Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Þorkell Aðventukrans Fyrsta kertið er Spádómskertið, sem minnir á fyrirheit spámannanna um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemskertið. Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fyrstir fengu fregnir um fæðingu frelsarans. Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans. Eftir Tómas Vilhj. Albertsson galdratommi@hive.is F yrir jólin 2005 fór ég með börnin mín á jólamarkað í Hafn- arfirði. Þar sem ég var þarna innan um fólk og ýmsa vætti svo sem jólasveina, Grýlu og Leppa- lúða fór ég framhjá sölubás sem ég leit á. Þarna mitt í básnum voru fag- urhvít kerti með einhverri skrift, og þar sem ég er að eðlisfari forvitinn setti ég upp gleraugun og las þennan dularfulla texta. Á kertunum stóð: spádómskertið, Betlehemskertið, hirðakertið og englakertið. Sölukon- an þóttist nú hafa halað inn einn kúnna og bauð mér umsvifalaust þessi fínu kerti til kaups. Þegar ég svo í sakleysi mínu spurði út í nöfnin fékk ég nú heldur betur að heyra hverskonar maður ég væri eiginlega að þekkja ekki þennan ævagamla þjóðlega sið að kveikja á kertunum og syngja hið fagra kransakvæði um leið. Ég þakkaði Loka Laufeyjarsyni og Óðni báðum fyrir að þarna var enginn sem þekkti mig og bakkaði með barnavagninn hið hraðasta í skjól mannfjöldans. Er heim var komið fór ég að leita að þessum nöfnum í þjóðfræðilegum uppsláttarritum og þegar engin svör fundust upphófst mikil leit. Hvaðan koma þessi nöfn? Og hvernig eru þau tilkomin? Forsagan Aðventukransinn var líklega inn- fluttur af dönskum kaupmönnum og sást fyrst í tveim stærstu bæjum landsins Reykjavík og Akureyri. Að- ventukransinn á uppruna sinn í Þýskalandi en þaðan berst hann til Danmerkur og svo til Íslands (Árni Björnsson, 2000: 334). Þessi siður kom til Íslands um 1940 og var í fyrstu aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1944 og 1950 fer hann að birtast á borðum þeirra efnameiri og jafnframt því fara verslanir að selja aðventukrans- inn um og upp úr 1960 (Árni Björns- son, 2000: 334). Í blaðagrein með mynd af aðventukransi hangandi neðan úr lofti á einkaheimili í Reykja- vík, segir svo: „síðustu árum eru margir hér á landi farnir að hafa í húsum sínum aðventukransinn“ (Jón Auðuns, 1960: 3). Svo greinilegt er að landsmenn hafa verið nokkuð fljótir að meðtaka þennan sið enda nýjunga- girni Íslendinga annáluð. Þróun kransins Frá 1954 til 1978 er oftast minnst á aðventukransinn í alls konar blöðum og tímaritum. Fyrsta skýra leiðsögn- in um tendrun og notkun á aðventu- kransinum er umfjöllun í Morg- unblaðinu 5. des. 1954, bls. 24, (279 tbl.) en þar segir: Síðastliðinn sunnudag var fyrsti sunnudag- ur í jólaföstu. Þann dag tendruðu þúsundir manna um gjörvallan heim fyrsta jólaljósið – kveikt var á fyrsta kertinu í jólaföstukr- ansinum eða aðventukransinum. … Krans- inn hangir í fjórum silkiborðum, sem eru festir í hnúð sem er ofan á 35-40 sm. langri stöng, sem stendur á fæti … Verðið ykkur úti um aðventukrans fyrir næsta sunnu- dag, þá er kveikt á þremur kertum, og þannig bætist alltaf eitt kerti við, þar til kveikt hefur verið á öllum (Mbl. 5. des. 1954, bls. 24, 279 tbl.). Eftir þetta fer umfjöllunum að fjölga jafnt og þétt, sérstaklega eftir 1960. Þessir silkiborðar sem hér er sagt frá í lýsingunni hurfu þó rétt um og eftir 1974 og var það fyrst og fremst að völdum umræðu um hættu á sjálfsíkveikju en einnig vegna breytinga í jólaskreytingatísku (Val- gerður Valdemarsdóttir, 2007). Kertin fá þó ekki opinberlega nöfn fyrr en í desember 1978 þegar Jón Dalbú Hróbjartsson, Karl Sig- urbjörnsson og Sigurður Pálsson eru ráðnir til við að skrifa í jóladálka Morgunblaðsins og skipta þeir með sér verkum. Fellur aðventukransinn í hlut séra Karls Sigurbjörnssonar (Karls Sigurbjörnsson, 2006). Það er svo í Morgunblaðinu 3. des- ember 1978 sem er minnst á spá- dómakertið, síðar nefnt spádóms- kertið. Aðventukransinn. Í dag er kveikt á fyrsta kerti hans. Það kallast spádómakertið og minnir á spámenn Ísraels, sem Guð sendi til að boða komu frelsarans. Nú er kjörið tækifæri að hafa helgistund fjölskyldunnar við aðventukransinn, um leið og ljósið er kveikt, lesa úr Biblíunni og biðja saman. Það getur farið fram eitthvað á þessa leið: Ljósið kveikt. Allir: Í nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Amen. Einn: Þetta er spádómskertið. Spámenn- irnir sögðu fyrir um komu Drottins. Les: Sakaría 9,9. og síðan guðspjall dagsins (Karl Sigurbjörnsson, 1978: 68). Hér er komin helgirammi utan um aðventukransinn með bænum, söng og tendrunarathöfn. Hér er í fyrsta sinn minnst á spádómskertið og Aðventukransinn og kertanöfnin Aðventukransinn og kertanöfnin eru í raun ekki gamall íslenskur siður heldur nýlega innfluttur. Kransinn barst til landsins um 1940 og kertanöfnin ekki fyrr en löngu síðar. Hér er sagan rakin og rýnt í merkingu siðarins. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Ó ttar Guðmundsson geðlæknir hefur starfað á Kleppsspítala með hléum frá árinu 1968. Fyrir um áratug var hann orðinn leið- ur á lækningum og sótti sér menntun í gömlu áhugamáli, sögu læknisfræðinnar. Hann hefur nýlokið við að skrifa bókina Kleppur í 100 ár og í gegnum sagnfræðina hefur hann fundið áhugann á læknisstarfinu aftur. „Í kringum 1998 var ég orðinn svo þreyttur á lækningum og öllu sem þeim tilheyrði að ég ákvað að skipta alveg um braut,“ sagði Óttar. „Ég fór til Þýskalands og var þar meira og minna í tvö ár í háskóla að læra sögu læknisfræðinnar. Ég vonaðist þá til þess að geta fengið stöðu við læknadeild við að kenna hana. Það gekk ekki upp, svo ég kom aftur heim með skottið á milli lappanna og fór að vinna aft- ur við lækningar. En ég gat nýtt þetta nám mitt á mörgum sviðum og mér tókst að að vinna bug á leiðanum með þessu, að fara að gera eitthvað allt annað í næstum tvö ár og koma síðan til baka. Sagnfræðin var skemmtileg tilbreyting og kom í veg fyrir að ég kulnaði í starfi.“ Óttar er sjálfur hluti af sögu Klepps síðustu fjörutíu árin og viðurkennir fúslega að það liti viðhorf hans til sjúkrahússins. „Ég hef unnið hérna í mjög mörgum hlutverkum. Ég hef verið almennur starfsmaður, hjúkrunarmaður, læknanemi og læknir. Það sem vakti fyrir mér var að skrifa ekki hefðbundna stofnanasögu, heldur bók sem fjallaði um stjórnendurna, sjúk- lingana, aðstandendur þeirra og allt samfélagið og afstöðu þess til Klepps.“ Gögnum fleygt vegna plássleysis Vinnan við bókina hófst á heimildaleit bæði utan og innan sjúkrahússins. Leitin skilaði mun minni árangri en Óttar bjóst við og mikið af gögnum um sögu Klepps hefur glatast fyrir fullt og allt. „Í þessu plássleysi sem hefur verið hérna í gegnum tíðina þá hefur ótrúlega miklu verið fleygt. Það sem er til á Þjóðskjalasafninu fyllir ekki nema tvo eða þrjá skókassa. Þá þurfti ég að afla mér fanga annars staðar og fór að leita í dagblöðum, ævisögum og í sjúkra- skýrslum sjúklinga. Í þær vantar líka heilmikið og um suma sjúklinga fannst ekkert. Ég fletti upp nöfnum fólks sem ég vissi að hafði verið hér, en það var ekkert um það að finna. Það virðist hafa verið mjög handahófskennt hverju var fleygt og hvað var geymt. Ég varð að gera mér mat úr því sem ég hafði.“ Sjúkraskrárnar nýttust Óttari vel við skrift- irnar og í gegnum þær fékk hann innsýn í líf og líðan þeirra sem dvöldu á Kleppi. „Ég var oft að leita að einhverju sem sjúklingar höfðu sjálfir skrifað um vistina, en það er mjög lítið til miðað við annars staðar á Norðurlöndum. Ég fann ým- islegt í sjúkraskránum, til dæmis bréf sem sjúk- lingar voru að skrifa til forsætisráðherra eða forsetans. Bréfin fóru þá oft ekki lengra en bara inn í sjúkraskrána og voru aldrei send. Þá fær maður ákveðna tilfinningu fyrir því hvernig fólki leið og hvað það var að hugsa og það er sagan sem ég er að reyna að segja. En ég breytti ýmsu og gætti þess vel að bregðast ekki trúnaði við nokkurn mann.“ Geðsjúkir verða útundan Undir lok 19. aldar var farið að þrýsta mjög á um það að finna úrræði fyrir geðsjúka, enda var aðbúnaður þeirra slæmur. „Þetta aldagamla ís- Læknirinn við sundin blá „Í kringum 1998 var ég orðinn svo þreyttur á lækningum og öllu sem þeim tilheyrði að ég ákvað að skipta alveg um braut,“ sagði Óttar Guðmundsson læknir sem nú hefur skrifað bókina Kleppur í 100 ár. Óttar Guðmundsson „Stofnanavæðingin hefur sungið sitt síðasta, ég held að það séu allir sammála um það. Nú er verið að nota Klepp sem miðstöð til þess að sinna sjúklingum á sínum heimilum.“ 12 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.