Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Qupperneq 1
Laugardagur 22. 12. 2007 81. árg. lesbók MINNINGAR SKÁLDA INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR OG SIGURÐUR PÁLSSON Á MÓTUNAR- OG ÞROSKAÁRUM » 8 Tusk er höfuðsmíð Fleetwood Mac » 7 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Útkoma Söngvanna frá Písa eftir EzraPound hlýtur að teljast stórfrétt í ís-lenskum bókmenntum. Um er aðræða þýðingu á bálkinum í heild sinni, 84 söngvum, en hann er hluti af æviverki Pounds, The Cantos. Fram til þessa hafa aðeins verið til í íslenskri þýðingu brot af skáldskap þessa höfuðskálds módernismans. Pound orti Söngvana frá Písa í fangabúðum Bandaríkjahers norður af borginni Písa en þangað var hann færður í stríðslok 1945 eftir að hafa verið ákærður í þrettán liðum fyrir landráð gegn Bandaríkjunum. Fangavistin setur mikinn svip á bálkinn og kannski ekki síst samfélag þeirra glæpamanna sem Pound var í. En stjórn- málaskoðanir Pounds eru þó eitt af meginum- fjöllunarefnum söngvanna en hann var harður fylgismaður Mússólínís. Og það er einmitt hinn fasíski einræðisherra Ítalíu sem skáldið tregar í frægum upphafslínum söngvanna en í þýðing- unni hljómar sú fyrsta þannig: Draumsins tröllaukna sorg í kotbóndans framsignu herðum Þýðandinn er rúmlega tvítugur, Magnús Sig- urðsson, en verkið er afrakstur BA-verkefnis hans við Háskóla Íslands. Við fyrstu sýn virðist hér um talsvert afrek að ræða. Magnús ritar einnig bráðgóðan inngang og skýringar. Einn galli er þó á bókinni, gjarnan hefði mátt prenta frumtextann með þýðingunni. Pound á íslensku MENNINGARVITINN Morgunblaðið/Einar Falur Baltasar Kormákur „Ekki ætla ég að kvarta undan þreytu þegar draumarnir eru að rætast“ segir Baltasar Kormákur sem frumsýnir leik- verkið Ívanov eftir Tsjekhov í Þjóðleikhúsinu annan í jólum og kvikmyndina Brúðgumann, sem byggð er á sama verki, í janúar. » 4     Gallerí Fold · KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list er góð gjöf Erró Opið er í Gallerí Fold Kringlunni frá kl. 10 – 22 föstudag, laugardag og sunnudag Gallerí Fold Kringlunni býður úrval gjafavöru Handa þeim sem þér þykir vænst um Inga Elín Áslaug Höskuldsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.