Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 5
vondir í að leika Tsjekhov, því þeir leika hann samkvæmt eigin stéttaskipun. Það verður allt- af stirðbusalegt. Við reynum að gera verki Tsjekhovs skil á eins heiðarlegan og einlægan hátt og við getum, og eins nálægt okkur sjálf- um og við mögulega getum. Við erum ekkert að þykjast vera önnur en við erum.“ – Sýnið þið textanum trúnað? „Já, við erum mjög trú textanum. Það eru engir stælar eða gallabuxur,“ segir Baltasar og brosir. „Það eru styttingar og aðlaganir og til- færslur, en ekkert stórfenglegt. Reyndar eru leikararnir færri en það er einföldun sem lét bæði verkefnin ganga betur upp. Að mestu leyti er verkinu sýnd mikil virðing – og að mínu mati er það mesta virðing sem þú getur sýnt verki, að fara inn að kjarna þess og vinna af heiðarleika, á þínum forsendum. Ekki að ímynda sér hvernig aðrir settu það upp.“ Hann veltir fyrir sér hugmyndinni um eitt- hvað sem kallast hefðbundin uppfærsla á leik- verki. „Ég hef aldrei skilið þetta orð, hefðbund- inn. Er það samnefnari einhvers sem hefur verið gert áður? Það er eins og máltækið „eins og elstu menn muna“. Menn bregða oft fyrir sig frösum sem þýða ekki neitt. Heiðarleikinn gagnvart leikverkinu skiptir mestu.“ Vanmáttur og sjálfselska – Þetta er orðið 120 ára gamalt verk. Hvað í því hefur kallað svona á þig? „Til að mynda þessi vanmáttur. Við að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum, á okkar eigin lífi. Sjálfselskan. Tvíeðlið í siðferðinu og hvað manneskjan er breysk. Allt þetta snertir mig í verkinu. Þetta eru hlutir sem ég sjálfur og fólk í kringum mig er að fást við daginn út og daginn inn. Spurningar. Þarna er maður sem er kom- inn á miðjan aldur og er að gefast upp, hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með sjálfan sig og líf sitt og er ekki maður til að takast á við það nema á mjög vandræðalegan hátt. Á sama tíma og mér finnst Ívanov vera algjör aumingi finnst mér hann mjög skiljanlegur, og mjög áþekkur mörgu sem ég þekki í sjálfum mér og í fólki í kringum mig.“ – Tsjekhov var að skrifa um líf og aðstæður sem hann gjörþekkti. Í Rússlandi hans tíma var stór stétt landeigenda og efnafólks sem vissi ekkert hvað það ætti af sér að gera og leitaði að tilgangi. „Ég þekki rosalega mikið af þannig fólki.“ Baltasar kímir. „Flest okkar hér á landi höfum allt til alls og þá byrjar leitin. Þá kemur tilvist- arkreppan, leitin að tilganginum. Í Flatey er margt menntafólk að endurgera gömul hús til að finna sér einhvern tilgang; til að berjast til einangrunar og lifa í húsum sem varla eru í vatn eða rafmagn. Til að búa til frumstæðar aðstæður.“ Í sumar var það í fréttum að sumir húseig- endur í Flatey voru óánægðir með að síma- sambandi var komið á í eyjunni þegar kvik- myndafólkið var þar að störfum. Baltasar segir fólk hafa farið að kvarta yfir því að símar þess tækju að hringja, en þeim datt ekki í hug að slökkva einfaldlega á símunum. „Það var sérstakt þegar þingmaður nokkur fann að því að ekki hafði verið rætt við hana hvort ætti að koma símasambandi á í eynni, þar sem hún ætti þar hús. En ég minnist þess ekki að það hafi verið borið undir mig þegar ákveðið var að koma á GSM-sambandi í Reykjavík. Þetta minnti á það þegar bændur riðu til Reykjavíkur og mótmæltu símanum. En það var yndislegt að vera í Flatey og ábúendur voru okkur mjög innan handar við alla gerð myndarinnar.“ – Tsjekhov hefur samkennd með fólki í þessum þjóðfélagshópi og fjallar um það aftur og aftur. „Hann sækir persónur í sitt umhverfi. Hann hæðist til dæmis að læknum – og var sjálfur læknir. Hann gengur nærri sjálfum sér. Þessi verk höfða sterkt til mín.Vegna þess hvað langt er síðan þau voru skrifuð gefa þau manni líka frelsi, það er hægt að losa um þau í tíma og rúmi. Þá er sjónarhornið svo vítt í verkum Tsjekhovs, maður er ekki að fást við einhverja fáfengilega hluti úr nútímanum. Raunveruleikaleikhúsi og pólitískum verk- um hættir til að gera heiminn allan ljótan. En ef ekki er til fegurð þá er ekki til ljótleiki. Ef engin er ástin þá eru heldur ekki svik. Kannski mun fólk eiga erfitt með það í þessari sýningu að ég skil Ívanov að mörgu leyti. Ég er ekki að dæma hann heldur leyfi fólki frekar að fara með honum; það getur þá spurt hverju það tók þátt í. Getur verið að það hafi vorkennt manni sem er skíthæll og kemur illa fram við konuna sína? Þetta er tvíeðlið sem við leikum okkur með. Ef ástarsaga hans og Sösju væri ekki hrífandi, þá skildum við ekki af hverju hann léti freistast. Hún er rómantísk og falleg, en það gleymist stundum að deyjandi kona bíður eftir honum. En þannig er lífið. Menn falla inn í svona lagað, því sumarnóttin getur verið svo falleg og það getur eitthvað gerst þegar ung og falleg kona hrífst af þér. Við höfum forðast að dæma nokkurn af þess- um karakterum, við höfum frekar reynt að finna fegurðina í persónunum, án þess að fletja þær út.“ – Er sú afstaða bæði í leikhúsinu og kvik- myndinni? „Já. En á meðan bíómyndin segir: þú ert að horfa á raunveruleikann geri ég í því að láta fólk skilja að það er í leikhúsi og það er verið að ljúga sögu að þér. Það gleymir ekki að það er í leikhúsi en samt lætur það sýna sér töfrabrögð og hverfur inn í þennan heim.“ – Þarf fólk ekki að sjá bæði Brúðgumann og leiksýninguna; báðar hliðar þíns verks? Baltasar brosir og kinkar kolli. „Bæði verkin munu standa án hins en ég held það væri for- vitnilegt að sjá báðar útgáfur. Ég býst við því að bíómyndin eigi eftir að draga að yngra fólk og fólk sem þekkir ekki til Tjekhovs, hún gæti væntanlega freistað þess til að sjá leiksýn- inguna líka. Það er algjör misskilningur að Tsjekhov þurfi að vera leiðinlegur, þótt hann hafi því miður stundum verið settur þannig upp. Ég vona að ég sé ekki að því núna; ég reyni að vera heiðarlegur gagnvart verkinu en samt hafa það skemmtilegt, en þannig er nú lífið líka.“ Það brennur mikið á mér – Ef við veltum fyrir okkur framhaldinu hafa þessi tvö form ólík líf. Leiksýningin er frekar bundin leikhúsinu er bíóið, þótt þú hafir nú flakkað um með Pétur Gaut. Það er auðveldara að senda kvikmynd að heiman. „Þegar er mikill áhugi fyrir myndinni – en það er áhugi fyrir verkefnunum báðum. Ég hef þó ekki viljað eyða of miklu púðri í að kynna þetta fyrr en ég sé endanlega hvað ég er með í höndunum. Það er ekki að ég efist neitt um það, heldur að orkan fer þá í vitlausa hluti. Það væri spennandi að geta sýnt verkin sam- an, þótt það sé líklegra að þegar upp verður staðið muni myndin ferðast meira. Hún þarf bara DVD-disk. Og stendur líka alveg fyrir sínu. Í seinni tíð hef ég ekkert lagt neina ofur- áherslu á það hvert myndirnar mínar fara. Þær fara víða, víðar en margar kvikmyndir, en ég hef meiri áhuga á að búa þær til. Framhaldið verður svo að ráðast. Á þessum tímapunkti vil ég vinna. Það brenn- ur mikið á mér og ég vil vinna og skapa verk en ekki eyða öllum mínum tíma í flugvélum og á kvikmyndahátíðum.“ – Þú ætlar ekki að ráðast í Tsjekhov-seríu, taka næsta leikrit fyrir að loknu þessu? „Nei. Ég er með nokkur leikhúsverkefni í skoðun úti í heimi og svo töluvert af kvikmynda- verkefnum sem ég þarf að taka afstöðu til. En ég ákvað að eftir þessa törn ætlaði ég að draga andann djúpt og hugsa um hvert leiðin liggur. Leyfa þessu að klárast og taka eina, tvær vikur bara í að hugsa.“ Kaffibollinn er tæmdur og í Þjóðleikhúsinu handan við götuna bíða tæknimenn og leikarar eftir áliti og hugmyndum leikstjórans. Það styttist í frumsýninguna en fyrst eru það fleiri stuttar nætur. ætta og allt lagt undir »Kannski mun fólk eiga erfitt með það í þessari sýningu að ég skil Ívanov að mörgu leyti. Ég er ekki að dæma hann heldur leyfi fólki frekar að fara með honum; það getur þá spurt hverju það tók þátt í. Getur verið að það hafi vorkennt manni sem er skíthæll og kemur illa fram við konuna sína? Þetta er tvíeðlið sem við leikum okkur með. Ef ástarsaga hans og Sösju væri ekki hrífandi þá skildum við ekki afhverju hann léti freistast. Í HNOTSKURN » Ívanov var áður drífandi at-hafnamaður en er nú útbrunninn, aðeins hálffertugur að aldri. Hann hefur ekki vilja til eins eða neins og sinnir vart veikri eiginkonu sinni. Ung og fögur menntakona, Sasha, verður ástfangin af Ívanov og einset- ur sér að bjarga honum. »Leikritinu hefur verið lýst semóvenjulegri ástarsögu þar sem stutt er milli hláturs og gráts. Verk- ið fjallar meðal annars um sjálfs- elsku og vanmátt mannsins til að takast á við sjálfan sig og umhverfi sitt. »Titilhlutverkið leikur HilmirSnær Guðnason og konurnar í lífi hans leika Margrét Vilhjálmsdóttir og Laufey Elíasdóttir. Með önnur hlutverk fara Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmyndahönnuð- ur er Grétar Reynisson, Helga I. Stefánsdóttir hannar búninga, Sig- uður Bjóla sér um hljóðmynd og Páll Ragnarsson lýsingu. »Aðlögun Baltasars Kormáks á Ív-anov er systurverkefni kvikmynd- arinnar Brúðgumans,sem var tekin upp í Flatey á Breiðarfirði í sumar. Úr Brúðgumanum „Eins og að lifa í draumi,“ segir Baltasar Kormákur um þær vikur í sumar, er unnið var að tökum á Brúðgumanum í Flatey. MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.