Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 11
Eftir Ólaf Guðstein olafurgudsteinn@gmail.com Katja Lange-Müller er þekktur rithöf-undur í Þýskalandi og hefir hlotiðfjöldann allan af verðlaunum aukþess sem bækur hennar hljóta nær undantekningarlaust góða dóma og seljast vel, þótt fyrri bækur hennar hafi að vísu ekki selst í þeim mæli sem Böse Schafe selst um þessar mundir. Það má auðvitað þakka tilnefningunni. Katja er fædd árið 1951 í austurhluta Berl- ínar, nánar tiltekið hverfinu Lichtenberg, þar sem nýnasistagreyin eru iðin við að láta vita af tilveru sinni. Þrátt fyrir að vera fædd inn í SED (austur-þýska kommúnistaflokkinn) gegnum móður sína, Inge Lange, sem var meðal annars þingmaður fyrir Austur-Þýskaland, stóð Katja snemma fyrir andófi. Sautján ára gamalli var henni til að mynda vikið úr skóla fyrir and- sósíalíska hegðun. Í framhaldinu menntaði hún sig sem letursetjari, vann hjá Berliner Zeitung og hjá austur-þýska sjónvarpinu. Hún var einn- ig ritstjóri hjá Altberliner-forlaginu, auk þess að vinna til fjölda ára sem aðstoðarhjúkrunarkona. Árið 1984 fór hún til Vestur-Berlínar og sneri ekki til baka fyrr en eftir fall múrsins. Þess má svo geta að hún dvaldist um mánaðarskeið í Gunnarshúsi, fyrir nokkrum árum síðan, fyrir tilstuðlan dvalarstyrks frá Rithöfundasambandi Íslands og Literarisches Colloquium í Berlin. Verk Kötju hafa frá því það fyrsta, Wehleid – wie im Leben (1986), oft unnið með atburði úr lífi hennar sjálfrar. Oft koma þar fyrir ut- angarðsmenn og mannleysur af ýmsu tagi, en þó þannig að áherslan er á hið kómíska og gró- teska. Inn í það fléttast svo munurinn milli austurs og vesturs. Um hann er iðulega fjallað á gamansaman hátt. Frásögn Böse Schafe er sett upp líkt og löng minningargrein aðalpersónunnar (í annarri per- sónu) um elskhuga sinn og við og við er skotið inn brotum úr dagbókarfærslum hans. Dagbók hans lendir í fórum hennar, eftir dauða hans. Aðalpersónan heitir Soja og elskhuginn Harry. Soja er, líkt og Katja sjálf, fyrrum letursetjari frá Austur-Berlín. Þegar sagan á sér stað, 1987, er hún þó komin yfir til Vestur-Berlínar og vinnur fyrir sér sem blómasali og þess á milli drekkur hún. Þarna er sem sagt tíminn fyrir fall múrsins í forgrunni og er komið inn á að- stæðurnar vestan og austan megin. Hvorum tveggja er lýst sem frekar óaðlaðandi og óupp- lífgandi. Fyrir tilviljun kynnist hún Harry. Hann á að baki vafasama fortíð í heimi glæpa og eitur- lyfjaneyslu og framtíðarhorfur hans eru dökkar. Hann er HIV-smitaður. Í ofanálag er hann frá- hrindandi og þögull. Hann lætur þó uppi að hann hafi setið tíu ár í fangelsi fyrir ránstilraun og sé á skilorði. Skilorði sem hann hafi að vísu brotið vegna brotthlaups úr eiturlyfjameðferð. Því verði hann að komast á ný í meðferð til að honum verði ekki stungið inn á ný. Eiturlyfjasjúkur HIV-smitaður fyrrum tukt- húslimur virkar frekar fráhrindandi. Ekki fyrir Soju smekk þó. Hún verður ástfangin af honum og reynir hvað hún getur til að aðstoða hann við að koma lífi sínu í réttan farveg. Hún fær meira að segja vini sína til þess að hjálpa til við at- arna. Þannig verður bæði Harry verkefni fyrir hana, sem og maðurinn sem hana vantaði. Hún hafði einmitt alltaf átt í erfiðleikum með að koma karlpeningnum til fylgilags við sig og gekk það enn verr eftir að hún kom yfir. Fyrir austan gat hún komið vestanmönnum til. Þar hafði hún exótíska stimpilinn. Þetta er sem sagt ástarsaga fólks á jaðri samfélagsins. Á bókina mætti líta sem eins konar samræður við látin elskhuga. Er því ekki á ferðinni saga þar sem plottið skiptir höfuðmáli, heldur er um að ræða óvenjulega ástarsögu tveggja ut- angarðsmanna. Ástarsaga þar sem lítið fer fyrir rómantík í hefðbundnum skilningi. Og raunar virðist lítið fara fyrir hamingjunni sem slíkri. Það er frekar svo að Harry hafi verið þarna fyr- ir hana til að fylla upp í lífstómið innra með henni. Hún var að vísu ástfangin og er það enn (ástin nær yfir gröf og dauða), en hvort hann hafi elskað hana á móti er vafamál. Til dæmis er ekkert minnst á hana í dagbókarfærslunum. Hver dagur með honum virðist hafa verið bar- átta eða áreynsla og hver dagur eftir dauða hans er það líka. Lýsingar á samlífi þeirra eru einnig oft á tíðum átakanlegar og er lýst á hisp- urslausan og gróteskan hátt með talsverðri áherslu á „líkamsfúnksjónir“. Er til að mynda hluti bókarinnar þar sem fíkillinn Harry er fall- inn svo átakanlegur að maður finnur til lík- amlega … Líkt og gefur að skilja hefir þessi bók fengið góða dóma og margir hverjir ritdómaranna hafa verið djúpt snortnir og sagt, til að mynda, að bókin sé líkt og minningargrein um sorglega en ákafa ást, skrifuð af reiði og hryggð, svívirð- ingum og blíðu, eða í stuttu máli ástaryfirlýs- ingu sem hrópar til himins; nútíma ævintýri án „Happy Ending“. Öðrum þræði hafa gagnrýn- endur einnig hrósað Kötju fyrir málnotkun og kallað hana ástaryfirlýsingu á krafti og töfrum hins skrifaða orðs og að þetta sé bók sem skilji eftir opnar spurningar sem séu þess valdandi að maður vilji strax, eftir lestur hennar, byrja upp á nýtt að lesa. Nú bar umrædd bók ekki sigur úr býtum á bókamessunni og skal ekki dæmt um hvort það sé ósanngjarnt eður ei. Hér er þó allavega saga sem er mótvægi við allar „happy ending“ ást- arsögurnar sem fyrirfinnast. Ástin er jú blind. Þetta er reglulega ólukkuleg ástarsaga, en engu að síður barasta fínasta skáldsaga. Ólukkuleg ástarsaga Katja Lange-Müller Þrátt fyrir að vera fædd inn í austur-þýska kommúnistaflokkinn stóð Katja snemma fyrir andhófi. Sautján ára gamalli var henni til að mynda vikið úr skóla fyrir anti- sósíalíska hegðun. Á bókamessunni í Frankfurt am Main í byrjun október voru þýsku bókmenntaverðlaunin í flokki fagurbókmennta (Deutscher Buchpreis) afhent í þriðja sinn. Verðlaunin hlaut þýski rit- höfundurinn Julia Franck fyrir bók sína Die Mit- tagsfrau (Hádegisfrúin). Sú bók og sá rithöf- undur er þó ekki til umfjöllunar hér. Katja Lange-Müller var einnig tilnefnd fyrir bók sína Böse Schafe (Svartir sauðir) … MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 11 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Hjá Eddu útgáfu komu nýlega útnokkrar barna og unglinga- bækur: Skólasöngleikurinn ( High School musical) sem byggð er á samnefndri sjónvarpsmynd sem sýnd hefur verið víða um heim, en hann höfðar einkum til krakka á aldr- inum 9-14 ára. Núna geta ís- lenskir krakk- anna í East High - skólanum lesið um ævintýri Troy, Gabríellu og allra hinna! Grænir töfrar eftir hina dönsku Lene Kaaberbøl sem er fjórða bókin í bókaflokknum úr Galdrastelpurnar vinsælu. Áður eru komnar út Hjarta salamöndrunnar, Söngur þagn- arinnar og Eldur hafsins. Jólasyrpa 2007 en hún inniheldur myndasögur. Vinirnir í Andabæ und- irbúa jólin af kappi og lenda í ýmsum óvæntum og skemmtilegum ævintýr- um. Á hjara veraldar - Pirates sem seg- ir frá Sjóræningjum Karabíahafsins sem vöktu athygli í kvikmyndunum Svörtu perlunni og Dauðs manns kistu. Ratatouille – kokkur í klípu fjallar svo um Remý er svo heppinn að að búa í París, vinna á frægum veit- ingastað og elska góðan mat. En vandamálið er bara að hann er rotta og hver vill rottu í eldhúsið sitt?    Hjá JPV útgáfu er komin út bókinGralli Gormur og dýrin í Afríku eftir Bergljótu Arnalds, barnabóka- höfund og leik- konu, sem áður hefur sent frá sér nokkrar bækur fyrir börn. Þetta er þriðja bókin um Gralla Gorm, músastrákinn knáa, sem er lær- lingur hjá galdra- norn. Bergljót skrifaði söguna þegar hún dvaldist í Afríku en þar sá hún meðal annars górillur í Kongó, fíla í Sambíu og nashyrninga í Kenýa. Bókin er myndskreytt af kongóskum listamönnum, þeim Baelo, Kasereka og Shongo. Nornin knáa lendir í óveðri á leið sinni á Nornaþingið mikla og kúst- urinn hennar brotnar svo að hún hrapar niður í frumskóga Afríku. Gralli þarf að halda af stað á fljúgandi töfrateppinu Háfleygi til að bjarga henni. En það er erfitt að hafa uppi á töfrastafslausri norn í afrískum skóg- um og Gralli lendir í ýmsum ævintýr- um og kynnist mörgum dýrum; ljón- um, krókódílum, fílum og gíröffum – en nornin finnst svo á óvæntum stað.    Hver kannast ekki við að standaráðþrota í matvöruversluninni og vita ekki hvað á að hafa í kvöld- matinn? Eld- að í dagsins önn er ný bók frá JPV útgáfu, sem leysir þenn- an vanda – mat- reiðslubók með einföld- um hversdags- og sunnudagsréttum, hollum og góðum. Höfundur er Stef- anía Valdís Stefánsdóttir, lektor í heimilisfræðum. Í bókinni eru yfir hundrað fjölbreyttar uppskriftir að hollum og ljúffengum heimilisréttum sem eru auk þess einfaldir, fljótlegir og ódýrir. Ljósmyndir tók Jón Reyk- dal listmálari. „Í þessari bók er safn uppskrifta sem ég hef viðað að mér á mörgum árum og hafa mótað mat- arhefðir mínar og reynst vel í kennslu,“ segir höfundur í inngangi og leggur áherslu á að allir réttirnir eru settir saman samkvæmt ráðlegg- ingum Lýðheilsustöðvar um mat- aræði og næringargildi. BÆKUR Ratatouille Bergljót Arnalds Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það vakti athygli þegar Davíð HjálmarHaraldsson kvaddi sér hljóðs á leirlist-anum, póstlista hagyrðinga, fyrir fáein-um árum. Þá sagðist hann sjálfur hafa haldið sig til hlés um nokkurt skeið, en að fjörið á leirnum hefði vakið sig til lífsins. Síðan hefur hann skemmt félögum sínum á leir með snjöllum kveð- skap. Það kom því ekki á óvart þegar Davíð Hjálmar sendi frá sér limrur í Fyrstu Davíðsbók, sem kom út í fyrrahaust. Og nú í haust sendi hann frá sér Aðra Davíðsbók með úrvali af vísum. Nokkrar af vísunum og limrunum hafa birst í Vísnahorninu, einnig í Lesbókum, og hann ætti því að vera bragavinum að góðu kunnur. Nú er það með limrur á Íslandi að þær hafa þróast með öðrum hætti en í heimkynnum sínum á Írlandi, eru ekki eins óheflaðar og klámfengnar, þó að stundum séu þær oft tvíræðar. En listrænn metnaður er gjarnan meiri, þær eru meira ab- strakt, og þess vitaskuld gætt að fimmta línan komi eins og skrattinn úr sauðaleggnum, sé út í hött eða jafnvel í hrópandi þversögn við allt það sem á undan kemur. Ef til vill er ástæðan fyrir þessari þróun limr- unnar hér á landi sú að skáld héldu um pennann frá upphafi, svo sem Þorsteinn Valdimarsson, Kristján Karlsson, Jóhann S. Hannesson, Þor- steinn Gylfason og Hrólfur Sveinsson, sem ku vera í ætt við Helga Hálfdanarson. Það er ekki á allra færi að feta í fótspor þessara skáldjöfra. Davíð Hjálmar Haraldsson sýnir það hinsvegar í Fyrstu Davíðsbók að hann veldur vel limruform- inu og honum tekst að skapa sér sérstöðu sem limruskáldi – fitja upp á nýjum yrkisefnum með frumlegum efnistökum. Í uppsveitum Önundarfjarðar ég æfingar stundaði harðar. Þar var svo bratt að þegar ég datt þá var rúm tomma til jarðar. Það er eftirtektarvert hversu gott vald Davíð Hjálmar hefur á íslenskri tungu og hann vinnur raunar oft með orðtök eða málshætti. Smjörið er kolgrænt í kúpunni og kasúldin bringan á rjúpunni á veitingastað en verst er þó að kokkurinn situr í súpunni. Þá gleymir hann því ekki að erfið rímorð ein- kenna oft góðar limrur. Gíslín er syndug en sannorð en syrgir ei löngu týnt mannorð og getur þess hvað sig gleðji mest: „að …“ (og hér kæmi hálfgildings bannorð). Vísurnar í Annarri Davíðsbók yrkir Davíð Hjálmar um menn og málefni, stundum eru þær soðnar upp úr fréttum fjölmiðla, stundum grípur hann eigin hugdettur, stundum falla til tækifær- isvísur, og allar eiga vísurnar sameiginlegt að vera í léttum dúr. Enda leggur höfundurinn upp með að kalla fram bros lesenda. „Allur þessi kveð- skapur er af léttara taginu, varla er hér að finna vísu af viti eða römmustu alvöru,“ skrifar hann í formála. Í Fréttablaðinu kom mynd af konu á hestbaki. Sneri hún öfugt í hnakknum. Og til varð: Að lempa hross og leggja á er listrænt starf og göfugt. Konunni ekki kenna má þótt klárinn snúi öfugt. Oft er broddur í vísunum. Hann yrkir um fram- haldsskólakennara „sem var vel látinn og vinsæll. Öfundarmenn hans töldu að hann gerði kynjunum mishátt undir höfði“: Fróðleiksþyrstum fraukum brynnir fræðaþulur kvöldin dimm. Af hollustu og hefð þeim kynnir heimadæmið 1 + 5. Og er Topalov kærði Kramnik fyrir tíðar og grunsamlegar klósettferðir í heimsmeist- araeinvígi í skák: Kramnik getur mátað menn mögnuð er hans gáfa. Teflir nú við tvo í senn Topalov og páfa. Skrattar og þversagnir ERINDI » Vísurnar í Annarri Davíðsbók yrkir Davíð Hjálmar um menn og málefni, stundum eru þær soðnar upp úr fréttum fjölmiðla, stund- um grípur hann eigin hugdettur, stundum falla til tækifærisvísur, og allar eiga vísurnar það sameiginlegt að vera í léttum dúr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.