Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 8
Eftir Gunnþórunni Guðmundsdóttur gunnth@hi.is I ngibjörg og Sigurður eru í góðum félagsskap skálda sem skrifað hafa endurminningar sínar, því síðan Dichtung und Wahrheit Goethes birtist hafa fjölmörg skáld rifjað upp bernsku sína og mótunarár – allt frá George Sand og Joseph Conrad til Martin Amis; frá Benedikt Gröndal og Hall- dóri Laxness til Jakobínu Sigurðardóttur og Guðbergs Bergssonar. Allir þessir höfundar reyna á ýmsa vegu að takast á við fortíðina, sjálfsmyndina, skáldskapinn, ýmist í leit að glötuðum tíma eða til að segja okkur (og sjálf- um sér) hvernig skáld varð til. Að endurskapa fortíð og tengja sig við lið- inn tíma er helsta verkefni sjálfsævisagnarit- arans, hvort sem í því verki felst leit að ósjálf- ráðu minni Prousts, að minningum sem kvikna við ákveðna lykt eða bragð, eða grúsk sagnfræðingsins í bréfum og dagbókum. Til- raunin til að ná í skottið á fortíðinni er aðkall- andi. Virginia Woolf lýsir því í sjálfsævisögu- legum skrifum sínum „A Sketch of the Past“, sem má finna í ritgerðasafninu Moments of Being sem kom út eftir andlát hennar, hvern- ig hún sér fortíðina: Ég sé hana – fortíðina – eins og götu sem liggur að baki; langan borða af atvikum, tilfinningum. Þarna, enn við enda götunnar, eru garðurinn og barna- herbergið. Í stað þess að muna atvik hér og hljóð þar, set ég í samband; og hlusta á fortíðina […] Mér finnst að sterkar tilfinningar hljóti að skilja eftir sig far; og því er það einungis spurning um að komast að því hvernig við getum tengt okkur sjálf aftur við þær, svo við getum endurlifað ævi okkar frá byrjun. (bls. 75-76) Að setja sig í samband við fortíðina hefur líka í för með sér leit að samhengi í sjálfu sér. Hver er þessi manneskja úr fortíðinni – hvernig „ég“ er það sem löngu er horfið? Að hitta sig fyrir ungan 2. maí … ég skrifa dagsetninguna, því ég held ég hafi uppgötvað hvaða form þessir minnispunktar geti tekið. Það er, að taka með samtímann – að minnsta kosti nóg til þess að samtíminn verði eins konar pallur til að standa á. Það væri athyglisvert að bera þessar tvær persónur, mig núna, mig þá, saman. Og þar að auki, þessi fortíð er mjög mótuð af núinu. Það sem ég skrifa nú myndi ég ekki skrifa eftir ár. (Virginia Woolf, „A Sketch of the Past“, bls. 83) Þegar endurminningar eru festar á blað verður óhjákvæmilega til samræða milli sam- tímans og fortíðar. Ingibjörg Haraldsdóttir fer þá leið í sinni bók að styðjast töluvert við bréf sem hún skrifaði heim – hún birtir hluta úr mörgum þeirra svo lesandinn fær beinan aðgang að rödd Ingibjargar þá. En hvernig var að hitta sjálfa sig í þessum bréfum og eiga í þess konar samræðu við fortíðina? Ingibjörg: „Í upphafi voru bréfin. Án þeirra hefði ekki orðið nein bók. Mér fannst skemmtilegt að fylgja þessari stelpu, bréfrit- aranum, út í heim, en í fyrstu var erfitt að skrifa um hana í fyrstu persónu, svo fram- andleg var hún. Þangað til ég ákvað að byrja bókina á fæðingu minni og segja söguna nokk- urn veginn í réttri tímaröð. Þá hafði ég ekki bréf að styðjast við en varð að treysta á minni og minningar sjálfrar mín og nánustu ætt- ingja.“ Bréfin eru því ekki einungis ein af uppistöð- unum í textanum, heldur beinlínis kveikjan að verkinu og hér næst tenging við þessa fortíð með því að setja í samhengi tímaraðarinnar – samhengið sem við erum stöðugt að setja líf okkar í þegar við segjum sjálfum okkur og öðrum sögu okkar. Í Minnisbók Sigurðar er töluverð áhersla á samræðuna milli þessara tveggja tímaplana og honum fannst prýðilegt að hitta sig sjálfan ungan og eiga í þessum viðræðum: „Fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi vegna þess að allir eru í stöðugri samræðu við fortíð sína á hverjum einasta degi. Sjálfsmynd okkar og vitund er búin til úr þessum samræðum. Ég hef alltaf fundið sterklega fyrir þessu. Fyrir nokkrum árum sá ég í The Red Notebook eft- ir Paul Auster eftirminnilega tilvitnun í tauga- lækninn Oliver Sacks sem talar einmitt um þetta; að manneskja með heila sjálfsmynd sé stöðugt, meðvitað en aðallega ómeðvitað, að segja sjálfri sér frá eigin lífshlaupi á hverjum degi, spinna þráð eigin fortíðar, alltaf að finna nýtt jafnvægi í þá síbreytilegu heildarmynd. Í öðru lagi, þá er skáldskapur í mínum huga samtal, samræður. Upphaf alls er samræða vitundar við sjálfa sig og síðan spretta allar aðrar samræður úr því tvítali; díalóg ein- staklingsvitundar við aðra, alla „hina“. Allt byrjar á innri díalóg, samtali þess sem skapar við sjálfan sig, allt sem síðar getur af sér sam- skipti persóna og samband þeirra við veröld- ina o.s.frv. Hlutverk skáldskapar finnst mér númer eitt vera að styrkja þennan innri díalóg hjá lesandanum, efla ímyndaheim hans og hug- myndaheim, næra innra líf lesandans og þar með skilning hans á öðru fólki.“ Borgarlíf Eins og fram kemur í tilvitnuninni í Woolf hér að ofan, þá er form endurminningana ekki sjálfgefið. Ingibjörg náði sambandi við minnið með því að rifja upp æsku sína frá fæðingu. Stundum er sagt að líf innflytjenda beri með sér einhvers konar náttúrulega uppbyggingu: gamla landið – nýja landið; flutningar, mót- læti, sátt. Bók Sigurðar hverfist um Frakk- landsár hans og þá aðallega líf hans í París á tveimur tímabilum. Borgin er lifandi, skap- andi, bókmenntaleg, hversdagsleg, fjölbreytt, framandi og heimilisleg – allt í senn. En hvers vegna verða Parísarárin fyrir valinu í verkinu – var það alltaf takmarkið, að ná utan um þann tíma? Og þá hvers vegna? Voru það árin þegar skáldið mótaðist – sjálfsmyndin varð til og þess vegna mest spennandi, eða var það borgin sem kallaði? Sigurður: „Vettvangur atburða er sá sami: „Gatan sem lig Sigurður „Ég notaði minnisbækur sem ég hef gengið með í vasanum gegnum lífið og dagbókarpunkta sem Nú fyrir jólin koma út endurminningar tveggja íslenskra ljóðskálda. Ingibjörg Haralds- dóttir sendir frá sér verkið Veruleiki draumanna þar sem hún rifjar upp bernsku sína og unglingsár í Reykjavík, skólaár í Moskvu og veru sína á Kúbu. Eftir Sigurð Pálsson kemur út Minnisbók, þar sem hann segir frá Frakklandsárum sínum, mótunar- og menntunar- árum sem hann eyddi að mestu leyti í París. Lesandinn fær því að leggjast með þeim í ferðalög, siglir frá Ódessu við Svartahafið til Havana á Kúbu í Karíbahafinu með Ingi- björgu, og á tunnu eftir Signu með Sigurði. Við fáum innsýn í mótunarár og þroska, ljóð- list og skáldskaparskilning og þá eru bæði verkin gluggar yfir í samfélög á umbrotatímum – Moskvu á sjöunda áratugnum og París í miðri ’68-uppreisn. Höfundarnir voru svo vinsamlegir að svara nokkrum spurningum sem greinarhöfundur lagði fyrir þá. Ingibjörg „Mér fannst skemmtilegt að fylgja þessari stelpu, bréfritaranum, út í heim, en í fyrstu var erfitt a Fortíðin í meðförum tveggja ljóðskálda 8 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.