Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 11
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í LITBRIGÐI galdranna kasta guðirnir teningum um leið og þeir spila upp á ör- lög sögupersónanna. Í síðustu viku féllu teningarnir svo óheppilega fyrir höf- undinn sjálfan, Terry Pratchett, sem greindist með sjaldgæft afbrigði af alz- heimer-sjúkdómnum. Þessi breski fantasíuhöf- undur á sér stóran aðdáendahóp hérlendis, en þeir sem gerst þekkja setja hann oft á sama stall og höfunda á borð við Tolkien og Douglas Adams. Hann er brattur þrátt fyrir veikindin og hyggur á áframhaldandi skriftir. Íslenskir aðdáendur hans fengu þó góðar fréttir á móti – fyrsta bókin í Disk- heimaseríunni er loksins komin út á íslensku. Lit- brigði galdranna heitir hún, The Colour of Magic á ensku, en það er Jón Daníelsson sem þýðir. Þar er þó heilmikið verk óunnið enn, því serían telur nú þegar einar 36 bækur – en hingað til hafa að- eins komið út á íslensku tvær bækur eftir Pratc- hett, báðar úr minna þekktari seríu (Ævintýri nálfanna). Heimurinn sem Pratchett skapar er ævintýra- legur og íbúar hans eru ekki síður hræddir við að falla af brún flatrar jarðar en íbúar miðalda voru. Diskheimurinn sækir í goðsöguna um veröldina á baki fjögurra fíla sem sjálfir hvíla á baki risa- skjaldböku og innan þessa heims má finna ill- skeyttar ferðakistur, tröll og villimenn. Í aðal- hlutverki í þessu fyrsta ævintýri seríunnar er mislukkaður galdramaður og ferðalangur sem ávallt trúir á hið góða í öllum, líka þeim sem vilja hann feigan, og minnir sá óneitanlega nokkuð á Altúngu, lærimeistara Birtíngs. Vinsældir Pratc- hetts eru miklar í Bretlandi og hann er meðal annars stolnasti höfundur Bretlands og virðast búðahnuplarar hafa sérstakt dálæti á Disk- heimum hans. Endurbætur á Snorra-Eddu Ævintýraheimurinn sem Joanne Harris skrifar um í Rúnatáknum er öllu nærtækari okkur Ís- lendingum en Diskheimar Pratchetts. Fremst í bókinni má finna kunnuglegan heim Snorra-Eddu þar sem Ásgarður, Bifröst, Hel og Niflheimar hverfast utan um Yggdrasil, tré heimsins. En þarna eru líka aðrir heimar sem hvergi finnast í handritunum, enda gerist sagan eftir Ragnarök, þar sem goðin hafa lifað af en eru ekki máttug sem fyrr og í stað þess að trúa á goðin þá trúa allir á Regluna, sem vísar eilíflega í hina góðu bók og virðist óneitanlega standa fyrir kristnina sem hrakti hina norrænu guði úr átrúnaði manna. Upphafleg hvöt Harris til þess að skrifa bókina var hversu rýr henni þótti goðafræðin vera í Edd- unni og segir hún hina kristnu miðaldaskrásetj- ara, sumsé Snorra Sturluson, afbaka ýmislegt. En aðalpersóna Rúnatákna er þó ekki komin úr goða- fræðinni, heldur er það Malla Smiðs, ung stúlka sem lærir um rúnagaldra og gömlu goðin af föru- manni nokkrum. Harris var raunar aðeins nítján ára þegar hún kláraði þúsund síðna handrit að bókinni Nornaljós (Witchlight), verki sem hún hafði byrjað að hug- leiða fjórtán ára gömul. Hún fékkst ekki útgefin þá en mörgum árum seinna, þegar Harris var orð- in vel þekktur höfundur fullorðinsbóka, fór hún að lesa upp úr handritinu fyrir unga dóttur sína sem í kjölfarið lagði að mömmunni að gefa þetta út. Það er Kristín R. Thorlacius sem þýðir bókina. Sú bók sem kom Harris á kortið var þó Choco- lat, sem margir kannast við sem bíómynd með hinum súkkulaðisætu Juliette Binoche og Johnny Depp. Sú saga kemur einnig út á íslensku fyrir þessi jól undir heitinu Súkkulaði, en það er ein- mitt varan sem Vianne Roth hefur að selja í franska smábænum Lansquenet. Búðin stendur beint á móti kirkju staðarins og lítur séra Rey- naud á súkkulaðisöluna sem sérstaka ógn við kristnina og góða siði, enda öllum ljóst að súkku- laðiástríðan er rammheiðin eins og öll þessi vafa- sömu páskaegg vitna um. Þegar blásið er til súkkulaðihátíðar er guðsmanninum svo nóg boðið. Það er ísfirska skáldið í Helsinki, Eiríkur Örn Norðdahl, sem þýðir en hann lætur sér bresk- franskt súkkulaði ekki duga heldur þýðir einnig eina strákasögu af gamla skólanum. Aldrei of ungur til að deyja Umrædd strákasaga heitir Heljarþröm og er önn- ur bókin í seríu Anthonys Horowitz um Alex Ri- der. Alex þessi er skólapiltur í gagnfræðaskóla en sinnir einnig leyniþjónustustörfum fyrir bresku leyniþjónustuna MI6. Fyrsta bókin hét Þrumu- fleygur og kynnti káputextinn Rider til sögunnar með þessum orðum; þú ert aldrei of ungur til að deyja. Slík ljóðlist minnir óneitanlega á njósnara hennar hátignar, James Bond, og er Rider aug- ljóslega hugsaður sem eins konar drengjaútgáfa af Bond, þótt hann sé öllu nútímalegri í háttum og ekki sami kvennabósinn enn – þótt það komi kannski með aldrinum. Umrædd Heljarþröm er einkaskóli hátt í svissnesku Ölpunum fyrir vand- ræðadrengi frá ríkmannsheimilum. Feður tveggja nemenda á Heljarþröm eru myrtir hvor í sínu heimshorninu og vera sona þeirra beggja í skól- anum er það eina sem tengir morðin tvö – og skilj- anlega er Rider sjálfkjörinn í verkefnið, enda leyniþjónustumenn á heimavistarskólaaldri ekki á hverju strái. Rider þráir þó það heitast að vera bara venjulegur unglingur – og raunar má ímynda sér að þetta ástand sé hreinlega uppskriftin að ógæfu manneskjunnar, á meðan hetjurnar dreymir um að vera venjulegar lýsir dómur In- dependent on Sunday ágætlega draumum með- aljónsins: „Dagdraumur hvers einasta skóla- stráks.“ Titill bókarinnar á frummálinu er Point Blanc, en það vekur nokkra athygli að bandaríska útgáf- an heitir Point Blank, og ljóst að bandarísk ung- menni hafa ekki verið talin líkleg til þess að skilja orðaleiki sem vísa í hæsta fjall Alpanna. Leslata lesendur má svo gleðja með því að þegar er búið að kvikmynda Þrumufleyg og mynd byggð á Helj- arþröm er á leiðinni. Horowitz nægir ekki að skrifa eina seríu og Þorvaldur Kristjánsson hefur þýtt fyrstu bókina úr annarri seríu höfundarins. Bókin heitir Gátt hrafnsins og er hluti af seríunni Máttur fimm- unnar. Þessi máttuga fimma samanstendur af fimm fjórtán ára unglingum sem berjast við yf- irnáttúrlega reglu sem kallast einfaldlega „Hinir gömlu“. Á frummálinu hafa þegar verið skrifaðar tvær bækur til viðbótar og sú fyrri er væntanleg á íslensku á næsta ári undir heitinu Helstjarnan, það er meira að segja búið að hanna kápumynd og hana má sjá aftan á bókarkápu fyrstu bókarinnar. Heimurinn eftir ragnarök Hér skoðum við þrjá breska höfunda sem herja nú stíft á Íslandsmarkað, en eftir þessa þrjá höf- unda koma fimm bækur út á íslensku fyrir þessi jól. Flestar eru þær helst stílaðar á börn og ung- linga en þó er einn ljúffengur súkkulaðimoli fyr- ir hina fullorðnu – sem þeir geta þóst borða á meðan þeir stelast í bækur afkvæmanna. Anthonys Horowitz Joanne Harris Terry Pratchett MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Hið íslenska bókmenntafélagsendir nú frá sér þrjú ný rit í flokki Lærdómsrita Bókmennta- félagsins. Óraplágan eft- ir Slavoj Žižek, Haukur Már Helgason þýddi en inngangur er eftir Andra Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason. Slóvenski heimspeking- urinn Slavoj Žižek er í hópi þekkt- ustu samfélagsrýna samtímans og vakti mikla athygli þegar hann sótti Ísland heim í mars á þessu ári. Hér birtist loks fyrsta rit hans á íslensku. Óraplágan er vits- munalegt ferðalag þar sem vís- unum í alþekktar kvikmyndir og hversdagsleg menningarfyrirbæri er blandað saman við kenningar heimspekinga. Þess má geta, að Slavoj Žižek mun verða gestur Hins íslenska bókmenntafélags hérlendis í lok janúar næstkom- andi og flytja fyrirlestra, sem nán- ar verða auglýstir síðar. Um holdgun Orðsins eftir Aþan- asíus frá Alexandríu, Kristinn Óla- son Skálholtsrektor þýddi en inn- gangur er eftir Einar Sigurbjörnsson. Aþanasíus frá Alexandríu, einn kirkjufeðranna, var einn áhrifa- mesti hugsuður frumkristninnar. Hugmyndir hans um eðli heilagrar þrenningar höfðu mótandi áhrif á helstu kennisetningar kirkjunnar og má t.d. sjá merki þeirra í trúarjátningu kristinna manna nú- tímans. Um trúarbrögðin: Ræður handa menntamönnum sem fyrirlíta þau eftir Friedrich Schleiermacher. Jón Árni Jónsson þýddi en inn- gangur er eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson. Schleiermacher (1768–1834) var þýskur guðfræðingur og heim- spekingur og hefur stundum verið kallaður faðir nútíma mótmæl- endaguðfræði. Í þessu riti rís Schleiermacher gegn skynsem- ishyggju og kaldri rökhyggju upp- lýsingarinnar og skilgreinir trúar- brögðin í tengslum við upplifun mannsins, það sem snertir hjarta hans eða innsta veruleika.    Söngvarnir frá Písa teljast tilstórvirkja í ljóðabókmenntum Vesturlanda og eru að margra mati hápunkturinn í hinu mikla æviverki Ezra Pound sem hann nefnir Cantos. Ljóðaflokkurinn er ortur í fangabúðum Bandaríkja- hers norðan við Písa á Ítalíu 1945, en þar sat Pound um nokkurra mánaða skeið, ákærður fyrir land- ráð og með dauðadóm vokandi yfir sér. Hann gerir upp líf sitt og les brot úr því saman við rústir Evr- ópu sem og við leiftur úr liðinni sögu og þá goðsagnakjarna sem hann taldi óforgengilega. Þýðandi er Magnús Sigurðsson sem einnig ritar ítarlegan inn- gang. Ritstjóri er Ástráður Ey- steinsson.    Komin eru út hjá Stofnun ÁrnaMagnússonar í íslenskum fræðum Ljóðmæli séra Einars Sigurðssonar (1539-1626) sem jafnan er kennd- ur við Eydali (Heydali) í Breiðdal en þar var hann prestur frá 1590 til dán- ardægurs. Einar Sigurðs- son var höfuð- skáld þjóðarinnar í árdaga lút- ersks siðar hér á landi og í miklum metum hjá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni sem sést af því að megnið af fyrri hluta Vísna- bókar, þeirrar sem biskup gaf út á Hólum 1612, er eftir séra Einar. BÆKUR Slavoj Žižek Eftir Gunnar Hersvein gunnars@hi.is Heilsíður í Fréttablaðinu stóðu vandræða-lega nálægt hvor annari laugardaginn15. des: Önnur kynnti bókina Hnotiðum hamingjuna eftir Daniel Gilbert (Skuggi 2007) og hin auglýsti kvikmynd um bókina Leyndarmálið eftir Rhonda Byrne (Salka 2007). Bækurnar eiga það sammerkt að fjalla báðar um leitina að hamingjunni. Leyndarmálið um lykilinn að farsælu lífi og Hnotið um hamingjuna um efann og sjálfsblekkinguna í þessari endalausu leit. Leyndarmálið er meðal mest lesnu bóka ársins á Íslandi og því er svo sannarlega tími til kominn á bók sem veitir innsýn í annað leyndarmál. Flestar bækur um leitina að hamingjunni veita uppskriftir að gæfuríku lífi og höfundar þeirra birta jafnvel topp tíu lista yfir helstu leiðirnar. Bók bandaríska sálfræðingsins Daniels Gilberts gengur þvert á þessa hefð og fjallar fremur um helstu hætturnar á veginum til betra lífs. Hún fjallar um mannsheilann og nauðsyn þess að þekkja völund- arhús hugans. Fyrirframgefin forsenda í mannlífinu er að allir leiti, þrái og stefni að hamingju. Ýmsar aukaverk- anir fylgja þessari innri þrá einstaklingana. Flestir virðast hafa tilhneigingu til að vera bjartsýnir og opnir fyrir möguleikum og margir temja sér að sjá ævinlega fyrir sér: bjarta framtíð. „Maður verður að vera bjartsýnn – er það ekki eina sem dugar?“ segir fólk. Það ímyndar sér sig sjálft þar sem mark- miðum er náð og sælan breiðist út. Sá er galli á gjöf Njarðar að slík bjartsýni er blind á ókostina sem fylgja með. Óneitanlega verða margir því fyrir von- brigðum. Enginn getur upplýst hvaða líferni leiðir óyggj- andi til gæfu– það er leyndarmálið. Flestar vís- bendingar sem greina má í umhverfinu veita upp- lýsingar um hvað beri að forðast. Boðorðin tíu til dæmis fjalla fremur um hvað beri að forðast en hvað beri að sækjast eftir. Þau eru ytri rammi mannlegrar athafnasemi. Góð bók um farsælt líf- erni varpar því fyrst og fremst ljósi á þennan ramma. Höfundur slíkrar bókar getur þó ef til vill bent á einstaka vænlega möguleika til vinnings. Viðhorf Vesturlandabúa til tímans er ein af meg- inástæðum eirðarleysis og því að hugur manns er iðulega hálfur utan seilingar. Tíminn í huga okkar er lína sem liggur þráðbeint inn í endalausa framtíð sem virðist full af feikilegum tækifærum. Van- sældin felst aftur á móti í glötuðum tækifærum til að njóta nýliðinna stunda og að framtíðin er ekki öll þar sem hún er séð. Ef rannsóknarniðurstöður um mannsheilann eru skoðaðar kemur margt undan hugarteppinu. Kost- urinn við bókina Hnotið um hamingjuna er að höf- undurinn fjallar um ókosti mannshugans. For- dómar og sjálfsblekking leynist í skúmaskotum og minnið skáldar upp fortíð sem aldrei var og áttaviti ímyndunaraflsins vísar oft þangað sem ekki er land fyrir stafni. Þrátt fyrir allt virðast flestallir nokkuð sáttir óháð stöðu eða búsetu. Sennilega er það vegna þess að þeir skapa sér lífsramma og búa innan hans misseri eftir misseri, hring eftir hring og njóta end- urtekningarinnar. Jafnvel þótt reglulega sé breytt til hefur það ekki veruleg áhrif. Og þó! Fullyrðingin „Loksins! Loksins!“ var yfirskrift auglýsingarinnar um bókina/myndina Leynd- armálið. „Vonbrigði með hamingjuna“ var yf- irskriftin á kynningu bókar Daniels Gilberts. Hvor er marktæk? Hvorug eða báðar. Bjartsýnin og ef- inn mega gjarnan haldast í hendur á veginum til hamingju. En hvert er þá leyndarmálið? Sagnarandinn let- ur en hvetur ekki. Hann býr aðeins yfir upplýs- ingum um hvað skuli forðast en veit ekki hvað beri að gera. Hamingjuleitin er af þeim sökum spenn- andi tilraun sem verður ekki endurtekin. ERINDI »Enginn getur upplýst hvaða líferni leiðir til hamingju – það er leyndarmálið! Hamingjuleitin er spennandi tilraun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.