Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Christian Schoen schoen@cia.is Þ AU eru talin fyrstu málverkin, norðan Alpafjalla, þar sem myndir af nöktum karli og konu eru veg- samaðar sem listræn stefnuyfirlýsing. „Adam og Eva“ Al- brechts Dürers urðu til fyrir 500 ár- um. Í sumar voru enn einu sinni barð- ar bumbur í Nürnberg fyrir hinn mikla son borgarinnar, endurreisn- armálarann Albrecht Dürer. Að þessu sinni var tilefnið að nú er hald- ið upp á 500 afmæli stóru málverk- anna „Adam og Eva“. Meistarinn skapaði þetta stórvirki listasög- unnar árið 1507, eftir ferðalag sitt til Ítalíu. Hátíðahöldin þurftu reyndar að fara fram án afmælisbarnanna, því þau hafa verið í Madríd frá miðri 17. öld. Fyrsta parið er orðið of hrör- legt fyrir löng ferðalög. Í Nürnberg var reynt að gera gott úr því með því að stilla upp ljósmyndum af Adam og Evu í fullri stærð á aðalmark- aðnum eins og tískusýningarfólki. Notað var slagorðið „súpermódel“ til að vekja athygli almennings, en um leið gafst tækifæri til að láta þessar stóru myndir virka á sig utan hins stirðnaða ramma safnanna. Lítil sýning í Dürer-húsinu var þó ólíkt dýpri. Þar gaf að líta eftirmynd Ot- tos Poppelreuthers af parinu frá árinu 1930. Ellefu árum síðar skrif- aði listmálarinn, sem lærði hjá Dü- rer-sérfræðingnum Heinrich Wölffl- in, ítarlega grein í blað þjóðernissósíalista „Das Reich“ þar sem hann kallaði „Adam og Evu“, í samræmi við ríkjandi hug- myndafræði, „rasíska fyrirmynd fyrir Þjóðverja“. En Dürer hafði hvorki það í huga né heldur skamm- lífa fegurð „ofurmódela“. Það sem hann sá fyrir sér var sértæk og tíma- laus hugsjón. Frumgerðir mannkyns Á miðöldum höfðu frumforeldrarnir það guðfræðilega hlutverk að sýna þörf mannsins fyrir endurlausn. Vegna rangrar breytni sinnar áttu þau sök á hinu daglega erfiði, þján- ingum, hrörnun og kvalafullum dauða. Kristin túlkunarhefð sá já- kvæða umbreytingu í voninni um Lausnarann, Messías. Af þeim sök- um voru Adam og Eva alltaf sýnd sem hluti af hinu stóra samhengi frelsunarsögunnar. Dürer leysti þau úr þessu samhengi með koparstung- unni frá 1504, sem er tímamótaverk, en þar sýnir hann Adam sem hina karlmannlegu og Evu sem hina kvenlegu mynd fullkomnunarinnar. Í málverkum Dürers er nektin ekki eiginleiki og heldur ekki klæði synd- arinnar eða ástríðunnar. Hér er um að ræða malerískt manifestó hinnar mannlegu frumgerðar. Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum, í mál- verkum norðan Alpafjalla, sjálf- stæða kvenlega og karllega nekt í raunstærð. „Adam og Eva“ þurfa ekki lengur að tengjast frels- unarsögunni á formlegan hátt. Jafn- vel þótt formið geti minnt á vængi í altaristöflu, þá voru þessar myndir aldrei hugsaðar þannig. Þær vísa heldur ekki á þörf mannsins fyrir endurlausn. Dürer skóp miklu frem- ur með þessum myndum listræna stefnuyfirlýsingu sem vegsamar hinn guðlega sköpunarkraft, jafnt sem sköpunarkraft nýaldarmanns- ins. „Það er engu líkara en þeir séu í keppni“, skrifar kunningi Dürers húmanistinn Caspar Ursinus Velius árið 1522, „annar sem málari, Al- bert, hinn sem skapari, Guð“. Eins og í koparstungunni frægu frá 1504 einbeitir Dürer sér að (listrænni) sköpun mannsins og að yfirvofandi paradísarmissi. Dürer undirbýr hér sviðið fyrir innkomu nýaldarmanns- ins. Jafnvel þótt það hafi svo sann- arlega ekki verið efst í huga hans hefur hann lagt fram mikilvægan skerf til að gera Adam og Evu ver- aldlegri og um leið á hann þátt í því að nektarmyndin, sem listrænt mót- uð nekt, verður fyrir valinu (einig norðan Alpafjalla) til að sýna færni listamannsins. Nektarmyndirnar – Dürer sjálfur notaði oft orðið „nakin mynd“ um þessar myndir sínar – eru nið- urstaða áralangra tilrauna hans til að umbreyta hugsjónum listamanna fornaldar í hans eigin kristilegu list- sköpun. Hann þróaði myndræna hlutfallareglu mannsins undir áhrif- um af enduruppgövtuðum ritum Virtuvar og verkum ítalskra listmál- ara. Þannig dregur Adam dám af Appolló og Eva dregur dám af Ven- usi. Á bak við hin fullkomnu hlutföll – þar er um að ræða sértækar stærðfræðilegar stærðir – opinber- ast hinn guðlegi sköpunarkraftur sem á sér engan sinn líka í jarðlífinu (lengur). Samkvæmt kristinni túlk- unarhefð hefur syndafallið spillt mannlegu lífi, ekki síst líkamlega. „Naktar myndir“ – Málverk Dürers skoðuð Málverkin hafa áhrifamikla fjar- virkni: Fígúrurnar hefja sig upp af dökkum, óráðnum grunni. Staðurinn sem þarna er sýndur, þar sem at- burðirnir eiga sér stað, líkist ekkert hugmyndum okkar um paradís: Rýr og grýtt jörð án jurta og dýra (að skilningstrénu undanskildu og högg- orminum) umlukin myrku tómi, þetta er sviðið. Við formlega and- stæðu hins myrka rýmis og hins ljósa sköpulags bætist víxlverkandi myndhverfing hins dauða efnis og lifandi líkama. Myrkrið vísar til tómsins sem sköpunin varð til í. Úr því skapaði Guð. Ljósið, sem tákn fyrir nærveru Guðs er í myndinni or- sökin fyrir tilveru fyrstu mannanna. Adam hefur sköpulag unglings, andlit hans er skegglaust. Öfugt við Evu, sem heldur báðum höndum um hinn „synduga“ við, eða ávöxt, hefur Adam gripið með vinstri hönd um granna grein en laufblöð hennar hylja eins og fyrir tilviljun blygðun hans. Þessi grein verður síðar, sam- kvæmt helgisögninni um krossinn, að trénu sem kross Krists var gerð- ur úr. Öfugt við Evu er óöryggi í lík- amsstellingu Adams. Eva er að sama skapi ákveðin í sinni breytni sem hann er óráðinn. Hún er í þann veginn að taka við eplinu sem högg- ormurinn réttir henni, en er greini- lega ekkert að hugsa um það, heldur snýr sjónum sínum og líkama frá „vettvangi“. Síðasta augnablikið í Paradís Dürer býr til hina guðlegu full- komnun mannsins með því að velja tímapunktinn rétt FYRIR synda- fallið – þegar hið guðlega boðorð tekur gildi en það leiðir til þess að fullkomnunin glatast. Umfjöllunar- efnið snýst ekki lengur um guðlega eða listræna sköpun, heldur um yf- irvofandi glötun fullkomnunarinnar. En þetta yfirvofandi fall er greini- lega af mannlegum toga. Höggorm- urinn fær hér ekki hið virka hlut- verk freistarans, sökin er mannsins. Adam – öfugt við konu sína – er að reyna að ákveða sig og það gerir myndmál Dürers sérstakt; ennþá er allt opið. Ekkert hefur verið ákveðið. Augnablikið þar sem allir mögu- leikar virðast opnir, er frosið fast. Hjá Dürer miðast augnablik ákvörð- unarinnar nefnilega alfarið við freistingu Adams. Hann hefur að vísu ekki gripið ávöxtinn ennþá, en hann er búinn að brjóta greinina af hinu forboðna tré. Við vitum: Bitið í eplið mun opna mannkyninu þá vitn- eskju að það var einu sinni guðlegs eðlis og þekkti ekki neyð, þjáningu og dauða. Við vitum líka að hann mun bragða á ávextinum. Fyrsta afleiðing fallsins verður uppgövtun eigin nektar. Samt sem áður verður það sem virðist vera til- viljunarkennd hula nektarinnar ekki til vegna blygðunarkenndar makans í myndinni. Hulan er miklu fremur ætluð áhorfandanum – og um leið verður hann homo post culpam, maður sem ber hina upprunalegu synd. Við, áhorfendurnir, verðum þannig að umfjöllunarefni mynd- anna, við erum ekki bara vitni, held- ur hluti af sögunni. Staður myndanna Fyrir hvern urðu þessar dýru mynd- ir til og fyrir hvaða stað? Elstu heimildir leiða okkur til Bæheims. Vitað er að tíu árum eftir að mynd- irnar urðu til voru þær komnar í eigu hinnar áhrifamiklu kaupmanns- fjölskyldu Thurzo, þær voru nánar tiltekið eign Jóhanns V. biskups frá Breslau. En hafði hann látið gera þær? Nokkrum áratugum síðar voru þær komnar til hinnar keisaralegu hirðar í Prag. Þar urðu að öllum lík- indum til, í kjölfar fyrstu Dürer- endurreisnarinnar svokölluðu, hinar mikilvægu eftirmyndir frá Mainz (Landesmuseum) og Flórenz (Uffi- zie). Frummyndir Dürers urðu hins vegar hluti af herfangi Svía í þrjátíu ára stríðinu og voru sendar með skipi til Stokkhólms. Þar voru nýjar eftirmyndir gerðar (Sögusafnið) skömmu áður en myndirnar urðu aftur, um miðja 17. öld, að leiksoppi valdastéttarinnar: Kristín – hin unga drottning Svía sagði af sér, fór úr landi og snerist til katólsks siðar. En áróðurshreyfingin sem fór um Evrópu gegn siðskiptunum var að miklu leyti fjármögnuð af Philipp IV. Spánarkonungi. Sem þakklæt- isvott fékk hann málverk Dürers að gjöf árið 1654. En spurningunni um upphaflegan stað myndanna er enn ósvarað. Upp- bygging þeirra og hvernig parið horfir bendir til að myndunum hafi verið ætlaður staður hægra megin og vinstra megin við dyr; það væri vísbending um að myndunum hafi verið ætlaður ákveðinn staður. Er hugsanlegt að Dürer hafi gert myndirnar fyrir Ráðhúsið í Nürn- berg? Að þær hafi átt að vera gjöf, eins og var raunin 20 árum seinna þegar hann gaf myndirnar „Fjórir Postular“? Ekki verður skorið úr um það, jafnvel þótt eftirmyndirnar frá Mainz hafi hangið þarna rúmum hundrað árum seinna. Dürer hefur gert myndirnar með ákveðinn stað í huga og jafnvel af einhverju sér- stöku tilefni. En það er ljóst að myndirnar fóru aldrei þangað þar sem þær áttu að vera. Af hverju? Við getum bara velt vöngum yfir því. Kannski var Dürer svolítið á undan sínum samtíma. Christian Schoen heldur fyr- irlestur í Listasafni Íslands í dag kl. 17. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Eftirmyndir fullkomleikans „Adam og Eva“ Dürers 500 ára. Í fyrirlestrinum verður myndmál Dürers skoðað út frá þessu umfjöll- unarefni og þar verður sérstök áhersla lögð á málverkin í Museo del Padro í Madríd og sögu þeirra. Nærmynd Áritun listmálarans við lendar Evu. Ódauðleg fegurð » Samt sem áður verð- ur það sem virðist vera tilviljunar- kennd hula nektarinnar ekki til vegna blygðunar- kenndar mak- ans … Christian Schoen, fæddur 1970 í Marburg, nam listasögu, sálfræði og stjórnmálafræði í Kiel og München. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um „Adam og Evu“ Albrechts Dü- rers (Reimar-Verlag, Berlin 2001). Hann hefur verið forstöðumaður CIA.IS, Kynningarmiðstöðvar ís- lenskrar myndlistar síðan 2005. Útgáfa helguð klassískri list, sam- tímalist og nýjum miðlum. Með koparstungu sinni frá 1504 og hinum stórkostlegu málverkum sín- um í Prado-safninu frá 1507, skap- ar Albrecht Dürer (1471-1528) fyrsta karlmanninn og fyrstu kon- una sem „eftirmyndir fullkomleik- ans“. Í fyrsta sinn í sögu listsköp- unar norðan Alpafjalla miðast birtingarmyndir Adams og Evu ekki við frumsyndarana, heldur við hið fullkomna ástand mannsins fyr- ir syndafallið. Adam Eva

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.