Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í einum þætti bresku gaman-seríunnar Extras tekur Andy Millman feil á Samuel L. Jackson og Laurence Fishburne. Og vandræði þeirra sem ruglast á þessum ábúðar- fullu svörtu leik- urum munu væntanlega að- eins aukast í kjöl- far myndarinnar Jumper – en þar fer Jackson með lærimeist- arahlutverk keimlíkt Morfeusi Fishburnes í The Matrix. Líkindin með myndunum eru fleiri og eru þeir bjartsýnustu farnir að spá við- líka vinsældum. Stökkvarinn sem titillinn vísar til tekur sín stökk með hugarfluginu og getur komist hvert á land sem er í einu stökki – en hann er ekki einn og umræddir stökkv- arar hafa barist í þúsundir ára við reglu nokkra sem vill þá feiga, án þess að mannkynið hafi orðið bar- dagans vart, og virðist myndin ganga jafnt í smiðju Highlander og The Matrix. Á veggspjaldinu má sjá stökkvarann á höfði hins egypska sfinx með pýramídana í Giza í bak- sýn. Þeir eru sem kunnugt er það eina sem eftir stendur af sjö undrum veraldar og stiklur sem birst hafa úr myndinni gefa vísbendingu um af hverju hin undrin eru öll horfin – því þar sem stökkvararnir geta stokkið hvert á land sem er þá berjast þeir vitaskuld á eins fótógenískum stöð- um og kostur er, með tilheyrandi eyðileggingu. Leikstjóri mynd- arinnar er Doug Liman sem hóf fer- ilinn í djössuðum indímyndum en hefur undanfarið verið að leikstýra álíka djössuðum hasarmyndunum. Þá er það sjálfur Anakin Skywalker, Hayden Christensen, sem fer með hlutverk aðal-stökkvarans og spurn- ing hvort þessi ræma megni að gera hann að stjörnu eða hvort hann eigi eftir að eyða lífinu í að vera álíka frægur og Mark Hamill.    Sænski leikstjórinn Lasse Hall-ström vakti fyrst athygli um- heimsins með Mit liv som en hund. Þótt lofið sem hlaðið var á myndina hafi virst nánast einróma hafa vafa- lítið einhverjir hundaáhugamenn orðið fyrir miklum vonbrigðum með það að myndin var barasta alls ekki um hund heldur sænskan unglings- pilt að nafni Ingemar (sem vissulega er mjög umhugað um hunda og þá sérstaklega rússneska geimfarann Læka). Þessum svekktu hundaunn- endum hefur Hallström nú rétt sáttahund því næsta mynd hans mun í raun og sann vera um hund, nánar tiltekið japanska hundinn Hachiko. Ásamt hinum skoska Greyfriars Bobby (sem lá fjórtán ára banalegu á leiði eiganda síns í Grayfriars- kirkjugarðinum) hefur Hachiko lík- lega unnið hunda mest fyrir við- urkenningunni hundtryggur, en tíu árum eftir lát eigandans mætti hann ennþá á Shibuya-lestarstöðina til þess að taka á móti honum eftir erf- iðan vinnudag. Meðal mennskra leikara sem hafa skrifað undir að leika á móti Hachiko eru þau Joan Allen og Richard Gere, en leitt er líkum að því að Gere leiki eigandann í endurliti þótt ekki hafi það fengist staðfest – en Gere lék einmitt aðal- hlutverkið í nýjustu mynd Hall- ström, The Hoax. Gere hefur áður komið að endurgerðum japanskra mynda í Shall We Dance og lék auk þess í næstsíðustu mynd Akira Kurosawa, Rapsódía í ágúst, þar undir nafninu Richâdo Gia. KVIKMYNDIR Hayden Christensen Richard GereHachiko Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Nei, lesandi góður, það er ekki svo að éghafi fundið týnda hlekkinn á milli vís-indamyndarinnar Blade Runner semfrumsýnd var árið 1982 og leikstjórans góðkunna Johns Ford sem lést tæpum áratug fyrr. Það vill aftur á móti svo til að þessi jólin eru Ford og Blade Runner efst á óskalista kvikmynda- áhugamannsins – vestur í Bandaríkjunum hið minnsta. Stóru stúdíóin hafa verið sein til að sinna meistaraverkum kvikmyndasafna sinna með við- eigandi hætti á mynddiskum, og smærri fyrirtæki á borð við Criterion Collection og Masters of Ci- nema slegið þeim við í matreiðslu ítarefnis og vandaðra bæklinga. Undanfarið hafa þau þó vakn- að af dvala og þá einkum Warner og Fox. Ný út- gáfa Warner á Blade Runner og tuttugu og fjög- urra mynda sett Fox af myndum sem John Ford framleiddi á sínum tíma fyrir stúdíóið slá þó öllu öðru við sem þau hafa boðið kvikmyndaunnendum upp á fram að þessu. Enda hafa þessar útgáfur vakið feikna athygli í Bandaríkjunum og víða gerð góð skil. Blade Runner: The Final Cut inniheldur ekki aðeins spánýja útgáfu leikstjórans Ridley Scott af myndinni heldur hefur hver einasti myndrammi verið tekinn í gegn – pússaður fram og til baka – og eitthvað ku vera um smávægilegar breytingar. Þá fylgja einnig þrjár aðrar útgáfur, upphaflega bandaríska útgáfan, upphaflega alþjóðlega útgáfan og endurútgáfa frá 1992, auk tveggja diska út- troðnum af ítarefni. Þetta er semsagt fjögurra diska settið, hinir hógværu geta látið sér nægja nýju gerðina ásamt heimildarmynd í tveggja diska setti, en sannir aðdáendur myndarinnar munu væntanlega fjárfesta í fimm diska settinu sem kemur í formi eftirlíkingar af tösku söguhetjunnar Deckard og inniheldur filmuramma, myndastillur og einhyrninginn eftirminnilega svo eitthvað sé tínt til. Þyki einhverjum þetta óþarfa bruðl fyrir delludót hefur Warner-fyrirtækið laumað með fimmtu útgáfunni – sögufrægri (e. workprint) vinnsluútgáfu af myndinni. Fimm diska lúxussettið er einnig fáanlegt í háskerpu með eða án tösku. Það eru ekki aðeins aðdáendur Blade Runner sem telja þetta bestu mynddiskaútgáfu ársins. Kvikmyndaunnendur sem rakið geta kvik- myndasöguna aftur fyrir Blade Runner eru þó uppteknari af hinu risavaxna safni mynda Johns Ford sem kemur nú einnig út fyrir jólin. Boxið sem geymir mynddiskana líkist helst risavaxinni „kaffi- borðsbók“ og geymir raunar eina slíka ásamt eft- irprentunum af gömlum prógrömmum. Mestu skipta auðvitað þó myndirnar sjálfar, tuttugu og fjórar talsins, frá Just Pals (1920) til What Price Glory (1952). Nokkrar myndanna hafa vissulega komið út áður, þ.á m. Drums Along the Mohawk (1939) og The Grapes of Wrath (1940) hjá Fox- fyrirtækinu sjálfu en Young Mr. Lincoln (1939) hjá Criterion og The Prisoner of Shark Island (1936) hjá Masters of Cinema. Flestar hafa þó verið ófá- anlegar um áratugaskeið og því hér um að ræða fjársjóð kvikmynda ekki aðeins fyrir aðdáendur Ford heldur alla með snefil af áhuga á sögu kvik- myndalistarinnar. Ennfremur fylgir flestum myndunum talsvert ítarefni, sumar eru boðnar í fleiri en einni útgáfu, heimildarmyndir þær er Ford gerði á árum seinni heimsstyrjaldarinnar er hér einnig að finna ásamt nýrri heimildarmynd um samstarf Ford og Darryls F. Zanuck, helsta fram- leiðanda Fox-stúdíósins. Rúsínan í pylsuendanum: Ef vel tekst til með sölu (við skulum ekki halda að Hollywood-risarnir séu að setja þetta á markað af einhverri greiðvikni…) lofar Fox frekari útgáfu með ófáanlegum myndum leikstjóra á borð við Friedrich W. Murnau og Frank Borzage. John Ford og Blade Runner SJÓNARHORN »Ný útgáfa Warner á Blade Runner og tuttugu og fjögurra mynda sett Fox af myndum sem John Ford framleiddi á sínum tíma fyrir stúdíóið slá þó öllu öðru við sem þau hafa boðið kvikmyndaunnendum upp á fram að þessu. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is A llt þar til Todd Haynes réðst í að gera kvikmyndina I’m Not There (Ég er fjarverandi) hafði Bob Dylan staðfastlega neitað að veita samþykki fyrir dramatískri kvikmyndaframsetningu af nokkru tagi á ævi sinni og ferli. Haynes leitaði fyrst til Dylans í von um að fá leyfi til að nota eitthvað af tónlist hans í mynd sinni, en Dylan leist svo vel á bæði söguhugmyndina og kvik- myndagerðarmanninn að hann gaf Haynes fullt leyfi til að moða úr ævi sinni og tónlist að vild. Ástæðan fyrir þessari skyndilegu stefnubreyt- ingu Dylans er kannski sú að nálgun mynd- arinnar við Bob Dylan er laus við tilraunir til þess að upphefja hann eða framsetja endanlega túlkun eða endursköpun á lífi hans. I’m Not There má fremur lýsa sem mósaíkmynd sem er innblásin af ævi og verkum Dylans, en saga hans er sögð í gegnum ólíkar persónur sem allar skírskota til ólíkra tímabila í ferli Dylans og mismunandi hliða á listamanninum og goðsögn- inni. Fimm ólíkir leikarar bregða sér í táknræn hlutverk Dylans í myndinni, en þar á meðal eru leikkonan Cate Blanchett og hinn ellefu ára gamli Marcus Carl Franklin sem túlkar Bob Dylan á tónlistarlegum mótunarárum hans. Kvikmyndin hefur vakið mikla athygli fyrir skapandi nálgun sína við ævisöguformið og þá leið sem hún fer í þeirri viðleitni að gera flók- inni ævi og sköpun eins áhrifamesta tónlistar- manns 20. aldarinnar skil. Túlkun Todd Haynes á Dylan Bandaríkjamaðurinn Todd Haynes á áhugaverð- an feril að baki, og hafa myndir hans vakið at- hygli fyrir frumlegar aðferðir og áleitin umfjöll- unarefni. Næstnýjasta mynd Haynes, Far from Heaven, er sú sem hvað mesta viðurkenningu hefur hlotið, en hún fjallar um kynferðis- og kynþáttatengd boð og bönn á 6. áratugnum í Bandaríkjunum. Þá hefur Haynes tvívegis áður tekist á við rokkgoðsagnir á óhefðbundinn hátt. Í stuttmyndinni Superstar eru barbídúkkur not- aðar til þess að segja sögu af baráttu söngkonu hljómsveitarinnar The Carpenters við lystarstol. Haynes lagði til atlögu við aðra rokkgoðsögn í kvikmyndinni Velvet Goldmine, sem fjallar á óbeinan hátt um David Bowie þegar glamrokkt- ímabilið stóð sem hæst. Haynes segist fyrst hafa byrjað að pæla í I’m Not There þegar hann var að skrifa handritið að Far from Heaven. Eitt af því sem Haynes tók eftir þegar hann velti ævi Dylans fyrir sér voru þau stöðugu umskipti sem Dylan hefur farið í gegnum á ferli sínum. Hann hefur ávallt leitast við að endurnýja tónlistarsköpun sína, og þá gjarnan þvert á væntingar áhangenda sinna, en segja má að hann hafi alla tíð glímt við afleið- ingar þess að hafa sagt skilið við þá grúppu póli- tískt róttækra þjóðlagasöngvara sem hyllti hann sem boðbera nýrra tíma á umrótsskeiði 7. ára- tugarins. Haynes ákvað að eina leiðin til þess að takast á við sögu Bobs Dylans væri sú að vinna út frá þessum umbreytingum, gera hamskipti Dylans að undirstöðu frásagnarinnar og leið- arstefi. Úr varð að hann ákvað að lýsa ævi Dyl- ans í gegnum nokkrar ólíkar sögur, með ólíkum persónum og leikendum. Þannig á skírskotunin til ævi Dylans sér ekki stað í gegnum eftirlík- ingu af veruleikanum, heldur tákn sem vinna fremur með vísanir í tímabil á ferli Dylans, texta hans og tónlist, og þá togstreitu sem hann hefur glímt við. Blökkudrengurinn Woody (Marcus Carl Franklin) er aðalsöguhetjan í þætti sem helg- aður er mótunarárum Dylans sem tónlistar- manns, og endurspeglar tilraun miðstéttarstráks af gyðingaættum úr mið-vestrinu til þess að um- skapa sjálfan sig sem farandsöngvara í anda Woodys Guthries. Í kafla sem fjallar um tímabil- ið þegar Dylan vakti fyrst athygli fyrir pólitíska þjóðlagatónlist leikur Christian Bale hinn dula og upphafna Jack Rollins, sem hylltur er sem rödd nýrrar kynslóðar í réttindabaráttu 7. ára- tugarins. Rollins birtist síðar í myndinni um- skapaður sem predikari kristins söfnuðar í Kali- forníu, og er þar með vísað til þess tímabils þegar Dylan reif sig upp úr vímuefnaneyslu og frelsaðist til kristinnar trúar. Cate Blanchett túlkar tónlistarmanninn í hlutverki sem minnir hvað áþreifanlegast á Bob Dylan. Hún leikur persónuna Jude, en sá kafli er helgaður tíma- bilinu eftir að Dylan hélt fyrst rafmagnaða tón- leika og fékk alla þjóðlagakredsuna og stóran hluta aðdáenda sinna upp á móti sér fyrir vikið. Í tónleikaferðalagi til Englands leggst Jude í sukk, hagar sér eins og asni og snýr út úr spurningum fréttamanns sem eltir hann á rönd- um og ávítar hann fyrir að bregðast hugsjónum sínum. Fjölskyldu- og einkalíf Dylans er tekið fyrir í gegnum persónuna Robbie (Heath Led- ger), leikara sem túlkar Dylan í ævisögulegri kvikmynd um kappann. Sá kafli myndarinnar sem talist getur einna mest afstrakt er sá sem fjallar um einsetumanninn Billy (Richard Gere), sá reynist vera Billy the Kid, sem flúið hefur yf- irvöld og ofsækjendur og sest í helgan stein í bæ þar sem tíminn virðist standa í stað og sveitatónlistin á rætur sínar. I’m not There tekst tvímælalaust á við goð- sögnina Bob Dylan, en þó fyrst og fremst í því skyni að rífa hana niður, velta henni við og síð- ast en ekki síst draga fram hvernig Dylan hefur sjálfur verið á stöðugum flótta undan eigin goð- sagnargervingu, neitar að láta upphefja sig eða negla sig niður. Sjötti Dylan-persónuleikinn í myndinni undirstrikar þessar vangaveltur, en hann situr fyrir svörum í nokkurs konar yf- irheyrslu um eigið líf. Þetta er Arthur, persóna sem skírskotar að nafni til og í útliti til franska ljóðskáldsins Arthurs Rimbauds, sem Dylan heillaðist af, en þar er jafnframt vísað í bók- menntalegar vangaveltur um vandamálin sem fólgin eru í framsetningu á sjálfinu sem lokaðri heild. Þannig hafnar I’m Not There hefðbundnu formi hinnar ævisögulegu kvikmyndar um ris og fall snillingsins, og undirstrikar þess í stað sjálf- ið sem brotakennt og óstöðugt ferli sem er fyrir vikið ómögulegt að fanga eða nálgast í bók- staflegri framsetningu. Kvikmyndin sem slík er einnig hálfgerður um- skiptingur, því þar flakkar Haynes milli ólíkra stíla og notar kvikmyndasögulegar vísanir til þess að skapa stemningu og andrúmsloft sem kallast á við feril og tónlist Dylans. Og ekki má gleyma tónlistinni í myndinni, en þar flytja leik- arar og ýmsar hljómsveitir lög Dylans, og þess á milli bregður fyrir rödd Dylans sjálfs, í flutn- ingi á lögunum sem goðsögnin hverfist um og segja kannski allt sem segja þarf um kjarnann í ævi Bob Dylans. Dylan sem umskiptingur Í kvikmyndinni I’m Not There (Ég er fjarver- andi) tekst Todd Haynes á við ævi og feril Bobs Dylans á vægast sagt óhefðbundinn máta. Cate Blanchett Túlkar tónlistarmanninn í hlut- verki sem minnir hvað áþreifanlegast á Dylan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.