Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 1
ÍSLENSK MENNING 2007 Laugardagur 29. 12. 2007 81. árg. lesbók Að koma til New York-borgar er eins og að taka neðanjarðarlestina aftur til 20. aldar » 15 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Anton Tsjekov taldi að tilvistarkreppan semhrjáir sögupersónu hans, Ívanov í sam-nefndu leikriti, væri sérrússnesk og„óþekkt í Evrópu“. Tsjekov skrifaði verkið á níunda áratug nítjándu aldar. Nú þegar verkið er sett upp í Þjóðleikhúsinu hundrað og tuttugu árum síðar gæti Ívanov verið maður á Íslandi okkar daga, hefur tapað öllum peningunum, virðingunni líka, mennskunni jafnvel, er að drepast úr samviskubiti enda fær hann að kenna á grimmilegum dómum sam- borgaranna sem tala um skort á heiðarleika og góð- mennsku. Á sama tíma og Ívanov veltir sér upp úr eymdinni og leitar sér huggunar í vodkaþambi og kvennafari upp á hvert kvöld, þá berst nefnilega fár- sjúk eiginkona hans fyrir lífinu. Að vissu leyti virðist kreppa Ívanovs vera pínlegt dæmi um sjálfsvorkunn, aumingjaskap og uppgerðarþróttleysi en, eins og hann bendir á sjálfur, þá á hann kannski ekki síst við sitt eigið skilningsleysi að stríða andspænis stórum spurningum lífsins. Persóna hans stendur einhvers staðar mitt á milli hins óþarfa manns í samnefndri sögu Túrgenevs (sem kom út í íslenskri þýðingu fyrr í haust) og Hamlets. Eilífðarspurningu þess síð- arnefnda svarar Ívanov með afdráttarlausum hætti í lok leikverksins og svarið má bæði túlka sem uppgjöf og miskunnarlausan heiðarleika. Í vissum skilningi stendur Ívanov því uppi sem eins konar sigurvegari að lokum. Það er satt að segja fremur sjaldgæft að sýning í ís- lensku leikhúsi höfði jafn sterkt til samtímans og þessi. Það er líka sjaldgæft að heyra jafn góðan texta og þennan í íslensku leikhúsi sem er ef til vill vísbend- ing um að klassísk verk séu of sjaldséð á fjölunum. Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn kraftmik- illi sýningu og þessari, jafn miklum galsa, jafn fum- lausum tökum á forminu, jafn afdráttarlausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en jafnframt útpældri sviðsmynd. Og rúsínan í pylsuendanum var auðvitað Tom Wa- its. Nokkur laga hans heyrast í sýningunni en í þeim er einmitt að finna tvö grunnstef verksins um tregann og gleðina. Stundum var Waits kannski of stór í þessu samhengi, sterkur karakter tónlistarinnar kaffærði hálfpartinn það sem var að gerast á sviðinu en á móti kom að hún fékk aldrei að hljóma lengi. Niðurstaðan: Þessi sýning gekk upp. Hún var skrambi góð. Hvað Baltasar Kormák leikstjóra varð- ar er enn einn sigurinn í höfn. Svarið Eilífðarspurningu Hamlets svarar Ívanov með afdráttarlausum hætti í lok leikverksins og svarið má bæði túlka sem uppgjöf og miskunn- arlausan heiðarleika. Sigur Baltasars MENNINGARVITINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.