Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 F 23 Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. 564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala ESKIHLÍÐ góð 113,5 fm endaíbúð á 2. hæð, þrjú svefnherb. tvær stórar samliggj- andi stofur, laus fljótlega. RAUÐARÁRSTÍGUR 82 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð, nýlegar innréttingar, parket á herbergjum, flísar á gólfi. VALLARÁS Góð 44 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð, flísa á gólfi, laus strax, mikið út- sýni. V. 11,5 m. SLÉTTAHRAUN Björt 101,7 fm endaí- búð á 3. hæð, þrjú svefnherbergi, stórar suðursvalir, laus fljótlega. FUNALIND Glæsileg 86 fm 3ja herb. íbúð á 4. hæð, eikarparket á gólfum, flísa- lagt baðherbergi, mikið útsýni. BÆJARGIL 209 fm glæsilegt einbýlis- hús á tveimur hæðum, fjögur svefnher- bergi með skápum og parketi, nýleg tæki í eldhúsi, rúmgóð stofa með parketi, 32 fm bílskúr sem er innif. í heildar fm hússins. ÁSTÚN 57 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð með svalainng., laus fljótlega, mikið út- sýni. FJALLALIND Glæsilegt 168 fm enda- raðhús. Í eldhúsi er eikarinnrétting- , flísalagt baðherbergi, þrjú svefnherbergi, rauðeik á gólfum, mikið útsýni, bílskúr er um 24 fm. ARNARSMÁRI 96 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð með svalainngangi. Í eldhúsi er snyrtileg sprautulökkuð innrétting og borðkrókur, flísalagt baðherbergi, tvö rúm- góð svefnherbergi með skápum og eikarp- arketi, stór stofa með eikarparketi, stórar svalir, mikið útsýni. NÚPALIND Falleg 98 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi, flísalagt bað, ljósar innréttingar í eldhúsi, þvottahús innan íbúðar, bílastæði í lokuðu bílahúsi. Það er dálítið skrítið, og þó ekki, að ákaflega erfitt hefur verið að fá allar upplýsingar um sögu Horn- bjargsvita, bygginguna, hernáms- árin og reksturinn, flestir þeir er þá sögu skópu eru látnir og skriflegar heimildir fáar, þó er ljóst að bygging hússins hefur verið gríðarleg fram- kvæmd árið 1930.“ Bygging Hornbjargsvita „Að sögn Haraldar Stígssonar sem í dag er 92 ára og búsettur í Reykjavík og vann við bygginguna, var vitinn og húsið steypt upp á einu sumri. Fjöldi manns vann við bygg- inguna, nokkra þurfti að fá „að sunn- an“. Við verkið var notuð steypu- hrærivél sem var nýlunda á Ströndum á þessum tíma og senni- lega sú fyrsta sem þar sást. Bertel Sigurgeirsson trésmíða- meistari stjórnaði verkinu, en hann var faðir Þráins Bertelssonar rithöf- undar, einnig stjórnaði hann bygg- ingu Landakotsspítala. Á meðan verkinu stóð, bjuggu verkamennirnir í skála sem reistur var skammt fyrir austan vitann. Allt efnið í vitann var aðflutt nema grjót- ið sem var notað í púkk með steyp- unni til að drýgja hana. Sementið innflutt en allur sandur sóttur á bát- um í Hornvík þar sem honum var mokað í strigapoka og borinn um borð í bátinn. Mest allt efnið í vitann og húsið var híft upp í svokölluðum „Svelg“, sem er víkin austan við vitann. Þar var reistur krani sem efnið var híft upp með. Það er mikil hreyfing í „Svelgn- um“, þannig að það hlýtur að hafa verið mikið og erfitt verk að hífa allt efnið þarna upp með handafli en þarna eru um 15–20 m háir klettar. Þaðan hefur svo þurft að aka efn- inu í hjólbörum eða bera það á bak- inu á byggingarstað u.þ.b. 300 metra. Seinna sáu menn að mun betri lending var fyrir vestan vitann og hófu að nota hana. Að sögn Haraldar var húsið haft stórt vegna radíóvitans sem átti að vera staðsettur í „Síberíu“, en það herbergi hefur verið nýtt sem mat- argeymsla í fjölmörg ár, enda alltaf kalt þar inni. Haraldur man vinnuna við að fylla upp grunninn undir „Síb- eríu“ en þar er ekki kjallari undir. Ekki er alveg á hreinu hvort allt húsið var steypt í einu, hlutinn á milli vitans og íbúðarhússins virðist að einhverju leyti hafa verið steypt- ur síðar, þannig sjást eitt og hálft þrep af útitröppum inni í kústaskáp sem sýnir að gengið hefur verið úr eldhúsi og út, í áttina að vitanum. Lengi vel hélt fólk að vitinn hefði verið byggður fyrst og svo húsið en svo var ekki. Þess vegna er þetta mjög undarlegt. Hugsanlegt er að fyrst hafi verið gert ráð fyrir aðskildu húsi og vita en síðar á byggingartímanum ákveð- ið að loka a.m.k. hluta af bilinu á milli húsanna, það skýrir að ein- hverju leyti útlit hússins en engu er líkara en tveir arkitektar hafi teikn- að húsið. Gaman væri ef einhver sem ætti myndir frá staðnum og vissi fyrir víst hvernig þessu var háttað, hefði samband við undirritaðan. Núna væri allt efni flutt að með þyrlu, þannig að auðvelt er að gera sér í hugarlund þann kostnað sem hlytist af slíkri framkvæmd.“ Umhverfi vitans „Umhverfi vitans er ákaflega fjöl- breytt, útsýnið um eldhúsgluggann er það stórkostlegasta sem sést úr nokkrum slíkum glugga. Ef maður röltir upp með læknum eru hvammar og lautir þar sem mað- ur getur gleymt sér við fuglasöng og lækjarnið, gangir þú hinsvegar nið- ur að sjó, blasir Hornbjargið við í öllu sínu veldi, ógnandi við fyrstu kynni, en eftir smá tíma í návist bjargsins fer maður að skilja það, þú lærir að umgangast það af virðingu; í því, og við það, má engin mistök gera. Við hjónin höfum átt ákaflega gott samstarf við Siglingastofnun frá upphafi, og eftir að þetta framtak okkar varð að veruleika, var skipuð nefnd á vegum ráðherra sem var fal- ið að fjalla um hús og jarðir í eigu stofnunarinnar og koma með til- lögur varðandi eignirnar. Nefndin var sammála um að það sem við vær- um að gera, væri góð lausn varðandi nýtingu vitamannvirkja, svo e.t.v. eru sóknarfæri víðar á annesjum fyrir þá sem komast vilja út úr skarkalanum og „finna sjálfan sig“. Reksturinn hjá okkur hefur geng- ið vel, við stefnum ekki á heims- yfirráð né einkaþotu, við stefnum á að opna góð tjaldsvæði með vatns- salernum næsta sumar, við stefnum á að snyrta enn betur á svæðinu og við stefnum á að allir sem koma til okkar fari þaðan ánægðir og af- slappaðir, fullir af því umhverfi sem vitinn er í, hamingjusamir yfir því að vita að til eru staðir þar sem náttúr- an fær að njóta sín án ótta við eyði- leggingu þeirra sem bara sjá pen- inga og hámarksgróða út úr öllu, þar liggur okkar metnaður.“ Látravík Hornbjargsviti og íbúðarhúsið í Látravík. Þetta var lengi afskekktasta byggð á Íslandi. Morgunblaðið/Júlíus Byggingin F.v. Haraldur Stígsson og Ævar Sigdórsson, en Haraldur var meðal fjölda manns sem vann við byggingu húsanna í Látravík 1930. Vatnsvirkjunin. Ævari og félögum hans tókst að koma gömlu vatnsvirkj- unni í lag og er hún vel nothæf enn í dag, þótt fornfáleg kunni að þykja. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Í eldhúsinu Hjón í Látravík, Una Lilja og Ævar, í gamla eldhúsinu þar sem undarlega tröppur liggja út í óvissuna. Margir gætu lært af atorku þeirra. gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.