Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Vofir yfir vetur þungur, víða er kalt í desember. Grátin kona og gumi ungur geta hvergi yljað sér. Lýsir tunglsins ljósið skært lítil börn í hlýju dreyma. Sumir aldrei sofa vært, sumir eiga hvergi heima. Dátt er sungið lag með ljóði, ljóssins hátíð er við völd. Mæðgin þegja þunnu hljóði það er aðfangadagskvöld. Góðu börnin gjafir fá; Gítar! En sá sældarfengur! Fátæk móðir ekkert á í örmum hennar kaldur drengur. Fimbulkuldi, frostið meiðir föla móður, lítið skinn. Blíður maður barn sitt leiðir: „Má bjóða ykkur tveimur inn?“ Inni í hlýju ylja sér ást er til í þessu landi. „Elsku vinur, þakka þér. Þetta er sannur jólaandi.“ Steindór Dan Jensen Andi jólanna Höfundur er laganemi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.