engu er að treysta, hvatir eru óljósar og „kerfið“ reynist gjör- spillt. Þannig fjallar myndin í raun og veru um vegferð hans eftir að hann hefur slegið met Billys og til- raunir hans til að fá nýja heims- metið viðurkennt. Þetta er allt sam- an listilega fram sett af Seth Gordon sem tekst draga upp ljóslif- andi mynd af afskaplega sérkenni- legum og forvitnilegum menning- arheimi en líka að skapa dramatík og spennu úr ólíkindalegum efni- viði. Eftir að hafa horft á þessa mynd verður áhorfanda það deg- inum ljósara að það er enginn leikur að spila Donkey Kong. Kóngurinn í Donkey Kong Því hefur verið haldið fram að tölvuleikjabransinn sé núorðið mið- lægasti þáttur hins alþjóðlega af- þreyingarveldis, að hér sé um að ræða iðnað sem taki bæði kvik- myndum og tónlist langt fram í vin- sældum og áhrifum. Aðalrokk- stjarnan í dag sé þannig Rockstar, fyrirtækið sem sendir frá sér Grand Theft Auto-leikina, en ekki sú sem oftast er spiluð á MTV. » Billy er kóngurinn í Kong, enginn dirfist að skora hann á hólm … Þar til ólíklegur keppi- nautur kemur fram á sjónarsviðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.