Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 30
30 F ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ferill Ingvars sem smiðs erfjölþættur og viðamikill.Hann hefur smíðað inn-réttingar í hótel og stór- hýsi, innréttað heimili og skóla og gert við húsgögn sem tímans tönn hefur farið illa með. Einn á bíl í Iðnskólanum „Þegar ég gekk í Iðnskólann í Reykjavík var ég eini maðurinn sem var á bíl. Ekki einu sinni skólastjór- inn átti ökutæki. Ég keypti bílinn með pabba og þú getur ímyndað þér hvað þetta var flott,“ segir Ingvar og hlær við. Hann lauk námi í húsgagnasmíð- um árið 1945 og fékk meistararétt- indi 1952. Fimm árum seinna varð hann meðeigandi í húsgagnafyrirtækinu Ingvar og Gylfi, en það var lagt nið- ur árið 1995. „Það var svolítið erfitt um tíma, en ég byrjaði nú fljótlega aftur að smíða og gera við húsgögn og þó ég sé 77 ára gamall hef ég ekki hugsað mér að hætta fyrr en heilsan segir stopp.“ Margþætt starfsemi Kúlurúmin sem Ingvar og Gylfi smíðuðu á sínum tíma vöktu mikla og verðskuldaða athygli. „Það var skrifað mikið um þetta og Sigmund teiknaði þessi rúm að minnsta kosti tvívegis, ef ég man rétt,“ segir Ingvar. En innréttingar voru líka stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins og Ingvar hefur frá mörgu að segja í því sambandi. „Við endurnýjuðum 200 herbergi á Hótel Sögu, innréttuðum 130 her- bergi á Esju og 100 á Holiday Inn og innréttuðum 80 svefnpláss á far- fuglaheimilinu í Laugardalnum, svo eitthvað sé nefnt," segir Ingvar. Á Hótel Íslandi voru 50 herbergi og 30 svítur innréttaðar og fleiri verslanir, meðal annars Tiger- búðirnar hafa notið verkkunnáttu Ingvars. Stúlkur sem lærlingar Ingibjörg Vigdísardóttir byrjaði að læra hönnun við Iðnskólann í Reykjavík, en svo langaði hana meira til að verða húsgagnasmiður. „Við erum tvær hérna núna. Mér finnst þetta meira gaman en að læra hönnun, það er gaman að vinna með höndunum,“ segir Vigdís. Ingvar segir frá því að foreldrar hans keyptu barnarúm á fornsölu árið 1929 og að hann hafi fyrstur margra sofið í því sem barn. „Síðan hafa börn og barnabörn og frændur og frænkur sofið í þessu forláta rúmi og að því er ég veit best er nýr notandi á leiðinni,“ segir Ingvar. Hann gerði einu sinni upp borð Kristmanns Guðmundssonar rithöf- undar, af því að það var orðið gamalt og illa farið. „Þegar við lyftum borðplötunni af kom í ljós skúffa og í henni lá ávísun, sem Kristmann hafði aldrei leyst út. Ég held bara að erfingjarnir hafi orðið glaðir vegna þessa atviks,“ segir Ingvar. En hann hefur líka smíðað fund- arborð í borgarstjóraskrifstofuna, meðan hún var í gamla apótekshús- inu í Austurstræti. „Einu sinni smíðaði ég meira að segja skrifborð fyrir Gunnar Thor- oddsen og ég man að á því var fjöl, sem hægt var að velta, en ofan á var reiknivél sem þannig var hægt að láta hverfa, ef því var að skipta.“ Ingvar Þorsteinsson hefur verið að smíða og gera við húsgögn í 61 ár, og hann er ekkert að hugsa um að hætta þeirri iðju. Tveir af lærlingum hans eru stúlkur. Kristján Guðlaugsson leit inn á vinnustofuna hans í Kópavogi og tók hann tali. 77 ára og smíðar enn húsgögn Smiður Ingibjörg Vigdísardóttir byrjaði að læra hönnun við Iðnskóla Reykjavíkur en hana langaði meira til að verða húsgagnasmiður. Morgunblaðið/Ásdís Reyndur Ingvar Þorsteinsson er 77 ára en heldur samt áfram hús- gagnasmíðum og -viðgerðum. 61 árs ferill er ekki neitt smáræði. Fjársjóður Þetta borð átti Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Þegar það var gert upp fannst ávísun sem legið hafði í læstri skúffu borðsins. Ættargripur Vaggan góða sem Ingvar, börn hans og barnabörn hafa sofið vært í. Ekki verður séð að hún sé neinn forngripur þegar búið er um hana. Handverk Þennan glæsilega stiga smíðaði Ingvar út frá eigin máli. Forngripur Svona leit vaggan út eftir að búið var að fjarlægja alla málningu af henni. Hún var keypt á fornsölu 1929. Ingvar segir að hann viti ekki betur en að nýr notandi sé á leiðinni og verður kannski ekki sá síðasti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.