Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Einar Má Jónsson E ins og víðar á heimskringl- unni er jólabókaflóð í París með öllum þeim sirkus sem því fylgir. Það byrjar heldur fyrr en á Íslandi, bækurnar fara að koma út í september og jafnvel áður, en segja má að verulegur skriður komi á bylgjuna í byrjun nóvember, þegar hin ýmsu bókmenntaverðlaun eru veitt, og eftir það er ekkert lát á öldukast- inu. Jafnan er það svo, að fáeinir rithöfundar ríða á bárufaldinum með miklum bægsla- gangi og draga að sér athyglina ár eftir ár, stundum af takmörkuðum verðleikum, en aðrir skolast upp á eyðisand. Það var fyrir tilviljun sem ég rakst fyrir skömmu á nýútkomna skáldsögu, sem virðist heldur hafa lent í auðninni; á hún þó skilið fulla athygli því þar er fjallað á fremur óvenjulegan hátt, í nokkurs konar fabúlu- formi, um eina heldur sérstaka hlið nú- tímans, örlög þess sem Halldór Laxness kall- aði á sínum tíma „fornar meningarborgir Evrópu“. Kaldhæðnin gægist þegar fram í titli sögunnar, sem nefnist Borgin hamingju- sama. En kannske er það einmitt efnið og efnistökin sem valda því að bókin hefur orðið utanveltu, það er eins og þetta verk sé ekki í samræmi við stundlegan rétttrúnað og komi illa við suma postula hans. Kannske er það líka höfundurinn, Benoit Duteurtre, sem er ekki að öllu leyti í náðinni. Hann hefur lengi verið tónlistargagnrýnandi, auk þess að vera rithöfundur, og gaf einu sinni út deilurit þar sem hann réðst harkalega á ýmsar stefnur í nútímatónlist, m.a. á Pierre Boulez sem er ein helgasta tónlistarkýr Frakklands; hét bókin Sálumessa fyrir framúrstefnu og vakti reiði margra. Í skáldsögum sínum hefur Du- teurtre heldur ekki farið troðnar slóðir og gert gys að ýmsu sem nú á dögum er hin fú- lasta alvara. Ein þeirra hefst á því að það á að taka mann af lífi og hann fer fram á nokkuð sem hann hefur fullan rétt á sam- kvæmt lögum og rótgróinni hefð að auki, hann vill fá að reykja sína hinstu sígarettu. En þetta veldur skelfilegum vanda, því tukt- húsið er nefnilega reyklaust og þar af leið- andi aftökuklefinn líka. Málið fer fyrir Hæstarétt og af því spinnst mikil flækja sem rennur saman við aðrar flækjur. Skáldsagan Borgin hamingjusama er í svipuðum anda. Hún gerist í fornri menning- arborg sem er ekki staðsett nákvæmlega, enda virðist þar ýmsu blandað saman, en ljóst er þó að hún er einhvers staðar í fyrr- verandi kommúnistaríki og þá væntanlega í austurhluta álfunnar. Á sinni löngu sögu átti borgin tvö blómaskeið, hið fyrra var á end- urreisnartímanum og eru til minnis um það forn dómkirkja, hverfi með þröngum götum og slíkt, en hið síðara var á fyrri hluta 20. aldar, þegar borgin varð miðstöð fyrir fram- úrstefnur í málaralist, einkum fyrstu ab- straktlistina, og eru enn til listamannakrár frá þeim tíma. Loks eru í borginni ýmsir sögustaðir tengdir baráttunni gegn einræði kommúnista. Í þessari borg býr sögumaður, sem hefur fyrir stafni að skrifa handrit að sjónvarps- myndum í miklum ádeilustíl, og rekur hann atburði sem hófust fjórum árum fyrr og hafa síðan haldið áfram. Eftir hrun kommúnism- ans var ástandið í sögulegum hverfum borg- arinnar heldur bágborið. Um helming húsanna átti borgin og hinn helminginn fjár- haldsfyrirtæki, en mestur hluti þeirra voru félagsíbúðir, þar sem leigan var lág og bund- in af lögum. En vegna byggingar flugvallar, ráðstefnuhallar og hraðbrauta eru fjármál borgarinnar í ólestri, það stendur til að af- nema takmarkanir á húsaleigu í nafni við- skiptafrelsis og farið er að líta á þessi sögu- legu hverfi sem fjárhagsbyrði. En þangað streyma nú ferðamenn frá öllum hornum heims. „Fyrirtækið“ kemur til sögunnar En svo gerist það að alþjóðasamsteypa, sem einungis er nefnt „Fyrirækið“, býðst til að kaupa upp allar helstu byggingarnar í þess- um sögulegu hverfum og gera úr þeim eins konar „menningargarð“; þessi samsteypa hefur forystu í menningarlegri ferðamennsku um allan heim, en það eru að verða breyt- ingar í ferðamannaþjónustunni, nú vilja menn ekki tilbúnar borgir, Disneylönd og slíkt, heldur raunverulegar borgir með sínu mannlífi og sínum fornu byggingum, því er það nú stefna „Fyrirtækisins“ að kaupa upp gamlar menningarborgir, skipuleggja líf þeirra og gera íbúana að „samstarfs- mönnum“ sínum. Ljóst er að borgaryf- irvöldin vilja umfram allt losna við að standa straum af gömlu hverfunum til að einbeita sér að uppbyggingu nýju hverfanna í kring, hagfræðingar halda langar ræður um aukna atvinnu, hagvöxt og hagnýtingu verðmæta sem komi í kjölfar þessarar sölu, og ásaka alla þá um „kulvísi“ sem hafa horn í síðu fyrirtækja. Þá er einungis eftir að sannfæra íbúana, haldinn er fundur þar sem fulltrúi „Fyrirtækisins“ lofar því að húsaleiga muni ekki hækka í þrjú ár og lýsir öllum þeim hagnaði sem íbúarnir muni hafa af þessari nýskipun hverfanna. Svo er almenn at- kvæðagreiðsla og eru meira en 70 af hundr- aði fylgjandi sölunni og áformum „Fyrirtæk- isins“. Sögumaður lætur þó enn ekki sannfærast. En varaforstjóri „Fyrirtækisins“ býður hon- um á veitingastað og hefur fjálgleg orð um það hve hrifinn hann sé af sjónvarps- myndum hans: það sé einmitt stefna „Fyr- irtækisins“ að hlúa sem mest að skapandi starfi í gömlu borginni, ef hann byggi þar áfram gæti hann fengið viðbótarlaun (sem myndu tvöfalda tekjurnar), og á húsið þar sem hann byggi myndi verða sett skilti með orðunum „hér er rithöfundur að starfi“. Svo bættist það við að hann myndi nú verða í hópi vippa borgarinnar og fá hlunnindi eftir því. Þessa freistingu stenst sögumaður ekki, og svo er hafist handa að gera gömlu hverfin að „menningargarði“. Umhverfis þau er lögð girðing með hliðum fyrir ferðamenn, en íbú- arnir verða að ganga með sérstök merki til að komast leiðar sinnar. Hverfin innan girð- ingarinnar eru nefnd upp og kölluð „Town Park“ – íbúarnir eru nú kallaðir „Townies“ – en þau skiptast í tvennt, annars vegar er elsta hverfið, kallað „Historic City“, sem á að vera ímynd Evrópu á miðöldum, þótt það sé ekki beinlínis frá þeim tíma, en hins veg- ar er „Liberty City“, sem er safn um listir Evrópu á 20. öld. Þar er eitt torgið nú kennt við impressjónistana, reyndar voru þeir aldr- ei tengdir borginni, en impressjónistinn er þekktasta listastefnan og óþarfi að flækja ferðamennina í einhverri krónólógíu og aukaatriðum. Framhliðar bygginganna eru gerðar upp og á þær sett merki „Fyrirtæk- isins“ sem er rósrautt hjarta, en á „Fram- úrstefnutorgi“ í „Liberty City“ er sett plastskraut á ferðamannabúðir í stíl mál- verka eftir Picasso, Matisse, Kandinsky, Mondrian… Mælt er með því að íbúarnir, sem nú eru starfsmenn „Fyrirtækisins“, klæði sig í þeim stíl sem borgin hefur fengið; þeir eru gjarn- an í einhverjum „miðaldafötum“, að vísu með rósrautt hjarta fest í barminn, og þeim er uppálagt að vera alúðlegir við ferðamenn. En svo eru sérstakir „dagar“ og verða menn þá að klæðast í samræmi við tilefnið; þegar sagan hefst stendur „Flower Day“ fyrir dyr- um og síðar segir frá „Liberty Day“. Þá er „einræðisverslun“ opin á „Poor People Place“ og mönnum boðið að standa tvo tíma í biðröð til að fá smá poka af strausykri, en einnig er stöð leynilögreglunnar opin ferða- mönnum með pyndingaklefum sínum. Í kaffi- húsi í „Liberty City“ fara fram umræður heimspekinga, félagsfræðinga og sagnfræð- inga, þar sem algert frelsi ríkir, menn geta jafnvel ráðist á tómstundaiðnaðinn, enda er alltaf einhver til staðar sem kemur með beitt gagnrök; þeir sem það geta tala ensku, en orðræður annarra eru þýddar beint. Þetta sýnir að andlegt líf stendur enn í blóma í þessari gamalgrónu borg. Í samræmi við frammistöðu sína fá borgarbúarnir „punkta“ og ef þeir eru duglegir og safna mörgum geta þeir komist í hóp vippanna sem eru þó aldrei fleiri en fimmtungur borgarbúa. Þannig gengur allt vel í nokkur ár í „Town Park“. Borginni er mjög vel við hald- ið, og líkar íbúunum það vel. Í hverfunum í kring hafa menn nefnilega fengið bréf frá hinu opinbera, þar sem þeim er tilkynnt að það sé ekki lengur í verkahring borgaryf- irvalda að annast sorphreinsun, íbúarnir verði að sjá um það sjálfir. Andrúmsloftið breytist En eftir fáein ár fer andrúmsloftið að breyt- ast. Sögumaður er aftur kvaddur á fund varaforstjóra „Fyrirtækisins“, honum er sagt að tímarnir hafi breyst, mönnum falli handrit hans ekki eins vel í geð og áður og hann verði að laga sig að hinum nýja smekk, hann verði að forðast þessar ádeilur og verða jákvæðari, annars sé hætta á að samn- ingurinn verði ekki endurnýjaður. Verkstjór- arnir sem stjórna vinnu íbúanna fara að verða hranalegir og atyrða menn, þeir segja að ekki sé hörgull á mönnum sem séu fúsir til að vinna ef þeir hagi sér ekki vel, og einu sinni lendir sögumanni saman við einn verk- stjórann. Við það missir hann allmarga „punkta“ og dettur við það úr stöðu sinni sem vippi. Að því kemst hann óþyrmilega þegar hann þarf að gangast undir aðgerð vegna hugsanlegs krabbameins: hann verður að láta sér nægja meðhöndlun fyrir þá sem ekki eru vippar. Jafnframt er byrjað að segja upp starfs- mönnum, farið er að kalla borgarbúana, „Townies“, á skrifstofu „Fyrirtækisins“ og þeim boðið að skrifa undir starfslokasamning gegn einhverri greiðslu sem virðist þó smám saman fara lækkandi, ef þeir neita eru þeir beittir hótunum, t.d. varðandi húsnæði. Starfsfólki er fækkað, því margar stöður eru hreinlega lagðar niður, en í aðrar stöður er farið að ráða menn úr einhverju þriðja heims landi, sem búa utan sögulegu hverfanna, vinna fimmtíu tíma á viku fyrir lúsarlaun og geta ekki bablað nema fáein orð í ensku. Borginni sjálfri er illa við haldið, skreyting- arnar endast illa, Mondrian og Kandinsky missa sinn ljóma, það koma sprungur í plast- ið og í þær sest skítur. Allt fer smám saman að verða sóðalegt. Meðal borgarbúa fer að koma upp óánægja, en stjórnmálamenn styðja aðgerðir „Fyrirtækisins“ af alefli: hver og einn verður að laga sig eftir markaðsöflunum, samkeppni og sveigjanleika alþjóðavæðingarinnar, það vantar ekki atvinnulausa menn sem eru fúsir til að vinna við hvaða skilyrði sem er og það væri eigingirni og sjálfselska að neita þeim um vinnu. Því er líka haldið fram að nauð- synlegt sé að binda enda á þau óheyrilegu forréttindi sem íbúar gömlu hverfanna hafi notið. En staðan versnar enn. Þegar gömlu hverfin eru komin í niðurníðslu og biðraðir fara að lengjast vegna fækkunar starfs- manna, gýs einnig upp óánægja meðal ferða- manna sem líta svo á að þeir hafi verið sviknir. „Fyrirtækið“ bregst við því á þann hátt að lækka aðgöngueyrinn og bjóða mönn- um upp á „pakka“ þar sem þeir fá gemsa, myndavélar og slíkt auk aðgöngumiða. Þá fara að koma ferðamenn af öðru tagi en áð- ur, og inn í hópana lauma sér húsnæðisleys- ingjar, flækingar og aðrir slíkir, sem vilja fyrst og fremst fá aðgang að skyndibitastöð- unum og komast í húsaskjól. Nú fara menn fyrst að átta sig á því hvað framundan er. Ástæðan fyrir því að „Fyrir- tækið“ vill nú draga sem mest úr kostn- aðinum við „Town Park“ er sú að það áform- ar að selja þessi gömlu hverfi, það ætlar að endurskipuleggja starfsemi sína og miða hana við sjónvarpsstöðvar og slíkt en af- henda voldugu fjárfestingafyrirtæki ferða- mannaþjónustuna. Þessir væntanlegu eig- endur segjast munu skuldbinda sig til að halda rekstri gömlu hverfanna óbreyttum áfram, en nú er farið að tala um að þrefalda og fjórfalda húsaleiguna, þannig að íbúar gömlu hverfanna sem eru nú upp til hópa búnir að missa vinnuna mundu varla geta borgað hana. Því leikur ekki mikill vafi á því að það sem vakir fyrir „Fyrirækinu“ er nú eingöngu húsabrask, það myndi græða stór- lega á að selja einstaka samstæðu af sögu- legum byggingum sem hinir nýju eigendur myndu síðan selja í pörtum til að breyta gömlu borginni í auðmannabústaði. Íbúar gömlu borgarinnar stofna baráttu- samtök, það kemur til mótmælaaðgerða sem öryggisverðir berja niður af hörku en tals- menn „Fyrirtækisins“ svara allri gagnrýni með því að vísa til reglugerðar „menning- argarðsins“, hún banni hópsamkomur vegna hættunnar af hryðjuverkamönnum. Engin leið virðist að stöðva þá þróun sem greini- lega er í vændum. Sögulokin eru tvíræð og opin. Sögumanni verður reikað að næturlagi út fyrir gömlu borgina og kemur þá í hverfi sem eru í enn meiri niðurníðslu, nema þar er líka að finna afgirt auðmannahverfi sem vopnaðir verðir gæta. Einhver ólga er þó enn í loftinu. Svo er sögumaður kominn út á strönd, hann hugsar um óendanleikann, en til hans koma persónur úr hans eigin sjón- varpshandritum og einhvers staðar í grennd- inni hljóma úr hátalara auglýsingar fyrir verslunina „Mutant“ sem er einnig pizzu- staður fyrir alla fjölskylduna. En rétt er að ítreka það enn að lokum að þessi saga gerist í ímyndaðri borg í ímynd- uðu landi einhvers staðar langt í burtu. Eru nokkrar líkur á að slíkt gæti gerst annars staðar? Duteurtre Hann hefur lengi verið tónlistargagnrýnandi, auk þess að vera rithöfundur, og gaf einu sinni út deilurit þar sem hann réðst harkalega á ýmsar stefnur í nútímatónlist, m.a. á Pierre Boulez sem er ein helgasta tónlistarkýr Frakklands; hét bókin Sálumessa fyrir framúrstefnu. „Borgin hamingjusama“ Franski rithöfundurinn Benoit Duteurtre hefur sent frá sér skáldsöguna Borgin ham- ingjusama en þar er fjallað á fremur óvenju- legan hátt, í nokkurs konar fabúluformi, um eina heldur sérstaka hlið nútímans, örlög þess sem Halldór Laxness kallaði á sínum tíma „fornar meningarborgir Evrópu“. » Íbúar gömlu borgarinnar stofna baráttusamtök, það kemur til mótmælaaðgerða sem öryggisverðir berja niður af hörku en talsmenn „Fyrirtækis- ins“ svara allri gagnrýni með því að vísa til reglugerðar „menningargarðsins“, hún banni hópsamkomur vegna hættunnar af hryðjuverkamönnum. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bók- arinnar Bréf til Maríu (2007).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.