Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 10
Rúa de Algalia de abaixo Þessi gata þekur hörundið einsemd smyrslin í apótekinu duga ekki á hjartað tónarnir af barnum gera engan ástfanginn það sem götusalinn býður eru lygar í bland við hugleysi skelkað hik andspænis ótvílráðri synjun og hinn tímalausa þvætting Söngurinn af neðstu hæð segir fyrir um eindrægni og hugarins samspil neyðarópin af efstu hæð bera vott um blygðunarleysi, samþykkissöngl jarðhæðarinnar um sljóvgaða hugsun Þessi gata þekur hörundið einsemd, fyllir höfuðið blíðu og andardráttinn af heift Hermann Stefánsson Höfundur er rithöfundur. 10 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is É g ætla ekki að hafa þetta langt enda hefur loks runnið upp fyrir mér að það er til lítils að rökræða við Hann- es Hólmstein Gissurarson. Svar- grein hans „Afhjúpun Guðna El- íssonar“ sem birtist í Lesbókinni 15. desember síðastliðinn kom mér á óvart fyrir það hversu ómálefnaleg hún var, en það er ómögulegt að tengja svör Hannesar við röksemdir mínar. Hér eru þó fáein atriði sem mikilvægt er að árétta: 1) Hannes segir: „Ég hafði haldið því fram, að skóglendi hefði ekki minnkað síðustu hálfa öld. Guðni spyr um heimild. Hún er bók Björns Lomborgs, Hið sanna ástand heims- ins. Þar segir hann, að skóglendi heims hafi 1950-1994 aukist um 0,85%. Heimildir Lomborgs voru skýrslur F.A.O., Landbúnaðar- og matvælastofnunar sameinuðu þjóð- anna. Guðni nefnir, að regnskógar séu að minnka. Hann tekur ekki nytjaskóga með í reikninginn.“ Þetta er ekki fullnægjandi heim- ildanotkun hjá Hannesi enda vísar hann hvorki í blaðsíðutal né ná- kvæmlega í þær heimildir sem Lom- borg hefur undir höndum. Því er ómögulegt fyrir lesendur að sann- reyna staðhæfingu hans án þess að kemba verk Lomborgs, en það er mikilvægt að gera vegna þess að staðhæfingar Hannesar stangast á við allar tölur sem ég hef séð um efnið. Það er jafnframt rangt hjá Hannesi að ég hafi ekki tekið nytja- skóga með í reikninginn í svari mínu í greininni „Exxon-málpípur og vatnsmelónufræði: Vandi loftslags- umræðunnar“. Þar segi ég: „Í Fjórðu skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um ástand jarðar er bent á að ýmiss konar mótvægisaðgerðir síðustu ár hafi dregið úr [skógar]eyðingunni svo að hún sé líklega núna um 20.000 fer- kílómetrar á ári (sjá bls. 88-89).“1 2) Hannes segir það merkilegt að ég skuli engu svara ábendingum hans um að viðvörun „Rachelar Car- sons við skordýramótefninu D.D.T. í einu fyrsta umhverfisverndarritinu, Raddir vorsins þagna, hefur reynst röng“. Ég svara því heldur ekki hvers vegna 364 breskir hagfræð- ingar fullyrtu vorið 1983 „að stefna Margrétar Thatchers í efnahags- málum fengi ekki staðist“. Síðast en ekki síst kem ég mér undan því að ræða það hvers vegna þrír íslenskir raunvísindamenn staðhæfðu vorið 1987, „að Tjörnin hyrfi innan þriggja vikna, yrði tekinn grunnur að ráðhúsi við eitt horn hennar“. Hannes segir: „Guðni svarar þessu engu. Ég fagna því, ef þögn hans jafngildir samþykki.“ Ég svaraði þessu ekki vegna þess að ég sá ekki hvernig þetta tengdist umræðunni um hlýnun jarðar. Ef tilgangur Hannesar með dæmunum var sá að sýna fram á að vísindamenn geti haft rangt fyrir sér má benda hon- um á að sú staðreynd er ekki rök með eða á móti niðurstöðum lofts- lagsvísinda nú. Eins gagnslaust er að taka fjölmörg dæmi um hvernig stjórnmálamenn hafa stofnað lífi al- mennings í hættu með því að hunsa niðurstöður vísindamanna. Að auki er samanburðurinn villandi. Það er rangt að leggja að jöfnu áratuga rannsóknir á loftslagsbreytingum í mörgum löndum og fullyrðingar þriggja íslenskra raunvísindamanna um vatnsyfirborð tjarnarinnar í Reykjavík. 3) Í svargrein sinni eyðir Hannes miklu rúmi í að rekja deilur sínar við háskólaprófessorana Stefán Ólafsson og Þorvald Gylfason um tekjuskiptingu á Íslandi. Ég veit ekki á hvaða hátt sú ritdeila Hann- esar tengist umræðunni um lofts- lagsmál. Það sama gildir um kaflann sem snýr að fátækt á Kúbu og sam- búð kynjanna. Hannes bendir á að „nokkrir helstu menningarpáfar okkar [gorti] af því að hafa skorið upp sykur fyrir Kastró þar syðra“ og segir að „[s]amkvæmt hefð- bundnum mælikvörðum á hamingju [vegni] konum miklu betur í lífinu en körlum“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Hannes er að fara í þessum kafla. Telur hann að Stefán og Þor- valdur séu ásamt mér að reyna að klekkja á honum? Er hann að gefa í skyn að ég sé Kúbukommi og nauð- ungarfemínisti og að það skýri af- stöðu mína til loftslagsmála? Ég hreinlega veit það ekki. Mig langar þó til þess að árétta að í öllum mín- um skrifum um loftslags- og virkj- anamál hef ég hamrað á því að um- hverfisvernd sé ekki einkamál vinstrimanna og að hægri armur stjórnmálanna verði að taka málið upp á sína arma eigi árangur að nást. 4) Hannes segir mig beita alls kyns rökbrellum í greinum mínum (rökleiðslu eftir manninum, eftir hagsmunum, eftir sálufélögum, eftir fjölda og „grýlubrellunni“ sem er það „að ráðast ekki á hina raunveru- legu skoðun manns, heldur gera honum upp aðra skoðun hæpnari og ráðast á hana“). Þó styður Hannes aldrei mál sitt með beinum tilvitn- unum í greinar mínar eins og hann veit væntanlega að hann verður að gera. Og hér þýðir ekkert fyrir Hannes að klípa orð og setningar úr samhengi. Í grein minni „Exxon- málpípur og vatnsmelónufræði: Vandi loftslagsumræðunnar“ hef ég þegar svarað þessum ásökunum Hannesar í löngu máli. Hannes svarar þeim rökum mínum engu, en í greininni segi ég m.a.: „Skrif mín í Lesbókina hafa ekki snúist um að sýna fram á sannleiksgildi [gróð- urhúsa]kenningarinnar (sem verður sönnuð eða afsönnuð eftir kúnst- arinnar reglum með tíð og tíma). Ég segi það beinum orðum í grein minni „Hannes gegn heiminum“ þegar ég viðurkenni að „auðvitað kysi ég fremur að þeir vísindamenn sem halda því fram að jörðin sé orðin hættulega heit reyndust hafa á röngu að standa“. Það er því rangt hjá Hannesi að ég hafi beitt ad hom- inem rökum til þess að sýna fram á réttmæti gróðurhúsakenning- arinnar. Áhugi minn beinist miklu fremur að því að benda á að Hannes og skoðanabræður hans í hópi af- neitunarsinna hafa líkast til rangt fyrir sér, en ef þeir hefðu rétt fyrir sér væri það alltaf á röngum for- sendum.2 Hannes er augljóslega orðinn örvæntingarfullur úr því hann hangir í þessum rangfærslum sínum: Hann vill koma í veg fyrir að lesendur Lesbókarinnar átti sig á því að hann sækir skoðanir sínar um vísindi til harðlínumanna á hægri væng bandarískra stjórnmála. Svip- að gerðu margir kommúnistar á ár- unum áður, nema hvað þeir horfðu til Moskvu í öllum efnum. Hannes hlýtur því að telja það rökbrellu að halda því fram að pólitíska afstaðan til vísinda sem mótuð var á flokks- þingum kommúnista hafi verið vafa- söm eða röng. 5) Hannes segir greinar mínar fyrst og fremst afhjúpa þá stað- reynd að ég telji að mönnunum beri skylda til að hverfa til náttúrunnar. Enginn fótur er fyrir þessu eins og Hannes veit líklega sjálfur. Hvergi er að finna vott af þessari hugmynd í skrifum mínum og kann það að skýrast af því að ég hef engan áhuga á slíkum ráðahag. Hannes segir jafnframt um þennan Guðna Elísson sem hann býr til á síðum sínum: „Við fyrstu sýn virðist hann aðeins kontóristi með stimpla: Leyfð skoð- un! Bönnuð skoðun! Bush vondur! Gore góður! En í raun og veru er hann enn einn síðskeggjaði spámað- urinn úr Gamla testamentinu, sem stendur ellimóður uppi á steini og æpir á okkur, að við verðum að iðr- ast synda okkar og gera yfirbót, áð- ur en það er of seint. Sögu þessa spámanns höfum við oft heyrt áður: Mennirnir eru vondir. Það, sem okk- ur finnst gott, getur ekki verið gott fyrir okkur […] ef ég fæ einhverju ráðið um líf mitt á nýbyrjaðri öld, ætla ég að láta Guðna og hans líkum eftir að lifa á fjallagrösum og munn- vatni, en njóta sjálfur tækninnar, menningarinnar, nútímans, kapítal- ismans.“ Hvað get ég svo sem sagt um þessa samantekt Hannesar annað en að hún kemur mér ekki við? Í skrifum mínum má víða sjá að mér þykir afstaða hans til umhverf- ismála óábyrg, en hvergi að ég vilji banna hana. Ég er jafnframt ekki eins mótaður af tvíhyggjunni sem litar afstöðu Hannesar til allra mála og ég mæni ekki upp í valdið. Ég stilli til að mynda Bush og Gore ekki upp sem andstæðum góðs og ills í greinum mínum þótt Gore sé vissu- lega fýsilegri kostur í umhverf- isverndarumræðunni. Meginmun- urinn á mér og Hannesi liggur þó í því að ég útiloka ekki að kapítalism- inn geti verið mikilvægur aflvaki í baráttunni við loftslagsvandann. Hannes á sér aftur á móti skoð- anasystkini í flokki Vinstri grænna sem trúa því ekki að hægrimenn geti komið að lausninni. Niðurlagsorð Hannesar Hólm- steins hér að framan sýna glögglega að hann treystir sér ekki til að rök- ræða við mig málefnalega. Hannes hefur lengi verið málpípa ráðandi afla eins og hver sá veit sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni undanfarin ár. Viðhorf Hannesar til loftslagsmálanna bera þeim skoð- unum vitni sem ráðandi voru í rík- isstjórn Davíðs Oddssonar, en það væri rangt hjá Hannesi að ætla að ég geri mér ekki grein fyrir að hans áhrifatími í íslenskri stjórnmálasögu sé líklega liðinn. Það er til hinna nýju afla í Sjálf- stæðisflokknum sem ég tala í grein- um mínum.  1 Guðni Elísson: „Exxon-málpípur og vatns- melónufræði: Vandi loftslagsumræðunnar“. Lesbók Morgunblaðsins, 10. nóvember, 2007, bls. 13. 2 Sama, bls. 13. Inn og út um gluggann Lokasvar til HHG Morgunblaðið/RAX Örvæntingarfullur „Hannes er augljóslega orðinn örvæntingarfullur úr því hann hangir í þessum rangfærslum sínum: Hann vill koma í veg fyrir að lesendur Lesbókarinnar átti sig á því að hann sækir skoðanir sínar um vísindi til harðlínumanna á hægri væng bandarískra stjórnmála,“ segir Guðni Elísson í svargrein sinni. „Hvað get ég svo sem sagt um þessa samantekt Hannesar annað en að hún kemur mér ekki við?“ segir Guðni Elísson í lokasvari sínu til Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um hlýnun jarðar en um hana hafa þeir deilt hér í Lesbók undanfarnar vikur. Guðni segir meginmuninn á sér og Hannesi liggja í því að hann útiloki ekki að kapítalisminn geti verið mikilvægur aflvaki í baráttunni við loftslagsvandann. „Hannes á sér aftur á móti skoðanasystkini í flokki Vinstri grænna sem trúa því ekki að hægrimenn geti komið að lausninni.“ Höfundur er dósent í almennri bók- menntafræði við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.