Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.12.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Steinunni Jóhannesdóttur steinjoh@akademia.is F ramundan kirkjudyrum á Hólum í Hjalta- dal stendur leg- steinn úr rauð- um marmara með eftirfar- andi áletrun: Þóra Gunnarsdóttir f. 4.2. 1812 d. 9.6. 1882. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. J.H. Þóra hvílir í kirkjugarðinum í fjöl- skyldureit séra Benedikts Vigfús- sonar (d. 1868) og konu hans Þor- bjargar Jónsdóttur (d. 1877), tengdaforeldra einkadóttur hennar, Sigríðar, sem lést ári á eftir móður sinni. Eftir langt hnignunarskeið hafði biskupsstóll og latínuskóli ver- ið lagður niður á Hólum 1801 að kon- ungsboði og jörðin komist í einka- eign. Séra Benedikt og Þorbjörg keyptu staðinn 1824, endurreistu hann og urðu auðug mjög en sonur þeirra Jón, maður Sigríðar Hall- dórsdóttur, drakk síðan út for- eldraarfinn og flutti allslaus ekkju- maður með sonum sínum til Vesturheims 1887. Þar á Þóra Gunn- arsdóttur afkomendur sem felldu tár við leiði formóður sinnar þegar þau heimsóttu Hóla í vígslubiskupstíð Bolla Gústafssonar og konu hans Matthildar Jónsdóttur. Þau hjón settu steininn á leiðið í tengslum við lýðveldishátíðina 1994. Þetta síðtilkomna minningarmark um Þóru er til vitnis um þann trúnað sem flestir sem til þekkja hafa lagt á söguna að baki einu fegursta kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok- um. Kvæðið, sem í uppkasti hét bæði Ástin mín og Gömul saga, virðist ort sem síðbúin kveðja til umræddrar konu sem Jónas kynntist á ferðalagi rúmlega tvítugur en hún var þá 16 ára og þau fóru ríðandi á hestum norður Sand sumarið 1828. Þóra var þá að flytja búferlum með föður sín- um séra Gunnari Gunnarssyni frá Reykjavík í Laufás við Eyjafjörð og Jónas, sem enn átti ólokið síðasta vetrinum í Bessastaðaskóla, gerðist fylgdarmaður þeirra heim í Öxnadal. Í kvæðinu eru tvö örnefni sem vísa til vegar, Galtará og Hraundrangi. Skáldið lýsir ástarbríma ungmenna á heiðum uppi, innilegum atlotum og grunleysi um ævilangan aðskilnað sem beið þeirra. Það horfir á sjálft sig að ferðalokum sem hryggan svein í djúpum dali, en lyftir ást- arsorg sinni og annarra til stjarn- anna með lokaerindinu sem nú prýð- ir legstein Þóru. Í bók sinni Rauðamyrkri ræðir Hannes Pétursson um „fjallaferðina eilífgullnu“ og síðar í Kvæðafylgsn- um í kaflanum Aldur Ferðaloka nefnir hann kvæðið „óðinn um sam- fylgd og viðskilnað Jónasar og Þóru“. Hannes vitnar í eldri höfunda sem skrifað hafa um kvæðið og kveikju þess, Hannes Hafstein, Matthías Þórðarson, Indriða Ein- arsson, Tómas Guðmundsson o.fl. Allir virðast taka söguna að baki gilda. Sama er að segja um Vilhjálm Þ. Gíslason í bókinni Jónas Hall- grímsson og Fjölnir (AB 1980). Páll Bjarnason bókmenntafræðingur fjallar um ástarkveðskap Jónasar og Bjarna Thorarensens í kandídats- ritgerð sem birtist í Studia islandica 28. hefti 1969 og rekur stuttlega sögu þriggja kvenna sem telja má að hafi skipt Jónas nægilega miklu máli til að verða honum að yrkisefni. Þær eru auk Þóru, Christiane Knudsen, dóttir kaupmannsekkju í Landakoti, sem hann felldi hug til á Reykjavík- urárunum 1829-1832 og Hólmfríður Jónsdóttir prests í Reykjahlíð í Mý- vatnssveit, þar sem hann dvaldi við rannsóknir sumarið 1839. Páll tengir nöfn hverrar um sig tilteknum kvæðum, eins og fleiri hafa gert en segir. „Ástir Jónasar og Þóru hafa orðið að einu ljúfsárasta ástaræv- intýri Íslendinga, og Ferðalok eru það ástarkvæði Jónasar sem markað hefur skýrust spor í skáldskap. Orð- um sínum til stuðnings vitnar Páll Bjarnason til kvæða eftir Snorra Hjartarson, Davíð Stefánsson, Ólaf Jóhann Sigurðsson, Pál H. Jónsson og Matthías Johannessen þar sem vísað er til Ferðaloka og sögu Jón- asar og Þóru. Seinna bættist und- irrituð í hóp þeirra sem lagt hafa út af sögunni í leikriti, samnefndu kvæðinu, sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu leikárið 1993-94. Kveikjan að leikritinu var þó ekki kvæðið sjálft heldur frásögn í útvarpsþætti af yf- irþyrmandi sorg Þóru þegar hún heyrði það flutt í fyrsta sinn. Sögur kvenna Úr ævi og starfi íslenskra kvenna hét þáttaröð í Ríkisútvarpinu sem Björg Einarsdóttir rithöfundur sá um snemma á níunda áratug síðustu aldar. Þar fjallaði hún eitt sinn um Þóru Gunnarsdóttur undir yf- irskriftinni „Unga stúlkan og ást- arljóðið“. Björg rakti sögu Þóru fram að því hún heyrði kvæðið Ferðalok flutt þar sem hún var stödd í brúðkaupsveislu og Jónas var nýlátinn. „Hún á að hafa skilið við hverja höfundur ljóðsins átti, skilið hversu heitt hann unni henni og munað alla tíð. Varð hún harm- þrungin mjög og lagðist upp í rúm og lá fyrir það sem eftir var dags.“ Það var 33 ára gömul kona sem þannig brást við flutningi kvæðisins, sem birtist í Fjölni 1845. Hún var prestsmaddama á Eyjardalsá í Bárðardal, gift séra Halldóri Björnssyni prófasti, sem var 14 ár- um eldri en hún og átti með honum fyrrnefnda dóttur, auk þess sem hún var stjúpmóðir Björns, uppkomins sonar Halldórs af fyrra hjónabandi, verðandi skálds. Frásögn af þessum dramatísku viðbrögðum Þóru varð- veittist í munnlegri geymd innan fjölskyldu hennar en kom fyrst á prent í tímaritinu Iðunni 1924-1925 í greininni Ferðalok eftir Matthías Þórðarson, þá höfð eftir hálfsystur hennar, Kristjönu Gunnarsdóttur, móður Hannesar Hafstein. Í inn- gangi að greininni stendur eftirfar- andi: „Frú Kristjana kvað móður sína, stjúpu Þóru, hafa sagt sér, eftir sögusögn föður síns, séra Gunnars Gunnarssonar í Laufási, frá æsku- ástum þeirra Jónasar og Þóru, og ferðinni norður um vorið 1828. Gildi heimilda Það er varla fyrr en með ævisögu Páls Valssonar um Jónas, því efn- ismikla og glæsilega verki sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999, að brigður eru bornar á sög- una að baki kvæðinu. Fram að ævi- sögu Páls höfðu skáldin og fræði- mennirnir aðeins skipst í lið varðandi aldur Ferðaloka, hvort það væri æskukvæði ort strax í kjölfar ferðarinnar sem lýst er eða eitt af síðustu kvæðum hins full- þroska skálds. Hannes Pétursson færir svo sannfærandi rök fyrir seinni skoðuninni að Páll telur að ekki þurfi að deila frekar um hve- nær á skáldferlinum Jónas hafi ort kvæðið. Því er ég sammála. Hins vegar er ég ósammála Páli Valssyni um að unnt sé að gera ágreining um tilefni kvæðisins og að heimild- irnar „séu þess eðlis að þær ber[i] að taka með fyrirvara“. (Bls. 41). Heimildanotkun Páls er mjög umfangsmikil og vönduð að sjá og því skýtur skökku við hvernig hann fer með þessa „Gömlu sögu“. Grein Matthíasar er ekki í heimildaskrá ævisögunnar og hvergi vitnað beint til hennar. Páll notar sem sé ekki elstu heimildina en endursegir sög- una heldur frjálslega og sleppir veigamiklum atriðum. Hann getur ekki um að sagan sé komin frá séra Gunnari sjálfum og segir ekki held- ur frá viðbrögðum Þóru við flutn- ingi Ferðaloka. Viðbrögð konunnar eru þó lykilatriði því Þóra hefði tæplega lagst í rúmið „harm- þrungin mjög“ nema vegna þess að kvæðið opnaði illa gróið sár í hjarta hennar. Hún þekkti sjálfa sig sem ferðafélaga skáldsins, stúlkuna sem hann hló með á heiði, þáði af blómsveig, greiddi lokka við Galt- ará og hélt á hesti í hörðum straumi. Samfylgd séra Gunnars, Þóru og Jónasar lauk á Steinsstöðum á móts við Hraundranga og eftirfarandi er haft eftir Kristjönu Gunnarsdóttur: „En áður en þeir séra Gunnar skyldu bað Jónas hann um Þóru. Gunnar kvað þau enn of ung til að það mál yrði bundið fastmælum þá þegar. Framtíðin var óviss, kvað hann, og réttast að sjá hverju fram yndi um hag þeirra á næstu árum og hvort þau bæru þá tryggð hvort til annars. Vildi hann ekki heita Jónasi meynni að sinni.“ „Sjálfur skrifar Jónas hvergi staf um þessa ferð né heldur hinar meintu ástir“ (bls. 40), segir Páll Valsson og er sú fullyrðing undarleg í ljósi þess hve berort og opinskátt kvæðið Ferðalok er. Það kom eins og hrapandi stjarna í höfuðið á kon- unni sem hlaut að taka það til sín. Sorgarviðbrögðin voru ósjálfráð og að þeim urðu vitni. Það er eðli ástamála að af þeim eru í það minnsta tveir til frásagnar. Jónas afhjúpaði söguna með sín- um hætti. Þóra með sínum. Uppvöxtur Þóru Þóra var fædd á Esjubergi á Kjal- arnesi, „óegta barn Gunnars Gunn- arssonar stúdents í Reykjavík og Guðrúnar Jónsdóttur vinnu- konu … hans fyrsta brot, en hennar annað, bæði ógift,“ segir í kirkju- bókum, Guðrún hafði verið þjón- ustustúlka á heimili Geirs Vídalíns biskups í Reykjavík á sama tíma og Gunnar var skrifari biskups. Þegar upp komst um ástand konunnar var hún send burt til frænku sinnar í sveitinni. En þótt biskupsritarinn kærði sig ekki um að giftast barnsmóður sinni þá segja heimildir að hann hafi látið sér annt um dóttur sína, „haft veg og vanda af uppeldi hennar og lýst hana ektaborna til arfs eftir sig“. Hann kom henni í fóstur á tveim bæjum á Kjalarnesi en að lokum í Reykjavík þar sem hún var frá níu ára aldri á heimili landfógetahjónanna, Sig- urðar Thorgrímsen og Sigríðar Ví- dalín, bróðurdóttur Geirs biskups. Þóra varð þeim sem fósturdóttir. Tildrög þess að unga stúlkan fór hina frægu ferð norður voru þau að föðurafi hennar, séra Gunnar Hall- grímsson, sem verið hafði prestur í Laufási við Eyjafjörð, lést snemma árs 1828, Gunnar yngri sótti um brauðið eftir föður sinn, tók prest- vígslu 1. júní og um mánuði síðar hélt hann norður á bóginn með hina 16 ára dóttur sína. Hann mun hafa ætlað henni að vera sér til halds og trausts og hússtarfa á prestssetrinu því hann var enn ógiftur þótt kominn væri hátt á fimmtugsaldur. Jónas var sem fyrr segir á leið heim til móður sinnar sem bjó ekkja á Steinsstöðum í Öxnadal. Um fram- haldið segir hálfsystir Þóru: „Hún unni mjög Jónasi og vildi bíða þess að þau gætu ázt. Höfðu þau skrifast á eftir samfylgdina um vorið.“ Ekki varð af því að Jónas endurnýjaði bónorðið og Þóra kann að hafa frétt að hann hafi fundið aðra, Kristjönu Knudsen, sem hún hlýtur að hafa þekkt til því þær ólust upp í sömu götunni í smábænum Reykjavík. Þegar Jónas hvarf af landi brott haustið 1832 beið Þóra enn í tvö ár áður en hún giftist vonbiðli sínum, fyrrum aðstoðarpresti í Laufási, ekkjumanninum séra Halldóri Björnssyni „hálfnauðug“ að sögn Kristjönu Gunnarsdóttur. Það var tvöfalt brúðkaup því sama dag, 9. október 1834, gekk faðir hennar að eiga Jóhönnu Christiönu Gunnlaugs- dóttur Briem. Þóra fluttist með manni sínum að Eyjardalsá í Bárð- ardal og ól dóttur á þriðja ári hjóna- bandsins. Fleiri börn fæddi hún ekki. Jónas á ferð Það er óvíst hve miklar spurnir Þóra hefur haft af námi og störfum Jón- asar eftir að hann hélt til Kaup- mannahafnar. Tímaritið Fjölnir hef- ur þó væntanlega borist inn á heimili hennar þar sem maður hennar til- heyrði menntastéttinni og var ví- ciprófastur í Þingeyjarsýslum þegar þau giftust en tók að fullu við emb- ættinu af föður sínum í ágúst 1840. Séra Halldór var einn þeirra sem fengu spurningarnar 70 dagsettar 30. apríl 1839, sem deild Bók- menntafélagsins í Kaupmannahöfn sendi til allra presta og prófasta landsins. Svörin áttu að verða grunnur að vísindalegri Íslandslýs- ingu og framtíðarverkefni Jónasar. Halldór svarar með þurrlegum inn- gangi en skýrsla hans um Eyj- ardalsár- og Lundarbrekkusóknir er greinargóð og vel samin. Hún barst Bókmenntafélaginu 1840. Séra Gunnar í Laufási og séra Björn Hall- dórsson í Garði, tengdafaðir Þóru, luku sínum skýrslum sama ár. Þóra hefur því óhjákvæmilega vitað af þessu umtalaða verkefni sem klerkastéttinni var ætlað að leysa af hendi. Þegar Jónas hóf rannsóknarferðir sínar um Ísland, nýbakaður nátt- úrufræðingur með styrk frá Dönum sumarið 1839, heyrði það undir hann að ýta við prestunum og hvetja þá til svara enda heimsótti hann marga. Á leið um Þingeyjarsýslur virðist hann þó hafa sneitt hjá víciprófastinum á Eyjardalsá. Hann hafði vikuviðdvöl á Grenjaðarstað og fór út á Húsavík og Tjörnes áður en hann hélt austur Varð hún harmþru Um viðbrögð Þóru Gunnarsdóttur við Ferðalokum Jónasar » Viðbrögð konunnar eru þó lykilatriði því Þóra hefði tæplega lagst í rúmið „harmþrungin mjög“ nema vegna þess að kvæðið opnaði illa gróið sár í hjarta hennar. Hún þekkti sjálfa sig sem ferða- félaga skáldsins, stúlkuna sem hann hló með á heiði, þáði af blómsveig, greiddi lokka við Galtará og hélt á hesti í hörðum straumi. Hún á að hafa skilið við hverja höf- undur ljóðsins átti, skilið hversu heitt hann unni henni og munað alla tíð. Varð hún harmþrungin mjög og lagðist upp í rúm og lá fyr- ir það sem eftir var dags Ferðalok Harmþrungin mjög. Halldóra Björnsdóttir í hlutverki Þóru í leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur Ferðalokum í Þjóðleikhúsinu 1993. Ljósmynd: Þjóðleikhúsið, Grímur Bjarnason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.