Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.12.2007, Blaðsíða 9
„blað lýðsins og þjóðernisflokksins – opposi- tionsblað“. Jón varð brautryðjandi í blaða- mennsku hérlendis með því að halda fram stefnu þjóðfrelsismanna, veita stjórnvöldum aðhald með umfjöllun sinni og með því að vera fyrsti blaðamaðurinn sem hafði raun- verulega atvinnu af starfinu um árabil. Með þessu taldi þáverandi ritstjóri Þjóðólfs, Hannes Þorsteinsson, að Jón hefði hafið ís- lenska blaðamennsku „til vegs og virðingar, og sýnt, að hún væri „vald“, sem menn ættu að óttast og virða.“ Hetjan og skugginn Jóns Guðmundssonar er helst minnst sem blaðamanns, þótt hann hafi ekki síður verið í eldlínu stjórnmálanna en Jón Sigurðsson. Hvers vegna fellur hans hlutur nánast í gleymsku og Jón Sigurðsson verður þjóð- hetja? „Jón Guðmundsson dýrkaði Jón Sigurðsson og sá hvað hann var mikill afburðamaður. Í bréfi til hans frá árinu 1859 segir hann til dæmis: „Í okkar samvinnu hef eg verið skuggi þinn og tek mér til æru, ef sagan get- ur sett mig svo hátt.“ Á Þingvallafundi 1855 flutti Jón Guðmundsson setningarræðu og sagði: „Vér eigum fáa öfluga, áreiðanlega leiðtoga, þá er vilji leggja sitt líf við vort líf – það vitið þér sjálfir – vér eigum ekki nema einn – þó má ske nokkrir hafi góðan vilja, ekki nema einn mann sem vér getum kallað öflugan, óbilugan leiðtoga, sem hefur lagt hin beztu ár sín og krapta og atvinnu í sölurnar fyrir yður!“ Þetta var nokkurt vanmat á eigin forystuhæfileikum því honum fannst hann sjálfur ónýtur ef Jón Sigurðsson kom ekki til þings.“ Bjó Jón Guðmundsson ekki líka til hetju- myndina af Jóni Sigurðssyni með skrifum sínum? „Jú, það má áreiðanlega orða það svo. En margir gleymast í sögunni – kannski flestir. Þó gæti skipt máli að Jón Guðmundsson lenti stundum í andstöðu við Jón Sigurðsson, þótt hann tæki alltaf fram að hann fylgdi grund- vallarstefnu hans. Þeir voru sammála um kjarnann. Í bréfunum kemur glöggt fram að þeir voru ekki alltaf sammála. En það var gríðarlegur styrkur fyrir Jón Sigurðsson að hafa Jón Guðmundsson þó að fleiri yrðu trún- aðarmenn hans síðar.“ Ágreiningur Jóna „Þótt bréfin milli nafnanna séu hlýleg og þeir stæli hvor annan í langvinnri baráttu stjórn- málanna eru þau þó stundum með skeytum og vinirnir segja hvor öðrum til syndanna,“ segir Einar. „Það virðast vera ýfingar í ein- lægni sagðar. En það má líka sjá að þeir ásaka hvor annan um að „sleikja sig upp við Dani“, til dæmis þegar Jóni ritstjóra finnst Jón forseti of hallur undir þá „dönsku herra“, eins og hann skrifar í bréfi, eða þegar Jón forseti ásakar Jón ritstjóra um það sama með endurteknum umsóknum um embætti. En bak við svona ásakanir hygg ég að hafi auð- vitað ekki verið nein alvara.“ Þrisvar sinnum varð alvarlegur ágreiningur milli samherjanna. Fyrst var það fjárkláða- málið upp úr 1856. „Þá var deilt um hvort skera ætti niður eða beita lækningum. Þingið var tvíátta og Jón Guðmundsson aðhylltist lækningaleiðina að hluta, en taldi að einnig þyrfti að beita niðurskurði. Hans skoðun var að landstjórnin og embættismannakerfið væri með þeim hætti að lækningar dygðu ekki ein- göngu enda vantaði bæði meðul og lækna. Jón Sigurðsson vildi hins vegar að lækn- ingum yrði beitt einvörðungu. Aftur deildu nafnarnir árið 1856-1857 þegar Frakkar ósk- uðu eftir því að setja á fót fiskverkunarstöð í Dýrafirði. Jón Guðmundsson var því mótfall- inn en nafni hans hlynntur. Þetta stóð í tvö eða þrjú ár, þeir höfðu ólík sjónarmið.“ Enn varð ágreiningur árið 1865 þegar Danir buðu Íslendingum fjárforræði. Jón Sigurðsson reiknaði háar kröfur byggðar á því sem hann taldi Dani skulda Íslendingum, en Jón Guð- mundsson taldi réttast að taka tilboðinu og ekki meta réttindin í peningum. „Upp úr þessu varð allmikið þref milli Jónanna. Engar bréfaskriftir voru milli þeirra í ár, frá 1867 til áramótanna 1868-1869. Jón Guðmundsson taldi sér misboðið þegar Jón Sigurðsson lét Halldór Kr. Friðriksson, ritara á Alþingi, skrifa með sér undir bænaskrá í stjórnskip- unarmálinu, enda þótt Jón Guðmundsson ætti stærstan þátt í samningu hennar. Hann lýsti því þá meðal annars yfir í Þjóðólfi að Jón Sigurðsson hefði „misbeitt sínu forsetavaldi“. Kannski féll skuggi á Jón Guðmundsson eftir að þetta mál varð bert.“ Umhverfið kveikir söguáhugann Einar Laxness er löngu þjóðkunnur sagn- fræðingur en þekktast mun vera uppflettirit hans, Íslandssaga frá a-ö, sem kom fyrst út árið 1974 en hefur verið endurútgefið, síðast í þremur bindum árið 1995. Einar var lengi menntaskólakennari en einnig fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs og skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands. En hvers vegna valdi hann sér sagnfræðina og hvað var það við nítjándu öldina sem heillaði hann? „Ég fékk ungur áhuga á sögu. Þá dettur manni í hug kennslubók í Íslandssögu eftir Jónas frá Hriflu. Hún innrætti manni þjóðernishyggju og stælti okkur til hrifningar á dáðum forfeðranna og leiddi okkur inn í heim Íslendingasagnanna. Hún fordæmdi ófrelsi liðinna alda og sá framundan glæsilegt tímabil þjóðarinnar í sjálfstæðu lýðveldi. Þetta var kjarnmikil undirstaða. Og á mínum unglingsárum bættist við heimsstyrjöldin og áhugi á orsökum hennar og afleiðingum, lífleg stjórnmálabarátta á stríðsárunum og lýðveld- isstofnunin. Svo eru mér minnisstæðir sögu- kennarar í gagnfræða- og menntaskóla. Þeg- ar maður hugsar um þetta þá er nú ýmislegt sem kemur upp; það geta verið áhrif frá sögulegum skrifum föður míns, Halldórs Lax- ness, sem komu fram í Íslandsklukkunni. Og ekki síður áhrif frá því sem Einar Arnórsson, afi minn, skrifaði, en auk lögfræðinnar var hann afkastamikill í sagnfræði. Svo má minn- ast þess líka að hann var forseti Sögufélags á uppvaxtarárum mínum og áhrifamikill stjórn- málamaður um hríð.“ Þessi áhugi var þá bæði í fjölskyldunni og samfélaginu? „Já, hann var það, umhverfið var ansi mót- að af þessu. Afi minn var ráðherra um skeið og síðan var hann einn helsti höfundur sambandslaganna 1918 um fullveldi Íslands.“ Starfsvettvangur sagnfræðings „Hugur minn stóð til sögunáms og ég innrit- aðist í íslensk fræði – Íslandssagan var hluti af því. En svo var fyrirferðin á bókmennt- unum og málfræðinni svo mikil að nokkrum árum síðar, þegar kostur var að taka sagn- fræðina sérstaklega, dreif ég mig strax í það og tók dönsku sem aukagrein. Þorkell Jó- hannesson, kennari minn í Háskólanum, sem var þá forseti Sögufélags, fékk mig til að taka saman prófritgerð um ævi Jóns Guðmunds- sonar og stjórnmálastörf hans, sem var svo gefin út af Sögufélagi árið 1960 undir titl- inum Jón Guðmundsson alþingismaður og rit- stjóri. Þættir úr ævisögu. Eftir próf var ég kominn í skrifstofustarf hjá samvinnufélagi hér í bænum. Ég ætlaði alltaf í framhaldsnám og störf sem tengdust sagnfræði. Mér fannst ómögulegt að vera útskrifaður úr háskóla og vera svo að vinna við eitthvað allt annað. Á mínum skólaárum var ekki um það að ræða að hafa atvinnu af sagnfræðirann- sóknum eða útgáfu. Þá var fátt annað í boði eftir kandídatspróf en að kenna í gagnfræða- skóla, menntaskóla eða í besta falli háskóla. Starf sagnfræðings var bundið skólakennslu. Ef maður var heppinn með stundatöflu og hafði stund afgangs gat maður kannski sinnt sagnfræðistörfum. Ég kenndi fyrst í gagn- fræðaskóla og síðan við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Menningarsjóður fór að vinna að því að gefa út alfræðibók komst ég í sumarvinnu þar til að skrifa um Íslandssög- una og vann við það í tómstundum í fjögur ár.“ Þetta var Íslandssaga frá a-ö, sem var fyrst gefin út í tveimur bindum. Hún var síð- ar endurskoðuð og endurútgefin eftir að Ein- ar var farinn til starfa á Þjóðskjalasafninu og kom þá út í þremur bindum. Persónur og þjóðerni Hvað var það við Jón Guðmundsson sem heillaði þig, pólitískt hlutverk hans eða per- sóna? „Ég hugsa að það hafi verið fyrst og fremst hans pólitíska hlutverk til að byrja með, en svo persónan líka. Ég hef alltaf haft gaman af ævi og örlögum manna í sögunni – þetta var nú dálítið merkileg ævi, að vera svona til hliðar við Jón Sigurðsson – að vera leiðtogi innanlands og hlýða svo foringjanum í Kaupmannahöfn.“ Tengsl Einars við Jón Guðmundsson og pólitíska atburði nítjándu aldarinnar voru á sinn hátt einnig persónuleg. Hann minnist þess að amma hans, Sigríður Þorláksdóttir, sem var fædd árið 1877, sagði honum stund- um frá afa sínum, séra Ólafi Einarssyni John- sen á Stað á Reykjanesi, sem var einn af „æsingamönnum“ þjóðfundarins 1851. Systir Ólafs var Ingibjörg, eiginkona Jóns Sigurðs- sonar, en þau voru bræðrabörn. Sömuleiðis hitti Einar dótturson Jóns Guðmundssonar, Jón Krabbe, í Kaupmannahöfn árið 1961 og færði honum þá bókina sem hann hafði skrif- að um þá fjölskyldu. „Svona getur sagan staðið nærri manni. En bókin sem ég skrifaði um Jón Guð- mundsson myndi vera skrifuð öðruvísi núna. Hún er í þjóðernissinnuðum anda, eins og tíðkaðist þá. Maður var gagntekinn af lýð- veldisstofnuninni og þjóðernisstefnu, eins og ég lýsti. Og svo var það róttækni þeirra tíma – andúð gegn hersetunni var sterk. Í öllum flokkum var andstaða gegn því að Ísland yrði herstöð áfram þótt menn gætu eftir atvikum haft samúð með Bandaríkjamönnum eða Rússum. En það var nýbúið að stofna lýð- veldi og við áttum að vera herstöð áfram! Þetta var mikil driffjöður sem rak mann kannski í fangið á öflum sem maður er and- stæður síðar á ævinni og ekkert hrifinn af. Það var einkenni tímans. Ef bókin væri end- urskoðuð núna yrði mörgu breytt, bæði í orðalagi og framsetningu. Allt breytist í tím- ans rás.“ Að lokum talar Einar um sagnfræðina. „Hún hefur einlægt verið mér uppspretta gleði og sönn lífsfylling í margvíslegum myndum – ekki síst að kynnast þjóðfrels- isbaráttu 19. aldar og minnisstæðustu fulltrú- um hennar, vinunum Jóni Sigurðssyni forseta og Jóni Guðmundssyni ritstjóra.“ ar Jónas frá Hriflu. Hún innrætti manni dingasagnanna.“ Höfundur er sagnfræðingur. Jón Guðmundsson ritstjóri Fyrsti blaða- maðurinn sem hafði raunverulega atvinnu af starfinu um árabil. » „Þótt bréfin milli nafnanna séu hlýleg og þeir stæli hvor annan í langvinnri baráttu stjórnmálanna eru þau þó stundum með skeytum og vin- irnir segja hvor öðrum til synd- anna,“ segir Einar. „Það virðast vera ýfingar í einlægni sagðar. En það má líka sjá að þeir ásaka hvor annan um að „sleikja sig upp við Dani“, til dæmis þegar Jóni ritstjóra finnst Jón forseti of hallur undir þá „dönsku herra“, eins og hann skrifar í bréfi, eða þegar Jón forseti ásakar Jón ritstjóra um það sama með endurteknum um- sóknum um embætti. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.